Dekkjakurl

ESB vill banna gúmmíkurl

22.7. Evrópusambandið er með til skoðunar að banna gúmmí á gervigrasvöllum til íþróttaiðkunar frá og með árinu 2022. Heilu tonnin af örplasti af fótboltavöllum hverfa á ári hverju og enda í sjónum og jarðvegi. Meira »

Gera aðra úttekt á gúmmíkurli í Kórnum

6.1.2017 Niðurstaða úttektar á gúmmíkurli á knattspyrnuvellinum í Kórnum var verri en upphaflega var talið. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að fá úr því skorið með frekari rannsókn hvort að ástæða sé til þess að skipta út gúmmíkurlinu. Meira »

Dekkjakurlið komið undir vellina

7.8.2016 Sams konar dekkjakurl og var tekið af gervigrasvöllum Fylkis, Víkings og KR vegna mikillar umræðu um skaðsemi þess hefur verið sett í undirlag vallanna. Um 120 tonn af slíku kurli fara í gúmmípúða, sem komast ekki í snertingu við knattspyrnuiðkendur. Meira »

Dekkjakurl fjarlægt af þremur völlum

29.7.2016 Verið er að skipta um undirlag og gúmmíkurl á gervigrasvelli Fylkismanna í Árbænum og stutt er síðan hið sama var gert hjá Víkingum. Framkvæmdir standa einnig yfir á gervigrasvelli KR-inga. Allir þessir vellir verða því lausir við hið umdeilda dekkjakurl á næstunni. Meira »

Dekkjakurl fjarlægt í Hafnarfirði

10.3.2016 Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að gúmmíkurli verði skipt út á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins, samtals átta völlum. Meira »

Skoðar tengsl dekkjakurls og astma

10.3.2016 Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands hefur sent fyrirspurnir til nágrannalanda Íslands varðandi möguleg skaðsemisáhrif af völdum dekkjakurls. Meira »

Sláandi upplýsingar um dekkjakurl

9.3.2016 Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis – og samgöngunefndar, segir að upplýsingar sem komu fram á fundi nefndarinnar í morgun í tengslum við dekkjakurl hafi verið sláandi. Meira »

Dekkjakurlið burt úr Kópavogi

8.3.2016 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum síðdegis að lokið verði við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins á árinu. Meira »

Harma fréttaflutning fjölmiðla

8.3.2016 Foreldrafélag og fulltrúar foreldra í skólaráði Kelduskóla lýsa yfir stuðningi við kennara og skólastjórnendur Kelduskóla og standa „heilshugar á bakvið það jákvæða starf sem fram fer í skólanum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá foreldrafélaginu en þar segir jafnframt að félagið harmi fréttaflutning fjölmiðla vegna ásakana um vanrækslu kennara í skólanum. Meira »

Ætlar ekki að stefna kennara

8.3.2016 Ingvar Guðmundsson, foreldri barns í Kelduskóla, sem sagðist „vera með það til skoðunar“ að kæra kennara í skólanum fyrir vanrækslu í kjölfar þess að skólabörn voru látin hreinsa klaka af sparkvelli sem lagður er dekkjakurli, ætlar ekki að láta verða af því að stefna kennaranum. Meira »

Dekkjakurl fjarlægt á Seltjarnarnesi

7.3.2016 Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi ætla að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga og verður völlurinn allur endurnýjaður við sama tækifæri. Meira »

Segir fráleitt að stefna kennara

7.3.2016 Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, telur fráleitt að foreldri nemanda í Kelduskóla stefni kennara vegna þess að hann lét nemendur hreinsa klaka af gervigrasvelli sem lagður er dekkjakurli. Meira »

Börn eins og námugraftrarmenn

4.3.2016 Hópur foreldra, sem hefur barist fyrir því að Reykjavíkurborg skipti um undirlag á gervigrasvöllum þar sem notast er við dekkjakurl, hefur lagt fram greinargerð fyrir Alþingi vegna málsins. Meira »

Vilja rannsókn á gúmmíkurlinu

18.2.2016 Óttast er að frá 1. janúar 2010 hafi Reykjavíkurborg ítrekað keypt og flutt inn gúmmíkurl úr dekkjum sem innihalda tiltekin hættuleg efni og efnablöndur umfram þær takmarkanir sem settar eru í REACH-reglugerðinni. Meira »

Vilja losna fyrr við gúmmíkurlið

17.2.2016 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt áætlun meirihluta borgarráðs um að endurnýjun gervigrasvalla með umdeildu gúmmíkurli sé ekki í forgangi. Meira »

Skilaboðin að hverfið sé ekki fyrir börn

16.2.2016 Íbúasamtök Háaleitis og stjórn foreldrafélags Háaleitisskóla gera alvarlega athugasemd við stöðu barna í hverfinu og segja Reykjavík senda þau skilaboð með ákvörðunum sínum og gjörðum að hverfið sé ekki ætlað börnum. Meira »

Telja aðgerðir ganga of skammt

13.2.2016 Reykjavíkurborg tilkynnti í fyrradag að skipt yrði um undirlagið á gervigrasvelli Víkinga í Fossvogi á þessu ári. Þá mundi verða skipt um undirlag á Fylkisvelli og KR-velli auk þess sem dekkjagúmmíi yrði skipt út fyrir annars konar gúmmí á Framvelli í Úlfarsárdal á næsta ári. Meira »

Segir börn ekki njóta vafans

12.2.2016 Með því að hafa breytingar á undirlagi á gervigrasvöllum ekki í forgangi leyfir Reykjavíkurborg börnum ekki að njóta vafans varðandi mögulega skaðsemi dekkjakurls. Meira »

Dekkjakurl notað þvert á ákvörðun

27.1.2016 Húðuðu dekkjakurli var bætt við knattspyrnuvöll Fram í Úlfarsárdal í sumar þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um það hjá borginni að bæta ekki meira dekkjakurli við velli í Reykjavík. Meira »

Kurlið ekki talið heilsuspillandi

25.1.2016 Fátt bendir til að kurl sem notað er á gervigrasvöllum landsins sé heilsuspillandi.  Meira »

Þingsályktun um dekkjakurlið

28.9.2015 Foreldrar barna sem stunda knattspyrnu vilja að skipt verði um undirlag á gervigrasvöllum þar sem notast er við dekkjakurl.   Meira »

Vilja dekkjakurlið af gervigrasvöllunum

25.9.2015 „Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra fer fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.“ Meira »