Dominique Strauss-Kahn

Heimurinn óviðbúinn fyrir annað hrun

9.9. Heimurinn er ekki eins vel búinn núna og fyrir tíu árum til að takast á við stórt efnahagshrun. Þetta segir Dominique Strauss-Khan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Meira »

Lagarde endurkjörin hjá AGS

20.2.2016 Formlega var gengið frá því í gær að Christine Lagarde verði framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fimm ár til viðbótar. Meira »

Strauss-Kahn sýknaður af hórmangi

12.6.2015 Dominique Strauss-Kahn hefur verið sýknaður af ákærum um hórmang. Dómurinn markar lokauppgjör á lagaflækjum sem hafa umvafið Strauss-Kahn frá því að þerna á hóteli í New York ásakaði hann um kynferðislegt ofbeldi árið 2011. Meira »

Hórmangsdómur kveðinn upp í dag

12.6.2015 Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en hann er ákærður fyrir hórmang. Strauss-Kahn á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi og 1,5 milljón evra sekt verði hann fundinn sekur. Meira »

Strauss-Kahn sleppur væntanlega

17.2.2015 Saksóknarar munu að öllum líkindum ekki krefjast þess að Dominique Strauss-Kahn fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði sakfelldur fyrir aðild að vændishring þar sem fallið hefur verið frá fimm af sex ákærum á hendur honum í málinu. Meira »

Ekki ákærður fyrir „afbrigðilega“ hegðun

11.2.2015 Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er ekki sáttur við að einblínt sé á kynlífshegðun hans í réttarhöldum sem fara nú fram í Lille í Frakklandi. Strauss-Kahn er sakaður um, ásamt 13 öðrum, aðild að stór­felldu hór­mangi. Meira »

Berbrjósta mótmælendur við bíl Strauss-Kahn

10.2.2015 Þrjár konur, berar að ofan, stukku að bíl Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er hann mætti til dómshússins í dag. Meira »

Mætti í fáar kynlífsveislur að eigin sögn

10.2.2015 Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn (DSK), neitar því að hafa brotið af sér með saknæmum hætti og hann hafi afar sjaldan tekið þátt í kynlífssvallveislum. Segir hann að það hafi nú ekki einu sinni verið neitt villt við þessar veislur. Meira »

Er Strauss-Kahn einföld sál?

10.2.2015 Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, mun bera vitni í vændismáli í borginni Lille í Frakklandi. Hann er sakaður um að hafa átt aðild að starfsemi vændishrings ásamt 13 öðrum. Meira »

Vissi ekki að þetta væru vændiskonur

6.2.2015 Franskur kaupsýslumaður, David Roquet, segir að fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, hafi ekki vitað að konurnar sem tóku þátt í kynlífssvalli þeirra væru vændiskonur. Meira »

Var boðin sem gjöf við samningsgerð

2.2.2015 „Ég var talin ákaflega mikilvæg manneskja (VIP) og boðin sem gjöf til yfirmanna fyrirtækja og stjórnmálamanna,“ segir Carole, 41 árs fyrrverandi vændiskona. Hún er ein þeirra sem munu bera vitni í réttarhöldum í vændismáli í Lille í Frakklandi sem hefjast í dag. Meira »

Hórmangari segir réttarhöld skrípaleik

1.2.2015 Skækjumiðlarinn Dominique Alderweireld mætir á morgun fyrir dómara í París ásamt Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna gruns um tengsl þeirra við vændishring. Alderweireld neitar sök og segir réttarhöldin skrípaleik. Meira »

Nefndi vændishús eftir Strauss-Kahn

30.6.2014 Belgískur dómstóll úrskurðaði í dag að nafntogaður hórmangari þar í landi megi ekki kalla nýjasta vændishús sitt „DSK“, sem svo vill til að eru upphafsstafir fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Meira »

Ældi yfir myndinni um DSK

18.5.2014 Það var handagangur í öskjunni þegar kvikmyndin Welcome to New York var frumsýnd í Cannes í gærkvöldi. Allir voru spenntir að sjá og heyra af kynlífshneyksli fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Dominique Strauss-Kahn. Mickey Rourke, Meira »

„Veistu hver ég er?“

17.5.2014 „Veistu hver ég er?“ segir á auglýsingaspjaldi kvikmyndarinnar Welcome to New York sem er frumsýnd í Cannes í dag. Á myndinni sést jakkafataklæddur karlmaður í handjárnum í kastljósi fjölmiðla með New York í baksýn. Meira »

Myndin um Strauss-Kahn frumsýnd í Cannes

13.5.2014 Kvikmynd um Dominique Strauss-Kahn, þar sem Gérard Depardieu fer með hlutverk fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meira »

Vissi ekkert um kynsvall Strauss-Kahn

22.4.2014 Anne Sinclair, fyrrum eiginkona Dominique Strauss-Kahn, hefur ekki tjáð sig um skilnað þeirra vegna kynlífshneykslismála hins fyrrverandi forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það gerir hún hins vegar í samtalsþætti sem sýndur verður á rás-2 franska ríkissjónvarpsins í kvöld. Meira »

Depardieu einbeitir sér að Strauss-Kahn

5.4.2013 Leikarinn Gérard Depardieu er svo upptekinn við tökur á kvikmynd um fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, að hann gleymdi að mæta fyrir dómara í París í morgun. Meira »

Strauss-Kahn fékk ekki lögbann

26.2.2013 Dómstóll í Frakklandi hafnaði í dag kröfu Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að lögbann yrði sett á bók argentísku skáldkonunnar Marcelu Iacub, þar sem hún segir frá ástarsambandi sínu við Strauss-Kahn. Meira »

Segir bókina viðbjóðslega

25.2.2013 Fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, reynir nú að fá lögbann á nýja bók eftir hina argentínsku Marcelu Iacub en í bókinni lýsir hún sambandi þeirra. Meira »

Ástkona lýsir Strauss-Kahn sem „hálfsvíni“

22.2.2013 Sukksamt líferni Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, er enn á ný í frönskum fréttum vegna lýsinga einnar af ástkonum hans á sjö mánaða sambandi þeirra í fyrra í nýrri bók. Meira »

Strauss-Kahn hafði öðrum hnöppum að hneppa

25.1.2013 Belgískur vændissali, sem er ásamt Dominique Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, til rannsóknar fyrir að hafa útvegað vændiskonur í svallveislur, segir að Strauss-Kahn sé hafður fyrir rangri sök. Meira »

Depardieu kominn með belgískt ökuskírteini

15.1.2013 Ekkert lát ætlar að verða á sápuóperunni í kringum franska, eða rússneska, leikarann Gérard Depardieu. Það nýjasta er að hann er kominn með belgískt ökuskírteini. Í síðustu viku mætti leikarinn ekki fyrir dómara í París en þar átti hann að svara til saka fyrir ölvunarakstur. Meira »

Rannsókn á Strauss-Kahn haldið áfram

19.12.2012 Rannsókn á hlut fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, í vændishring verður ekki hætt líkt og verjendur hans höfðu farið fram á. Meira »

Máli Strauss-Kahn að ljúka

10.12.2012 Lögmenn Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, munu mæta fyrir rétt í dag þar sem væntanlega verður gengið frá samkomulagi við þernuna Nafissatou Diallo, sem sakaði hann um kynferðislega árás. Meira »

Hótelþernan farin í felur

7.12.2012 Nafissatou Diallo, hótelþernan sem sakaði Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að hafa reynt að nauðga sér, er farin í felur. Fáir vita hvar hún býr og nafn hennar hefur verið fjarlægt af póstkassa í íbúðabyggingu í Bronx þar sem hún var búsett. Meira »

Greiðir þernu milljónir

30.11.2012 Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, greiðir hótelþernunni Nafissatou Diallo sex milljónir Bandaríkjadollara, jafnvirði rúmra 755 milljóna íslenskra króna, sem sáttagreiðslu vegna kæru hennar um að hann hafi beitt sig kynferðisofbeldi. Meira »

Sátt milli Strauss-Kahn og Diallo

29.11.2012 Dominique Strauss-Kahn hefur náð samkomulagi um sátt við Nafissatou Diallo, konuna sem sakaði hann um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi í starfi hennar sem þerna á hóteli í New York. Diallo höfðaði einkamál gegn honum þegar saksóknari í New York vísaði málinu frá á sínum tíma. Meira »

Strauss-Kahn: Látið mig vera

10.10.2012 Fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, biður um að vera látinn í friði og segist verða fyrir árásum frá fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Strauss-Kahn í vikuritinu Le Point. Meira »

Hætt við rannsókn á Strauss-Kahn

2.10.2012 Saksóknari í Frakklandi hefur hætt rannsókn á nauðgunarkæru á hendur Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meira »