Donald Trump Bandaríkjaforseti

Segir nauðsynlegt að aðskilja fjölskyldur

Í gær, 23:14 „Ég vil ekki taka börn af foreldrum sínum. Þegar þú sækir foreldra til saka fyrir að koma ólöglega til landsins, sem á að gera, þá verður þú að taka börnin af þeim.“ Með þessum orðum ver Donald Trump Bandaríkjaforseti afar umdeilda stefnu sína í innflytjendamálum. Meira »

„Forarpyttur pólitískrar hlutdrægni“

Í gær, 22:31 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna „forarpytt pólitískrar hlutdrægni“ þegar hún tilkynnti formlega um úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu á fundi með fjölmiðlafólki í Washington í kvöld. Meira »

„Ekkert líkt útrýmingarbúðum nasista“

Í gær, 17:12 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertekur fyrir ásakanir um að miðstöðvar þar sem börn ólöglegra innflytjenda eru geymd líkist útrýmingarbúðum nasista. Sessions segir að stefna eftirlitsins við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna snúist um að tryggja öryggi við landamærin. Meira »

Grátandi börn í búrum

Í gær, 12:29 „Við erum með hljómsveit hér. Það eina sem vantar er hljómsveitarstjórinn,” heyrist landamæravörður segja á hljóðupptöku sem birt er á bandaríska fréttavefnum Pro Publica í gær. Hljóðupptakan er af börnum sem hafa verið aðskilin frá foreldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Meira »

Fjárfestar skjálfa á beinum

Í gær, 07:51 Mikill skjálfti er á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, kom með enn eina hótunina um frekari tolla á kínverskar vörur. Stjórnvöld í Peking vara bandarísk yfirvöld við því að gripið verði til gagnráðstafana. Meira »

Trump vill stofna geimher

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í dag Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, að setja á fót sérstaka geimdeild Bandaríkjahers. Geimdeildin yrði sjötta deild Bandaríkjahers en fyrir eru landher, flugher, landhelgisgæsla, flotinn og landgöngulið flotans. Meira »

Indverjar svara tollum Trumps

í fyrradag Indland hefur ákveðið að bætast í hóp þeirra ríkja sem setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum sem svar við innflutningstollum sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sett á stál og ál. 50% tollur verður settur á mótorhjól með 800cc slagrými eða meira, 20% á möndlur, 20% á valhnetur og 25% á epli. Meira »

Trump talar niður þýsk stjórnvöld

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti tók til Twitter í dag, sem fyrri daginn. Í þetta sinn til að gagnrýna þýsk stjórnvöld. Í færslu sem birtist fyrir stuttu segir Trump þýskan almenning vera að snúast gegn stjórnvöldum þar í landi og kennir innflytjendastefnu stjórnvalda um. Segir Trump glæpatíðni í Þýskalandi á uppleið, án þess að gefa frekari skýringar á þeim tölum. Meira »

Getur valdið óbætanlegu tjóni

í fyrradag Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra'ad Al Hussein, hvetur bandarísk yfirvöld til þess að hætta að skilja börn að frá foreldrum sínum á landamærum og segir stefnu þeirra óforsvaranlega. Meira »

Rannsókn Mueller verði rannsökuð

17.6. Lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta vill að opinber rannsókn verði gerð á rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, vegna meintra afskipta Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Meira »

Manafort dæmdur til fangelsisvistar

15.6. Bandarískur alríkisdómstóll hefur dæmt Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til fangelsisvistar þangað til réttarhöld hefjast yfir honum vegna meints peningaþvættis og skattsvika. Meira »

Trump: Skýrslan „stórslys“ fyrir Comey

15.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir skýrslu innra eftirlits dómsmálaráðuneytisins vera „stórslys“ fyrir James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögregluna FBI og stofnunina sjálfa. Meira »

Setur 25% toll á kínverskar vörur  

15.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann hefði sett 25% toll á kínverskar vörur að andvirði um 50 milljarða dollara, að því er BBC greinir frá. Eru tollarnir sagðir vera lagðir á þær vörur sem teljist „iðnaðarlega mikilvæg“ tækni. Meira »

Óhlýðinn en ekki hlutdrægur

14.6. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að James Comey, fyrrverandi yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafi verið „óhlýðinn“ og ekki farið eftir reglum stofnunarinnar þegar hann annaðist rannsókn á Hillary Clinton árið 2016. Meira »

New York-ríki höfðar mál gegn Trump

14.6. New York-ríki hefur höfðað mál á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og börnum hans, Ivönku, Eric og Donald Jr., vegna „ítrekaðra ólöglegra ráðstafana“ úr fjölskyldusjóði þeirra í yfir áratug. Meira »

Afkjarnorkuvopnavæðing ekki í höfn

14.6. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir afkjarnorkuvopnavæðingu Norður-Kóreu ekki í höfn og enn sé hætta á því að hún gangi ekki eftir. Meira »

Fyrrverandi njósnari eða atvinnudiplómat?

13.6. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu velta því nú fyrir sér hvern Kim Jong-un muni fá til að ræða málin við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir fund þeirra Trump í gær. Verður það fyrrum njósnaforingi eða atvinnudiplómat? Meira »

Segir OPEC hafa keyrt upp olíuverð

13.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað OPEC-samtökin um að hafa keyrt upp olíuverð. „Olíuverðið er of hátt, OPEC er við sama heygarðshornið. Ekki gott!“ skrifaði Trump á Twitter. Meira »

„Takk fyrir, Kim“

13.6. „Veröldin hefur stigið stórt skref til að koma í veg fyrir hörmungar af völdum kjarnavopna!“ skrifaði Donald Trump á Twitter-síðu sína eftir fund sinn með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Kim bauð Trump til Norður-Kóreu

12.6. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, bauð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í heimsókn til Pyongyang, höfuðborgar landsins, á fundi þeirra sem fór fram í Singapúr í nótt. Forsetinn mun hafa þegið boðið og jafnframt boðið Kim í heimsókn til Bandríkjanna, að fram kemur í norðurkóreskum fjölmiðlum. Meira »

Sýndi Kim myndband með þeim tveimur

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti sýndi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, myndband á fundi þeirra í Singapúr í morgun. Myndbandið, sem vísar til leiðtogafundarins, er kynning í hasarmyndastíl með þeim Trump og Kim í aðalhlutverki. Meira »

Rodman tilfinningaríkur

12.6. Tilfinningarnar ætluðu að bera körfuboltastjörnuna Dennis Rodman ofurliði þegar hann ræddi við fréttamann CNN um fund þeirra Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Trump segir Kim vera „hæfileikaríkan“

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera einkar sáttur með sögulegan fund hans og leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un sem endaði með sameiginlegum sáttmála þeirra. Fundurinn markaði mikil vatnaskil þar sem sitjandi forseti Banadaríkjanna hefur aldei áður fundað með leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Tekjur Ivönku og Kushner

12.6. Bandarískir fjölmiðlar hafa nú greint frá því að innkoma forsetadótturinnar Ivönku Trump og eiginmanns hennar Jared Kushner hafi verið að minnsta kosti 83 milljónir bandaríkjadala eða tæpir níu milljarðar íslenskra króna fyrsta ár þeirra sem ólaunaðir ráðgjafar Bandaríkjaforseta. Meira »

Vonast til að Kóreustríðinu ljúki

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti vonast til að Kóreustríðinu ljúki fljótlega. Þetta sagði hann á blaðamannafundi að loknum viðræðum sínum við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Ráðgjafi Trumps fékk hjartaáfall

12.6. Larry Kudlow, helsti efnahagsráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fékk „mjög vægt“ hjartaáfall og liggur nú á hersjúkrahúsi rétt fyrir utan Washington. Meira »

Trump og Kim undirrituðu sáttmála

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu sáttmála á sjötta tímanum í morgun. „Við munum hittast aftur,“ sagði Trump eftir að sáttmálinn hafði verið undirritaður. „Við munum hittast mörgum sinnum.“ Meira »

Trump og Kim takast í hendur

12.6. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í Singapúr klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma. Vel fór á með Trump og Kim þegar þeir hittust fyrst og tókust í hendur. Meira »

Augu heimsbyggðarinnar hvíla á Sentosa

11.6. Mikill áhugi er fyrir leiðtogafundi þeirra Donald Trumps Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem hefst klukkann eitt í nótt að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti í sögunni sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast og hvíla augu heimsbyggðarinnar nú á eyjunni Sentosa. Meira »

Gaf sig sjálfur fram við FBI

11.6. James Wolfe, fyrrverandi starfsmaður njósnanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur sjálfur gefið sig fram við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna Rússarannsóknarinnar svo nefndu. Wolfe er ákærður fyrir að hafa lekið efni í fjölmiðla. Meira »