Donald Trump Bandaríkjaforseti

„Ólögmæt“ skipun Whitaker

Í gær, 20:05 Dómstóll í ríkinu Maryland segir að skipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Matthew Whitaker í embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi verið „ólögmæt“. Meira »

CNN í mál við Hvíta húsið

Í gær, 16:15 Bandaríska fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og nokkru af starfsfólki Hvíta hússins vegna ákvörðunar þeirra um að meina fréttamanni þeirra, Jim Acosta, aðgang að Hvíta húsinu. Meira »

Trump heldur áfram árásum á Macron

Í gær, 12:55 Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í dag áfram árásum sínum á Emmanuel Macron Frakklandsforseta vegna tillögu þess síðarnefnda um að stofna þyrfti sérstakan Evrópuher. Sagði Trump Parísarbúa hafa verið farna að læra þýsku áður en Bandaríkin skárust í leikinn í heimsstyrjöldinni síðari. Meira »

Verja ákvörðun forsetans

í fyrradag Hvíta húsið hefur varið ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta sem afboðaði komu sína til minn­ing­ar­at­hafn­ar um fallna banda­ríska her­menn í fyrri heims­styrj­öld sem fram fór í Ains-Mar­ne-kirkju­g­arðinum í Frakklandi á laugardag. Meira »

Mótmæltu Trump berbrjósta

11.11. Franska lögreglan stöðvaði tvær berbrjósta konur sem reyndu að komast að bílalest Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í París, höfuðborg Frakklands, í dag. Trump er staddur í borginni í tilefni af því að öld er liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Meira »

Nýr ráðherra tengdur svikulu fyrirtæki

10.11. Matthew Whitaker, settur dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var gagnrýndur harðlega á föstudag vegna andstöðu hans við rann­sókn Roberts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, á tengsl­um Don­alds Trumps við Rússa í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna haustið 2016. Meira »

Trump móðgaður út í Macron

9.11. Tillögur Emmanuels Macron Frakklandsforseta um sameiginlegan Evrópuher eru „mjög móðgandi“ að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem er nýlentur í París þar sem hann mun taka þátt í friðarráðstefnu og minningarathöfn í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Meira »

Segja Hvíta húsið dreifa breyttu myndbandi

8.11. Stríð Hvíta hússins við fjölmiðla hefur tekið nýja stefnu í kjölfar þess að Sara Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur verið sökuð um að hafa dreift fölsuðu myndbandi af blaðamannafundi gærdagsins sem sýnir snörp orðaskipti Jim Acosta, fréttamanns CNN, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Augljós tilraun til að hefta rannsóknina

8.11. Rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 er ekki vandamál Rússa. Þetta er mat rússneskra ráðamanna, en dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lét af störfum í gær að beiðni Donald Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Bannað að koma í Hvíta húsið

8.11. Fréttamanni CNN sem lenti saman við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, hefur verið bannað að koma þangað. Um tímabundið bann er að ræða. Trump lýsti fréttamanninum sem óvini fólksins. Meira »

Andstæðingur Rússarannsóknar tekur við

7.11. Sá sem tekur við starfi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tímabundið heitir Matthew Whitaker. Hann hefur lýst því yfir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á tengslum Donalds Trumps við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna haustið 2016 hafi gengið allt of langt. Meira »

„Þú ert dónalegur og hræðileg manneskja“

7.11. Allt ætlaði um koll að keyra á blaðamannafundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í kvöld þegar hann ræddi niðurstöðu þingkosninganna sem fram fóru landinu í gær. Forsetinn var léttur í lundu í byrjun fundarins og lýsti því yfir að hann hlakkaði til samstarfsins við demókrata í fulltrúadeildinni, sem náðu meirihluta í deildinni eftir nokkurt hlé. Meira »

Jeff Sessions segir af sér embætti

7.11. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti að beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Andað hefur köldu á milli Trump og Sessions um tíma og sagði forsetinn í sjónvarpsviðtali í september að hann vildi helst ekki hafa neinn dómsmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Meira »

„Verið að pissa í skóna“

6.11. Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM, ræddi kosningar í Bandaríkjunum við blaðamann mbl.is. Hann telur hörð stefna Repúblikanaflokksins ekki vænleg til árangurs í kosningum á næstu árum en ómenntuðum hvítum karlmönnum sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum fer fækkandi í Bandaríkjunum. Meira »

Funda sennilega ekki í París

5.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að sennilega myndi hann ekki eiga fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta er þeir verða báðir staddir í París á minningarathöfn um fyrri heimsstyrjöldina, næsta laugardag. Meira »

Átta ríki undanþegin viðskiptabanninu

5.11. Kína, Indland og Japan verða undanþegin einhliða viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn olíuviðskiptum við Íran. Frá þessu greindi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og kvað bandarísk yfirvöld ætla að beita írönsk stjórnvöld stöðugum þrýstingi. Meira »

Áttu „mjög gott“ spjall um viðskiptadeilu

1.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „mjög gott“ samtal við Xi Jinping, forseta Kína, um harðnandi viðskiptadeilu á milli ríkjanna tveggja. Trump greindi frá þessu á Twitter. „Átti langt og mjög gott samtal við Xi Jinping, forseta Kína. Við töluðum um ýmis mál, en lögðum mikla áherslu á viðskipti,“ skrifaði Trump. Meira »

„Þriðjungur lítur á fjölmiðla sem óvin“

1.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir að hann hafi ávallt fordæmt hatursorðræðu og þröngsýni en fjölmiðlar hafi kosið að fjalla ekki um það. Meira »

Sendi 15.000 hermenn að landamærunum

31.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist gera ráð fyrir því að senda allt að 15 þúsund hermenn að landamærum Mexíkó til að stöðva för fólks sem hann segir vera hættulegan hóp hælisleitenda. Meira »

Ósáttir við að hryllingsmynd af bænum

31.10. Íbúar í breska þorpinu Jaywick Sands eru ósáttir með að einn frambjóðenda bandaríska Repúblikanaflokksins noti mynd af götu bæjarins til aðdraga upp hryllingsmynd af því sem bíði Bandaríkjamanna sigri Demókratar í þingkosningunum í næstu viku. Meira »

Reynt að koma höggi á Mueller?

31.10. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur til skoðunar meintar tilraunir til þess að greiða konum háar fjárhæðir fyrir að saka saksóknarann Robert Mueller um kynferðislega áreitni í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika hans. Meira »

Með meiri frítíma en fyrri forsetar

30.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti var með þrisvar sinnum meiri frjálsan tíma skráðan í dagbók sína síðasta þriðjudag, heldur en vinnustundir. Alls voru 9 tímar áætlaðir fyrir svo nefndan „stjórnendatíma“ — veigrunarorð sem starfsmannastjórinn John Kelly kom með yfir þann tíma forsetans sem er óbókaður. Meira »

Ekki allir fái ríkisborgarrétt við fæðingu

30.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að takmarka réttindi ákveðinna barna sem fæðast í Bandaríkjunum, til að öðlast bandarískan ríkisborgararétt. Reuters-fréttastofan segir Trump með þessu leitast við að auka stuðning við Repúblikanaflokkinn í aðdraganda næstu þingkosninga. Meira »

Tékkar áttu skýrslu um Trump

29.10. Leyniþjónusta Tékkóslóvakíu tók saman skýrslu um Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann gekk í sitt fyrsta hjónaband, sem var með tékkneskri konu, Ivönu Zelnickova, að því er vikublað í Prag greinir frá í samstarfi við breska dagblaðið Guardian. Meira »

„Svívirða“ að kenna Trump um árásina

29.10. Hvíta húsið neitar því alfarið að talsmáti og orðfæri Donald Trumps Bandaríkjaforseta eigi nokkurn þátt í skotárásinni á bænahús gyðinga í Pittsburgh þar sem 11 manns létu lífið á laugardag. Meira »

Þúsundir hermanna sendar að landamærunum

29.10. Þúsundir bandarískra hermanna kunna að vera sendar að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að hindra hóp hælisleitenda sem er á leið í gegnum Mexíkó að komast yfir til Bandaríkjanna. Er það mun fjölmennara lið en þeir 800-1.000 hermanna sem hingað til hefur verið talað um. Meira »

Senda 800 hermenn að landamærunum

25.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirbýr að senda að minnsta kosti 800 hermenn að suðurlandamærum Bandaríkjanna að Mexíkó. Hermennirnir eiga að koma í veg fyrir að hóp­ur hæl­is­leit­enda, sem er á leið að landa­mær­um Banda­ríkj­anna að Mexí­kó, kom­ist yfir þau. Meira »

Trump: Fjölmiðlar láti af illdeilum

25.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur nú fjölmiðla til að láta af „endalausum illdeilum“ eftir að um­slög sem tal­in eru inni­halda sprengj­ur voru send til nokk­urra demó­krata, þeirra á meðal Barack Obama og Hillary Cl­int­on. Segja gagnrýnendur forsetans orð hans einkennast af hræsni. Meira »

Hótar árás geymi Evrópa kjarnavopnin

25.10. Rússar munu svara í „sömu mynt“ komi Bandaríkjamenn nýjum kjarnavopnum fyrir í ríkjum Evrópu. Við þessu varar Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kvað hvert það Evrópuríki sem slíkum vopnum yrði komið fyrir í eiga á hættu að Rússar gerðu á það árás. Meira »

Pólitískt ofbeldi verði ekki liðið

24.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði í dag eftir samstöðu í kjölfar þess að fréttir bárust um að sprengjur hefðu mögulega verið sendar í pósti til forystumanna í Demókrataflokknum. Þar á meðal til Barack Obama, forvera Trumps í embætti. Meira »