Donald Trump Bandaríkjaforseti

Bar fyrir sig banni frá Hvíta húsinu

08:23 Fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, neitaði í gær að svara spurningum þingnefndar sem rannsakar tengsl kosningabaráttu forsetans við Rússa. Bar Bannon fyrir sig að forsetaskrifstofan hafi lagt bann við því. Meira »

Trump segir að allir séu velkomnir

Í gær, 20:24 Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í dag að hann vildi að innflytjendur, hvaðanæva úr heiminum, kæmu til Bandaríkjanna. Ummæli forsetans í dag stangast á við harðan málflutning hans um ríki Afríku, Haítí og El Salvador í síðustu viku. Meira »

„Ég er ekki rasisti“

15.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar því að hann sé rasisti en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín um ríki Afríku í Hvíta húsinu í síðustu viku. Meira »

Segir Trump hafa elt sig á nærfötunum

14.1. Klámmyndastjarnan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta árið 2006 og að Stephanie Clifford, sem Wall Street Journal greindi á föstudag frá að hefði fengið greitt fyrir að þegja um samband sitt við forsetann, hafi boðið sér að vera með þeim. Meira »

Væru ein stærstu mistök Bandaríkjastjórnar

13.1. Það væru alvarleg mistök hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta að segja upp kjarnorkusamkomulagi Vesturvelda við Íran. Þetta segir Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. „Þetta gætu orðið ein stærstu mistök Bandaríkjanna í utanríkismálum,“ sagði hann. Meira »

Neitar að hafa talað illa um Haítíbúa

12.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ekki rétt að hann hafi notað jafngróf orð og höfð eru eftir honum í fjölmiðlum um innflytjendur frá ákveðnum ríkjum. Meira »

„Þetta fólk frá þessum skítalöndum“

12.1. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sparar ekki stóru orðin þegar hann tjáir sig um innflytjendur samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla. „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ Meira »

Röng bók slær í gegn

11.1. Bókin „Fire and Fury“ hefur slegið í gegn að undanförnu ef marka má stóraukna sölu á henni. Bókin fjallar þó ekki um Donald Trump Bandaríkjaforseta eins og einhver kynni að halda heldur loftárásir bandamanna á Þýskaland á árunum 1942-1945. Meira »

Gleymdi Trump textanum?

9.1. Donald Trump Bandaforseti hlaut misjöfn viðbrögð þegar hann söng þjóðsönginn fyrir ruðningsleik sem fór fram í Atlanta í gær. Meira »

Falskar fréttir og nú „fölsk bók“

7.1. „Ég hef þurft að þola falskar fréttir frá því daginn sem ég tilkynnti forsetaframboð mitt. Nú þarf ég að þola falska bók sem rituð var af algerlega óáreiðanlegum höfundi. Ronald Reagan þurfti að takast á við sama vandamál og gerði það vel. Það mun ég gera líka,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag. Meira »

Forstjóri NSA hyggst hætta

6.1. Forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, Mike Rogers, hyggst láta af embætti á næstu mánuðum eftir að hafa gegnt embættinu í fjögur ár sem mörkuð hafa verið upplýsingalekum. Meira »

Flestir kalla hann „fífl“ og „fávita“

5.1. Bók Michaels Wolffs um Donald Trump, Eldur og ofsareiði, selst eins og heitar lummur. Wolff segir flesta viðmælendur sína kalla forsetann fávita og fífl. Meira »

Útgáfu bókar um Trump flýtt

4.1. Michael Wolff er ekki þekktur fyrir að láta smávægis deilur koma í veg fyrir áætlanir sínar. Fjaðrafokið í kringum nýjustu bók hans, sem fjallar um Bandaríkjaforseta, fellur því vel í kramið hjá honum, enda hafa atburðir síðasta sólarhringinn leitt til þess að bókin verður fáanleg á morgun. Meira »

Jákvætt tíst hjá Trump

4.1. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er jákvæður í morgunsárið á Twitter þar sem hann fjallar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi opnað á ný fyrir beint símasamband við stjórnvöld í Suður-Kóreu en tvö ár eru síðan klippt var á þau samskipti að skipun einræðisherrans Kims Jong-un. Meira »

Tíu eldfimar afhjúpanir um Trump

3.1. Sigur Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum gerði hann ringlaðan, hann naut ekki innsetningarathafnarinnar og var hræddur við Hvíta húsið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók fjölmiðlamannsins Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House.“ Meira »

Trump er hraustur og verður það áfram

Í gær, 23:08 Gert er ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði við góða heilsu það sem eftir er af forsetatíð hans. Læknir sem skoðaði forsetann ítarlega fyrir helgi segir að hann sé mjög ern. Meira »

Bannon yfirheyrður af þingnefnd

Í gær, 16:16 Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, var yfirheyrður af bandarískri þingnefnd í dag vegna meintra tengsla kosningateymis Trumps við stjórnvöld í Rússlandi en Bannon var háttsettur starfsmaður teymisins. Meira »

Samningur Trumps „löðrungur aldarinnar“

14.1. Mahmud Abbas, forseti Palestínu, sagði í dag að tilraun Donalds Trumps til að koma á friði milli Palestínumanna og Ísraelsmanna væri „löðrungur aldarinnar“. Hann lét þessi orð falla á fundi leiðtoga Palestínu í dag. Meira »

Trump sagður vera við hestaheilsu

13.1. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er við hestaheilsu. Frá þessu greindi Ronny Jackson, læknir forsetans í Hvíta húsinu, eftir að Trump hafði gengist undir sína fyrstu læknisskoðun frá því hann tók við embættinu. Meira »

Krefja Trump um afsökunarbeiðni

13.1. Ríki Afríkusambandsins krefjast þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti biðjist afsökunar á að hafa kallað lönd þeirra „skítalönd“. Sendiherrar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýstu í gærkvöldi yfir „hneykslan, vantrú og reiði“ yfir þessum orðum forsetans og sögðu stjórn Trump skorta skilning á Afríkubúum. Meira »

Íslensk kona ósátt við ummæli Trumps

12.1. Íslensk kona sem býr í Seattle í Bandaríkjunum er afar ósátt við ummæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta en hann spurði á fundi með þingmönnum í Hvíta húsinu: „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ Meira »

Telur að Trump beiti refsiaðgerðum á ný

11.1. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, telur líklegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni leggja refsiaðgerðir á Íran á ný. Trump mun taka ákvörðun á morgun um afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til kjarnorkusamnings við Íran. Meira »

Bannon hættir hjá Breitbart

9.1. Stephen K. Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er hættur sem framkvæmdastjóri hægriöfgafréttaveitunnar Breitbart. New York Times greindi frá þessu í dag, en Rebekah Mercer, einn af eigendum fréttaveitunnar, er sögð bera ábyrgð á brotthvarfi Bannons. Meira »

Bannon biður Trump afsökunar

7.1. Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, lýsti því yfir í kvöld að hann sæi eftir aðkomu sinni að nýrri bók, „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ eftir blaðamanninn Michael Wolff, þar sem fjallað er á gagnrýninn hátt um ríkisstjórn forsetans. Meira »

Trump segist snillingur í góðu jafnvægi

6.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti blæs á þær kenningar að andlegri heilsu hans sé ábótavant. Í morgun hefur hann látið tístum rigna á Twitter og sagt að hann sé í raun snillingur í góðu jafnvægi. Meira »

Efaðist aldrei um andlega heilsu Trumps

6.1. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa efast um andlega heilsu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Tillerson ræddi nýútkomna bók um forsetann, Fire and Fury: Inside the Trump White House, í viðtali hjá CNN. Meira »

„Bók full af lygum“

5.1. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fer ófögrum orðum um bókina Fire and Fury: Inside the Trump White House og segir bókina fulla af lygum. Bókin kom út í dag. Meira »

Reynir að stöðva útgáfu bókar um sig

4.1. Lögmenn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, reyna nú að koma í veg fyrir að bókin Fire and Fury: Inside the Trump White House, komi út. Meira »

Segja Bannon hafa rofið þagnareið

4.1. Lögfræðingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa sent Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Trumps, bréf þar sem hann er sagður hafa brotið gegn þagnareiði sem hann skrifaði undir í starfi sínu. Meira »

Trump segir Bannon hafa misst vitið

3.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi hans, hafi misst vitið eftir að hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Meira »