Donald Trump Bandaríkjaforseti

„Þess vegna sagði ég ekki frá“

06:43 Bandaríski rithöfundurinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Padma Lakshmi skrifar grein í New York Times í dag þar sem hún útskýrir hvers vegna hún hafi þagað um að hafa verið nauðgað þegar hún var unglingur. Meira »

Vinsældir ná nýjum hæðum eftir auglýsingu

Í gær, 23:40 Vinsældir bandaríska íþróttavörurisans Nike hafa náð nýjum hæðum eftir að umdeild auglýsingaherferð fyrirtækisins með slagorði þess „Just do it“ fór í loftið fyrr í mánuðinum að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira »

Trump gerir lítið úr ásökununum

Í gær, 21:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti segir nýjustu ásakanirnar á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefni hans til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera lið í pólitískum leik demókrata. Segir Trump að nýjasti ásakandinn, Deborah Ramirez, viðurkenni að hún hafi verið drukkin og muni ekki allt saman. Meira »

Varar við vaxandi óreiðu í heiminum

Í gær, 15:10 Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, varar við vaxandi óreiðu og uppnámi í alþjóðasamskiptum og að alþjóðaregluverkið sé við það að liðast í sundur. Þetta kom meðal annars fram í opnunarávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem var sett í New York í morgun. Meira »

Afrekað meira en forverar hans

Í gær, 15:09 Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði gert meira á síðustu tveimur árum en næstum því allir forverar hans í embættinu. Meira »

„Þetta er einfaldlega rógburður“

í fyrradag Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna, sagði við fjölmiðla í dag að hann væri hvergi á förum í kjölfar þess að tvær konur hafa sakað hann um kynferðisofbeldi. Meira »

Trump segir að Kim sé „frábær“

í fyrradag Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lofaði Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í dag og sagði að hann væri „frábær“ en forsetinn er staddur í New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann styttast í annan fund þeirra. Meira »

Hittir Rosenstein á fimmtudaginn

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að funda með Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á fimmtudaginn. Þetta tilkynnti skrifstofa forsetans í dag. Meira »

Segir ásakanirnar pólitískar

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis hans, séu einungis pólitískar. Önnur kona steig fram í dag og ásakaði Kavanaugh um kynferðislega áreitni. Meira »

Rosenstein á förum?

í fyrradag Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun vera á leið í Hvíta húsið þar sem hann býst við því að honum verði sagt upp störfum. Frá þessu greinir bandaríska fréttastofan AP. Meira »

Sér eftir aðkomu að fundinum

í fyrradag Rob Goldstone, maðurinn sem skipulagði fund með rússneskum lögfræðingi í Trump-turninum í júní 2016, segist sjá eftir að hafa gert það. Goldstone, sem er breskur kynningastjóri, sagði BBC að upplýsingarnar sem þar komu fram hefðu verið „mjög almennar“ og að sér hefði þótt þetta vandræðalegt. Meira »

Hækka tolla á kínverskar vörur

24.9. Bandarískir tollar á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða dollara hækkuðu á miðnætti í nótt en áður höfðu bandarísk stjórnvöld lagt tolla á kínverskar vörur fyrir um 50 milljarða dollara. Kínversk stjórnvöld segja Bandaríkin hafi hafið „stærsta viðskiptastríð í sögunni“. Meira »

Konur svara Trump með nýju myllumerki

23.9. Tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter þar sem hann dró í efa sannleiksgildi frásagnar Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Kavanan­augh, dóm­ara­efni Trumps, um kyn­ferðis­legt of­beldi þegar þau voru á tán­ings­aldri, hefur nú getið af sér nýtt myllumerki í anda #metoo. Meira »

Trump: ætlar að útrýma „viðvarandi ódauni“

22.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því í gær að útrýma „viðvarandi ódauni“ úr dómsmálaráðuneytinu. Orðin lét Trump falla eftir að New York greindi frá því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði rætt um að fá ráðherra stjórnarinnar til að beita 25. ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma Trump frá. Meira »

Neitar ráðabruggi um að koma Trump frá

21.9. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar því alfarið að hann hafi rætt um að víkja Donald Trump Bandaríkjaforseta af forsetastóli með vísun í 25. grein stjórnarskrárinnar. Hefur BBC eftir Rosenstein að fullyrðingin sé „ónákvæm og staðreyndalega röng“. Meira »

Dregur frásögnina í efa

21.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró í dag í efa sannleiksgildi frásagnar konu sem sem hefur sakað Brett Kavananaugh, dómaraefni Trumps, um kynferðislegt ofbeldi þegar þau voru á táningsaldri. Meira »

Lagði til vegg yfir Sahara

20.9. Með því að reisa landamæravegg þvert í gegnum Sahara-eyðimörkina væri hægt að koma í veg fyrir innflytjendakrísuna í Evrópu. Það er að minnsta kosti mat Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ráðlagði Josep Borell, utanríkisráðherra Spánar, að reisa slíkan vegg. Meira »

Trump afneitar Sessions

19.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki vera með neinn dómsmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við sjónvarpsstöðina Hill.TV og þau eru harðasta árás sem hann hefur gert hingað til á Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Meira »

Óvinsældir Trumps gefa demókrötum byr

19.9. Útlit er fyrir mjög spennandi þingkosningar í Bandaríkjunum 6. nóvember og kannanir benda til þess að demókratar hafi meðbyr, séu jafnvel líklegir til að fá meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Ólíklegra er hins vegar að þeir fái meira en helming þingsætanna í öldungadeildinni. Til að ná meirihluta þurfa demókratar að bæta við sig a.m.k. 23 sætum í fulltrúadeildinni og tveimur í öldungadeildinni. Meira »

Minnka flóttamannakvótann í 30.000

18.9. Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni fækka þeim fjölda flóttamanna sem verði leyft að koma til landsins niður í 30.000 og hefur fjöldinn ekki verið minni frá því fyrir árásirnar á tvíburaturnana, að því er BBC greinir frá. Meira »

200 milljarða dala tollar

17.9. Bandaríkin ætla að leggja nýja innflutningstolla á kínverskar vörur, að andvirði um 200 milljarða dala.  Meira »

Trump stendur með Kavanaugh

17.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur með vali sínu á Brett Kavanaugh til setu í Hæstarétti en viðurkennir að útnefning hans gæti tafist vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Meira »

Hafði enga stjórn yfir Twitter-færslum Trump

17.9. Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT að hann hafi ekki haft neina stjórn á Twitter-reikningi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Trump með frekari tolla í bígerð

16.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að leggja tolla á vörur frá Kína að verðmæti 200 milljarða dollara. Má búast við tilkynningu þess efnis næstu daga samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Meira »

Manafort semur við saksóknara

14.9. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur samið við saksóknara til að koma í veg fyrir önnur réttarhöld. Hann var sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki greint frá innistæðum hjá erlendum bönkum í síðasta mánuði. Meira »

Hætti eftir að hafa gagnrýnt Trump

13.9. Bandaríski flotaforinginn William McRaven, sem sagði Donald Trump Bandaríkjaforseta skömm fyrir Bandaríkin í opnu bréfi til forsetans sem birtist í dagblaðinu Washington Post í síðasta mánuði, sagði í kjölfarið af sér sem fulltrúi í háttsettri nefnd innan bandaríska varnamálaráðuneytisins. Meira »

Afneitar fjölda látinna í Púertó Ríkó

13.9. Í nýjustu tístum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ásakar hann demókrata um að hafa látið hann líta illa út með því að láta gera skýrslur þess efnis að hátt í 3.000 hefðu látið lífið þegar fellibylurinn María reið yfir Púertó Ríkó fyrir tæpu ári. Meira »

Ummælin móðgun við mannkynið

12.9. Gagnrýni heldur áfram að rigna yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann lofaði viðbrögð bandarískra yfirvalda vegna fellibylsins Maríu sem fór yfir Púertó Ríkó í fyrra. Eru orð hans m.a. sögð vera „móðgun við mannkynið“. Meira »

Minntist farþeganna í flugi 93

11.9. 17 ár eru í dag liðin frá mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Bandaríkjanna þegar fjórum farþegaþotum var rænt á flugi yfir austurströnd landsins. Tveimur þotum var flogið á World Trade Center tvíburaturnana í New York, einni þotu var flogið á Pentagon-bygginguna í Virginíu og ein þota hrapaði í Somerset-sýslu í Pennsylvaníu. Meira »

Hótar glæpadómstólnum refsiaðgerðum

11.9. Bandarísk stjórnvöld hafa hótað Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag refsiaðgerðum haldi dómstóllinn því til streitu að lögsækja Bandaríkjamenn. BBC segir dómstólinn vera að skoða hvort lögsækja eigi bandaríska hermenn vegna meintra misþyrminga þeirra á föngum sínum í Afganistan. Meira »