Donald Trump Bandaríkjaforseti

Segir sökudólginn vera sjúkan

Í gær, 18:51 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að yfirvöld muni finna sökudólginn eða sökudólgana á bak við sprengingar sem hafa orðið í pökkum í ríkinu Texas að undanförnu. Meira »

Eiturlyfjasalar fái dauðarefsingu

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að eiturlyfjasalar eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti í New Hampshire. Meira »

Mueller fái vinnufrið

í fyrradag Repúblikanar hafa varið Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að skipta sér af rannsókn Roberts Mueller af afskipum Rússa af forsetakosningunum í landinu árið 2016. Meira »

Trump harðorður á Twitter

18.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í dag gagnrýnt rannsókn Roberts Mueller harðlega en Mueller leiðir rann­sókn á meint­um af­skipt­um Rússa af bandarísku forsetakosningunum haustið 2016. Meira »

McCabe afhenti glósur af fundum með Trump

18.3. Andrew McCabe, sem var á föstudag rekinn sem aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur afhent þingnefnd sem rannsaka meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 minnisblöð af fundum sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Nýttu persónuupplýsingar á Facebook

18.3. Ríkissaksóknari Massachusetts rannsakar nú ásakanir um að fyrirtækið Cambridge Analytica hafi nýtt persónuupplýsingar Facebook notenda til að reyna að fá ókveðna kjósendur til að kjósa Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum haustið 2016, að því er BBC greinir frá. Meira »

Afganskur Donald Trump veldur usla

17.3. Foreldrar afgansks drengs nefndu son sinn í höfuðið á auðkýfingnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í þeirri von að hann muni feta í fótspor forsetans. Meira »

Facebook-síðu Cambridge Analytica lokað

17.3. Facebook hefur lokað síðu fyrirtækisins Cambridge Analytica, sem stærði sig af því að hafa átt þátt í sigri Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum. Meira »

Krefur klámstjörnuna um skaðabætur

17.3. Lögfræðingar Donald Trump Bandaríkjaforseta krefjast 20 milljón dala fyrir hönd forsetans í skaðabætur frá klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. Trump segir að Daniels hafi rofið samning um að þaga yfir sambandi þeirra. Meira »

Aðstoðarforstjóri FBI rekinn

17.3. Andrew McCa­be, aðstoðarfor­stjóri banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, var rekinn í gærkvöldi en einungis nokkrir dagar voru þar til hann gæti farið á eftirlaun. Dómsmálaráðherra rak McCabe en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt McCabe oftar en einu sinni. Meira »

Klámmyndaleikkonunni var hótað

16.3. Lögfræðingur klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels segir að henni hafi verið hótað líkamsmeiðingum. Lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta borgaði henni því sem samsvarar 13 milljónum íslenskra króna til að hún myndi ekki tala um meint samband hennar og forsetans. Meira »

Þjóðaröryggisráðgjafinn á útleið?

16.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að reka hershöfðingjann H.R. McMaster úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa og er að skoða mögulega arftaka hans samkvæmt frétt bandaríska dagblaðsins Washington Post. McMaster er sagður hafa líkt forsetanum við leikskólakrakka síðasta sumar. Meira »

Fara í refsiaðgerðir gegn Rússum

15.3. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hóf í dag refsiaðgerðir gegn mörgum rússneskum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum vestanhafs í nóvember árið 2016 sem og vegna annarra „meinfýsinna“ tölvuárása. Meira »

„Kominn tími til að hún segi sína sögu“

14.3. Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels mun mæta í réttarsal 12. júlí þar sem mál hennar gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta verður tekið fyrir. Hún höfðaði mál gegn forsetanum fyrr í mánuðinum vegna þess hún telur að þagnarsamkomulag þeirra sé ómerkt. Meira »

Segir Bandaríkin ætla að slíta samningi

14.3. Brottrekstur Rex Tillerson úr embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna sýnir að bandarísk stjórnvöld ætla að slíta kjarnorkusamningnum á milli Tehran og stórvelda heimsins. Meira »

Margir fengið að fjúka hjá Trump

14.3. Rúmur þrettán og hálfur mánuður er liðinn síðan Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna og á þeim tíma hafa talsverðar mannabreytingar orðið ekki síst í hans innsta hring. Síðast var Rex Tillerson vikið úr embætti utanríkisráðherra. Meira »

Trump tekur til

13.3. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnti nú fyrir skömmu um töluverðar breytingar á skipan helstu embættismanna bandaríska ríkisins. Rex Tillerson hafði ekki hugmynd um að Trump ætlaði að reka hann úr embætti utanríkisráðherra fyrr en greint var frá því á Twitter. Meira »

Segja engin tengsl milli Moskvu og Trumps

12.3. Engin tengsl er að finna milli stjórnvalda í Moskvu og kosningabaráttu Donalds Trumps í forsetakosningunum árið 2016. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppkasti skýrslu sem repúblikanar í leyniþjón­ustu­nefnd­ full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings hafa gefið út. Meira »

Kennarar fá skotvopnakennslu

12.3. Ríkisstjórn Donald Trump mun nota fjármagn sem dómsmálaráðneytið hefur til umráða til að þjálfa kennara og starfsfólk skóla í notkun skotvopna til að reyna að sporna gegn skotárásum í skólum. Meira »

Ekkert svar borist frá Kim

12.3. Suður-Kórea hefur ekki enn fengið nein viðbrögð frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, vegna fyrirhugaðs fundar á milli Kim Jong-un, leiðtoga landsins, og Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna. Meira »

Svíar tilbúnir að hýsa fundinn

11.3. Svíar eru reiðubúnir og vilja hýsa sögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, segir forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven. Meira »

„Höldum Bandaríkjunum stórkostlegum!“

11.3. Þrátt fyrir að árið 2018 sé rétt aðeins byrjað og rúm tvö ár þangað til næstu forsetakosningar í bandaríkjunum fara fram þá er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, strax tilbúinn með slagorð næstu kosningabaráttu og því ljóst að hann ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs í embættið. Meira »

Trump fær hernaðarskrúðgöngu

10.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti fær ósk sína uppfyllta á Vopnahlésdaginn þann 11. nóvember næstkomandi, en þá verður haldin sérstök hernaðarskrúðganga. Ekki hefur verið hefð fyrir slíkum skrúðgöngum í Bandaríkjunum nema til að fagna sigri við endalok stríðs. Meira »

Trump þiggur boð Kim um fund

9.3. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un hefur boðið Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á sinn fund og hefur sá síðarnefndi sagt að hann muni þiggja boðið. Jafnframt hefur Kim samþykkt að stöðva kjarnorku- og eldflaugatilraunir landsins. Meira »

Tollahækkunin verður að veruleika

8.3. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði fyrr í kvöld undir mjög umdeilda hækkun tolla á innflutt stál og ál, þrátt fyrir aðvaranir Kínverja um tollastríð og hörð mótmæli fjölda ríkja, sem og bandarískra fyrirtækja. Meira »

Klámmyndaleikkona höfðar mál gegn Trump

7.3. Klámmyndaleikkona hefur höfðað mál gegn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, þar sem samkomulag sem hann lét gera við hana um að þegja um samband þeirra sé ógilt vegna þess að Trump hafi aldrei skrifað undir samkomulagið að hún þegði um samband þeirra gegn peningagreiðslu. Meira »

Aðalefnahagsráðgjafi Trump segir af sér

6.3. Gary Cohn, aðalefnahagsráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við fyrirætlanir forsetans um að hækka tolla á innflutt stál og ál. Í yfirlýsingu sem Cohn sendi frá sér vegna afsagnarinnar sagði hann það hafa verið heiður að fá að þjóna landi sínu og þjóð. Meira »

Mun bregðast við kosningaafskiptum

6.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að Rússar og „önnur ríki“ hafi reynt að hafa áhrif forsetakosningarnar í Bandaríkjunum haustið 2016, er hann var kjörinn forseti. Meira »

Ætlar ekki að vera samstarfsfús við Mueller

5.3. Fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trumps Bandaríkjaforseta segist ekki ætla sér að vera samstarfsfús við Robert Mueller, sérstakan saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Meira »

Hugsanlega viðstaddur opnun sendiráðsins

5.3. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hugsanlega ætla að vera viðstaddur opnun umdeilds nýs sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í maí næstkomandi. Forsetinn viðurkenndi í desember á síðasta ári Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, en ákvörðunin var fordæmd af alþjóðasamfélaginu Meira »