Donald Trump Bandaríkjaforseti

Lýsir „Nöðruteyminu“ í Hvíta húsinu

Í gær, 23:30 John F. Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, vildi láta lygamæla það þá sem hefðu aðgang að afritunum af símtölum Trumps við erlenda þjóðarleiðtoga, samkvæmt nýrri bók um lífið í Hvíta húsinu. Sjálfur á Trump að hafa viljað finna lista yfir „óvini“ á fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Meira »

Kjörtímabil Trumps er hálfnað

í fyrradag Tvö ár eru liðin síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Forsetinn hefur vægast sagt vakið athygli með orðum og gjörðum síðan hann tók við þessu æðsta embætti eins valdamesta ríkis heims og sé lítið að gera í heimspressunni má alltaf treysta á að hægt sé að fjalla um Trump. Meira »

„Farðu varlega, Nancy!“

í fyrradag Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kastar kaldri kveðju á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, á Twitter eftir að hún hafnaði sáttarboði forsetans sem hann lagði fram í gærkvöldi vegna deilu hans og meiri­hluta þings­ins, þar sem demó­krat­ar ráða ríkj­um, vegna fjár­laga­frum­varps. Meira »

Lítilsvirtu frumbyggja

í fyrradag Myndskeið sem sýnir hóp ungmenna, marga þeirra með derhúfur með áletruninni Make America Great Again, gera lítið úr frumbyggja í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, hefur farið víða á samfélagsmiðlum um helgina og vakið litla hrifningu flestra. Meira »

Sáttarboði Trumps hafnað um leið

19.1. Donald Trump lagði í kvöld fram sáttarboð vegna deilu hans og meirihluta þingsins vegna fjárlagafrumvarps. Deilt er um fjárveitingu upp á 5,7 milljarða dala sem Trump vill fá til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Demókratar höfnuðu boði hans samstundis. Meira »

Bush færir leyniþjónustumönnum pizzur

19.1. George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur brugðið á það ráð að færa öryggis- og lífvörðum sínum pizzur, en starfsmennirnir tilheyra leyniþjónustu Bandaríkjanna og eru á meðal þeirra starfsmanna sem fá ekki greidd laun á meðan lokun alríkisstofnana stendur yfir. Meira »

Trump ánægður og fer mikinn á Twitter

19.1. „Þetta er sorgardagur fyrir blaðamennsku en góður dagur fyrir landið,“ skrifaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter eftir að Robert Mueller, sérstakur saksóknari, greindi frá því að frétt Buzzfeed um að Trump hefði sagt fyrrverandi lögmanni sínum að ljúga fyrir þingi væri ekki nákvæm. Meira »

Fréttin ekki nákvæm

19.1. Sérstakur saksóknari, Robert Mueller, segir frétt Buzzfeed, um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt lögmanni sínum til margra ára, Michael Cohen, að bera ljúgvitni fyrir þingi, ekki nákvæma. Meira »

Segir ekkert hæft í „lygaásökunum“

18.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ásakanir þess efnis að hann hafi fyrirskipað fyrrverandi lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga, séu ósannar. Cohen sé einungis að reyna að stytta fangelsisvist sína. Meira »

Kim og Trump hittast aftur í næsta mánuði

18.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittast í lok næsta mánaðar þar sem þeir munu ræða kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Hvíta húsið greindi frá því undir kvöld. Meira »

Sagður hafa skipað Cohen að ljúga

18.1. Demókratar hafa í hyggju að hefja rannsókn á ásökunum sem settar hafa verið fram í garð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hann hafi fyrirskipað Michael Cohen, sem lengi var lögmaður hans, að segja fulltrúadeild Bandaríkjaþings ósatt um fjárfestingarverkefni Trumps í Rússlandi. Meira »

Tilbúnir í viðræður um iðnaðarvörur

18.1. Evrópusambandið kynnti í dag viðræðuáætlun sína vegna fyrirhugaðra fríverslunarviðræðna við Bandaríkjastjórn. Viðræðurnar eru hluti af viðleitni sambandsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að viðskiptastríð brjótist út við Bandaríkin. Meira »

Trump svarar í sömu mynt

17.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frestað ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Brussel, Afganistan og Egyptalands og segir hann lokun alríkisstofnana vera ástæðu frestunarinnar. Meira »

„Fáránlegt“ að Trump hafi unnið fyrir Rússa

16.1. Háttsettur rússneskur embættismaður hafnaði í dag alfarið fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið fyrir rússnesk stjórnvöld og sagði fáránlegar. Meira »

Vill að Trump fresti stefnuræðu

16.1. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fresta árlegri stefnuræðu sinni (e. state of the union) vegna þess ástands sem skapast hefur vegna lokana alríkisstofnana síðustu þrjár vikur. Meira »

Skyndibitaveisla í Hvíta húsinu

15.1. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er farinn að halda skyndibitaveislur í Hvíta húsinu þar sem lokun ríkisstofnana þýðir að starfsfólk skortir til þess að annast veisluþjónustu fyrir forsetaembættið. Meira »

Lofar að stöðva ekki rannsóknina

14.1. William P. Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti dómsmálaráðherra, hét því í dag að hann myndi ekki stöðva rannsókn saksóknarans Roberts Mueller á meintum tengslum náinna samstarfsmanna Trumps í kosningateymi hans 2016 við ráðamenn í Rússlandi yrði hann skipaður í embættið. Meira »

Repúblikanar mótfallnir neyðarástandi

13.1. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins eru mótfallnir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsi yfir neyðarástandi á landsvísu svo hann geti kom­ist fram hjá Banda­ríkjaþingi og fengið það fé sem hann þarf til að reisa landamæramúr­inn um­deilda, sem var eitt af helstu kosn­ingalof­orðum hans. Meira »

Neitar að leyna samtölunum við Pútín

13.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alfarið hafnað fullyrðingum Washington Post um að hann hafi neitað að upplýsa ríkisstjórn sína um samræður sínar við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Engin afrit eru til af fimm fundum forsetanna. Meira »

Verður Ivanka næsti forseti Alþjóðabankans

13.1. Ivanka Trump, dóttir Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er meðal þeirra sem nefndir hafa verið á nafn í Washington sem mögulegir arftakar núverandi forseta Alþjóðabankans. Ekki eru allir sáttir við hugmyndina og hafa sumir sagt hana „fáránlega“. Meira »

FBI hóf að rannsaka Trump 2017

12.1. Örfáum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James B. Comey úr embætti forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, fóru starfsmenn stofnunarinnar að hafa áhyggjur af hegðun forsetans og hófu að rannsaka hvort hann hefði verið að vinna með Rússum gegn rússneskum hagsmunum. Meira »

Engin lausn í sjónmáli

12.1. Bandarískar ríkisstofnanir hafa aldrei verið lokaðar jafn lengi og nú, eða í um þrjár vikur. Enginn lausn virðist vera í sjónmáli. Í dag hafa stofnanirnar verið lokaðar í 22 daga og er þar með orðin einum degi lengur en gerðist í forsetatíð Bills Clintons um áramótin 1995 og 1996. Meira »

Ætlar enn að láta Mexíkó borga múrinn

10.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti við fréttamenn í heimsókn sinni til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó í dag að Mexíkó muni greiða fyrir múrinn sem hann vill reisa á landamærunum. Trump sagðist hins vegar aldrei hafa haldið því fram að um eingreiðslu væri að ræða. Meira »

Cohen ber vitni fyrir þinginu

10.1. Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trumps Bandaríkjaforseta, mun bera vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði að því er nýkjörinn formaður nefndarinnar, Elijah Cummings, greinir frá. Meira »

Fara ekki frá Sýrlandi á undan Írönum

10.1. Bandaríkin munu vinna með bandamönnum sínum að því að koma hverjum einasta íranska hermanni burt frá Sýrlandi. Þetta sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fréttamannafundi í Karíó í Egyptalandi í dag. Meira »

Trump strunsaði út af fundi

9.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti barði hnefanum í borðið og strunsaði út af fundi með þingleiðtogum í Hvíta húsinu í dag eftir að þingforsetinn Nancy Pelosi sagðist ekki myndu samþykkja að fjármagna múr á landamærum Bandaríkjanna í suðri. Meira »

NASA meðal fórnarlamba lokananna

9.1. Yfirmaður rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos greindi í dag frá því að fyrirhugaðri ferð hans til Bandaríkjanna í næsta mánuði hefði verið frestað, af því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA væri meðal „fórnarlamba“ lokunar ríkisstofnana þar í landi. Meira »

Krefst peninga en ekki neyðarástand

9.1. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hvikar hvergi frá kröfu sinni um fjármagn til þess að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hægt sé að stöðva vaxandi mannúðar- og öryggisvanda. Meira »

Mun segja að hættuástand ríki

8.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í sjónvarpsávarpi sínu í nótt segja þjóð sinni að hættuástand ríki við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og að Bandaríkjaþing verði að samþykkja smíði múrs á landamærunum til að binda enda á lokun ríkisstofnana en átján dagar eru liðnir síðan þeim var fyrst lokað. Meira »

Viðræður við Kína ganga „mjög vel“

8.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að viðræður Bandaríkjanna og Kína um nýjan viðskiptasamning gangi „mjög vel“. Viðræðurnar hófust í Peking, höfuðborg Kína, í gær og munu þær halda áfram á morgun. Meira »