Donald Trump Bandaríkjaforseti

Minnka flóttamannakvótann í 30.000

Í gær, 08:45 Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni fækka þeim fjölda flóttamanna sem verði leyft að koma til landsins niður í 30.000 og hefur fjöldinn ekki verið minni frá því fyrir árásirnar á tvíburaturnana, að því er BBC greinir frá. Meira »

200 milljarða dala tollar

í fyrradag Bandaríkin ætla að leggja nýja innflutningstolla á kínverskar vörur, að andvirði um 200 milljarða dala.  Meira »

Trump stendur með Kavanaugh

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur með vali sínu á Brett Kavanaugh til setu í Hæstarétti en viðurkennir að útnefning hans gæti tafist vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Meira »

Hafði enga stjórn yfir Twitter-færslum Trump

í fyrradag Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT að hann hafi ekki haft neina stjórn á Twitter-reikningi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Trump með frekari tolla í bígerð

16.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að leggja tolla á vörur frá Kína að verðmæti 200 milljarða dollara. Má búast við tilkynningu þess efnis næstu daga samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Meira »

Manafort semur við saksóknara

14.9. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur samið við saksóknara til að koma í veg fyrir önnur réttarhöld. Hann var sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki greint frá innistæðum hjá erlendum bönkum í síðasta mánuði. Meira »

Hætti eftir að hafa gagnrýnt Trump

13.9. Bandaríski flotaforinginn William McRaven, sem sagði Donald Trump Bandaríkjaforseta skömm fyrir Bandaríkin í opnu bréfi til forsetans sem birtist í dagblaðinu Washington Post í síðasta mánuði, sagði í kjölfarið af sér sem fulltrúi í háttsettri nefnd innan bandaríska varnamálaráðuneytisins. Meira »

Afneitar fjölda látinna í Púertó Ríkó

13.9. Í nýjustu tístum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ásakar hann demókrata um að hafa látið hann líta illa út með því að láta gera skýrslur þess efnis að hátt í 3.000 hefðu látið lífið þegar fellibylurinn María reið yfir Púertó Ríkó fyrir tæpu ári. Meira »

Ummælin móðgun við mannkynið

12.9. Gagnrýni heldur áfram að rigna yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann lofaði viðbrögð bandarískra yfirvalda vegna fellibylsins Maríu sem fór yfir Púertó Ríkó í fyrra. Eru orð hans m.a. sögð vera „móðgun við mannkynið“. Meira »

Minntist farþeganna í flugi 93

11.9. 17 ár eru í dag liðin frá mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Bandaríkjanna þegar fjórum farþegaþotum var rænt á flugi yfir austurströnd landsins. Tveimur þotum var flogið á World Trade Center tvíburaturnana í New York, einni þotu var flogið á Pentagon-bygginguna í Virginíu og ein þota hrapaði í Somerset-sýslu í Pennsylvaníu. Meira »

Hótar glæpadómstólnum refsiaðgerðum

11.9. Bandarísk stjórnvöld hafa hótað Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag refsiaðgerðum haldi dómstóllinn því til streitu að lögsækja Bandaríkjamenn. BBC segir dómstólinn vera að skoða hvort lögsækja eigi bandaríska hermenn vegna meintra misþyrminga þeirra á föngum sínum í Afganistan. Meira »

Sala Nike eykst þvert á spár

10.9. Allt lítur út fyrir það að sala íþróttavöruframleiðandans Nike hafi aukist í kjölfar umdeildrar auglýsingaherferðar sem farið var af stað með við upphaf leiktímabils bandarísku NFL-deildarinnar í síðustu viku. Meira »

Trump og Kim undirbúa annan fund

10.9. Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur borist bréf frá leiðtoga Norður-Kóreu þar sem Kim Jong-un leitar eftir því að sitja annan fund með forsetanum. Meira »

Hefðu tekið tístið sem yfirvofandi árás

10.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti olli yfirmönnum í Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytinu, verulegum ótta með Twitter-skilaboðum sem hann sendi næstum því. Skilaboðin hefðu verið túlkuð af ráðamönnum í Norður-Kóreu sem merki um yfirvofandi árás. Meira »

Fagnaði forsetanum ekki nægilega

9.9. Sautján ára gamall piltur vakti mikla athygli á fundi Donalds Trumps í Montana á fimmtudaginn fyrir neikvæð viðbrögð sín við orðum forsetans. Hann sat fyrir aftan Trump og var áberandi í sjónvarpsútsendingu frá fundinum, sem endaði með því að honum var vísað á dyr. Meira »

Fyrrverandi ráðgjafi Trumps í fangelsi

7.9. Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið dæmdur í 14 daga fangelsi fyrir að ljúga að fulltrúum bandarísku lögreglunnar, FBI, vegna tengsla við Rússa sem urðu til þess að opinber rannsókn hófst á meintu samráði við rússnesk stjórnvöld. Meira »

Dómsmálaráðherra hefji rannsókn

7.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Jeff Sessions dómsmálaráðherra til að rannsaka hver skrifaði nafnlausa grein þar sem lýst var slæmu ástandi innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Meira »

Trump segir bók Woodwards „blekkingu“

7.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag þá mynd sem dregin er upp af starfsemi Hvíta hússins í óútkominni bók rannsóknarblaðamannsins Bobs Woodwards „Fear“. Sagði Trump bókina vera „blekkingu“ og að í henni væru tilvitnanir sem væru tilbúningur. Meira »

„Siðblinda forsetans rót vandans“

7.9. Aðstoðarmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu hafa hafið leit að ónefndum höfundi greinar þar sem hann segist vera á meðal embættismanna sem reyni að hafa hemil á „verstu hneigðum“ forsetans til að verja hagsmuni landsins. Meira »

Hafa þrengt lista grunaðra niður í 12

7.9. Óþekkta embættismannsins er nú leitað logandi ljósi innan Hvíta hússins og hafa svo gott sem allir háttsettir embættismenn og ráðherrar stjórnarinnar nú séð ástæðu til að neita því að þeir séu óþekkti embættismaðurinn. Hvíta húsið er þó sagt hafa þrengt lista grunaðra niður í 12. Meira »

Pence ekki óþekkti embættismaðurinn

6.9. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafnar alfarið vangaveltum um að hann sé höf­und­ur grein­ar sem birt­ist í New York Times þar sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er harðlega gagn­rýnd­ur. Meira »

Er ekki óþekkti embættismaðurinn

6.9. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki vera höfundur greinar sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðlega gagnrýndur og sagt að starfslið hans vinni gegn honum. Meira »

Kim hefur ekki misst trúna á Trump

6.9. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir trú sína á Donald Trumpp Bandaríkjaforseta vera „óbreytta“ og er enn áfram um að ná fram afvopnavæðingu kjarnavopna á Kóreuskaga á fyrsta kjörtímabili forsetans. Meira »

Segir starfsliðið grafa undan Trump

5.9. Háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru svo uggandi yfir „óútreiknanlegri“ og „siðlausri“ hegðun forsetans að þeir vinna stöðugt að því að grafa undan honum. Þetta skrifaði ónafngreindur „háttsettur embættismaður“ í grein í The New York Times. Meira »

Trump ræðst á Nike vegna Kaepernick

5.9. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst að íþróttavörurisanum Nike vegna stuðnings fyrirtækisins við Colin Kaepernick, fyrrverandi leikmann ruðningsliðsins San Francisco 49ers, en hann er andlit nýrrar auglýsingaherferðar Nike. Meira »

Segist ekki hafa viljað drepa Assad

5.9. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hann hafi viljað láta drepa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eftir að stjórnarherinn beitti efnavopnum þar í landi á síðasta ári. Meira »

Segja bókina „lygar“ og „lágkúru“

5.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hamförum á Twitter frá því í gær vegna bókar bandaríska rannsóknarblaðamannsins og rithöfundarins Bobs Woodwards um veru Trumps í Hvíta húsinu. Hefur Trump fordæmt bókina og sagt hana „blekkja almenning“. Meira »

Yfirheyrslan leystist upp í glundroða

4.9. Yfirheyrslur öldungadeildar bandaríska þingsins yfir Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill sjá verða næsta hæstaréttardómara, leystust í dag upp í glundroða mótmæla. Meira »

Með ofsóknaræði og skilning á við 10 ára

4.9. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, er sagður hafa orðið svo hneykslaður og reiður á hegðun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, að hann kallaði hann „hálfvita“ í samtölum við annað starfsfólk. Þá kvartaði hann yfir því að vera staddur á „vitleysingahæli“. Meira »

Trump ósáttur við Sessions

4.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra landsins, um að eyðileggja fyrir möguleikum tveggja repúblikana á því að ná endurkjöri á Bandaríkjaþingi með því að höfða mál gegn þeim. Meira »