E. coli smit í Bláskógabyggð

Kemur til greina að loka tímabundið

í fyrradag Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

í fyrradag Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

í fyrradag Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

í fyrradag Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

í fyrradag Gerðar hafa verið auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Talið að tveir fullorðnir hafi smitast

17.7. Grunur leikur á að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli en í dag voru rannsökuð sýni frá 14 manns sem talið er að gætu verið með sýkinguna. Beðið er staðfestingar á því hvort um er að ræða sömu bakteríu og hjá börnum sem áður hafa greinst. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

16.7. „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

16.7. Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí. Meira »

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

16.7. Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19. Meira »

Býst við að smitum fjölgi ekki

15.7. „Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum. Meira »

Tvö smit staðfest til viðbótar

15.7. Sýking tveggja barna til viðbótar af E.coli var staðfest í dag. Börnin eru tveggja og ellefu ára gömul og höfðu bæði neytt íss í Efstadal II fyrir 4. júlí. Meira »

Ástand barnanna stöðugt um helgina

15.7. Ekkert barn þurfti að leggjast inn á Barnaspítala Hringsins vegna E.coli-sýkingar um helgina og líðan þeirra þriggja sem þar fyrir voru er stöðug. Þetta staðfestir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna, í samtali við mbl.is. Meira »

Bandarískt barn líklega með E. coli

13.7. Grunur leikur á um að bandarísk barn hafi sýkst af E. coli-bakteríunni þegar það var í Efstadal II fyrr í mánuðinum. Barnið hefur verið lagt inn á sjúkrahús í heimalandi sínu og gengst nú undir rannsóknir. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við mbl.is. Meira »

„Hún er á batavegi“

12.7. „Hún er á batavegi. Nýrun eru farin að taka við sér. Við tökum einn dag í einu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir móðir tæplega þriggja ára stúlku sem hlaut nýrnabilun eftir að hafa smitast af E.coli í Efstadal í lok júní. Meira »

Eitt barn greindist með E. coli í dag

12.7. Eins og hálfs árs gamalt barn var greint með E. coli sýkingu í dag. Þetta kemur fram á vefsíðu embættis landlæknis. Alls voru þrettán sýni rannsökuð en einungis greindist sýking í einu þeirra. Börn með E. coli sýkingu eru því orðin sautján talsins. Meira »

Öll sextán smit líklega frá sama stað

12.7. Ekkert bendir til annars en að öll sextán börn sem hafa greinst með E. coli sýkingu hafi smitast á sama stað. Þar á meðal þau fjögur sem greindust í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. Enn skortir þó upplýsingar til að taka af allan vafa um það. Meira »

4 börn greindust með E.coli í dag

11.7. Fjögur börn til viðbótar greindust í dag með E. coli sýkingu eftir að niðurstöður bárust úr sýnum frá þeim. Börnin eru á aldrinum 14 mánaða til 4 ára. Þau munu fara í eftirlit á Barnaspítala hringsins. Þetta kemur fram á vefsíðu embættis landlæknis. Alls hafa því 16 börn greinst með E.coli sýkingu. Meira »

5 mánaða gamall drengur illa haldinn

10.7. Líðan fimm mánaða drengs sem er með bráðanýrnabilun af völdum E. coli-sýkingar fer hratt versnandi og það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort hann þurfi á blóðhreinsun að halda, segir Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna, í samtali við mbl.is. Þriggja ára stúlka er á miklum batavegi. Meira »

Tvö börn til viðbótar með E. coli

10.7. Tvö börn til viðbótar hafa greinst með E.coli bakteríunni og eru þau þá samtals orðin tólf talsins. Þetta staðfestir Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna, í samtali við mbl.is. Þetta kom í ljós við rannsóknir á hægðarsýnum barnanna og niðurstöðurnar bárust fyrir klukkustund. Meira »

Fjöldi sýna til greiningar

10.7. Fjöldi nýrra sýna eru til greiningar í dag frá einstaklingum sem hafa verið á Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn greindust með E.coli-bakteríu og það tíunda af systkini sínu. „Vafalaust munu bætast einhver fleiri sýni við. Við fylgjumst með því hvað út úr því kemur,“ segir sóttvarnarlæknir Meira »

Sterkustu tengslin eru við ís

10.7. „Ekki er hægt að fullyrða að börnin [sem smituðust af E.coli á ferðaþjónustubænum Efstadal 2] hafi sýkst af umgengni við kálfa. Mögulegar smitleiðir á bænum eru margar en sterkustu faraldsfræðilegu tengslin eru við ís sem framleiddur var á staðnum.“ Meira »

Heilsa barnanna skiptir mestu máli

9.7. „Ég þekki þennan rekstur ekki af öðru en mikilli fagmennsku og snyrtilegheitum,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um reksturinn á ferðaþjónustubænum Efstadal 2. Hún segir það mikinn létti að uppruni smitsins sé fundinn en mestu skipti þó að börnin sem sýktust nái heilsu. Meira »

Telja ekki meiri hættu á ferð

9.7. Ekki er vitað nákvæmlega með hvaða hætti börnin sem eru á aldrinum fimm mánaða til 12 ára smituðust af E.coli bakteríunni á ferðaþjónustubænum Efstadal 2. Vitað er að í kálfastíu með þremur kálfum fannst E.coli bakterían í saursýni frá þeim. Opið var að stíunni þeirra og gátu gestir klappað þeim. Meira »

„Þetta var náttúrulega svolítið sjokk“

9.7. Börnin sem smituðust af E. coli þegar þau voru í heimsókn á Efstadal II í Bláskógabyggð smituðust sennilega af snertingu við kálfa. Stían hefur verið sett í sóttkví. Eigandi harmar smitið. Meira »

E. coli-smitin má rekja til Efstadals

9.7. Níu af börnunum tíu sem smitast hafa af sýkingu af völdum E. coli-bakteríu smituðust á ferðaþjónustubænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð. Fyrsta barnið smitaðist fyrir þremur vikum en eitt barn smitaðist að öllum líkindum af systkini sínu. Meira »

Böndin berast að einum stað í Bláskógabyggð

9.7. Tíu börn á aldrinum 5 mánaða til 12 ára hafa á undanförnum dögum verið greind með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar. Eiga börnin öll það sameiginlegt að hafa verið á ferðinni í Bláskógabyggð á síðustu vikum. Meira »

Sýni tekin á 7-8 stöðum vegna E.coli

8.7. „Við höfum verið í sýnatökum og rannsakað málið. Það er von á fréttatilkynningu á morgun,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í samtali við mbl.is. Hún gerir ráð fyrir því að upplýst verði um smitvaldinn í fréttatilkynningunni á morgun. Meira »

Tíu börn smituð af E.coli

8.7. Tíu börn hafa greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir hjá embætti landlæknis, í samtali við mbl.is. Börnin eru á aldrinum 5 mánaða til 12 ára. Meira »

Börnin ekki með alvarleg einkenni

8.7. Ekkert þeirra fimm barna sem greindust með sýkingar af völdum E. coli um helgina eru talin sýna alvarleg einkenni en verða undir eftirliti barnaspítalans, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í samtali við mbl.is. Til þessa hafa níu börn sýkst. Meira »

Fimm börn til viðbótar með E. coli

8.7. Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli-bakteríu um helgina. Áður höfðu fjögur börn greinst með sams konar sýkingar en tvö þeirra voru lögð inn á Barna­spítala Hrings­ins með nýrna­bil­un. Annað barn­anna var út­skrifað síðastliðinn föstu­dag. Meira »