Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi

Hvernig geta listamenn framfleytt sér?

28.11. „Það dregur ákaflega úr sköpunarkraftinum að hafa fjárhagsáhyggjur,“ sagði ung myndlistarkona þegar ég spurði hana hvernig henni gengi að sjá sér farborða. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Aðeins 2% láta draumana rætast

12.9. „Jafnvægið milli framtíðarsýnar og þess að lifa í núinu, reynist mörgum flókið. Sum löðumst við að sífellt stærri markmiðum og gleymum jafnvel (eða leyfum okkur ekki) að fagna áfangasigrunum. Margir þekkja af biturri reynslu að slíkt munstur getur leitt til þess að kertið brennur í báða enda. Afleiðingar kulnunar geta verið dýrkeyptar og einkennin þrálát.“ Meira »

90% fólks er almennt heiðarlegt

24.8. „Vantraust getur gert vart við sig í kjölfar þess að hafa upplifað að einhver hagar sér óheiðarlega í þinn garð. En af framansögðu að ráða, er reglan sú að ef þú hagar þér heiðarlega er almennt ekki ástæða til að vantreysta öðrum. Fólk getur svikið þig en góðu fréttirnar eru þær að þau gerist örsjaldan og heyrir til undantekninga.“ Meira »

Hvort ætti ég að kaupa íbúð eða spara?

29.4. „Þannig er að ég á þó nokkurn pening en veit ekki hvort betra sé sé að fjárfesta í húsnæði til útleigu eða geyma peningana í banka.“ Meira »

Eyðir þú peningum vegna hugarangurs?

23.2. Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Meira »

Hver viltu vera?

1.2. „Á sumum vinnustöðum er eins og tveir menningarheimar mætist. Þar eru þeir sem sýna af sér neikvæða hegðun og svo eru hinir sem ekki taka þátt í slíkri hegðun og halda þá gjarnan hópinn.“ Meira »

Bootcamp fyrir peningabudduna

4.1.2018 Fjármál geta valdið mikilli streitu og það er margsannað að streita hefur heilsuspillandi áhrif, bæði andlega og líkamlega. Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, er með námskeið fyrir fólk sem vill ná tökum á fjármálum sínum. Meira »

Gerðu upp árið á markvissan hátt

1.1.2018 Hverjir voru þínir stærstu sigrar á þessu ári? Hvað geturðu þakkað fyrir? Í hverju tókstu áhættu? Hvaða verkefni eða atburðir hafa haft mesta þýðingu? Hvaða verkefnum laukstu ekki á þessu ári? Hvað er það sem þú gleðst yfir að hafa áorkað? Meira »

Hvaða jólatýpa ert þú?

7.12.2017 „Frá sjónarhóli fræðanna um peningapersónugerðirnar glímum við öll við einhvers konar peningaáskoranir auk þess sem gjafir hverrar og einnar týpu hafa ákveðið fram að færa um jólin. Kannastu við sjálfa/n þig og fólkið í kringum þig í einhverjum af eftirfarandi lýsingum?“ Meira »

Kaupa, leigja eða deila bíl?

25.11.2017 Eins og flestir vita flokkast bílar almennt ekki sem góð fjárfesting. Þeir lækka í verði milli ára og því þarf að taka afföllin til greina. En á móti kemur að það kostar að jafnaði minna að reka nýlegri bíla þar sem þeir bila sjaldnar auk þess sem margar nýjar bílategundir eru sparneytnari og jafnvel umhverfisvænni en eldri bílar. Meira »

Heimsmeistarar í sparnaði?

3.11.2017 „Eitt af því sem hefur komið í ljós er að fæstum peningapersónugerðum er það eðlislægt að spara. Peningahegðun meirihlutans helgast fremur af þránni til að eignast hluti og nota peninga sjálfum sér og öðrum til gagns og gamans. Það er því ekkert bara – að spara, ef svo má að orði komast.“ Meira »

Settu þér fjármálamarkmið fyrir haustið

29.9.2017 „Ef þú hefur ekki hugmynd um hvað það kostar þig að halda jól, geturðu byrjað á að finna kreditkortareikninginn frá því eftir jólin í fyrra eða flett upp yfirlitinu á tékkareikningnum þínum í bankanum.“ Meira »

Eyðir þú of miklu í mat?

12.9.2017 „Langir vinnudagar, skutl í íþróttir seinni partinn og umferðaröngþveiti geta gert það að verkum að margir freistast til að kaupa tilbúinn mat til að redda kvöldmatnum. Þó svo að það geti verið dásamlegt af og til, getur það líka verið kostnaðarsamt og jafnvel leiðigjarnt til lengri tíma litið.“ Meira »

Áttu í ást-haturs sambandi við peninga

2.9.2017 „Þannig er að ég er mjög skapandi og hugmyndarík. Margar af þeim hugmyndum sem ég hef fengið í gegum tíðina, hafa aðrir framkvæmt og grætt stórfé á. Ég hef framkvæmt ýmislegt en ég kem þó sjaldan út í plús. Stundum þarf ég jafnvel að reiða mig á aðra peningalega og það fer illa með sjálfstraustið.  Meira »

Nokkrar leiðir til að ná árangri í fjármálum

14.8.2017 „Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli: Meira »

Hvernig bið ég um launahækkun?

8.7.2017 „Ég er með góða menntun og ágætisstarfsreynslu. Samt finnst mér mjög erfitt að biðja um laun til samræmis við reynslu mína.“ Meira »

Hvernig er hægt að spara með þessi laun?

7.7.2017 „Mér finnst ég ekki geta lagt fyrir því ég er með lægri laun en ég vil vera með. Ég lifi frá mánuði til mánaðar og set mér ekki fjárhagsleg markmið. Mig langar að leggja fyrir en veit ekki hvernig ég á að byrja,“ spyr íslensk kona. Meira »

„Maðurinn minn er alger eyðslukló“

6.7.2017 Íslensk kona spyr ráða varðandi eiginmann sinn sem er alger eyðslukló að mati hennar. „Hann er á því að peningar séu til að nota þá en mér finnst hann algjör eyðslukló! Peningar tákna öryggi í mínum huga og ég vil helst safna þeim. Hvað er til ráða?“ Meira »

Hvernig sumarfrístýpa ert þú?

26.6.2017 „Dægurstjarnan fær mikið út úr því að finna hagkvæmar leiðir til að upplifa lúxus í fríinu. Hún ver gjarnan tíma til að finna út hvenær er hagkvæmast að ferðast. Ferðalög utan háannatíma eru því að skapi Dægurstjörnunnar.“ Meira »

Föstudagurinn þrettándi og fjármálin

13.1.2017 „Sumir upplifa innri togstreitu varðandi peninga. Næstum eins og tvær eða þrjár raddir syngi hver í sinni tóntegund þegar peninga ber á góma.“ Meira »

Berðu kennst á brotalamir varðandi peninga?

8.11.2016 Þeir sem reka eigið fyrirtæki eru þó gjarnan dómharðari á eigin peningahegðun en hinir sem starfa fyrir aðra. Það helgast ef til vill helst af því að fólk í rekstri er gjarnan ábyrgt fyrir eigin innkomu og jafnvel innkomu annarra. Því verða þolmörkin minni þegar peningaáskoranir eru annars vegar. Meira »

Viltu öðlast fjarhagslegt frelsi á 12 vikum?

26.10.2016 „Eftir að hafa unnið með fjölmörgum einstaklingum að fjárhagslegri valdeflingu, sem markþjálfi get ég fullyrt að fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu frelsi er eitt og hið sama sama, hver svo sem fjárhagsstaða okkar er. Því hef ég sett saman gjöf handa þér sem inniheldur leiðbeiningar um það hvernig þú getur stigið þetta fyrsta skref.“ Meira »

Hvað myndir þú gera við peningana?

7.10.2016 Það er gjarnan einn af ávöxtum þess að búa í litlu samfélagi að þeir sem láta sig dreyma stóra drauma og deila þeim með öðrum, eiga það á hættu að vera kallaðir draumóramenn eða þvíumlíkt. Meira »

Til hvers að spara?

19.9.2016 „Enn hef ég engan hitt sem ekki stefnir að fjárhagslegu frelsi með einum eða öðrum hætti, leynt eða ljóst. Það sem ég hef komist að er að það eru margar mismunandi leiðir að þessu sama markmiði – að öðlast fjárhagslegt frelsi. Enda hefur fjárhagslegt frelsi mismunandi merkingu fyrir hvern og einn.“ Meira »

Ungar konur með hærri laun en karlar

23.8.2016 Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum hafa sýnt að ungar konur í stórborgum þéna mest. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Reach Advisors sem birtust í Time Magazine, þénuðu ungar konur að jafnaði 8% meira en ungir karlmenn á sama aldri í 147 af þeim 150 borgum í Bandaríkjunum sem rannsóknin tók til. Það vekur athygli að í New York er launamunurinn heil 17%. Rannsóknir frá Norðurlöndunum sýna fram á svipaða þróun. Meira »

Stórlaxar og skítseiði

6.7.2016 Já, það hefur verið virkilega smart að vera Íslendingur síðastliðnar vikur. Allt annað en í vor þegar ég mætti á leikskólann með heyrnartólin í eyrunum, hettuna á höfðinu og forðaðist augnsamband við hina foreldrana sem horfðu vorkunnaraugum á vesalings manneskjuna frá landinu þar sem stjórnmálamenn áttu peninga í skattaskjólum. Svoleiðis gerist ekki í Noregi. Meira »

Peningamegrun í sumar?

13.6.2016 „Mín fyrstu kynni af fyrirbærinu megrun voru fyrir tilstilli móður minnar á fyrri hluta níunda áratugarins. Hún hafði fest kaup á bókinni Scarsdale-kúrinn og fylgdi því sem þar stóð skrifað í hvívetna. Meira »

„Hvað ert þú að vilja upp á dekk?“

19.5.2016 Æ ofan í æ hef ég upplifað að fólk dragnast með úreltar hugmyndir sem hafa þessi lamandi áhrif á líf þess. Þær varpa skugga á svið möguleikanna og upplifunin verður sú að allt sé í lás. Það ber ekki kennsl á tækifærin og sér ekki fram á breytingar. Þetta gerist gjarnan þegar fólk festist í því munstri að tala í sífellu um það sem það ekki vill hafa í lífi sínu og kallar því ósjálfrátt fram meira af því sama. Meira »

Leiðtogar gera líka mistök

6.5.2016 „Í huga sumra eru leiðtogar aðeins þeir sem hafa allt sitt á hreinu og gera aldrei mistök. Staðreyndin er hins vegar sú að leiðtogar mæta áskorunum daglega. Það er í rauninni sama hvort fólk hefur gegnt leiðtogastöðu um langa eða skamma hríð, áskoranirnar láta ekki á sér standa ... Meira »