Egyptaland

15 teknir af lífi í Egyptalandi

26.12. Yfirvöld í Egyptalandi tóku í dag af lífi 15 menn sem voru fundnir sekir um að hafa staðið fyrir árásum að öryggissveitir á Sínaískaga árið 2013. Aftökurnar fóru fram í tveimur fangelsum í norðurhluta landsins. Meira »

43 fengu lífstíðardóm

18.9. 43 manns voru í dag dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar eftir að dómur féll í hópréttarhöldum í Egyptalandi í dag. Hundruð manna til viðbótar fengu áralanga dóma vegna óeirðanna sem fylgdu í kjölfar þess að Mohammed Morsi forseta Egyptalands var steypt af stóli 2013. Meira »

Einn lést í átökum í Egyptalandi

16.7. Einn maður lést og 59 særðust í átökum þegar öryggissveitir reyndu að bera út yfirtökumenn á eyjunni Warraq í ánni Níl í Egyptalandi. Atvikið átti sér stað í miðri herferð ríkisstjórnarinnar til þess að stöðva ágang á eignir og land ríkisins. Meira »

26 drepnir í árás í Egyptalandi

26.5.2017 Hópur vopnaðra manna myrti 26 manns og særði 25 til viðbótar er hann réðst á tvær rútur og flutningabíl í miðhluta Egyptalands, samkvæmt upplýsingum frá egypska heilbrigðisráðuneytinu. Meira »

Mubarak látinn laus eftir sex ár í haldi

24.3.2017 Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands hefur verið látinn laus úr varðhaldi sex árum eftir að honum var steypt af stóli. Æðsti áfrýjunardómstóll landsins fyrirskipaði fyrr í þessum mánuði að hann skyldi látinn laus og að hann bæri ekki ábyrgð á dauða þeirra sem tóku þátt í uppreisninni 2011. Meira »

Ógildir dóm yfir forsetanum fyrrverandi

22.11.2016 Áfrýjunardómstóll í Egyptalandi hefur ógilt annan af tveimur lífstíðardómum yfir Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta landsins. Er þetta annar sigur hans fyrir dómstólum á aðeins einni viku. Meira »

Herforingi Bræðralags múslíma drepinn

4.10.2016 Háttsettur liðsmaður Bræðralags múslíma í Egyptalandi var skotinn til bana af stjórnvöldum í landinu í gær.   Meira »

Blaðamenn dæmdir til dauða

18.6.2016 Mohamed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Sex sakborningar í sama máli voru dæmdir til dauða. Morsi hefur áður verið dæmdur til dauða í öðru máli. Meira »

Níu lögreglumenn ákærðir fyrir barsmíðar

18.5.2016 Níu lögreglumenn í Egyptalandi hafa verið ákærðir fyrir að hafa beitt tvo lækna ofbeldi þegar þeir neituðu að falsa læknaskýrslur. Atvikið, sem átti sér stað í norðurhluta Kaíró, vakti mikla reiði og varð þess valdandi að þúsundir lækna mótmæltu við stéttarfélag sitt í borginni. Meira »

Dauðadómar ógiltir

3.2.2016 Egypskur áfrýjunardómstóll hefur ógilt dauðadóma yfir 149 mönnum sem eru sakaðir um að hafa drepið lögreglumenn í árás á lögreglustöð. Meira »

Sisi náðar blaðamann

23.9.2015 Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, veitti kanadíska blaðamanninum Mohamed Fahmy sakaruppgjöf í dag en Fahmi starfar hjá Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni. Meira »

Ríkisstjórn Egyptalands segir af sér

12.9.2015 Ríkisstjórn Egyptalands hefur sagt af sér. AFP-fréttastofan greinir frá þessu, en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Fréttirnar eru sagðar koma frá forsetaembætti Egyptalands. Meira »

Blaðamenn dæmdir í 3 ára fangelsi

29.8.2015 Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt þrjá blaðamenn í þriggja ára fangelsi vegna starfa þeirra fyrir al-Jazeera English. Þeir voru fundnir sekir um að hafa starfað án leyfis og fyrir að birta efni skaðlegt Egyptalandi. Meira »

Taka sér enn meira vald í hendur

17.8.2015 Forseti Egyptalands hefur staðfest nýja hryðjuverkalöggjöf sem heimilar öryggissveitum að beita aukinni hörku og dauðarefsingar yfir þeim sem dæmdir eru fyrir að fara fyrir eða fjármagna „hryðjuverkahópa“. Þá verður yfirvöldum heimilt að sekta fjölmiðla sem birta fréttir um hernaðaraðgerðir, ef þær stangast á við opinberar yfirlýsingar stjórnvalda. Meira »

Herða hryðjuverkalöggjöfina

17.8.2015 Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi, hefur staðfest ný hryðjuverkalög í landinu en lögin eru sett í kjölfar aukinnar hryðjuverkaógnar. Meira »

Áfrýja dauðadómi Morsis

15.8.2015 Lögmaður Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands, og fleiri manna sem voru dæmdir til dauða í maímánuði hefur áfrýjað dómnum. Meira »

Gerir breytingar á kosningalöggjöf Egyptalands

2.8.2015 Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur loks gert nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöf landsins svo að kosningar geti farið fram. Meira »

Fresta úrskurði í máli blaðamanna

2.8.2015 Egypskur dómstóll hefur frestað um mánuð uppkvaðningu dóms í máli þriggja blaðamanna Al-Jazeera sem eru sakaðir um að hafa birt rangar fréttir og stutt við Bræðralag múslima, stjórnmálaflokk sem er nú skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Egyptalandi. Meira »

Nazif í fimm ára fangelsi

22.7.2015 Egypskur dómstóll dæmdi í dag Ahmed Nazif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í fimm ára fangelsi og til að greiða jafnvirði 6,8 milljóna dollara í sekt vegna spillingar. Nazif sat í embætti í valdatíð Hosni Mubarak, en var neyddur til að segja af sér í viðleitni forsetans til að friðþægja mótmælendur árið 2011. Meira »

Mótmælendur fá þunga dóma

23.2.2015 Einn helsti leiðtogi uppreisnarinnar í Egyptalandi árið 2011, Alaa Abdel Fattah, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ólögleg mótmæli. Meira »

22 tróðust undir á knattspyrnuleik

9.2.2015 Tuttugu og tveir létust og að minnsta kosti 25 eru slasaðir eftir að þúsundir knattspyrnuaðdáenda reyndu að troðast upp á áhorfendapalla vallarins í Kaíró síðdegis í gær. Meira »

Ætlar að starfa áfram við fréttamennsku

5.2.2015 Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste, sem sat í fangelsi í Egyptalandi í 400 daga en var látinn laus fyrr í vikunni, segir að hann ætli að halda áfram að starfa við fréttamennsku. Meira »

Staðfestu dauðadóm yfir 183

2.2.2015 Dómstóll í Egyptalandi hefur staðfest dauðadóm yfir 183 félögum í Bandalagi múslíma fyrir morð á 13 lögreglumönnum í bæ skammt frá Kaíró í ágúst 2013. Meira »

Heldur baráttunni áfram

2.2.2015 Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste ætlar að halda áfram að berjast fyrir lausn félaga sinna sem enn sitja í fangelsi í Egyptalandi, að sögn fjölskyldu hans í dag. Meira »

Peter Greste sleppt úr haldi

1.2.2015 Ástralska blaðamanninum Peter Greste var í dag sleppt úr haldi eftir meira en fjögur hundruð daga í egypsku fangelsi. Greste var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa stutt við Bræðralag múslíma, stjórnmálaflokk sem nú er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök, í Egyptalandi. Meira »

Dómurinn stendur segir Sisi

24.6.2014 Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi, ætlar ekki að hafa afskipti af ákvörðun dómstóla að dæma þrjá blaðamenn al-Jazeera í sjö ára fangelsi. Fjölmiðlafólk um allan heim hefur mótmælt niðurstöðu dómsins sem og mannréttindasamtök. Meira »

Dæmdir í sjö ára fangelsi

23.6.2014 Þrír blaðamenn Al-Jazeera voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi hver fyrir að hafa birt rangar fréttir og stutt við Bræðralag múslíma, stjórnmálaflokk sem nú er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök, í Egyptalandi. Meira »

Blaðamenn dæmdir í dag

23.6.2014 Dómur í máli gegn þremur blaðamönnum Al-Jazeera verður kveðinn upp í Kaíró í dag en þreir eru ákærðir fyrir að hafa aðstoðað Bræðralag múslíma sem er búið að banna í Egyptalandi. Meira »

183 dæmdir til dauða 15 mínútum

21.6.2014 Egypsk­ur dóm­stóll staðfesti í dag dauðadóm yfir 183 liðsmönnum Bræðralags múslima, þar á meðal Mohamed Badie æðsta trú­ar­leiðsögumanni bræðralagsins. Þinghaldið tók aðeins um stundarfjórðung en þeir sem líflátnir verða voru sakfelldir fyrir aðild að morði og morðtil­raun á lög­reglu­mönn­um í Minya héraði þann 14. ág­úst í fyrra. Meira »

102 dæmdir í 10 ára fangelsi

3.5.2014 Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag 102 stuðningsmenn Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta landsins, í 10 ára fangelsi, fyrir hörð mótmæli. Meira »