Eitrað fyrir Skripal

Feðgin voru hætt komin eftir að eitrað var fyrir þeim í Bretlandi. 

Sá þriðji í Skripal-málinu nafngreindur

15.2. Kennsl hafa nú verið borin á þriðja manninn sem talinn er eiga aðild að tilræðinu við rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans. Rannsóknarvefurinn Bellingcat hefur birt nafn mannsins, sem sagður er heita Denis Sergeyev og vera hátt settur í rússneska hernum. Meira »

ESB beitir tilræðismennina refsiaðgerðum

21.1. Evrópusambandið staðfesti í dag refsiaðgerðir gegn hátt settum yfirmönnum í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) vegna aðildar þeirra að tilræðinu við rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal í Salisbury í Bretlandi í fyrra. Meira »

Skoða möguleg tengsl Rússa við andlátin

10.12. Breska lögreglan hefur nú opnað á ný á rannsókn í tveimur grunsamlegum dauðsföllum eftir að í ljós komu tengsl við GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, að því er sunnudagsútgáfa breska dagblaðsins Times greinir frá. Er lögregla nú sögð skilgreina dauðsföllin nú sem „grunsamleg“. Meira »

Misstu allt vegna taugagassins

22.11. Breskur lögreglumaður, sem ásamt félaga sínum var sendur á staðinn þar sem Sergei og Júlía Skripal urðu fyrir taugagasárás, og fjölskylda hans, misstu allt sitt í kjölfarið. Taugagasárásin átti sér stað í borginni Salisbury í Bretlandi 4. mars á þessu ári. Meira »

Vildu komast inn í breska vegabréfakerfið

18.11. Rússneskur forritunarsérfræðingur segir rússnesku leyniþjónustuna hafa beðið sig að útbúa bakdyr að tölvukerfinu sem notað er til að útbúa vegabréfsáritanir fyrir Rússa sem ferðast til Bretlands. Frá þessu er greint á vef BBC, sem segir manninn nú hafa óskað eftir hæli í Bandaríkjunum. Meira »

Ég heiti Alexander...

9.10. Hann heitir Alexander Mishkin ekki Alexander Petrov og er læknir sem starfar fyrir rússnesku leyniþjónustuna. Hann er annar þeirra sem reyndi að drepa Skripal-feðginin með eitri í mars. Meira »

Hinn „Salisbury-Rússanna“ nafngreindur

8.10. Hið rétta nafn seinni Salisbury-Rússans hefur verið kunngjört og mun vera Alexander Mishkin, samkvæmt vef BBC. Hópur rannsóknarblaðamanna komst að þessu og birti á vefsíðunni Bellingcat en blaðamennirnir segja að Mishkin, sem notaði dulnefnið Alexander Petrov, sé herlæknir. Meira »

Sýndi GRU viljandi hroðvirkni?

5.10. Undanfarnar fjórar vikur hljóta að teljast eitt vandræðalegasta tímabil sögunnar fyrir leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) segir breska dagblaðið Guardian. Svo virðist nefnilega sem hin leynilega og dirfskufulla stofnun GRU hafi tapað örlítið áttum með tilkomu netsins. Meira »

Undirbjuggu netárás á efnavopnastofnun

4.10. Hollenska öryggislögreglan rak í apríl fjóra Rússa úr landi vegna áætlunar sem beinast átti gegn OPCW, alþjóðlegri stofnun gegn notkun efnavopna. Stofnunin var á þeim tíma m.a. að rannsaka taugaeiturárásina á Sergei Skripal. Meira »

Bar kennsl á árásarmanninn

30.9. Kona, búsett í austurhluta Rússlands, hefur borið kennsl á einn þeirra sem eru grunaðir um árásina á Skripal-feðginin í Salisbury fyrr á árinu. Um er að ræða starfsmann rússnesku leyniþjónustunnar, Anatolí Chepiga, sem hefur verið sæmdur hetju-heiðursorðu Rússlands. Meira »

Vísa á bug skýrslu um tilræðismann

27.9. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað á bug skýrslu virtra rannsóknarblaðamanna þar sem kemur fram að annar þeirra sem eru grunaðir um að hafa eitrað fyrir njósnaranum fyrrverandi Sergei Skripal hafi verið margheiðraður ofursti í leyniþjónustu rússneska herráðsins. Meira »

Tilræðismaðurinn rússneskur foringi

26.9. Rússneskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa hafa ásamt öðrum Rússa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í borginni Salisbury í Bretlandi í mars á þessu ári, er háttsettur foringi í leyniþjónustu rússneska herráðsins. Meira »

Eitrunin mögulega blekkingarleikur

19.9. Breska lögreglan rannsakar nú hvort um mögulega blekkingu hafi verið að ræða þegar par veiktist, líklega af völdum eitrunar, á veitingastað í Salisbury á sunnudag. Alex King er dæmdur glæpamaður og hefur hann meðal annars vakið athygli fyrir að hafa blekkt Karl Bretaprins á kvikmyndafrumsýningu árið 2006. Meira »

Skripal smáseiði með valdamikinn óvin

16.9. Rússneski gagnnjósnarinn Sergei V. Skripal var smáseiði. Þannig lýsa bresk yfirvöld Skripal, sem þau fengu til liðs við sig á tíunda áratug síðustu aldar. Rússnesk yfirvöld virtust líta Skripal sömu augum. Skripal var hins vegar mikilvægur í augum eins manns, Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. Meira »

Tortryggja ferðamannaskýringuna

14.9. Nokkurrar gagnrýni gætir í rússneskum fjölmiðlum um sannleiksgildi viðtals rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT við mennina tvo sem bresk yfirvöld telja seka um tilræði við rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal. Rússneskur almenningur virðist hins vegar sætta sig við skýringuna. Meira »

Njósnuðu um rannsóknarstofu í Sviss

14.9. Tveir rússneskir menn voru handteknir fyrr á þessu ári vegna gruns um að hafa njósnað um svissneska rannsóknarstofu sem hafði til rannsóknar eitrið sem notað var í árás á Sergei Skripal. Meira »

Hæða viðtalið við tilræðismenn Skripals

14.9. Viðtalið við meinta tilræðismenn rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal í rússnesku sjónvarpi hefur verið haft að háði og spotti í Bretlandi. Sagði utanríkisráðherra landsins m.a. rússneska herinn síðast hafa sagst vera í fríi er hann réðist inn í Úkraínu. Meira »

Hafa kortlagt ferðir Rússanna um Salisbury

14.9. Rússarnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginin, sjást á upptökum öryggismyndavéla ganga um götur Salisbury þar sem feðginin fundust meðvitundarlaus í mars. Meira »

Segja viðtalið tilbúning og móðgun

13.9. Bresk stjórnvöld höfnuðu í dag viðtali sem rússneska RT-sjónvarpsstöðin birti við tvo menn sem bresk yfirvöld segja tilræðismenn rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans. Segja þau viðtalið vera „móðgun“. Meira »

Til Salisbury að skoða dómkirkjuna

13.9. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Yuliu, komu fram í viðtali á rússneskri ríkissjónvarpsstöð í dag þar sem þeir sögðust hafa heimsótt Salisbury til þess að skoða dómkirkjuna. Meira »

Pútín: Hinir grunuðu eru ekki glæpamenn

12.9. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans eru almennir borgarar, ekki glæpamenn, að því er Vladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrðir. Meira »

Sendir meintum tilræðismönnum aðvörun

9.9. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, segir að rússnesku mennirnir tveir, sem eru grunaðir um að hafa eitrað fyr­ir Skrípal-feðgin­un­um, Ser­gei og Júlíu, verði handsamaðir og sóttir til saka yfirgefi þeir Rússland. Meira »

Styðja Breta í ásökunum gegn Rússum

6.9. Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Kanada hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þau styðji bresk yfirvöld í ásökunum þeirra um að stjórnvöld í Rússlandi hafi samþykkt taugagasárásina á rússneska njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu. Meira »

May: Starfa fyrir rússneska herinn

5.9. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu starfa fyrir leyniþjónustu rússneska hersins. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hún ávarpaði breska þingið í dag. Meira »

Tveir Rússar ákærðir í Skripal-málinu

5.9. Nöfn tveggja rússneskra ríkisborgara, sem grunaðir eru í máli þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðginunum Sergei og Júlíu, hafa verið gerð opinber. Til stendur að gefa út ákæru á hendur þeim Alexander Petrov og Ruslan Boshirov vegna árásarinnar sem átti sér stað í Salisbury á Englandi í mars. Meira »

Einn látinn eftir sprengingu

10.8. Einn er látinn og annar alvarlega særður eftir að sprenging varð í hergagnaverksmiðju í borginni Salisbury á Englandi.  Meira »

Segja aðgerðir Bandaríkjamanna óviðunandi

9.8. Stjórnvöld í Rússlandi segja fyrirhugaðar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússum vera óviðunandi. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að grípa til refsiaðgerða vegna taugaeiturárásarinnar á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, Yuliu, í Bretlandi í mars á þessu ári. Meira »

Bandaríkin beita Rússa refsiaðgerðum

8.8. Bandaríkin ætla að beita refsiaðgerðum gegn Rússum vegna taugaeitursárásinnar á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu, sem gerð var í Salisbury á Englandi í mars á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þetta fyrir skömmu. Meira »

Tilbúin með framsalsbeiðni vegna Skripal

6.8. Bresk stjórnvöld eru tilbúin með framsalsbeiðni til rússneskra stjórnvalda vegna tveggja manna, sem grunaðir eru um að standa að baki taugagasárásinni á rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans. Meira »

Fórnarlamb taugagasárásarinnar jarðsett

30.7. Útför Dawn Sturgess, konunnar sem lést í taugagasárás í Amesbury á Englandi fyrr í mánuðinum, fór fram í Salisbury í morgun. Meira en hundrað manns mættu í jarðarförina í líkbrennsluhúsi í Salisbury, þeirra á meðal Charlie Rowlie kærasti hennar sem einnig varð fyrir árásinni en komst lífs af. Meira »