Eitrað fyrir Skripal

Feðgin voru hætt komin eftir að eitrað var fyrir þeim í Bretlandi. 

Flaska af taugaeitri fannst á heimili Rowley

í fyrradag Flaska með taugaeitrinu novichok fannst á heimili Charlies Rowley. Hann komst í snertingu við eitrið ásamt konu sinni, Dawn Sturgess, fyrir níu dögum. Sturgess lést fyrir um viku síðan en Rowley liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Meira »

Segir Rússa bera ábyrgð

9.7. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að Rússar beri ábyrgð á dauða 44 ára þriggja barna móður á suðvest­ur­hluta Eng­lands í gær. Kon­an er tal­in hafa kom­ist í snert­ingu við eitrið novichok, það sama og Skripal-feðgin­in veikt­ust af. Meira »

Getur ekki tryggt öryggi

9.7. Lögreglan í Bretlandi segist ekki geta útilokað að fleiri eigi eftir að verða fyrir barðinu á eitri því sem olli dauða 44 ára þriggja barna móður á suðvesturhluta Englands í gær. Konan er talin hafa komist í snertingu við eitrið novichok, það sama og Skripal-feðginin veiktust af. Meira »

Látin eftir taugagaseitrun

8.7. Bresk kona sem var flutt þungt haldin á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir taugagaseitrun í Wiltshire á sunnudag er látin. Málið er rannsakað sem morð segir breska lögreglan. Meira »

Á ekki von á frekari refsiaðgerðum

8.7. Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að bæta við refsiaðgerðum á hendur Rússum vegna taugagaseitrunar í Wiltshire. Hann segir að eitrið komi upprunalega frá Rússum en varar fólk við að hrapa að ályktunum. Meira »

Macron til Rússlands en ekki Bretar

6.7. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, verður í stúkunni þegar Frakkar leika gegn annaðhvort Belgum eða Brasilíumönnum í undanúrslitum HM í knattspyrnu í næstu viku. Breskir ráðamenn halda hins vegar áfram að sniðganga keppnina vegna taugagasárásar gegn rússneskum feðginum í Bretlandi í vor. Meira »

Lögreglan leitar að eitruðum hlut

6.7. Breska lögreglan leitar nú að hlut sem talið er að parið sem flutt var á sjúkrahús á laugardag, þungt haldið eftir að hafa orðið fyrir taugagaseitrun, hafi komist í snertingu við. Meira »

Bretar munu þurfa að biðjast afsökunar

5.7. Bretar eiga eftir að þurfa að biðjast afsökunar vegna framferðis síns í tengslum við taugagaseitrunarmálin. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í samtali við blaðamenn fyrr í dag. Meira »

Segja Bretana vera í pólitískum leik

5.7. Rússnesk stjórnvöld segja að bresk lögregla ætti að forðast að láta draga sig inn í pólitíska leiki breskra stjórnvalda. Tilefnið eru viðbrögð bresku lögreglunnar og ríkisstjórnarinnar eftir taugagaseitrun sem tveir einstaklingar urðu fyrir í lok síðustu viku. Meira »

Segir að hverjum steini verði velt við

5.7. Breska lögreglan mun velta við hverjum steini til þess að leiða til lykta hvað hafi valdið taugaeitrun tvímenninganna sem fluttir voru á sjúkrahús þungt haldnir eftir að hafa orðið fyrir Novichok-taugaeitrun undir lok síðustu viku. Meira »

Vill að Rússar útskýri hvað sé á seyði

5.7. Innanríkisráðherra Bretlands segir tímabært að Rússar útskýri hvað sé á seyði með taugagaseitranirnar í Bretlandi. Tveir einstaklingar liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir taugagaseitrun vegna rússnesks taugagass við bæinn þar sem eitrað var fyrir rússneskum njósnara með sama efni fyrr á árinu. Meira »

Málið allt hið furðulegasta

5.7. Breska ríkisstjórnin hefur verið boðuð á neyðarfund vegna pars sem fannst fárveikt eftir að hafa orðið fyrir taugagaseitrun á sunnudag. Um er að ræða sömu tegund af eitri og fannst í líkama Skripal-feðginanna. Ekki er vitað hvar þau komust í snertingu við eitrið og þykir málið hið furðulegasta. Meira »

Nýtt eitrunarmál í Salisbury

4.7. Karl og kona á fertugsaldri eru þungt haldin eftir að hafa orðið fyrir einhvers konar eitrun í litlu þorpi skammt frá Salisbury. Meira »

Töldu að feðginin myndu deyja

29.5. Starfsfólk sjúkrahússins í Salisbury sem bjargaði lífi rússnesku feðginanna, Sergei og Júlíu Skripal, töldu að hvorugt þeirra myndi lifa af. Meira »

„Lífi mínu hefur verið snúið á haus“

23.5. „Ég vonast til þess að geta snúið aftur heim til landsins míns í framtíðinni,“ sagði Júlía Skripal í ávarpi til fjölmiðla í dag. Fyrst þyrfti hún hins vegar að ná fullri heilsu. Júlía og faðir hennar Sergei urðu fyrir árás í enska bænum Salisbury í mars. Meira »

Pútín óskar Skripal góðs bata

18.5. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, óskaði fyrrum gagnnjósnaranum Sergei Skripal góðs bata, en Skripal var útskrifaður af sjúkrahúsi í Bretlandi í dag. Ummælin lét Pútín falla á blaðamannafundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Meira »

Skripal útskrifaður af sjúkrahúsi

18.5. Sergei Skripal, sem eitrað var fyrir í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.  Meira »

Skripal fundaði með evrópskum njósnurum

14.5. Rússneski gagnnjósnarinn Sergei Skripal fundaði með leyniþjónustustofnunum nokkurra Evrópuríkja. Breska dagblaðið Guardian segir það vera mögulega ástæðu þess að eitrað var fyrir Skripal og dóttur hans Yuliu í Bretlandi í byrjun marsmánaðar. Meira »

Taugaeitrið hreint og í miklu magni

4.5. Allt að 100 grömm af Novichok taugaeitrinu kunna að hafa verið notuð til að eitra fyrir rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans. Þetta er niðurstaða sérfræðinga OPCW, alþjóðlegrar stofnunar gegn notkun efnavopna. Meira »

Eitrið var í vökvaformi

17.4. Taugaeitrið sem beitt var gegn Sergei og Júlíu Skripal var í vökvaformi. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar Bretlands. Telur stofnunin að eitrinu hafi verið byrlað á heimili Skripal í bænum Salisbury og að aðeins lítið magn eitursins novichok hafi þurft til. Meira »

Rússar njósnuðu um Skripal í 5 ár

13.4. Rússneska leynisþjónustan njósnaði um Sergei Skripal og dóttur hans, Yuliu, í að minnsta kosti fimm ár áður en var eitrað fyrir þeim með taugaeitri í mars síðastliðnum, samkvæmt þjóðaröryggisráðgjafa Breska forsætisráðherrans. Meira »

Sætta sig ekki við niðurstöðu OPCW

12.4. Stjórnvöld í Moskvu munu ekki una niðurstöðu rannsóknar alþjóðlegu efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW þess efnis að tauga­eitrið sem notað var á Skrípal-feðgin­in í byrj­un mars komi upprunalega frá Rússlandi. Meira »

Eitrið kemur frá Rússlandi

12.4. Taugaeitrið sem notað var á Skrípal-feðginin í byrjun mars kemur upprunalega frá Rússlandi. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar alþjóðlegu efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW (Org­an­isati­on for the Prohi­biti­on of Chemical Wea­pons). Meira »

Von á tilkynningu frá efnavopnastofnuninni

12.4. Efnavopnastofnunin OPCW mun klukkan 11 birta yfirlýsingu um niðurstöðu rannsókna á sýnum sem tek­in voru í tengsl­um við rann­sókn breskra yf­ir­valda á tauga­eitr­inu sem beitt var gegn Skrípal-feðgin­un­um í bæn­um Sal­isbury á Englandi í byrj­un mars. Meira »

Efast um að Skripal sé á spítalanum

11.4. Fréttamanni og tökuliði hjá rússnesku einkasjónvarpsstöðinni REN TV var vísað af spítalanum í Sailisbury þar sem Sergei Skripal dvelur eftir að þau gerðu grín að taugaeiturárás sem Sergei og dóttir hans Júlía urðu fyrir. Meira »

Vill ekki hitta rússneska embættismenn

11.4. Júlía Skripal, sem varð fyrir taugagasárás í Bretlandi í síðasta mánuði ásamt föður sínum, hefur afþakkað aðstoð frá rússneska sendiráðinu í landinu. Þetta er haft eftir talsmanni breska utanríkisráðuneytisins í frétt AFP. Meira »

Júlía Skripal útskrifuð

10.4. Júlía Skripal hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en faðir hennar, njósnarinn fyrrverandi, Sergei Skripal, er enn á sjúkrahúsi. Meira »

Skripal fái nýtt nafn í Bandaríkjunum

8.4. Rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans, sem voru hætt komin eftir taugaeiturárás í Bretlandi í síðasta mánuði, mun standa til boða að flytja til Bandaríkjanna og hefja þar nýtt líf undir nýju nafni til að verja þau frekari árásum. Meira »

Rússar vilja fund með Johnson

7.4. Rússneska sendiráðið í London óskað eftir fundi með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til að ræða morðtilræðið á Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu, en þeim var byrlað taugaeitur af gerðinni novichok í byrjun mars. Meira »

Hafa fengið afhent gögn um taugaeitur

7.4. Bresk og bandarísk yfirvöld hafa fengið afhent gögn sem sýna nokkrar greiningar á efni sem talið er vera novichock-taugaeitur, framleitt í rússnesku herstöðinni Shikhany. The Guardian hefur þessar upplýsingar eftir rússneskum lögmanni sem afhenti gögnin. Meira »