Eitrað fyrir Skripal

Feðgin voru hætt komin eftir að eitrað var fyrir þeim í Bretlandi. 

Yfirgefa sendiráðið í London

11:48 Rússneskir sendiráðsstarfsmenn, sem bresk stjórnvöld ákváðu að vísa úr landi, eru byrjaðir að yfirgefa sendiráðið í London.   Meira »

Afneitun Rússa „sífellt fáránlegri“

í gær Afneitun rússneskra stjórnvalda á aðkomu sinni að taugaeitursárásinni á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skripal og dóttur hans verður sífellt fáránlegri að sögn Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Meira »

Alþjóðlegt teymi rannsakar eitursýnin

í gær Alþjóðlegt teymi sérfræðinga mun fá aðgang að sýnum sem tekin voru í tengslum við rannsókn breskra yfirvalda á taugaeitrinu sem beitt var gegn Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mánaðarins. Meira »

„Við höfum eytt öllum efnavopnum“

í fyrradag Vladimír Pútín, sem var endurkjörinn forseti Rússlands í dag, segir það algjöra þvælu að Rússar hafi staðið á bak við taugaeiturárásina á fyrr­verandi gagnnjósn­ar­an­n Ser­gei Skripal og dótt­ur hans Yuliu. Stjórnvöld í Moskvu séu hins vegar samvinnuþýð við rannsókn málsins. Meira »

Segir Rússa hafa safnað taugagasi

18.3. Rússar hafa safnað birgðum af taugagasi, eins og því sem notað var í árásinni gegn Ser­gei Skripal og dótt­ur hans Yuliu, síðasta áratuginn. Þessu heldur Borin Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, fram. Meira »

Segir eitrið mögulega búið til í Bretlandi

18.3. Sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu hefur gefið í skyn að taugagasið sem notað var til að eitra fyrri fyrrum gagnnjósnanaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu kunni að hafa verið búið til í breskri tilraunastofu. Meira »

Breytir engu um staðreyndir málsins

17.3. Tilkynning Rússa um að þeir ætli að vísa 23 breskum stjórnarerindrekum frá Rússlandi breytir engu um staðreyndina hver eitraði fyrir Skripal-feðginunum. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Meira »

Vísa breskum erindrekum úr landi

17.3. Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti í morgun að það muni vísa 23 breskum stjórnarerindrekum úr landi á næstu viku. Rússar höfðu áður sagt að þeir ætluðu að svara Bretum í sömu mynt en Bretar greindu frá því á miðvikudag að þeir ætla að vísa 23 rússneskum erindrekum úr landi. Meira »

Heldur að hann geti stjórnað öllum

16.3. Mik­heil Sa­akashvili, fyrr­ver­andi for­seti Georgíu, sagði í viðtali við Sky-fréttastofuna í dag að ástæða þess að Rússar eitruðu fyrir Skripal-feðginum sé sú að Vesturveldin hafi skipt sér of mikið af Rússlandi. Sa­akashvili telur að leiðtogar Vesturlanda ættu að óttast Pútín Rússlandsforseta. Meira »

Hefja morðrannsókn á dauða Glushkov

16.3. Hafin er morðrannsókn á vegum Rússa á dularfullum dauðdaga Nikolai Glushkov sem fannst látinn á heimili sínu í London fyrr í þessum mánuði. Meira »

Fordæma taugagasárásina á Skripal

15.3. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Bretlands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir fordæma taugagasárásina á Skripal-feðginin. Segir í yfirlýsingu ríkjanna að eina trúanlega skýringin sé sú að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Meira »

Rússar svara í sömu mynt

15.3. Rússar ætla að svara í sömu mynt og vísa breskum stjórnarerindrekum „bráðlega“ úr landi. Theresa May tilkynnti í gær að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað frá Bretlandi þar sem rússnesk stjórnvöld hefðu ekki gefið trúverðug svör um aðkomu sína að morðtilræðinu á Skripal-feðginunum. Meira »

Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna May

15.3. Rússneskir fjölmiðlar hafa sakað Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafa „eitrað“ fyrir samskiptum á milli breskra og rússneskra stjórnvalda. Meira »

Hvíta húsið styður ákvörðun Breta

15.3. Hvíta húsið stendur þétt við bakið á „nánustu samstarfsþjóð sinni“ Bretlandi og styður ákvörðun þess að reka úr landi 23 rússneska erindreka. Meira »

Eitur sett í regnhlíf, te og þjóðarrétt

14.3. Morðtilræðið á Skripal-feðginunum í Bretlandi er langt í frá fyrsta eiturbyrlunin sem talin er runnin undan rifjum rússneskra stjórnvalda þar í landi. Dæmin eru raunar fjölmörg og flest álíka óhugnanleg og árásin á Sergei og Yuliu Skripal í smábænum Salisbury á Englandi. Meira »

Öll spjót standa á Rússum

14.3. Fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sagði að Rússar bæru ábyrgð á morðtil­ræðinu á Skripal-feðgin­un­um. Þeim var byrlað eitur 4. mars og liggja þau þungt haldin á sjúkrahúsi. Meira »

Breskir ráðamenn munu sniðganga HM

14.3. Breskir embættismenn, bæði ráðherrar og konungsfjölskyldan, munu sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Meira »

Rússar ætla að svara fljótt fyrir sig

14.3. Stjórnvöld í Moskvu segja þá ákvörðun breskra stjórnvalda að vísa 23 rússneskum erindrekum úr landi vera til merkis um að Bretar velji ágreiningsleiðina og að Rússar muni svara fyrir sig á næstunni. Meira »

Vísa rússneskum erindrekum úr landi

14.3. Bretar ætla að vísa 23 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi að því er Theresa May forsætisráðherra tilkynnti í þinginu í dag. Hún hafði varað Rússa við því að ef þeir gæfu ekki trúverðug svör um aðkomu sína á morðtilræðinu á Skripal-feðginunum myndi hún grípa til aðgerða gegn þeim. Meira »

Eitrað fyrir Skripal: Tímalína

14.3. Rússnesku feðginin Yulia og Sergei Skipal fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í smábæ þann 4. mars. Hann er fyrrverandi gagnnjósnari en hafði verið „óvirkur“ í fleiri ár. Yulia hafði búið í London um hríð en flutti svo aftur til Rússlands. Meira »

Eitrið veldur „óbætanlegum“ skaða

14.3. Vísindamaðurinn sem tók þátt í að þróa taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Skripal-feðginunum segir það hannað til þess að valda „óbætanlegum“ skaða. Meira »

Von á aðgerðaáætlun gegn Rússum

14.3. Talið er að Theresa May forsætisráðherra Bretlands muni í dag tilkynna um aðgerðir gegn Rússum þar sem þeir hafa ekki veitt svör sem farið var fram á í tengslum við eiturefnaárásina á rússnesku feðginin í smábænum Salisbury í byrjun mánaðarins Meira »

Rússneskur kaupsýslumaður fannst látinn

13.3. Rússinn Nikolai Glushkov fannst látinn á heimili sínu í London í gær. Glushkov, sem var 68 ára gamall, var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky sem átti í miklum deilum við Valdimír Pútín og Roman Abramovich, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea. Berezovsky flúði til Bretlands þar sem hann lést árið 2013. Meira »

Öll spjót standa á Pútín

13.3. Bresk stjórnvöld hafa boðað til neyðarfundar um hina óskammfeilnu eiturefnaárás á rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Þau segjast ekki sætta sig við slíkt tilræði á breskri grund og Bretar velta fyrir sér hvort hætt verði við þátttöku Englands á HM í Rússlandi. Meira »

Tillerson tekur í sama streng og May

12.3. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, telur, líkt og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að Rússar beri ábyrgð á til­ræðinu þegar eitrað var fyr­ir Ser­gei Skripal, fyrr­ver­andi rúss­nesk­um njósn­ara, og dótt­ur hans. Meira »

Rússar segja að Bretar séu tapsárir

12.3. Rússar sökuðu Breta í dag um að reyna að grafa undan trausti í garð þeirra áður en heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Rússlandi í sumar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði fyrr í dag að það væri mjög líklegt að Rússar hefðu eitrað fyrir fyrrverandi njósnara sínum. Meira »

Rússar bera „mjög líklega“ ábyrgð

12.3. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, sagði fyrir stundu að það væri „mjög líklegt“ að Rússar stæðu á bak við tilræðið þegar eitrað var fyrir Ser­gei Skripal, fyrrverandi rússneskum njósnara, og dóttur hans. Meira »

Pútín vísar ásökunum til föðurhúsanna

12.3. Vladimír Pútín forseti Rússlands segir að bresk stjórnvöld verði að útskýra nánar afstöðu sína í máli gagnsnjósnarans Sergei Skripal sem eitrað var fyrir á Bretlandseyjum. Pútín segir að fyrr muni viðræður milli ríkjanna um málið ekki hefjast. Meira »

Telja fullvíst að Rússar beri ábyrgð

12.3. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, mun sitja fund í dag með þjóðaröryggisráðinu til að ræða taugagasárás sem beindist gegn fyrrverandi njósnara og dóttur hans. Heimildir Times herma að nánast öruggt sé að Rússar standi á bak við tilræðið. Meira »

Leifar af taugagasi fundust á krám

11.3. Um 500 gestum kráa og veitingastaða í Salisbury hefur verið sagt að þrífa eigur sínar í varúðarskyni eftir að leifar af taugagasi fundust á kránni Mill og veitingastaðnum Zizzi við rannsókn á morðtilræðinu á fyrrverandi njósnarnum Sergei Skripal og Juliu dóttur hans. Meira »