Eiturlyfjabarón á flótta

Mexí­kóski eit­ur­lyfja­barónn­inn Joaquin Archi­valdo Guz­mán er á flótta en þetta er í annað skiptið sem hann flýr úr fangelsi.

„El Chapo“ sakfelldur í New York

12.2. Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman var fundinn sekur um alla ákæruliði í dag af kviðdómi í New York-borg í Bandaríkjunum eftir réttarhöld sem staðið hafa yfir undanfarna þrjá mánuði samkvæmt frétt AFP. Meira »

Sagður hafa nauðgað ungum stúlkum

3.2. Vitni í dómsmáli í Bandaríkjunum gegn mexíkóska eiturlyfjabaróninum Joaquin „El Chapo“ Guzman greindi bandarískum yfirvöldum frá því að hann hefði byrlað ungum stúlkum niður í þrettán ára aldur lyf og nauðgað þeim. Meira »

Guzman með ofsjónir og heyrir tónlist

14.3.2017 Heilsu mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo“ Guzman, hrakar hratt í bandarísku fangelsi að sögn lögmanna hans. Guzman er einn alræmdasti glæpamaður samtímans og er nú í varðhaldi í Bandaríkjunum. Lögmenn hans gagnrýna aðbúnað hans harðlega. Meira »

„El Chapo“ ekki sáttur í bandarísku fangelsi

4.2.2017 Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquín „El Chapo“ Guzman hefur lagt fram kvörtun fyrir bandarískum dómstólum þar sem hann telur þær aðstæður sem hann býr við í bandarísku fangelsi óviðunandi. Samkvæmt lögmönnum hans hefur eiginkona hans ekki fengið að heimsækja hann í fangelsið og hefur honum að mestu verið haldið í einangrunarvist. Meira »

Guzmán framseldur til Bandaríkjanna

20.1.2017 Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquín „El Chapo“ Guzmán kom til Bandaríkjanna í nótt eftir að hafa verið framseldur af yfirvöldum í heimalandinu. Í Bandaríkjunum er honum gert að svara til saka í nokkrum málum. Meira »

Guzmán bíður niðurstöðu dómarans

26.9.2016 Dómari í Mexíkó mun í dag kveða úr um hvort eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzmán verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögmenn Guzmán segja að ef dómari fellst á framsalskröfuna þá verði niðurstöðunni strax áfrýjað. Meira »

Rændu syni „El Chapos“

16.8.2016 Sonur eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo“ Guzman var á meðal þeirra sem var rænt af öldurhúsi í borginni Puerto Vallarta í Mexíkó í gær. Þetta hafa mexíkósk yfirvöld staðfest. Meira »

Samþykktu framsal á „El Chapo“

20.5.2016 Mexíkósk yfirvöld hafa samþykkt að eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman verði framseldur til Bandaríkjanna en þar hefur hann verið ákærður fyrir smygl og morð. Meira »

Nóg að lesa en ekkert Viagra

19.3.2016 „Sá stutti“ dafnar vel í fangelsinu, hann hefur þyngst og blóðþrýstingurinn er á niðurleið, segja mexíkósk yfirvöld um eiturlyfjabaróninn Joaquín Archivaldo Guzmán sem var fangaður á nýjan leik í janúar eftir að hafa verið á flótta í hálft ár. Meira »

Komst tvisvar til Bandaríkjanna

5.3.2016 Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzmán fór tvisvar til Bandaríkjanna til þess að heimsækja ættingja eftir að hafa flúið úr öryggisfangelsi í Mexíkó á síðasta ári. Þetta fullyrðir ein af dætrum Guzmáns í samtali við breska dagblaðið Guardian. Meira »

„Allt ríkisstjórninni að kenna“

22.2.2016 Eiginkona mexí­kóska eit­ur­lyfja­baróns­ins Joaquin „El Chapo“ Guz­mán, fegurðardrottningin fyrrverandi Emma Coronel, sakar mexíkósk yfirvöld um að bera ábyrgð á því að breyta yndislegum eiginmanni í eftirlýstan glæpamann. Meira »

Átti ekki þátt í handtöku baróns

15.1.2016 Sjónvarpsmaðurinn og þáttastjórnandinn Charlie Rose átti nýverið samtal við bandaríska leikarann Sean Penn eftir að sá hitti mexíkóska eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman, en greint er frá þessu á heimasíðu tímaritsins Rolling Stone. Meira »

Spegill, spegill herm þú hver

12.1.2016 Nú var það spegill inni í fataskáp sem leyndi flóttaleið mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo“ Guzmán á gistiheimili í borginni Los Mochis þar sem hann var handtekinn á föstudag. Meira »

Var Penn undir eftirliti yfirvalda?

11.1.2016 Það mun mögulega taka langan tíma að fá eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman framseldan til Bandaríkjanna, ekki síst ef lögmönnum hans tekst að tefja ferlið eins og þeir hafa hótað. Þetta segja sérfræðingar í samtali við AFP. Meira »

Framsal Guzmáns undirbúið

11.1.2016 Mexíkósk yfirvöld hófu undirbúning að framsali eiturlyfjabarónsins Joaquíns „El Chapo“ Guzmáns til Bandaríkjanna. Þau krefjast svara frá bandaríska leikaranum Sean Penn um fund þeirra tveggja og viðtal sem Penn tók við glæpamanninn sem var á flótta. Meira »

5 atriði úr viðtali Penn við Guzman

10.1.2016 Sean Penn tók á laun viðtal við glæpaforingjann Joaquín „El Chapo“ Guzman fyrir tímaritið Rolling Stone á meðan hann var á flótta undan réttvísinni. Hér eru 5 atriði sem komu fram í hinu alræmda viðtali. Meira »

Sean Penn tók viðtal við „El Chapo“

10.1.2016 Hollywood leikarinn Sean Penn tók viðtal við eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Viðtal Penn við Guzman birtist í Rolling Stone í dag en Guzman var tekinn höndum á ný á föstudag. Meira »

Drambið varð „El Chapo“ að falli

9.1.2016 Eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman er stundum kallaður „Guð ganganna“ vegna einstakra hæfileika sinna til gangnagerðar og eflaust er hann stoltur af þeim titli, hafandi brotist ekki bara einu sinni heldur tvisvar út úr fangelsi með því að grafa göng. Meira »

„Guð ganganna“ aftur í klefann

9.1.2016 Eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman er kominn aftur á sinn stað: Í fangelsið sem hann strauk svo eftirminnilega úr fyrir hálfu ári. „Guð ganganna“ eins og hann er kallaður á sér skrautlega fortíð, svo ekki sé meira sagt. Meira »

Gómuðu loks flóttabaróninn

8.1.2016 Yfirvöld í Mexíkó hafa handtekið eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman Loera sex mánuðum eftir að hann braust út úr Altiplano-öryggisfangelsinu í nágrenni Mexíkóborgar síðasta sumar með því að grafa göng niður úr salerninu í klefa sínum. Meira »

Rétt nörtuðu í hæla barónsins

17.10.2015 Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman rétt slapp undan lögreglu fyrir nokkrum dögum, slasaður á fæti og í andliti. Ævintýralegur flótti hans úr fangelsi komst í heimsfréttirnar fyrr á árinu en nú segja yfirvöld að „hiti sé að færast í leitina“. Meira »

„Stór, herra, stór“

15.10.2015 Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquín Archivaldo Guzmán flúði á ævintýralegan hátt úr mexíkósku fangelsi í sumar en nú hefur verið birt myndskeið sem sýnir að það liðu 26 mínútur frá því hann flúði þar til fangaverðir áttuðu sig á flóttanum. Meira »

Birti mynd af eiturlyfjabaróninum á Twitter

5.9.2015 Eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman er í felum á Costa Rica ef marka má mynd sem að sonur hans birti á Twitter. Guzman er álit­inn hættu­leg­asti glæpa­maður Mexí­kó. Meira »

675 milljónir til höfuðs Guzmáns

6.8.2015 Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fimm millljónir dala, sem jafngildir um 675 milljónum króna, fyrir upplýsingar sem geti leitt til handtöku eiturlyfjabarónsins Joaquin Guzmán. Meira »

Vinsældir dala eftir flótta Guzmáns

31.7.2015 Vinsældir Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, hafa dalað verulega eftir að mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman slapp úr öryggisfangelsi í landinu þann 11. júlí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 34% Mexíkóa ánægðir með störf forsetans, en hlutfallið var 39% í marsmánuði. Meira »

Þrír fangelsisstarfsmenn ákærðir

26.7.2015 Yfirvöld í Mexíkó hafa ákært þrjá fangaverði fyrir að hafa veitt eiturlyfjabaróninum Joaquin Guzman aðstoð við að flýja úr fangelsi þann 11. júlí á þessu ári. Meira »

Ár og milljón Bandaríkjadala?

17.7.2015 Enginn veit hvar eiturlyfjabaróninn Joaquín Guzmán Loera er niðurkominn, en sérfræðingur segir mögulegt að göngin sem hann flúði um hafi verið um ár í smíðum og kostað milljón Bandaríkjadala. Meira »

Eiturlyfjabaróninn hótaði Trump

15.7.2015 Mexíkóski eit­ur­lyfja­barón­inn Joaquín „El Chapo“ Guz­mán sem flúði úr fangelsi um helgina hótaði Donald Trump á Twitter eftir að hann var kominn út. Meira »

Ekki bíómynd heldur flótti

15.7.2015 Eiturlyfjabaróninn Joaquín „El Chapo“ Guzmán stikar um gólf í klefa sínum og virðist taugaveiklaður áður en hann beygir sig niður bak við lágan vegg sturtunnar og hverfur. Þetta er ekki atriði úr spennumynd heldur atriði úr öryggismyndavél fangelsisins sem Guzmán flúði úr á laugardagskvöldið. Meira »

„Eiturlyfja-ballöður“ til heiðurs „El Chapo“

14.7.2015 Eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman, er ódauðlegur í Mexíkóska „eiturlyfja-ballöðu heiminum“ eftir að hafa sloppið úr fangelsi á dögunum. Narcocorridos - eiturlyfja-ballöður eru undirflokkur hefðbundinnar tónlistar í Mexíkó sem einblínir á að segja sögur af ólöglegum atburðum. Meira »