Eldhús

Grjóthörð eldhúsnaumhyggja í Svíþjóð

20.1. Ó þú fagra eldhús! Þetta samlita trend er sannarlega að slá í gegn og fyrir mitt leyti finnst mér það frekar fallegt. Hér erum við með djúpgráan fremur kaldan lit og matta áferð. Ofboðslega einfalda hönnun en samt alvörueldhús – ekki felueldhús með öllu innbyggðu. Meira »

Hvert einasta smáatriði útpælt í eldhúsinu

19.1. Hver hefur ekki gaman að því að skoða falleg eldhús. Þetta marmarameistarastykki er ótrúlega vel heppnað en eins og sjá má hefur engu verið til sparað og smáatriðin eru algjörlega upp á tíu. Hvergi er slegið af í gæðum og efnisvali enda er þetta eldhús algjörlega einstakt. Meira »

Eldhús í Stokkhólmi sem slær enga feilnótu

15.1. Stundum, bara stundum, rekst ég á eldhús sem eru svo vel heppnuð að mig langar helst að hrópa húrra.   Meira »

Svona áttu að sjóða brokkólí

15.1. Ertu jafn mikill brokkólíunnandi og við? Þetta litla græna tré er fullt af næringarefnum sem má matreiða á ótal vegu.  Meira »

Ótrúlegt eldhús sænskrar samfélagsmiðlastjörnu

13.1. Hver segir að það borgi sig ekki að vera áhrifavaldur? Sérstaklega í ögn stærra samfélagi en hér á landi. Isabella Löwengrip er sænskur bloggari sem er almennt talin sú vinsælasta og áhrifamesta þar í landi. Meira »

Sjúklegt sumarbústaðareldhús í Skotlandi

13.1. Sumarbústaðir hér á landi eiga það til að vera þó nokkuð einsleitir og því er alltaf gott að leita út fyrir landsteinana að innblæstri. Og hann fannst, í skosku hálöndunum. Meira »

Einstakt eldhús í Kaupmannahöfn

12.1. Í fallegu gömlu húsi í Kaupmannahöfn er að finna eldhús sem fær einhver hjörtu til að taka aukaslag. Hér erum við að tala um einfaldleika þar sem marmari og kalkaðir veggir skapa rými sem er algjörlega einstakt; bæði klassískt og um leið ákaflega nýtískulegt. Meira »

Eldhús á Fornhaga tekið í gegn

3.1. Á Fornhaganum var á dögunum tekið í gegn eldhús og verður ekki annað sagt en að framkvæmdirnar hafi tekist upp á tíu. Gamla innréttingin var rifin út og sagað var gat á vegg til að opna inn í stofu. Eldhúsið hefur algjörlega umbreyst enda eru húseigendur afar ánægðir með útkomuna. Meira »

Ótrúleg breyting á eldhúsinu

2.1. Það er alltaf geggjað að sjá þegar búið er að taka eldhús í gegn með jafn ótrúlegum hætti og hér er gert. Segja má að eldhúsið sé í engu líkt því sem áður var. Meira »

Fendi eldhús fyrir þá allra hörðustu

26.12. Hér er farið töluvert úr frá því sem almennt telst í tísku hér heima þar sem skandinavísk naumhyggja ræður ríkjum með marmara í broddi fylkingar. Og það er í góðu lagi. Meira »

Heitustu eldhústrendin 2019

19.12. Vinir okkar vestanhafs hjá Etsy.com eru búnir að spá fyrir um eldhústrend komandi árs. Hingað til hafa kaktusar, flamingó og ananas ráðið ríkjum í aukahlutum fyrir heimilið, en það mun víkja. Meira »

Eldhúsgólf sem stela senunni

18.12. Gólfið er kannski ekki það fyrsta sem þú hugsar út í þegar þú hannar eldhúsið þar sem innréttingin sjálf er stjarnan í rýminu. Hér eru nokkur dásamleg eldhúsgólf sem algjörlega stela senunni. Meira »

Mikilvægasta rými heimilisins

10.12. Eldhús er eitt af mikilvægustu rýmum hússins og þeir hjá Reform í Kaupmannahöfn hafa séð til þess að eldhúsrýmið sé það fallegasta á heimilinu. Meira »

Eldhúsið kostaði 36 milljónir

8.12. Það er misjafnt hvað fólk eyðir peningunum í en þetta eldhús er mögulega dýrasta eldhús heims. Hér gefur að líta hönnun sem byggir á veitingastaðnum Eleven í New York. Samtals kostaði eldhúsið um 300 þúsund dollara eða sem nemur 36 milljónum íslenskra króna. Meira »

Hjördís tók eldhúsið í gegn

3.12. Hjördís Dögg Grímarsdóttir á Mömmur.is skipti nýlega um húsnæði en það sem heillaði mest við nýja húsið var allt plássið sem hún fékk fyrir mömmur.is eða samtals um 40 fermetrar. Meira »

4 leiðir til að IKEA eldhúsið virðist sérsmíðað

2.12. Flestir eru mjög meðvitaðir um verðmuninn sem er á IKEA eldhúsi annars vegar og sérsmíðuðu eldhúsi hins vegar. IKEA eldhúsin eru umtalsvert ódýrari og hægt er með fremur einföldum aðferðum að láta IKEA eldhús virka sérsmíðuð. Meira »

Pottarnir sem Gwyneth Palthrow elskar

22.11. Við megum til með að sýna ykkur þessa geggjuðu potta, eða réttara sagt pottafjölskyldu, því þeir finnast í öllum stærðum og gerðum og henta undir alla þá matargerð sem þú fæst við. Meira »

KitchenAid í sérstakri afmælisútgáfu

20.11. Ein flottasta matvinnsluvél allra tíma mun fagna 100 ára afmæli á komandi ári og þá í sérstakri afmælisútgáfu.  Meira »

Ofursvalt ástarsamband marmara og eikar

16.11. Hvar á að byrja? Þetta eldhús er svo skandinavískt og fallegt að maður nær vart andanum af aðdáun. Dökk eikin er ótrúlega falleg og viðurinn fær sín notið til fullnustu. Meira »

Ómótstæðilegt eldhús sem brýtur allar reglur

11.11. Það er skuggalega fallegt og stílhreint þetta eldhús sem hér sést. Það skemmtilega við það er að það brýtur líka flestar reglur sem settar eru um eldhús og gilda almennt. Meira »

Pælum aðeins í eldhúsinu

5.11. Stundum þarf ekki meira til en að skipta út höldum til að fá nýtt útlit á gamla eldhúsið. Hér eru nokkrar hugmyndir að flottum eldhúsum, hvort sem þú ert að fara að skipta þínu út eða bara að láta þig dreyma. Meira »

Fallegustu kökudiskar landsins

4.11. Kökudiskar geta verið jafn ólíkir og kökurnar sem þá prýða - stórir, litlir, á fæti eða jafnvel á nokkrum hæðum. Hér er brot af því sem er í boði í verslunum landsins. Meira »

Fimm góð ráð fyrir lítil eldhús

31.10. Okkur dreymir kannski um stór eldhús þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. En raunveruleikinn er ekki alltaf þannig. Lítil eldhús geta líka verið ansi kósí ef haldið er rétt á spöðunum, því ekkert á að stoppa góða vini heima í mat og drykk. Meira »

Eldhús fyrir krakkana með marmaraplötu og klakavél

26.10. Útsendari matarvefjarins rakst á þessa forláta eldhúseiningu á dögunum sem er mögulega það sem alla verðandi eldhússnillinga dreymir um. Meira »

Íslensk hönnun í eldhúsum landans

21.10. Við föllum kylliflöt fyrir nýjustu vörulínu FÓLK! Enn og aftur sjáum við dásemdarvörur sem skilja eitthvað eftir í hjartanu – sem er alveg við það að bráðna niður á gólf. Meira »

Miele með undurfagra eldhústækjalínu

20.10. Framleiðandinn Miele hefur heldur betur komið með nýja strauma og stefnur með nýtísku eldhúsgræjum sem kallast ArtLine – við erum að tala um engar höldur á neinum tækjum. Meira »

Philippe Starck-heimilistæki fáanleg hér á landi

18.10. Ein svalasta eldhústækjalína sögunnar er eftir meistara Philippe Starck og hönnuð í samstarfi við Gorenje. Línan er hreint ótrúlega fögur svo ekki sé fastar að orði kveðið enda Starck þekktur fyrir að kunna sitt fag. Meira »

Breyttu eldhúsinu á einni helgi

15.10. Stundum þarf ekki mikið til að ná fram breytingu í eldhúsrýminu sem mörg okkar sækjumst eftir. Með smá lagfæringum getur eldhúsið orðið eins og nýtt á skömmum tíma. Bara spurning um hugmyndaflug og demba sér í verkið. Meira »

Sex ástæður fyrir því að matarskipulag breytir lífinu

15.10. Skipulag er fyrirbæri sem ber að elska enda gerir það lífið umtalsvert auðveldara. Matarskipulag er eitt sem fellur í þennan flokk enda eru kostirnir við það að skipuleggja vikumatseðilinn fjölmargir. Meira »

Koparháfur og innréttingar sem fá hjartað til að slá örar

14.10. Hér gefur að líta úrval eldhúsa hönnuð af Espressodesign sem er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í undurfögrum eldhúsum.  Meira »