Eldsvoði í Garðabæ

Reynt að festa fingur á bótafjárhæð

25.1. Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í þremur málum. Þau snúast um bótakröfu þeirra sem höfðu pláss á leigu í húsnæði Geymslna í Miðhrauni er það brann. Meira »

Krefjast 20 milljóna í bætur

5.12. Fyrirtaka í þremur málum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku þar sem eigendur Geymslna í Miðhrauni eru krafðir um í kringum 20 milljónir króna samanlagt í skaðabætur vegna brunans sem þar varð í apríl. Meira »

Setur ekki verðmiða á minningar

1.11. Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson er ekki einn af þeim taka þátt í hópmálssókn gegn eigendum Geymslna vegna brunans sem varð í Miðhrauni í apríl. Miðað við hversu mikið sumir misstu í brunanum kvartar hann ekki mikið en segir að verst sé að missa minningarnar. Meira »

Krefja Geymslur um tíu milljónir

30.10. Tvö mál verða þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn þar sem eigendur Geymslna í Miðhrauni eru krafðir um annars vegar níu milljónir króna í bætur og hins vegar um 1,2 milljónir. Búist er við að eitt til tvö mál til viðbótar muni bætast við á næstunni. Meira »

Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

24.9. Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem óskað er eftir viðræðum um greiðslu bóta. Meira »

Tvö stór brunatjón lita afkomu VÍS

22.8. Vátryggingafélag Íslands tapaði 291 milljón króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 917 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Meira »

Um 30 hafa staðfest þátttöku í málsókn

28.5. Um þrjátíu manns sem leigðu geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í byrjun apríl hafa staðfest þátttöku sína í fyrirhugaðri hópmálsókn gegn fyrirtækinu Geymslum. Enn er að fjölga í hópnum. Meira »

Nærri 100 funduðu vegna Geymslna

15.5. Leigutakar sem urðu fyrir tjóni í stórbrunanum í húsnæði Geymslna að Miðhrauni í apríl funduðu í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hópurinn hyggst leita réttar síns gagnvart Geymslum og undirbýr hópmálsókn. Meira »

„Geta ekki firrt sig ábyrgð“

11.5. „Lögmaðurinn sem við erum með, Guðni [Á. Haraldsson] hjá Löggarði tjáði sig um ábyrgð Geymslna og þá fór boltinn að rúlla af stað,“ segir Ágúst Valsson um hópmálsókn sem er í undirbúningi vegna eldsvoðans í Miðhrauni í apríl. Meira »

Undirbúa hópmálsókn vegna brunans

11.5. Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. Meira »

Aleigan kemst fyrir í íþróttatösku

30.4. „Við erum að deila okkar reynslu, miðla ráðum, styðja hvort annað og ræða saman okkar á milli, meðal annars um það hver er ábyrgur, og hver næstu skref verða, segir Árni Ívar Erlingsson, sem missti allt sitt í brunanum í Miðhrauni í Garðabæ þar sem húsnæði Geymslna brann til kaldra kola. Meira »

Munir sem björguðust úr eldinum

27.4. Vátryggingafélags Íslands (VÍS) hefur birt á Facebook-síðu sinni myndir af munum sem björguðust úr eldsvoðanum í Miðhrauni fyrr í mánuðinum og auglýsir eftir eigendum þeirra. Meðal munanna eru til að mynda ljósmyndir, myndarammar og myndbandsspólur. Meira »

Eldsupptök í rafmagnstenglum

20.4. Eldsupptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kemur fram í bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæðinu. Meira »

Vonast eftir niðurstöðunni á morgun

19.4. Rannsókn stendur enn yfir á eldsupptökum brunans í Miðhrauni sem varð í byrjun mánaðarins.  Meira »

Miðrýmið í Miðhrauni horfið

17.4. Enn er unnið að hreinsunarstarfi í brunarústum í Miðhrauni en miðjurými hússins, þar sem eldsupptök urðu í lagerrými Icewear, hefur nú verið rifið alveg til grunna. Securitas vaktar svæðið ennþá en það er nú á forræði tryggingafélaga. Meira »

Varpa ekki ljósi á eldsupptök

11.4. Ekkert kemur fram í gögnum sem lögreglan aflaði úr eftirlitsmyndavélum sem voru í húsnæði Geymslna sem varpar ljósi á eldsupptök í brunanum í Miðhrauni í síðustu viku. Meira »

Eldsupptök við eldvegg á lager Iceware

10.4. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið vettvangsvinnu í iðnaðarhúsnæðinu við Miðhrauni 4 í Garðabæ. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að en eldsupptök brunans síðastliðinn fimmtudag er við eldvegg í miðrými hússins í lagerrými Icewear. Meira »

Rannsókn brunans er í fullum gangi

10.4. Tæknideild Lögreglunnar er að rannsaka brunann að Miðhrauni 4 að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Lögreglan segist þó ekki tilbúin að gefa neitt út um tildrög brunans á þessu stigi. Meira »

Ekki hægt að skoða brunavettvang

10.4. „Það er forgangsatriði hjá fyrirtækinu að þjónusta og svara þeim fyrirspurnum sem hægt er varðandi eigur viðskiptavina í húsnæði Geymslna sem brann í Miðhrauni í Garðabæ. Allt okkar púður fer í það,“ segir Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Geymslum ehf. Meira »

Enn kraumar glóð í Miðhrauni

9.4. Tæknideild lögreglunnar mun sennilega ekki geta hafist handa við að rannsaka upptök stórbrunans í Miðhrauni 4 í dag, þar sem enn logar í einhverjum glæðum í húsnæðinu og mikill hiti er á vissum stöðum. Slökkviliðsmenn vinna að því að kæla niður svæðið. Meira »

Reyndu að koma heillegum munum út

9.4. „Við tókum út úr geymslunum í dag þar til þrekið þraut,“ sagði Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Geymslna ehf., í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira »

„Takk fyrir að slökkva eldinn“

8.4. „Takk fyrir að slökkva eldinn“ og „slökkviliðið bjargar Íslandi“ er á meðal þeirra skilaboða sem vakt slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði barst frá börnum úr 1. og 3. bekk Setbergsskóla. Meira »

Allir mæta til vinnu á morgun

8.4. Hjá Icewear mæta allir til vinnu á morgun og hefur fyrirtækið fengið nýtt húsnæði fyrir skrifstofur sínar og lager. Þetta segir Friðrik Þór Stefánsson, rekstrarstjóri Icewear, í samtali við mbl.is. Meira »

Enn loga glæður í Miðhrauni

7.4. Enn leynast glæður í húsinu sem brann í Miðhrauni í Garðabæ á fimmtudag. Samkvæmt Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu er þó engin hætta á ferð. Starfsfólk Geymslna fékk í dag leyfi til þess að nálgast hluti úr ákveðnum enda hússins til þess að lágmarka tjón. Meira »

Púsla saman búnaði og mannskap

7.4. „Það má segja að okkar þætti sé formlega lokið en við erum til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vettvangur brunans í Miðhrauni í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleyti í gær. Meira »

Sérfræðingar athugi eldvarnir

7.4. Mannvirkjastofnun ráðleggur eigendum og forráðamönnum iðnfyrirtækja í stórum atvinnuhúsum að fara yfir öryggismál sín í kjölfar stórbrunans í Garðabæ á fimmtudaginn. Mikilvægt sé að atvinnumenn, brunahönnuðir, annist slíkar úttektir. Meira »

Saga Latabæjar í brunanum

7.4. „Saga stærstu sjónvarpsframleiðslu Íslandssögunnar gæti hafa horfið í brunanum,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, en upprunalegar upptökur Latabæjar og annað efni tengt þáttunum var geymt í eldtraustum skápum í geymsluhúsnæðinu sem brann á fimmtudaginn. Meira »

Draga lærdóm af stórbrunanum

6.4. Mannvirkjastofnun mun fara yfir hvernig slökkvistarfið gekk í Miðhrauni í gær og hvernig brunavarnirnar voru í húsinu sem brann. Að sögn Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, er það skylda hennar að rannsaka stórbruna eins og varð í gær. Meira »

Ekkert sem bendir til saknæms athæfis

6.4. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í tengslum við eldsvoðann í Miðhrauni í Garðabæ í gær. Meira »

Þakið rifið af í Miðhrauni

6.4. Unnið er að því að rífa þakið af atvinnuhúsnæðinu í Miðhrauni sem brann í gær. Búið er að takmarka aðgang að svæðinu vegna lögreglurannsóknar en jafnframt voru skoðunarmenn frá tryggingafélaginu VÍS á staðnum þegar mbl.is var þar skömmu eftir hádegi. Meira »