Eldsvoði í Garðabæ

Eldsupptök í rafmagnstenglum

20.4. Eldsupptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kemur fram í bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæðinu. Meira »

Vonast eftir niðurstöðunni á morgun

19.4. Rannsókn stendur enn yfir á eldsupptökum brunans í Miðhrauni sem varð í byrjun mánaðarins.  Meira »

Miðrýmið í Miðhrauni horfið

17.4. Enn er unnið að hreinsunarstarfi í brunarústum í Miðhrauni en miðjurými hússins, þar sem eldsupptök urðu í lagerrými Icewear, hefur nú verið rifið alveg til grunna. Securitas vaktar svæðið ennþá en það er nú á forræði tryggingafélaga. Meira »

Varpa ekki ljósi á eldsupptök

11.4. Ekkert kemur fram í gögnum sem lögreglan aflaði úr eftirlitsmyndavélum sem voru í húsnæði Geymslna sem varpar ljósi á eldsupptök í brunanum í Miðhrauni í síðustu viku. Meira »

Eldsupptök við eldvegg á lager Iceware

10.4. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið vettvangsvinnu í iðnaðarhúsnæðinu við Miðhrauni 4 í Garðabæ. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að en eldsupptök brunans síðastliðinn fimmtudag er við eldvegg í miðrými hússins í lagerrými Icewear. Meira »

Rannsókn brunans er í fullum gangi

10.4. Tæknideild Lögreglunnar er að rannsaka brunann að Miðhrauni 4 að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Lögreglan segist þó ekki tilbúin að gefa neitt út um tildrög brunans á þessu stigi. Meira »

Ekki hægt að skoða brunavettvang

10.4. „Það er forgangsatriði hjá fyrirtækinu að þjónusta og svara þeim fyrirspurnum sem hægt er varðandi eigur viðskiptavina í húsnæði Geymslna sem brann í Miðhrauni í Garðabæ. Allt okkar púður fer í það,“ segir Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Geymslum ehf. Meira »

Enn kraumar glóð í Miðhrauni

9.4. Tæknideild lögreglunnar mun sennilega ekki geta hafist handa við að rannsaka upptök stórbrunans í Miðhrauni 4 í dag, þar sem enn logar í einhverjum glæðum í húsnæðinu og mikill hiti er á vissum stöðum. Slökkviliðsmenn vinna að því að kæla niður svæðið. Meira »

Reyndu að koma heillegum munum út

9.4. „Við tókum út úr geymslunum í dag þar til þrekið þraut,“ sagði Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Geymslna ehf., í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira »

„Takk fyrir að slökkva eldinn“

8.4. „Takk fyrir að slökkva eldinn“ og „slökkviliðið bjargar Íslandi“ er á meðal þeirra skilaboða sem vakt slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði barst frá börnum úr 1. og 3. bekk Setbergsskóla. Meira »

Allir mæta til vinnu á morgun

8.4. Hjá Icewear mæta allir til vinnu á morgun og hefur fyrirtækið fengið nýtt húsnæði fyrir skrifstofur sínar og lager. Þetta segir Friðrik Þór Stefánsson, rekstrarstjóri Icewear, í samtali við mbl.is. Meira »

Enn loga glæður í Miðhrauni

7.4. Enn leynast glæður í húsinu sem brann í Miðhrauni í Garðabæ á fimmtudag. Samkvæmt Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu er þó engin hætta á ferð. Starfsfólk Geymslna fékk í dag leyfi til þess að nálgast hluti úr ákveðnum enda hússins til þess að lágmarka tjón. Meira »

Púsla saman búnaði og mannskap

7.4. „Það má segja að okkar þætti sé formlega lokið en við erum til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vettvangur brunans í Miðhrauni í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleyti í gær. Meira »

Saga Latabæjar í brunanum

7.4. „Saga stærstu sjónvarpsframleiðslu Íslandssögunnar gæti hafa horfið í brunanum,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, en upprunalegar upptökur Latabæjar og annað efni tengt þáttunum var geymt í eldtraustum skápum í geymsluhúsnæðinu sem brann á fimmtudaginn. Meira »

Sérfræðingar athugi eldvarnir

7.4. Mannvirkjastofnun ráðleggur eigendum og forráðamönnum iðnfyrirtækja í stórum atvinnuhúsum að fara yfir öryggismál sín í kjölfar stórbrunans í Garðabæ á fimmtudaginn. Mikilvægt sé að atvinnumenn, brunahönnuðir, annist slíkar úttektir. Meira »

Draga lærdóm af stórbrunanum

6.4. Mannvirkjastofnun mun fara yfir hvernig slökkvistarfið gekk í Miðhrauni í gær og hvernig brunavarnirnar voru í húsinu sem brann. Að sögn Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, er það skylda hennar að rannsaka stórbruna eins og varð í gær. Meira »

Ekkert sem bendir til saknæms athæfis

6.4. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í tengslum við eldsvoðann í Miðhrauni í Garðabæ í gær. Meira »

Þakið rifið af í Miðhrauni

6.4. Unnið er að því að rífa þakið af atvinnuhúsnæðinu í Miðhrauni sem brann í gær. Búið er að takmarka aðgang að svæðinu vegna lögreglurannsóknar en jafnframt voru skoðunarmenn frá tryggingafélaginu VÍS á staðnum þegar mbl.is var þar skömmu eftir hádegi. Meira »

Lögreglan rannsakar í fylgd slökkviliðs

6.4. Lögreglan er byrjuð að rannsaka húsnæðið í Miðhrauni í Garðabæ sem brann í gær. Slökkviliðsmenn hafa fylgt lögreglumönnum inn í húsið vegna þess að enn er glóð á einstaka stöðum í miðhluta hússins og því ekki óhætt að vera þar inni. Meira »

Starfsmenn fengið áfallahjálp

6.4. Starfsmenn fyrirtækjanna Marels og Icewear hafa fengið áfallahjálp hjá sálfræðingi Rauða krossins eftir eldsvoðann sem varð í Miðhrauni í gær. Meira »

Þurfti að taka utan um nokkra

6.4. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem lenda í þessum ósköpum,“ segir Björgvin Halldórsson í samtali við mbl.is. Hlutir úr hljóðveri hans, búslóð Svölu, dóttur hans, og ýmislegt dót í hans eigu var í geymslu í húsinu við Miðhraun í Garðabæ sem varð eldi að bráð í gær. Meira »

Afla gagna úr eftirlitsmyndavélum

6.4. Hluti af rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsvoðanum í Miðhrauni í Garðabæ verður að skoða hvort eftirlitsmyndavélar hafi náð einhverju sem getur varpað ljósi á rannsóknina. Meira »

„Myndir aldrei byggja svona hús í dag“

6.4. „Við erum í sömu stöðu og í gær,“ segir Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Geymslna, í samtali við mbl.is. Hann segist ekki vita hversu mikið tjón nákvæmlega varð á þeim hluta hússins að Miðhrauni í Garðabæ sem tilheyrði Geymslum. Meira »

Fór inn í húsið fyrir eldsvoðann

6.4. Maðurinn sem var handtekinn í gær grunaður um að tengjast upptökum eldsins í Miðhrauni í Garðabæ hafði komið inn í húsið skömmu áður en eldurinn kom upp. Meira »

Búið að slökkva í glæðum

6.4. Búið er að slökkva í glæðum í húsinu sem brann í Miðhrauni í Garðabæ og verður vettvangurinn afhentur lögreglu á næstunni.  Meira »

Tryggingafélögin lækkuðu eftir brunann

6.4. Hlutabréf tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru í Kauphöllina lækkuðu öll í gær og tengist það væntanlega brunanum mikla í Miðhrauni í Garðabæ. Viðskipti með bréf fyrirtækjanna voru þó heldur umfangslítil yfir daginn. Meira »

Logar enn í glæðum

6.4. Enn er unnið að því að slökkva í glæðum í húsinu sem kviknaði í í Miðhrauni í Garðabæ í gær. Þar hefur slökkvistarf nú verið í gangi í að verða sólarhring. Meira »

Minna brunatjón hér en erlendis

6.4. Stórbrunar eru fátíðir hér á landi og miðað við nágrannalöndin er manntjón og eignatjón í brunum hér helmingi minna en þar miðað við mannfjölda. Þetta segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, í Morgunblaðinu. Eldvarnasvið stofnunarinnar hefur yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga. Meira »

Staðan á neðri hæðinni skárri

5.4. Minni eldur hefur komist inn í geymslurnar á neðri hæðinni í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ, en á efri hæðinni. Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en slökkviliðið hefur barist við eld í iðnaðarhúsnæðinu frá því snemma í morgun. Meira »

Starfsmenn eiga mikið hrós skilið

5.4. Marel varð að færa dagskrá vegna hins árlega Marel dags, sem haldinn var í dag, úr höfuðstöðvum sínum í Garðabæ yfir í Hörpu, vegna stórbrunans í Garðabæ. Þar komu saman þeir 650 starfsmenn starfsmenn Marel sem staðsettir eru á Íslandi og áttu stefnumót við samstarfsfélaga. Meira »