Eldur í Notre-Dame í París

Býflugur lifðu af eldsvoðann

20.4. Smæstu íbúar Notre Dame-dómkirkjunnar lifðu af eldsvoðann sem braust út síðasta mánudag og eyðilagði þak kirkjunnar og hæsta turn hennar. Býflugurnar 200 þúsund sem héldu til í þremur býflugnabúum í þaki kirkjunnar voru taldar af. Meira »

„Byrjið á að borga skattana ykkar“

19.4. Rausnarleg framlög franskra auðmanna til endurbyggingar Notre Dame-dómkirkjunnar í París hafa vakið mikla athygli. Í fréttaskýringu New York Times kemur fram að verkalýðsleiðtogar og stjórnmálamenn hafi gagnrýnt framlögin, sem sögð eru sýna hversu mikil misskiptingin er í landinu. Meira »

Skammhlaup talið ástæða brunans

18.4. Skammhlaup er nú talin líklegasta skýringin á að eldur kom upp í Notre-Dame dómkirkjunni í París á mánudag. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu og hefur eftir rannsakendum að af öryggisástæðum hafi þeir hafi ekki enn fengið „grænt ljós“ á vinnu í dómkirkjunni. Meira »

Fór dýrmætur tími í súginn?

18.4. Villa í hugbúnaði er talin hafa orðið til þess að öryggisverðir fóru á rangan stað í dómkirkjunni Notre Dame í París á mánudag þegar tölvukerfi hennar varaði fyrst við eldi í byggingunni, að sögn franskra fjölmiðla í gær. Þeir segja að dýrmætar mínútur hafi þar með farið í súginn. Meira »

Efna til samkeppni um hönnun turnspírunnar

17.4. Frakkar ætla að bjóða arkitektum hvaðanæva að úr heiminum til að koma með tillögur að endurbyggingu turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar Meira »

Notre Dame var ótryggð

17.4. Notre Dame kirkjan í París var ekki tryggð þegar kviknaði í henni. Ástæðan er sögð stefna franskra stjórnvalda um að trúarlegar byggingar í umsjá þeirra séu aðeins tryggðar með ríkisábyrgð og mun því þorri kostnaðar við lagfæringu kirkjunnar falla á ríkissjóð Frakklands. Meira »

Fundu hanastyttu Notre Dame

17.4. Koparstytta af hana, sem sat á toppi turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar í París, höfuðborg Frakklands, er fundin í kjölfar eldsvoðans í kirkjunni. Meira »

Notre Dame var hálftíma frá eyðileggingu

16.4. Ekki munaði nema 15-30 mínútum að ekki tækist að bjarga Notre Dame dómkirkjunni. Þetta sagði Laurent Nuñez, aðstoðar innanríkisráðherra Frakklands í dag og lofaði hugrekki slökkviliðsmannanna sem „hættu eigin lífi“ til að bjarga burðarvirki kirkjunnar og turnunum tveimur. Meira »

Leitar feðginanna við Notre Dame á Twitter

16.4. Mikil leit stendur nú yfir á samfélagsmiðlum að karlmanni sem sést með með stelpubarni á mynd framan við Notre-Dame dómkirkjuna klukkutíma áður en eldur kom upp í kirkjunni í gærdag.  Meira »

Viðkvæmni fyrir eldvörnum í eldri húsum

16.4. „Þetta er náttúrulega alveg skelfilegt,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is um eldsvoðann í gær sem olli miklum skemmdum á dómkirkjunni Notre Dame í París, höfuðborg Frakklands. Meira »

Katrín sendir Macron kveðju

16.4. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sendi Emmanuel Macron Frakklandsforseta í morgun bréf vegna brunans í Notre Dame kirkjunni í París í gær. Meira »

„Sorg í hjörtum okkar allra“

16.4. Íslensk stjórnvöld fagna áformum Frakka um að Notre Dame verði endurreist. Þetta kemur fram í bréfi sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sendi menningarmálaráðherra Frakka vegna brunans í dómkirkjunni. Meira »

Hluti af sögunni í tæpar níu aldir

16.4. „Hjarta Parísar brennur.“ Svo hljóðuðu viðbrögð Laufeyjar Helgadóttur listfræðings við brunanum í Notre Dame-dómkirkjunni í París. Kirkjan, sem er eitt sögufrægasta mannvirki Evrópu, og hef­ur lifað af frönsku bylt­ing­una og tvær heims­styrj­ald­ir, varð eldinum að bráð í gær. Meira »

Heita milljörðum til endurbyggingar

16.4. Milljarðamæringar, stórfyrirtæki og stjórnvöld hafa samtals heitið því að leggja um 500 milljónir evra, um 70 milljarða króna, til endurbyggingar Notre Dame-dómkirkjunnar í París. Verið er að ýta mörgum söfnunum, m.a. hópfjármögnunum á netinu, úr vör. Stöðugt bætist í hóp velviljaðra. Meira »

Yfirheyra verkamenn Notre Dame

16.4. Saksóknari í Parísarborg hefur hafið rannsókn á eldsvoðanum í Notre Dame-dómkirkjunni sem „óvart eyðilagðist í eldi“ eins og það er orðað í yfirlýsingu embættisins. Talið er líklegast að eldinn megi rekja til umfangsmikilla viðgerða sem stóðu yfir á hinni 850 ára gömlu kirkju. Meira »

Drottningin miður sín

16.4. Elísabet Englandsdrottning segist vera miður sín vegna eldsvoðans í kirkjunni Notre Dame í París í bréfi sínu til Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Meira »

Minntust Notre Dame á fundi UNESCO

16.4. Notre Dame-dómkirkjan var ofarlega í huga Kristjáns Andra Stefánssonar, sendiherra Íslands í Frakklandi, og annarra fundarmanna á fundi framkvæmdastjórnar UNESCO í morgun, en kirkjan hefur verið á heims­minja­skrá UNESCO frá 1991. Meira »

Slökkt í síðustu glæðunum

16.4. Klukkan 18.50 að staðartíma í gær, 16.50 að íslenskum tíma, var fyrst tilkynnt um reykjarbólstra frá Notre Dame-dómkirkjunni í Parísarborg. Eldtungur sáust svo í nágrenni klukkuturnanna tveggja. Um klukkan 8 í morgun var búið að slökkva í öllum glæðum. Meira »

Páfinn biður fyrir Parísarbúum

16.4. Frans páfi segist standa með Frakklandi og biður fyrir kaþólskum og Parísarbúum í kjölfar eldsvoðans mikla í Notre Dame-dómkirkjunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vatíkaninu. Meira »

Tókst að bjarga ýmsum gersemum

16.4. Það tók slökkviliðsmenn níu klukkustundir að ná tökum á eldinum sem logaði í Notre Dame-dómkirkjunni í París í gær. Þeir lögðu áherslu á að bjarga aðalsteinbyggingunni, þar á meðal tveimur turnum hennar, og segja það verkefni hafa tekist. Meira »

Frúarkirkja í björtu báli (myndasyrpa)

15.4. Heimsbyggðin hefur fylgst með fréttum af Notre Dame-dómkirkjunni sem hefur staðið í ljósum logum í París, höfuðborg Frakklands, í dag og í kvöld. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur barist við eldana og í kvöld bárust fréttir af því að tekist hafi að bjarga kirkjunni frá gjöreyðileggingu. Þó er ljóst að tjónið er gríðarlegt. Meira »

Notre Dame bjargað frá gjöreyðileggingu

15.4. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stærstum hluta burðarvirkis Notre Dame-dómkirkjunnar í París frá eyðileggingu á tíunda tímanum í kvöld, en eldur kviknaði í þaki kirkjunnar nú síðdegis í dag. Þetta staðfesti slökkvilið Parísarborgar í kvöld. Meira »

„Hjarta Parísar“ brennur

15.4. „Þetta er alveg hræðilega sorglegt. Þetta er hjarta Parísar sem brennur. Maður horfir á söguna fara. Þetta er aðaltákn Frakka. Ég myndi segja að kirkjan væri það frekar en Eiffelturninn því hún er frá miðöldum,“ segir Laufey Helgadóttir, listfræðingur og leiðsögumaður, um brunann í Notre Dame-dómkirkjunni sem enn logar. Meira »

Ekki víst að Notre Dame verði bjargað

15.4. Ekki er öruggt að hægt verði að bjarga Notre Dame-dómkirkjunni í París og segir slökkvilið borgarinnar næstu stundir ráða miklu.„Það er ekki öruggt að okkur takist að stöðva útbreiðslu eldsins í átt að nyrðri klukkuturninum. Ef hann hrynur getur maður rétt svo ímyndað sér skaðann.“ Meira »

Heimsóknin í Notre Dame „ógleymanleg“

15.4. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, bættist í kvöld í hóp þeirra ráðamanna sem tjáð hafa sig um brunann í Notre Dame-kirkjunni í París. Meira »

„Ég veit að þetta er ekki manneskja“

15.4. „Ég er í algjöru sjokki. Þetta er mjög átakanlegt. Ég veit að þetta er ekki manneskja en ég er eiginlega hissa á því hversu mikið þetta fær á mig,“ segir Kristín Jónsdóttir, betur þekkt sem Parísardaman, um brunann í Notre Dame-kirkjunni í París í Frakklandi. Meira »

„Fuðrar upp fyrir augunum á manni“

15.4. „Það er óraunverulegt að fylgjast með þessu mikla kennileiti fuðra upp fyrir augunum á manni. Fólk er felmtri slegið,“ segir Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, um eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París í Frakklandi. Meira »

„Hittir okkur beint í hjartastað“

15.4. „Líkt og allir landar mínir, þá hryggir það mig að sjá þennan hluta okkar brenna,“ Emmanuel Macron Frakklandsforseti um eldinn sem nú logar í Notre Dame kirkjunni í París. Macron er þó ekki eini þjóðarleiðtoginn sem syrgir kirkjuna. Meira »

Bruninn í Notre Dame í beinni

15.4. Mikill eldur logar nú í Notre Dame-kirkjunni í París og leggur eldtungur og þykk reykský yfir Parísarborg og er stærsti turn kirkjunnar nú hruninn. CBS sjónvarpsstöðin sendir beint út frá eldinum og er hægt að fylgjast með brunanum hér. Meira »

„Ég sá fyrir tilviljun hvítan reyk“

15.4. “ stíga upp þegar ég var að fara frá kirkjunni. Ég áttaði mig ekki á að það væri kviknað í. Ég sá það svo í fréttum,“ segir Jón Þór Sturluson sem gekk fram hjá Notre-Dame kirkj­unni í Par­ís skömmu áður en eldurinn braust út. Meira »