Eldur í Seljaskóla

Piltarnir þrír ekki nemendur við skólann

17.5. Piltarnir þrír sem hafa játað aðild að íkveikju sem leiddi til elds­voða í þaki Seljaskól­a aðfaranótt sunnudags 12. maí eru ekki nemendur skólans. Meira »

Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju

16.5. Rannsókn á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí er langt komin og þrír piltar hafa játað aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í þaki skólans. Meira »

Niðurstöður á eldsupptökum í lok vikunnar

15.5. Rannsókn á eldsupptökum í Seljaskóla stendur enn yfir. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir á næstu dögum, vonandi fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Langstærstur hluti nemenda í skólanum

14.5. Skólastjóri Seljaskóla segir að skólahald fyrsta skóladaginn eftir brunann hafi gengið vel. „Stóra verkefnið“ hafi verið að ræða við krakkana um hvað átti sér stað og að fræða þá um málsatvik. Meira »

Neita að senda börnin sín í skólann

14.5. Einhverjir foreldrar barna í Seljaskóla, sem brann um helgina að hluta, senda börnin sín ekki í skólann í dag. Þeir telja óábyrgt að opna skólann svo skjótt eftir brunann. Meira »

Ekki til samræmd viðbragðsáætlun

14.5. Kennsla hefst á ný í Seljaskóla í dag eftir bruna í einni byggingu skólans aðfaranótt sunnudags. Skólahald verður í Seljakirkju, aðstöðu ÍR og í félagsmiðstöðvum í hverfinu næstu vikurnar. Meira »

Skólastarf í Seljaskóla á morgun

13.5. Starfsmenn Seljaskóla hafa unnið að hreinsun á skólanum í dag svo að hægt verði að taka á móti nemendum á morgun. 140-150 nemendur stunda nám í álmunni sem varð eldinum að bráð en búið er að gera ráðstafanir svo að skólastarf geti haldið áfram næstu vikurnar að sögn Magnúsar Jónssonar, skólastjóra. Meira »

„Þetta verður heilmikið púsl“

13.5. Verið er að teikna upp hvernig má hátta kennslu það sem eftir lifir skólaársins í Seljaskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá borginni segir mikilvægt að menn séu í „lausnargírnum.“ Meira »

Tæknileg atriði eða íkveikja

13.5. „Þetta er náttúrulega alltaf umhugsunarefni bæði eiganda mannvirkis og slökkviliðs,“ segir slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu um að tvisvar hafi brunnið í Seljaskóla með tveggja mánaða millibili. Meira »

Eldsvoðinn á að „hringja öllum bjöllum“

12.5. „Það þarf að gera allsherjar öryggisúttekt á skólanum. Sérstaklega ef það kæmi í ljós að kviknað hefði verið í út frá rafmagni. Mér finnst að þetta eigi að hringja öllum bjöllum,“ segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir foreldri barns í Seljaskóla. Meira »

Heppni að eldurinn kom ekki upp á skólatíma

12.5. „Við erum heppin að eldurinn hafi ekki komið upp á skólatíma. Brunaeftirlitið hefur gert athugasemdir við að flóttaleið sé notuð sem kennslurými í skólanum,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir formaður Foreldrafélags Seljaskóla. Meira »

Skólahald fellur niður á morgun

12.5. Skólahald í Seljaskóla í Breiðholti fellur niður á morgun 13. maí vegna eldsvoðans í nótt þegar eldur kviknaði í þaki einnar byggingar rétt eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags. Slökkvistarf vegna hans stóð yfir fram yfir hádegi í dag. Meira »

Mikið reyk- og vatnstjón í Seljaskóla

12.5. Slökkvistarfi er formlega lokið í Seljaskóla en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur unnið að því að slökkva eld sem kviknaði í þaki skólabyggingar á skólalóðinni laust eftir miðnætti í gær. Slökkvistarf tók um hálfan sólarhring. Meira »

Tjón eftir bruna í Seljaskóla séð úr lofti

12.5. Eldur kom upp í þaki í Seljaskóla í Breiðholti skömmu eftir miðnætti í nótt og hefur allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnt slökkvistarfi óslitið síðan þá. Jón Helgason, fyrrverandi nemandi við skólann, tók þessar drónamyndir og -myndskeið sem sjá má hér að ofan í morgun sem sýna vel aðstæður á vettvangi. Meira »

Hreinsunarstarf fram á miðjan dag

12.5. Sex slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru enn að störfum á vettvangi brunans sem upp kom í Seljaskóla á fyrsta tímanun í nótt og gera má ráð fyrir að slökkvistörfum ljúki ekki fyrr en seinni part dags. Meira »

Gengur hægt að slökkva í glæðum

12.5. Allt tiltækt slökkviliðslið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla þar sem eldur kviknaði laust eftir miðnætti í nótt. Búið er að slökkva eldinn og vinna slökkviliðsmenn að því að ná stórum járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Meira »

Þakið fallið og tína klæðningu af

12.5. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því á fyrsta tímanum í nótt barist við eld í Seljaskóla sem kom upp í einni af níu byggingum skólans. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikill eldur hafi logað upp úr þakinu þegar þeir komu á staðinn, en eldurinn hafi reynst staðbundinn. Meira »

„Það drepur ekkert skólastarf“

12.5. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir að ljóst mál sé að tjón af völdum eldsins sem kom upp í skólanum í nótt sé mikið. Ekki er um að ræða sömu álmu og eldurinn kom upp í febrúar. Magnús á von á einhverri röskun á skólastarfi vegna eldsins en segir að kennt verði á mánudaginn. Meira »

Eldur í Seljaskóla

12.5. Mik­ill eld­ur er í Selja­skóla í Breiðholti og legg­ur reyk yfir Selja- og Sala­hverfi. Allt tiltækt lið slökkviðliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út auk mannskaps úr vaktafríum. Meira »

Eldsvoðinn raskar ekki skólastarfi

9.3. Sjaldan er ein báran stök og svo var í tilfelli Magnúsar Þórs Jónssonar, skólastjóra í Seljaskóla, sem var staddur í Laugardalshöll að fylgjast með liðinu sínu ÍR sem tapaði á móti FH í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta er hann fékk símhringingu um að eldur væri kominn upp í Seljaskóla. Meira »

Eldur í Seljaskóla

8.3. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú í kvöld vegna elds sem logar í Seljarskóla. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu um áttaleytið í kvöld. Meira »