EM 2020

Íslandsvinurinn skoraði í finnskum sigri

26.3. Finnar nældu í sinn fyrsta sigur í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta í dag. Finnar unnu þá Armeníu á útivelli, 2:0.  Meira »

UEFA kærir Svartfellinga fyrir kynþáttaníð

26.3. Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Svartfellinga vegna hegðunar stuðningsmanna þeirra í 5:1-tapi fyrir Englandi á heimavelli sínum í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi. Meira »

Héngum inni þar til hann skoraði með maganum

25.3. „Þetta var mjög erfiður leikur en það er algjör óþarfi að hann endi eins og hann gerði,“ sagði Kári Árnason landsliðsmiðvörður eftir 4:0-tapið gegn heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Frakkar yfirburðalið í heiminum

25.3. Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við blaðamann mbl.is eftir 4:0-tapið gegn Frökkum á útivelli í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari stillti upp fimm manna vörn og einum framherja í leiknum. Meira »

Tapið kemur kannski ekki á óvart

25.3. Þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, Erik Hamrén, hrósaði franska landsliðinu í samtali við RÚV eftir 0:4-tap gegn heimsmeisturunum á Stade de France í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvöld. Meira »

Vænlegasti kosturinn að láta vaða

25.3. „Þetta er svekkelsi og vond tilfinning,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, í samtali við RÚV eftir 0:4-tap fyrir Frökkum í undankeppni Evrópumótsins árið 2020 á Stade de France í kvöld. Meira »

Þetta var bara lélegt

25.3. „Þetta var bara lélegt,“ sagði svekktur Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í samtali við RÚV eftir 0:4-tap fyrir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Staðan í hálfleik var 1:0, en Frakkar sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik. Meira »

Ronaldo meiddist og Portúgal missteig sig

25.3. Evrópumeistarar Portúgals eru aðeins með tvö stig eftir tvo leiki í B-riðli í undankeppni EM karla sem fram fer árið 2020. Portúgalar gerðu 1:1-jafntefli við Serbíu á heimavelli í kvöld. Meira »

Heimsmeistararnir léku Íslendinga grátt

25.3. Frakkland vann 4:0-sigur á Íslandi á Stade de France í kvöld þegar liðin mættust í 2. umferð undankeppni EM karla í knattspyrnu. Meira »

Albert byrjar gegn Frökkum

25.3. Erik Hamrén hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn byrja leik Íslands við Frakkland á Stade de France kl. 19.45, í undankeppni EM karla í knattspyrnu. Meira »

Skorar Birkir enn á ný gegn Frökkum?

25.3. „Birkir er mjög góður leikmaður og afar mikilvægur fyrir okkur með sína hæfileika og reynslu,“ segir Erik Hamrén landsliðsþjálfari um Birki Bjarnason sem skorað hefur í þremur leikjum í röð gegn franska landsliðinu. Meira »

Glæpagengi rændi starfsmann RÚV

25.3. Óprúttnir náungar réðust að Vilhjálmi Siggeirssyni, myndatökumanni RÚV, við Stade de France í gærkvöld þar sem hann var að störfum vegna landsleiks Frakklands og Íslands sem fram fer í kvöld. Meira »

Fimmtíu sinnum færri en síðast

25.3. Síðast þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lék á Stade de France var ákveðnum hápunkti náð í stemningu meðal íslenskra stuðningsmanna. Flugfélögin höfðu ekki haft undan við að koma þúsundum Íslendinga út á EM í Frakklandi sumarið 2016 og færri komust að en vildu á síðasta leik liðsins á mótinu. Meira »

Aron greiddi Varane atkvæði

25.3. Þrátt fyrir að Kylian Mbappé, Paul Pogba og Antoine Griezmann séu mest í sviðsljósinu af stjörnum franska fótboltalandsliðsins þá eru fleiri leikmenn í allra hæsta gæðaflokki í liðinu sem mætir Íslandi í undankeppni EM á Stade de France kl. 19.45 í kvöld. Meira »

„Dýrið“ gengur lengur laust í kvöld

25.3. Þegar Ísland og Frakkland mættust síðast, í vináttulandsleik í Guingamp í október, stal einn maður senunni og sá til þess að Ísland færi ekki með sigur af hólmi. Sá verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Ísland og Frakkland mætast á Stade de France í undankeppni EM. Meira »

Í DNA Íslendinga að gefa ekkert eftir

25.3. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, segir liðið ætla sér að sýna betri leik gegn Íslandi í París í kvöld en þegar liðin gerðu 2:2-jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október síðastliðnum. Meira »

Gylfi stendur vel undir ábyrgðinni

24.3. Hugo Lloris talaði fallega um sinn gamla liðsfélaga úr Tottenham, Gylfa Þór Sigurðsson, á blaðamannafundi í París í dag en þeir mætast annað kvöld þegar Frakkland og Ísland leika í undankeppni EM í knattspyrnu. Meira »

Verðum að gera enn betur gegn Íslandi

24.3. Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakklands, segir ljóst að Frakkar eigi fyrir höndum erfiðan leik við Ísland annað kvöld í undankeppni EM í knattspyrnu. Meira »

Aron og Hamrén sátu fyrir svörum

24.3. Erik Hamrén landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í París í dag vegna leiks Frakklands og Íslands í undankeppni EM í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum

24.3. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Frökkum í undankeppni HM í knattspyrnu en þjóðirnar eigast við á Stade de France annað kvöld. Meira »

Hika ekki við að gera þetta aftur

24.3. Rúnar Már Sigurjónsson gerði Frakka brjálaða þegar hann spilaði gegn þeim í vináttulandsleik í knattspyrnu í fyrrahaust. Ísland og Frakkland mætast annað kvöld í París í undankeppni EM. Meira »

Tap gegn Grikkjum í fyrsta leik Helga

23.3. Spánn vann nauman heimasigur á Noregi, 2:1, í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í Valencia í kvöld en liðin leika í F-riðli. Þá unnu Bosnía, Ítalía og Grikklandi leikina þrjá í J-riðlinum. Meira »

Pressa á mér að geta sagt bransasögur

23.3. „Maður verður líka ábyrgðarfyllri sem leikmaður,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, um hvort það hafi haft einhver áhrif á hann sem leikmann að vera orðinn tveggja barna faðir. Meira »

Svíar byrja á sigri í undankeppninni

23.3. Svíþjóð hóf leik í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu með 2:1-heimasigri á Rúmeníu í Solna í kvöld. Þá máttu Færeyingar þola 2:1 tap í Möltu á sama tíma þar sem tveir leikmenn FH voru í sviðsljósinu. Meira »

Giroud orðinn þriðji markahæsti

23.3. Olivier Giroud er orðinn þriðji markahæsti leikmaður franska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hann skoraði eitt marka Frakka í 4:1 sigrinum á Moldóvu í H-riðli undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í Chisi­nau í gær­kvöld. Meira »

Svissneskur sigur í Georgíu

23.3. Sviss hafði betur gegn Georgíu, 2:0, er liðin mættust á Boris Paichadze Dinamo Arena í Tíblisi í undankeppni EM karla í fótbolta sem fer fram á næsta ári. Meira »

Mótherjar Íslands ráku þjálfarann

23.3. Ítalinn Christian Panucci var rekinn úr starfi landsliðþjálfara karlaliðs Albaníu í fótbolta í dag, eftir 0:2-tap fyrir Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi. Albanía er í sama riðli og Ísland í undankeppninni. Meira »

Þurfum öll að byggja ofan á þetta saman

23.3. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, kallar eftir ákveðnum sameiningarmætti hjá íslensku þjóðinni til að koma Íslandi á þriðja stórmótið í röð: „Ísland þarf á því að halda til að komast á næsta stórmót.“ Meira »

Ánægður með hvernig hann svarar fyrir sig

23.3. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir góða innkomu í 2:0-sigrinum á Andorra í undankeppni EM í knattspyrnu í gær en Viðar skoraði seinna mark leiksins á þeim 20 mínútum sem hann spilaði. Meira »

„Fyndið hvað er búið að búa til varðandi þetta“

22.3. „Ég verð klár á móti Frökkum, það er hundrað prósent,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, en hann var ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í 2:0-sigri á Andorra í Andorra la Vella í kvöld. Meira »