Eurovision

Eurovision í Tel Aviv og Ísland verður með

13.9. Eurovision verður haldið í Tel Aviv á næsta ári, en ekki í Jerúsalem eins og margir höfðu talið. Ríkisútvarpið greindi í kjölfarið frá því á vef sínum að RÚV mundi taka þátt í keppninni á næsta ári. Meira »

Náðu samkomulagi á síðustu stundu

14.8. Ísraelska ríkissjónvarpið greindi frá því í dag að samkomulag hefði náðst um greiðslu skuldar við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Án greiðslu skuldarinnar hefði verið óvíst hvort Eurovision-söngvakeppnin færi fram í Ísrael á næsta ári. Meira »

Bjóða ríkjum Miðausturlanda í Eurovision

23.5. Ísraelar ætla að bjóða ríkjum Miðausturlanda og Norður-Afríku að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Frá þessu greinir blaðamaðurinn Julien Bahloul á Twitter og Escxtravefurinn, sem sérhæfir sig í fréttum tengdum söngvakeppninni, tekur málið upp. Meira »

30% Eurovision-áskorana að utan

20.5. „Mér þætti ótrúlegt að það væri meira en 70% af þessu Íslendingar,“ segir Árni Steingrímur Sigurðsson, stofnandi undirskriftarsöfnunar gegn þátttöku Íslands í Eurovision keppninni í Ísrael á næsta ári, í samtali við mbl.is. Meira »

20 þúsund á móti þátttöku í Eurovision

16.5. Yfir 20 þúsund manns hafa nú skrifað und­ir áskor­un um að Ísland taki ekki þátt í Eurovisi­on á næsta ári. Ísra­el­ar sigruðu í keppn­inni nú um helg­ina, en marg­ir hafa lýst andúð sinni á hernaði Ísra­ela í ár­anna rás í kjöl­farið og hvatt til þess að keppn­in verði sniðgeng­in. Meira »

Laus úr fangelsi eftir uppákomuna á sviðinu

16.5. Maðurinn sem hljóp upp á sviðið í Eurovision-keppninni á laugardaginn þegar breski keppandinn SuRie flutti lag sitt hefur verið látin laus úr fangelsi gegn tryggingu Meira »

Jakob vill gjörbreyta undankeppninni

15.5. Jakob Frímann Magnússon leggur til að breyta fyrirkomulagi undankeppni Eurovision þannig að lögin verði einungis flutt með einni söngrödd og einu hljóðfæri. Meira »

Páll Óskar vill sniðganga Eurovision

15.5. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur nú bæst í raðir þeirra sem vilja að Íslendingar taki ekki þátt í Eurovision á næsta ári. „Eins og ég elska Eurovision mikið, þá finnst mér litið mál - réttara sagt - hið besta mál að sitja hjá og sniðganga keppnina hjá þjóðum sem hafa gerst brotlegar við alþjóðalög,“ segir Páll Óskar. Meira »

Daði ekki til í að keppa í Ísrael

15.5. Daði Freyr og Gagnamagnið íhuguðu að taka þátt í Söngvakeppninni á næsta ári, en segjast ekki geta gert það þar sem keppnin verði haldin í Ísrael. Þetta segja þau Daði og Árný á Facebook-síðu sinni Árný og Daði í Kambódíu. Meira »

5.000 vilja að Ísland taki ekki þátt

15.5. Tæplega 5.000 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftalista sem stofnaður var eftir að Ísrael fór með sigur í Eurovision, en á síðunni er hvatt til þess að Ísland taki ekki þátt í keppninni það árið. Meira »

Marin eftir uppákomuna á sviðinu

14.5. SuRie frá Bretlandi segist ekki hafa haft tíma til að vera hrædd þegar maður ruddist upp á svið í miðju lagi hennar í Eurovision og reif af henni hljóðnemann. Meira »

Stefna á þátttöku í Ísrael að ári

14.5. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að vera með að ári eins og við gerum alltaf,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, þegar hann er inntur að því hvort tekið verði til skoðunar að sniðganga Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Ísrael á næsta ári. Meira »

Brúin greiddi leiðina að sviðinu

13.5. Maðurinn sem stökk upp á svið í miðju atriði bresku söngkonunnar SuRie á úrslitakvöldi Eurovision í gærkvöldi klifraði upp á myndavél og komst þaðan upp á brú sem leiddi inn á sviðið. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur greint frá því að framkvæmd verði formleg innri rannsókn á hvernig manninum tókst að trufla atriðið. Meira »

Stórkostlegt ef Ísland tæki ekki þátt

13.5. „Með því að leyfa Ísrael að vinna þessa keppni og halda hana erum við að gefa þeim vettvang til að sýna sínar bestu hliðar og reyna að normalisera ástandið í Ísrael þó svo að það sé langt frá því að vera eðlilegt hvernig þeir koma fram við Palestínumenn,“ segir Linda Ósk Árnadóttir. Meira »

Var strítt í æsku en fagnar nú sigri

13.5. Netta Barzilai, sem kom sá og sigraði í Eurovision í gærkvöldi með laginu „Toy“, segir að #MeToo-byltingin hafi verið henni innblástur og að laginu sé ætlað að efla konur. Meira »

„Allt getur gerst“

13.5. Breska söngkonan SuRie var stolt af sjálfri sér þrátt fyrir að hafa gengið frekar illa á úrslitakvöldi Eurovision í Lissabon í gærkvöldi. Karlmaður stökk inn á sviðið í miðju atriði hennar og tók hljóðnemann af SuRie. Meira »

Hverjir gáfu Íslandi stig

13.5. Áhorfendur gáfu Íslandi ekkert stig í símakosningu á þriðjudagskvöldið. Alls gáfu fimm dómnefndir laginu sem Ari Ólafsson flutti stig, og urðu stigin alls 15 talsins. Meira »

Ísland hafnaði í neðsta sæti

12.5. Framlag Íslendinga í Eurovision í ár, lagið „Our Choice“ sem Ari Ólafsson flutti, hafnaði í neðsta sæti í fyrri undanúrslitum Eurovision sem fram fóru á þriðjudaginn. Meira »

Svona kusu Íslendingar

12.5. Íslensk­ir áhorf­end­ur gáfu Dönum 12 stig, Tékkum 10, Þjóðverjum 8, Ísrael 7, Frökkum 6, Austurríki 5, Norðmönnum 4, Finnum 3, Svíum 2 og Kýpur 1 stig. Meira »

Ísrael vann Eurovision

12.5. Ísrael vann Eurovision-keppnina en úrslitakvöldið fór fram í Lissabon í Portúgal í kvöld. Netta flutti lagið „Toy“ en hún hlaut 529 stig. Meira »

„Svona á ekki að semja lag“

12.5. Íslend­ing­ar létu sitt ekki eft­ir liggja á Twitter þó að Ísland hafi ekki kom­ist í úr­slit Eurovisi­on sem fram fer í Lissabon í Portúgal í kvöld. Eins og gefur að skilja var mikið fjallað um manninn sem ruddist inn á sviðið í atriði Breta. Meira »

Ruddist inn á sviðið (myndskeið)

12.5. Maður ruddist upp á sviðið þegar SuRie frá Bretlandi flutti framlag Breta, „You decide“ í Eurovision-keppninni í kvöld. Atriðið sást ekki vel í útsendingu RÚV en Gísli Marteinn Baldursson vakti athygli á trufluninni í lýsingu sinni. Meira »

Hver sigrar hjörtu Evrópubúa í kvöld?

12.5. Hver vinnur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld? Þetta er án efa spurning dagsins og henni er ekki auðsvarað þar sem úrslitakvöldið í ár er talið eitt það ófyrirsjáanlegasta fyrr og síðar að mati margra Eurovision-sérfræðinga. Meira »

Segir Ítali dreifa „falsfréttum“

12.5. Fulltrúi San Marinó hefur sakað ítalska lýsandann í Eurovision um að dreifa „falsfréttum“ og að hann hafi talað með niðrandi hætti um San Marinó á meðan hann lýsti atriði landsins í undankeppni Eurovision. Meira »

Rybak í frjálsu falli

12.5. Fánaberi Norðmanna í Eurovision, Alexander Rybak, hefur fallið hressilega í spám veðbanka síðan á fimmtudag og vermir nú 10. sætið. Meira »

Eurovision 103: Úrslitakvöldið

12.5. Í kvöld stíga 26 þjóðir á svið til þess að freista þess að fara með sigur af hólmi í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Íslendingar eru þekktir fyrir að hafa óvenjumikinn áhuga á keppninni, en það er hefð á flestum heimilum landsins að stilla á Ríkisútvarpið um kvöldmatarleyti á keppnisdag. Meira »

Edda Sif tuttugasta í röðinni

12.5. Edda Sif Pálsdóttir, stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision, verður tuttugasta í röðinni þegar stigin verða lesin upp í kvöld. Þar sem Ari Ólafsson verður ekki meðal keppenda á úrslitakvöldinu leggjum við Íslendingar allt okkar traust á Eddu Sif og ekki er við öðru að búast en að hún muni standa sig með prýði. Meira »

Ekkert gengur hjá Rússum

11.5. Rússneska söngkonan Julia Samoylova var ein þeirra sem komst ekki áfram í úrslitin í Eurovision í gærkvöldi. Samoylova ætlaði upphaflega að taka þátt í fyrra en þá var Rússum meinuð þátttaka vegna deilna um Krímskaga. Meira »

Frændur okkar flugu í úrslit

10.5. Noregur, Svíþjóð og Danmörk komust öll áfram á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fór í Lissabon nú í kvöld.  Meira »

Svíum gremst Rybak

10.5. „Sjúbbídúbba hey. Rybak snýr aftur með uppfært popplag. Hljómar allt í lagi en umgjörðin er ekki upp á marga fiska.“  Meira »

Eurovision 2018 - fyrri undankeppni

Fyrri undankeppni Eurovision 2018 fer fram í Lissabon í Portúgal í kvöld. Ari Ólafsson, flytjandi íslenska framlagsins, er annar á svið. Fylgst er með gangi mála á mbl.is.

Færslur uppfærast á tuttugu sekúndna fresti.

13.9.

Eurovision í Tel Aviv og Ísland verður með

Eurovision verður haldið í Tel Aviv á næsta ári, en ekki í Jerúsalem eins og margir höfðu talið. Ríkisútvarpið greindi í kjölfarið frá því á vef sínum að RÚV mundi taka þátt í keppninni á næsta ári.
Meira »

14.8.

Náðu samkomulagi á síðustu stundu

Ísraelska ríkissjónvarpið greindi frá því í dag að samkomulag hefði náðst um greiðslu skuldar við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Án greiðslu skuldarinnar hefði verið óvíst hvort Eurovision-söngvakeppnin færi fram í Ísrael á næsta ári.
Meira »

23.5.

Bjóða ríkjum Miðausturlanda í Eurovision

Ísraelar ætla að bjóða ríkjum Miðausturlanda og Norður-Afríku að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Frá þessu greinir blaðamaðurinn Julien Bahloul á Twitter og Escxtravefurinn, sem sérhæfir sig í fréttum tengdum söngvakeppninni, tekur málið upp.
Meira »

20.5.

30% Eurovision-áskorana að utan

„Mér þætti ótrúlegt að það væri meira en 70% af þessu Íslendingar,“ segir Árni Steingrímur Sigurðsson, stofnandi undirskriftarsöfnunar gegn þátttöku Íslands í Eurovision keppninni í Ísrael á næsta ári, í samtali við mbl.is.
Meira »

16.5.

20 þúsund á móti þátttöku í Eurovision

Yfir 20 þúsund manns hafa nú skrifað und­ir áskor­un um að Ísland taki ekki þátt í Eurovisi­on á næsta ári. Ísra­el­ar sigruðu í keppn­inni nú um helg­ina, en marg­ir hafa lýst andúð sinni á hernaði Ísra­ela í ár­anna rás í kjöl­farið og hvatt til þess að keppn­in verði sniðgeng­in.
Meira »

16.5.

Laus úr fangelsi eftir uppákomuna á sviðinu

Maðurinn sem hljóp upp á sviðið í Eurovision-keppninni á laugardaginn þegar breski keppandinn SuRie flutti lag sitt hefur verið látin laus úr fangelsi gegn tryggingu
Meira »

15.5.

Jakob vill gjörbreyta undankeppninni

Jakob Frímann Magnússon leggur til að breyta fyrirkomulagi undankeppni Eurovision þannig að lögin verði einungis flutt með einni söngrödd og einu hljóðfæri.
Meira »

15.5.

Páll Óskar vill sniðganga Eurovision

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur nú bæst í raðir þeirra sem vilja að Íslendingar taki ekki þátt í Eurovision á næsta ári. „Eins og ég elska Eurovision mikið, þá finnst mér litið mál - réttara sagt - hið besta mál að sitja hjá og sniðganga keppnina hjá þjóðum sem hafa gerst brotlegar við alþjóðalög,“ segir Páll Óskar.
Meira »