Eurovision

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Munu kvarta undan vallarstarfsmönnum

10:18 „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér, ég er ekki ánægður með svona framgöngu,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, en flugvallarstarfsmenn í Tel Aviv stærðu sig af því á netinu að þeir hefðu gefið liðsmönnum hljómsveitarinnar Hatara „vond sæti“ í flugvél þeirra frá Tel Aviv í gærmorgun. Meira »

Kennir Brexit um lélegt gengi í Eurovision

09:40 „Ef þetta hefði verið Gary Barlow eða Elton John hefðu þeir örugglega líka lent í síðasta sæti,“ sagði breski keppandinn eftir að hafa lent í síðasta sæti í úrslitum Eurovision. Meira »

Eurovision-sápukúlan sprungin

Í gær, 23:51 Liðsmenn Hatara og fylgdarlið þeirra eru komin heim eftir mikla frægðarför til Tel Aviv. Hópurinn lenti í Keflavík rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Meira »

1,3 milljónir Ísraelsmanna horfðu á Hatara

Í gær, 23:10 Fjöldi Ísraelsmanna sem fylgdist með lokakvöldi Eurovision í sjónvarpinu var um 1,3 milljónir manna. 74,5% hollenskra sjónvarpsáhorfenda voru með stillt á keppnina meðan á henni stóð. Meira »

30.000 undirskriftir gegn Íslandi

Í gær, 20:55 Enn rignir inn nýjum nöfnum í undirskriftasöfnun þá sem fer fram á change.org og krefst þess að Íslandi verði vikið úr Eurovision fyrir framferði sitt á lokakeppninni, þar sem Hatari dró upp palestínska fánann í beinni útsendingu. Meira »

Hefðu ekki samþykkt aðgerðir Hatara

í gær Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og Eurovision-þulur, segir að þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem voru í Tel Aviv hefðu ekki samþykkt ætlanir Hatara um að veifa palestínska fánanum þegar hljómsveitin fagnaði stigagjöf í símakosningu á laugardagskvöld, hefðu þeir verið spurðir. Meira »

„Ef þeir haga sér þá skjótum við þá ekki“

í gær Jóna Vestfjörð bjó í Ísrael með knattspyrnukappanum Hólmari Erni Eyjólfssyni. Hún er ánægð með Hatara og segir að það mætti oftar benda á stóra bleika fílinn í herberginu. Meira »

Hatarar spenntir að snúa heim

í gær Íslenski Eurovision-hópurinn er lentur á Heathrow-flugvelli og bíður þess í ofvæni að taka flugið heim til Íslands, segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins Meira »

Hatarar fengu verstu sætin í vélinni

í gær Liðsmönnum Hatara var úthlutað verstu sætunum í flugvélinni á leið sinni frá Tel Aviv til Lundúna, ef marka má fésbókarfærslu sem trommugimpi sveitarinnar, Einar Stefánsson, deilir á síðu sinni. Meira »

Veifuðu fána fullvalda ríkis

í gær Katrín Jakobsdóttir segir Hatara einfaldlega hafa nýtt tjáningarfrelsi sitt í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar. Þá hafi Ísland viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki. Meira »

Hefði viljað tala um Hatara allt kvöldið

í gær Hatari er í aðalhlutverki í hinum vinsæla þætti Last Week Tonight with John Oliver. Fjallar John Oliver ítarlega um Hatara í þætti sem birtist í gærkvöldi í Bandaríkjunum. Meira »

Telur þátttökubann ólíkleg viðurlög

í gær „Okkur hefur ekki borist neitt frá EBU og sjáum til hvort svo verður,“ sagði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri á Rás 2 í morgun. Sjálfur telur hann ólíklegt að Íslandi verði meinuð þáttaka á næsta ári og telur formlega athugasemd líklegri. Meira »

Ekkert mál fyrir Hatara

í gær Fulltrúar Íslands í Eurovision eru á heimleið og var ekkert mál fyrir Hatara-hópinn að fara í gegnum eftirlit á flugvellinum í Tel Aviv að sögn Felix Bergssonar, fararstjóra íslenska Eurovision-hópsins. Meira »

Dómnefnd Hvíta-Rússlands rekin

í gær Atkvæði dómnefndar Hvíta-Rússlands eru ekki talin með í Eurovision eftir að í ljós kom að hún var rekin frá störfum eftir undankeppnina og var ekki starfandi þegar atkvæðin voru kynnt á laugardagskvöldið. Meira »

Bjarmalandsför íslenska hópsins

í fyrradag Hatari fer heim í fyrramálið ef ekkert verður til þess að hindra þá á leið sinni. Hér er frægðarsaga þeirra rakin í áður óbirtum myndum, sem segja meira en 1.000 orð um ævintýrið í Tel Aviv. Meira »

Guðni kvartar ekki yfir Hatara

í fyrradag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var staddur í Kanada að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi þegar hljómsveitin Hatari steig á svið í Eurovision í gærkvöldi. „Þeir kunna að láta á sér bera,“ segir forsetinn um alræmt uppátæki þeirra með palestínska fánann. Meira »

Dansari Madonnu í yfirheyrslu

19.5. Norskur dansari úr föruneyti söngkonunnar Madonnu sætti yfirheyrslum í tæpar tvær klukkustundir á flugvellinum í Tel Aviv í dag, norska ríkisútvarpið NRK fjallar ítarlega um mótmæli Hatara. Meira »

Hatari þekkist ekki boð til Palestínu

19.5. Mustafa Barghouti, palestínskur mannréttindafrömuður, setti sig í samband við Hatara eftir uppátæki þeirra í Eurovision í gær. Hann bauð þeim að koma til Palestínu. Meira »

Sat á klósettinu og veggurinn féll

19.5. Olav Viksmo-Slettan hefur lýst Eurovision fyrir NRK í áratug. Þeir sænski þulurinn ræddu bestu og verstu Eurovision-minningar sínar við norska ríkisútvarpið í dag. Versta minning Viksmo-Slettan er frá Baku í Aserbaídsjan árið 2012 þegar veggurinn hrundi er hann sat á klósettinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

19.5. Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

19.5. Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

„Þetta voru mistök“

19.5. Menningarmálaráðherra Ísrael segir Hatara hafa gert mistök. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva fordæma uppátæki þeirra og í stærstu fjölmiðlum heims eru atvik gærkvöldsins rædd í þaula. Meira »

„Norðmönnum finnst þeir sviknir“

19.5. „Þeim finnst þeir vera sviknir vegna dómnefndakerfisins,“ segir Per Andre Sundnes, einn mesti Eurovision-sérfræðingur í öllum heiminum, í samtali við mbl.is um gengi Norðmanna í keppninni í gær. Meira »

Þetta fannst erlendum tísturum

19.5. Athyglin sem Hatari hefur vakið í tengslum við þátttöku sína í Eurovision er nánast óviðjafnanleg í íslenskri Euruvisionsögu, en á meðan keppnin stóð yfir í gær var tíst um framlag Íslands hátt í 100.000 sinnum. Meira »

„Mér var aðeins brugðið“

19.5. „Mér brá. Ég snöggreiddist en svo róaðist ég nú,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Tel Aviv, í samtali við mbl.is, um atvikið þegar liðsmenn Hatara veifuðu palestínska fánanum í stigagjöfinni í gærkvöldi. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

19.5. Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »

Höturum verður mögulega refsað

19.5. Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar munu mögulega refsa Hatara eftir að liðsmenn hópsins veifuðu palestínskum borðum í sjónvarpsútsendingu keppninnar í gærkvöldi. Meira »

Skaðinn ekki bættur með fánagjörningi

19.5. Palestínsku sniðgöngusamtökin BDS lýsa yfir ósætti sínu vegna gjörnings Hatara í beinni útsendingu Eurovision í gær, þar sem liðsmenn veifuðu borða með palestínska fánanum. Meira »

Íslendingar tístu um Eurovision

19.5. Hatari hlaut ekki náð evrópsku dómnefndanna en almenningur í Evrópu virtist hrifinn af Hatara, sem vakti bæði góða og slæma athygli þegar liðsmenn veifuðu borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Meira »