Eurovision

Ari fékk 5.000 fleiri atkvæði en Dagur

5.3. Í seinni umferð símakosningar Söngvakeppninnar fékk Ari Ólafsson 44.919 atkvæði en Dagur Sigurðsson 39.474 atkvæði. Því munar 5.445 atkvæðum á atriðunum tveimur. Útilokað er að kosningakerfið hafi hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. Meira »

Eurovision - myndasyrpa

4.3. Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöll í gær er undankeppni Íslands fyrir Eurovision fór fram. Ari Ólafsson kom sá og sigraði með lagið Our Choice. Það lag mun hann flytja fyrir Íslands hönd í Lissabon, höfuðborg Portúgals, í maí. Meira »

„Gríðarlegur léttir“ að sjá vélina

3.3. „Ég hef aldrei verið jafnfegin að sjá flugvél,“ segir sjónvarpskonan Björg Magnúsdóttir sem er nú á Kastrup-flugvelli á leið til landsins, aðeins nokkrum tímum fyrir beina útsendingu RÚV frá úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsstöðva sem fram fer í Laugardalshöll. Meira »

Aron Hannes, Áttan og Dagur í úrslit

17.2. Lögin „Golddigger“ í flutningi Arons Hannesar, „Hér með þér“ í flutningi Áttunnar og „Í stormi“ í flutningi Dags Sigurðssonar komust áfram í úrslit á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fram fór í Háskólabíói í kvöld. Meira »

Söngvakeppnisaðdáendur tjá sig á Twitter

17.2. Seinni undankeppni Söngvakeppninnar 2018 stendur nú yfir í Háskólabíó þar sem sex lög hafa verið flutt. Gengið hefur á ýmsu í útsendingunni og flutti Aron Hannes lag sitt, Golddigger, tvisvar þar sem tæknilegir örðugleikar áttu sér stað þegar lagið var flutt í byrjun kvölds, en Aron Hannes steig fyrstur á svið. Meira »

Heim, Kúst og fæjó og Aldrei gefast upp áfram

10.2. Lögin þrjú sem fengu flest atkvæði í símakosningu og sem komast áfram í söngvakeppni Sjónvarpsins eftir fyrri undankeppnina eru lögin Heim í flutningi Ara Ólafsson, Kúst og fæjó með Heimilistónum og Aldrei gefast upp sem Fókus hópurinn flytur. Meira »

Hægt að mölva niður veggi á Korputorgi

9.2. Dagur Sigurðsson flytur lagið Í stormi í Söngvakeppninni 2018. Vinnan við lagið hófst fyrir þremur árum.   Meira »

Jón Jónsson og Björg í Söngvakeppnina

9.2. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fær hjálp frá þeim Jóni Jónssyni og Björgu Magnúsdóttur í Söngvakeppninni í ár.   Meira »

Getum haldið Eurovision á landsbyggðinni

9.2. Egill Ploder Ottósson flytur lagið Hér með þér í Söngvakeppninni 2018. Egill segir Ísland vel geta haldið Eurovision, fjölmargir staðir koma upp í huga hans. Meira »

Reynir að halda geðheilsunni

8.2. Sólborg Guðbrandsdóttir flytur lagið Ég og þú ásamt Tómasi Helga Wehmeier í undankeppni Söngvakeppninnar 2018. Sólborg segir ferlið búið að að vera langt og strangt. Meira »

Lag Gretu Salome ekki út fyrir Breta

7.2. Bretar völdu í kvöld framlag sitt til Eurovision-söngvakeppninnar. Tilkynnt var um valið á BBC í beinni útsendingu frá Brighton og verður það söngkonan SuRie sem mun fara með lagið Storm til Portúgal í maí. Meira »

Elskar að hafa mikið að gera

7.2. Ari Ólafsson flytur lagið Heim í söngvakeppninni 2018. Þórunn Erna Clausen bað hann um að syngja lagið stuttu eftir að hún sá hann syngja með Sissel Kyrkebo á jólatónleikum. Meira »

Vináttan hófst í Voice-þáttunum

6.2. Vinirnir í Fókus-hópnum flytja lagið Aldrei gefast upp í Söngvakeppninni 2018. Texti lagsins hefur mikla þýðingu fyrir hópinn en þau vona að hann hvetji fólk til þess að elta drauma sína. Meira »

Allt þurfti að ganga upp á Skólavörðustígnum

6.2. Ari Ólafsson þáttakandi í Söngvakeppninni er búinn að gefa út tvö myndbönd við lag sitt Heim eða Our Choice. Þórunn Erna Clausen höfundur lagsins segir upptökuna við ensku útgáfuna hafa verið mikið ævintýri. Meira »

Tóku fram Eurovision-vindvélina

6.2. Slay-hópurinn í Söngvakeppninni 2018 gerði myndband við ensku útgáfuna af Svaka stuð. Heart Attack nefnist lagið á ensku.   Meira »

Söngvakeppnin er mikill pakki

5.2. Gyða Margrét Kristjánsdóttir flytur lagið Brosa ásamt Þóri Geir Guðmundssyni í Söngvakeppninni 2018. Gyða Margrét fékk tónlistarbakteríuna frá fjölskyldu sinni. Meira »

Fókus-hópurinn frumsýnir myndband

5.2. Ásamt því að gera myndband við lagið Aldrei gefast upp sem Fókus-hópurinn keppir með í Söngvakeppninni 2018 hefur hópurinn gefið út myndband sem sýnir ferlið bak við tjöldin. Meira »

Ferillinn fór á flug eftir Samfés 2004

4.2. Rakel Pálsdóttir tekur þátt í undankeppni Eurovision í fjórða sinn í ár með lagið Óskin mín. Dagarnir eru þéttbókaðir hjá henni þessa dagana en henni finnst alltaf jafnskemmtilegt að taka þátt. Meira »

Á fullu á söng- og dansæfingum

3.2. Aron Hannes Emilson flytur lagið Golddigger í Söngvakeppninni. Aron Hannes er ekki bara á stífum söngæfingum heldur líka dansæfingum. Meira »

Vinnur best undir pressu

3.2. Þórunn Antonía Magnúsdóttir flytur lagið Ég mun skína í Söngvakeppninni 2018. Hún er ekki alveg tilbúin og lofar óvæntum atburðum þegar hún stígur á svið í Háskólabíói. Meira »

Markmiðið að fá harðsperrur í brosvöðvana

2.2. Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir flytja lagið Svaka stuð í Söngvakeppninni 2018. Allur undirbúningur hjá stelpunum einkennist af miklu stuði. Meira »

Emmelie de Forest syngur á úrslitakvöldinu

30.1. Emmelie de Forest kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll þann 3. mars. Margir muna eftir dönsku söngkonunni en hún vann Eurovision keppnina með laginu Only Teardrops fyrir hönd Dana árið 2013. Meira »

Ísland í fyrri undankeppninni

29.1. Ísland tekur þátt í fyrri undankeppninni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Portúgal en dregið var um það nú fyrir stundu. Framlag Íslands verður flutt þriðjudaginn 8. maí. Seinni undankeppnin fer fram tveimur dögum síðar og sjálft úrslitakvöldið í Lissabon verður 12. maí. Meira »

Fjórar konur í stað þriggja karla

8.1. Fjórar konur verða kynnar á Eurovision, Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, sem fer fram í Lissabon í Portúgal í maí. Er það u-beygja frá síðustu keppni þegar þrír karlar kynntu framlög Evrópulandanna fyrir áhorfendum í Úkraínu í fyrra. Meira »

Allir um borð í Eurovision-lestina

7.11. 42 lönd munu taka þátt í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Lissabon í maí á næsta ári. Tilkynnt var um þátttökulöndin á blaðamannafundi í dag, auk þess sem þema og einkennismerki keppninnar næsta ár var kynnt. Yfirskrift keppninnar næsta ár er: All aboard! Meira »

Salvador Sobral á gjörgæslu

26.9. Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, sem fór með sigur af hólmi í Eurovision í vor, liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild í Lissabon þar sem hann bíður þess að fá nýtt hjarta. Meira »

Úkraínumenn settu orðspor Eurovision í hættu

29.6. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sektað Úkraínumenn fyrir að leyfa ekki rússneskri söngkonu að taka þátt í keppninni í ár en að sögn EBU er sektin „umtalsverð“. Meira »

Íslendingar æstastir í Eurovision

24.5. Rúmlega 180 milljónir manna horfðu á Eurovision sem fram fór fyrr í mánuðinum. Eurovision í ár samanstóð af þremur beinum útsendingum, fyrra undankvöldið, seinna undankvöldið og svo úrslitakvöldið og fylgdust 182 milljónir manna með í 42 löndum. Meira »

Verðlaunaður fyrir versta búninginn

21.5. Slavko Kelzić tók þátt í Eurovision í ár fyrir hönd Svartfjallalands en komst nú ekki langt í keppninni heldur hafnaði hann í 16. sæti af 18 í fyrri undankeppninni. Nú hefur Kelzić hins vegar hlotið hin vafasömu Barbara Dex-verðlaun en þau heiðra þá sem þóttu vera í verstu búningunum í Eurovision. Meira »

Svíinn gagnrýnir orð Portúgalans

18.5. Sænski söngvarinn Robin Bengtsson, sem hafnaði í 5. sæti Eurovision, hefur gagnrýnt sigurvegara keppninnar, hinn portúgalska Savlador Sobral fyrir umdeilda ræðu sína þegar hann tók við bikarnum í Kænugarði á laugardaginn. Meira »