Evrópusambandið

Fjárfest í drottins nafni

11.7. Þjóðernisflokkar hafa verið áberandi í evrópskum stjórnmálum undanfarin ár og njóta aukins stuðnings meðal kjósenda. Bandarískar trúarhreyfingar sem meðal annars berjast gegn réttindum samkynhneigðra og rétti kvenna til þungunarrofs eru áberandi þegar kemur að kosningasjóðum þjóðernisflokkanna. Meira »

Vænta stórra skrefa í átt að sambandsríki

6.7. Hvatamenn þess að Evrópusambandinu verði formlega breytt í sambandsríki gera sér vonir um að stór skref verði tekin í þá átt undir fyrirhugaðri nýrri forystu sambandsins. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag. Meira »

Króatar undirbúa evru

5.7. Króatísk stjórnvöld óskuðu þess í dag að landið fengi aðild að ERM-II, gengissamstarfi Evrópusambandsins. ERM-II er lýst sem biðrými fyrir upptöku evru, en í því felst að gengi gjaldmiðils ríkisins er fest við evru en þó þannig að heimilt er að 15% flökt í hvora átt fyrir sig er heimilt. Meira »

Hver er hinn nýi leiðtogi ESB?

2.7. Ursula von der Leyen hefur verið tilnefnd til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrst kvenna. Hún er málsvari Evrópusamrunans og talar fyrir því að ESB þróist yfir í sambandsríki að bandarískri fyrirmynd. Meira »

Lagarde yfir Evrópska seðlabankann

2.7. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið skipuð forseti Evrópska seðlabankans. Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, tekur við forsæti í framkvæmdastjórninni. Meira »

Sneru baki í Evrópuþingið

2.7. Nigel Farage og félagar í Brexit-flokknum fóru ekki í launkofa með skoðanir sínar á vinnuveitanda sínum, Evrópusambandinu, á fyrsta fundi nýs Evrópuþings, sem sett var í morgun eftir þingkosningar í maí. Meira »

Enn fjölgar fríverslunarsamningum ESB

30.6. Evrópusambandið hefur undirritað tvo nýja fríverslunarsamninga, annan við Víetnam og hinn við Mercosur-ríkin fjögur, Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ. Meira »

Timmermans tekur við ESB

30.6. Frans Timmermans, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, verður að öllum líkindum næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þetta herma heimildir fjölmiðla, meðal annars BBC. Meira »

Macron vildi Merkel sem forseta í ESB

21.6. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að hann hefði stutt Angelu Merkel í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði hún gefið kost á sér. Skipan nýs forseta framkvæmdastjórnarinnar er í höndum leiðtográðs Evrópusambandsins, sem fundar nú í Brussel. Meira »

Þjóðverjar stefna að kolefnishlutleysi 2050

20.6. Þýsk stjórnvöld munu stefna að kolefnishlutleysi árið 2050. Þetta kemur fram í gögnum sem Financial Times hefur undir höndum, en markmiðið hefur ekki enn verið opinberað. Meira »

Flestir sigurvegarar í Evrópu

27.5. Græningjar, frjálslyndir og þjóðernissinnar eru sigurvegarar Evrópuþingkosninganna sem lauk í gær. Kjörsókn jókst til muna frá kosningunum fyrir fimm árum, og fór úr 41% í 51%. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Evrópuþingsins árið 1979 sem kjörsókn dregst ekki saman milli kosninga. Meira »

Vill leiða framkvæmdastjórn ESB

2.10. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur lýst yfir framboði sínu til oddvita EPP, bandalags mið- og hægriflokka, í Evrópuþingkosningunum sem fram fara næsta vor en í því felst að vera frambjóðandi bandalagsins til embættis forseta framkvæmdastjórnar ESB. Meira »

ESB og BNA felli niður alla tolla

25.7. Jean-Claude Jucker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Cecilia Malmström, viðskiptastjóri bandalagsins, eru í Washington og munu þau funda með Bandaríkjaforseta síðar í dag. Umræðuefni fundanna er viðskiptasamand svæðanna. Meira »

Undirrita stærsta fríverslunarsamning heims

17.7. Evrópusambandið og Japan hafa undirritað víðfeðman fríverslunarsamning, sem fellir niður nær alla tolla á milli svæðanna. Samningurinn er sá stærsti sem undirritaður hefur verið, er litið er til hagkerfa samningsaðila. Saman standa Evrópusambandið og Japan undir þriðjungi heimsframleiðslunnar. Meira »

7 evra komugjald fyrir fólk utan Schengen

9.7.2018 7 evrur munu ferðamenn frá ríkjum utan Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja þurfa að greiða til að sækja Ísland heim, frá árinu 2020 gangi áætlanir eftir. Stefnt er að því að taka upp rafræn ferðaleyfi á Schengen-svæðinu, svipuð þeim sem fyrir eru í Bandaríkjunum, árið 2021, en það hefur fengið nafnið ETI­AS. Meira »

Rafræn ferðaleyfi til Schengen

5.7.2018 Farþegar utan Evrópusambandsins og Schengen-svæðisins munu í framtíðinni þurfa rafræn ferðaleyfi áður en ferðast er til Schengen-svæðisins en Evrópuþingið samþykkti í gær reglur þess efnis. Ísland er hluti Schengen-svæðisins. Kerfinu, sem hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið, er ætlað að auka öryggi innan álfunnar. Stefnt er að því að taka það í notkun árið 2021. Meira »

ESB-þingið hafnar umdeildu netfrumvarpi

5.7.2018 Evrópuþingið hafnaði í dag umdeildu frumvarpi um breytingar á höfundarréttarlöggjöf í núverandi mynd og ákvað að fresta málinu fram í september. Lögin hefðu sett ríkari kröfur á vefsíður um að sporna við því að höfundarréttarvarið efni væri að finna á síðum þeirra, jafnvel þótt um væri að ræða miðla þar sem hver sem er getur hlaðið upp efni. Meira »

Deilt um vélmennavöktun á Evrópuþingi

20.6.2018 Breytingar á höfundarréttarlöggjöf Evrópusambandsins eru til umræðu í Evrópuþinginu. Nýja lagasetningin byggir á stefnu ESB um stafrænan innri markað sambandsins þar sem meðal annars er stefnt á að „minnka mismun á höfundarréttarlöggjöf milli aðildarríkja“. Meira »

ESB svarar tollahækkunum Trump

6.6.2018 Evrópusambandið mun á næstunni færa Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) lista yfir þær bandarísku vörur sem sambandið hyggst tollaleggja með það að markmiði að tollarnir taki gildi í næsta mánuði. Tollalagningin er svar ESB við tollum Bandaríkjastjórnar. Meira »