Farþegaþota Lion Air fórst

Ein á brúðkaupsmyndinni

14.11. Indónesísk kona sem missti unnusta sinn í Lion Air-flugslysinu í lok október hefur látið taka brúðarmyndir af sér einni en unnusti hennar var á leið heim til þess að ganga í hjónaband þegar slysið varð. Meira »

Boeing sagt hafa leynt gallanum

13.11. Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing er sagður hafa leynt upplýsingum um mögulegan galla í sjálfstýringarbúnaði í Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum, en talið er að hann hafi átt þátt í því þegar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air Fórst í síðasta mánuði. Meira »

Boeing sendir frá sér öryggisviðvörun

7.11. Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent flugrekstraraðilum sem eru með Boeing 737 MAX-flugvélar í flota sínum öryggisviðvörun. Fram kemur að yfirvöld í Indónesíu, sem rannsaka flugslys Lion Air þar sem 189 létu lífið í síðustu viku, hafi komist að því að einn skynjari vélarinnar hafi gefið frá sér röng boð. Meira »

Greindist bilun í fjórum síðustu ferðum

5.11. Bilun greindist í hraða- og hæðarmæli í fjórum síðustu ferðum farþegaþotu indónesíska flugfélagsins Lion Air, sem hrapaði úti fyrir strönd Jövu í síðustu viku. Orsök flugslyssins, sem kostaði 189 manns lífið, eru enn ókunn. Meira »

„Minniháttar“ gallar í 2 öðrum vélum

2.11. Samgönguráðuneyti Indónesíu sagðist í dag hafa fundið „minniháttar“ galla í tveimur öðrum flugvélum af tegundinni Boeing 737-MAX 8, þar á meðal í mæli í flugstjórnarklefanum, sem rannsakendur telja að sé svipaður þeim sem fannst í vél Lion Air sem hrapaði til jarðar á mánudag. Meira »

Finna færri líkamsleifar en áður

2.11. Farþegasæti, hjólabúnaður og aðrir hlutar af farþegaþotu lággjaldaflugfélagsins Lion Air, sem brotlenti í hafinu út af eyjunni Jövu í Indónesíu í byrjun vikunnar, voru í morgun hífðir upp af hafsbotni þar sem illa farið flak þotunnar liggur. Meira »

Lendingarbúnaðurinn fundinn

1.11. Kafarar hafa fundið hluta af lendingarbúnaði farþegaþotu lággjaldaflugfélagsins Lion Air, sem fórst er hún hrapaði í hafið úti fyrir ströndum eyjarinnar Jövu í Indónesíu á mánudag. 189 manns um borð og létust allir. Meira »

Hafa fundið annan flugritann

1.11. Tekist hefur að ná öðrum flugritanum úr flaki farþegaþotu indónesíska lággjaldaflugfélagsins Lion Air sem vonast er til að varpi ljósi á það hvers vegna hún hrapaði í hafið úti fyrir ströndum eyjarinnar Jövu í Indónesíu skömmu eftir flugtak í byrjun vikunnar. Meira »

Telja flak farþegaþotunnar fundið

31.10. Stjórnvöld í Indónesíu telja að tekist hafi að staðsetja flak farþegaþotu lággjaldaflugfélagsins Lion Air sem hrapaði í hafið úti fyrir strönd indónesísku eyjarinnar Jövu aðfaranótt mánudagsins. Þetta kemur fram í frétt AFP um málið. Meira »

Allar Boeing 737-MAX sæti skoðun

30.10. Samgönguráðherra Indónesíu hefur fyrirskipað flugfélögum í landinu að gera sérstaka úttekt á öllum Boeing 737-MAX-flugvélum sínum, en glæný vél Lion Air sem hrapaði í sjóinn skömmu eftir flugtak aðfaranótt mánudags var af þeirri gerð. Meira »

Hafa fundið fleiri líkamsleifar

30.10. Björgunarsveitir hafa fundið fleiri líkamsleifar á staðnum þar sem farþegaþota indónesíska lággjaldaflugfélagsins Lion Air hrapaði í hafið aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma með 189 manns um borð. Tugir kafara hafa tekið þátt í björgunaraðgerðunum. Meira »

Bilun greindist í búnaði þotunnar

29.10. Bilun greindist í gær í búnaði farþegaþotu indónesíska lággjaldaflugfélagsins Lion Air, sem hrapaði í hafið úti fyrir Indónesíu í nótt. Frá þessu er greint á vef BBC sem segir að í leiðarbók vélarinnar frá deginum áður komi fram að hraðamælir við flugstjórasæti vélarinnar væri „óáreiðanlegur“. Meira »

Talið að allir um borð hafi farist

29.10. Talið er að allir þeir 189 sem voru um borð í farþegaþotu lággjaldaflugfélagsins Lion Air sem fórst í hafinu við Indónesíu í nótt hafi látist. Brak hefur fundist úr þotunni þar sem hún hrapaði, persónulegar eigur fólks sem var um borð sem og líkamsleifar. Meira »

Hrapaði skömmu eftir flugtak

29.10. Farþegaþota indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði í hafið í kringum miðnætti að íslenskum tíma skömmu eftir að hún hafði yfirgefið höfuðborgina Jakarta. Þotan var af gerðinni Boeing-737 MAX og með 189 manns um borð. Meira »