FBI á Íslandi

Siggi hakkari á lúxushótelum

15.8.2013 Bandaríska alríkislögreglan, FBI, bauð Sigurði Inga Þórðarsyni, sem hefur verið kallaður Siggi hakkari, á lúxushótel í Kaupmannahöfn þar sem tekin voru við hann viðtöl um uppljóstrunarsíðuna Wikileaks haustið 2011. Var það eftir að samstarfi við fulltrúa FBI var hætt hér á landi. Meira »

„Siggi hakkari“ á launaskrá FBI

27.6.2013 Tæknitímaritið Wired hefur birt ítarlega umfjöllun um Sigurð Inga Þórðarson, sem hefur verið kallaður Siggi hakkari, undir yfirskriftinni „Sjálfboðaliði Wikileaks var uppljóstrari á launaskrá FBI“. Fjallað er um tengsl hans við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og samskipti við FBI (bandarísku alríkislögregluna). Meira »

„Þetta er mál sem má ekki sofna“

12.3.2013 „Það segir manni bara eitt að ráðherrann hafi haft þann eina ásetning að stoppa rannsókn íslensku lögreglunnar á þessu máli, allavega grípa inn í,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

„Ekkert nýtt í sjálfu sér“

12.3.2013 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fjallaði á fundi sínum í morgun um komu bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til Íslands sumarið 2011. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir atburðarrásin hafi verið rakin en ekkert nýtt hafi í sjálfu sér komið fram. Meira »

Opinber rannsókn á FBI-máli kemur til greina

11.3.2013 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist sjá ekkert því til fyrirstöðu að fram fari opinber rannsókn á komu bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til Íslands sumarið 2011 að því gefnu að rannsóknarhagsmunum sé ekki teflt í tvísýnu að mati ríkissaksóknara. Meira »

Hugsaður sem tálbeita

14.2.2013 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist telja að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefði ætlað sér að nota ungan Íslending, sem hún vildi yfirheyra hér á landi vegna hugsanlegrar árásar á tölvukerfi stjórnarráðsins, sem tálbeitu í rannsókn sinni á málefnum uppljóstrunarvefsins Wikileaks. Meira »

Tekist á um samstarfið við FBI

14.2.2013 Ekki var gripið inn í samstarf íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda sumarið 2011 af hálfu innanríkisráðuneytisins. Málið snerist aðeins um þá réttarbeiðni sem lögð hafði verið fram af hálfu bandarísku alríkislögreglunnar (FBI). Þetta sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, á Alþingi. Meira »

Pólitísk taugaveiklun og Kanafóbía

12.2.2013 „Fyrst og síðast verður að segja að málið einkennist af taugaveiklun, af pólitískri taugaveiklun og Kanafóbíu að vissu leyti í þessu máli öllu þegar menn fara yfir þetta,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Meira »

FBI hafði ekki leyfi til að koma

12.2.2013 Skilningur innanríkisráðuneytisins var sá að ekki hefði verið veitt leyfi fyrir komu fulltrúa FBI hingað til lands í ágúst 2011 til þess að ræða við íslenskan mann sem sagðist hafa upplýsingar um tölvuárás á Stjórnarráðið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Meira »

Afskiptin ekki óeðlileg

12.2.2013 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það hafa verið misminni hjá sér að fulltrúar FBI hafi farið af landi brott daginn eftir að hann var upplýstur um veru þeirra hér á landi í ágúst 2011. Hann telur afskipti sín af rannsókn FBI hér á landi hafa verið eðlileg. Meira »

Ekki öll kurl komin til grafar í FBI-málinu

9.2.2013 Birgitta Jónsdóttir segir að FBI hafi komið hingað til lands vegna Wikileaks. Þeir hafi ekkert erindi haft hingað vegna yfirvofandi tölvuárásar, þá aðstoð hefðu þeir getað veitt annars staðar frá. Meira »

„Þetta snýst bara um pólitík“

6.2.2013 „Ég fordæmi í fyrsta lagi auðvitað þessi afskipti stjórnvalda af þessari lögreglurannsókn sem greinilega teygir sig til fleiri landa. Það er furðulegt að þetta hafi fyrst verið heimilað og síðan skyndilega dregið til baka samkvæmt fyrirskipun innanríkisráðherra. Ég tel alveg liggja fyrir að þetta er pólitísk ákvörðun.“ Meira »

Samstarfi við FBI hætt strax

5.2.2013 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í yfirlýsingu að um leið og hann frétti af komu fulltrúa FBI til landsins sumarið 2011 hafi hann krafist þess að öllu samstarfi íslenskra lögregluyfirvalda við þá yrði hætt. Ögmundur er í opinberri heimsókn til Kína og tjáir sig ekki frekar að sinni. Meira »

Ögmundur vinnur að greinargerð um komu FBI

5.2.2013 Katrín Jakobsdóttir, starfandi innanríkisráðherra, ræddi á ríkisstjórnarfundi í morgun um komu starfsmanna FBI og tveggja saksóknara til landsins í ágúst 2011. Hún segir að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sé að taka saman greinargerð um málið. Meira »

Tölvuárás í rannsókn

5.2.2013 „Heimsókn FBI var unnin í samráði við íslensk stjórnvöld og algjörlega farið eftir þeim vinnureglum sem gilda í samskiptum landanna. Meira »

„Þetta er mjög skrítið allt saman“

4.2.2013 „Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum og ef að það verður þá munum við ræða það á nefndarfundi,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis. Meira »

Íslenski hakkarinn fæddur 1992

4.2.2013 Heimildir mbl.is herma að Íslendingurinn sem ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari hafi til rannsóknar og tengist WikiLeaks sé sá hinn sami og sagði í útvarpsþættinum The Documentary á BBC þann 1. janúar 2013 að hann hefði 12 ára gamall hakkað sig inn í tölvukerfi stjórnarráðsins. Meira »

Vísar öllum tengslum á bug

4.2.2013 „Mér þætti fróðlegt að vita hvað hafi komið út úr þessari rannsókn og ef ekkert hefur komið út úr henni hvað hún segi til um upphaflegt tilefni þessa fjaðrafoks,“ sagði Kristinn Hrafnsson. Meira »

FBI rannsakaði tölvuárás á Ísland

4.2.2013 Koma starfsmanna bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, til Íslands í ágúst 2011 grundvallaðist á fyrirliggjandi réttarbeiðni og var liður í rannsókn þeirra og rannsókn íslensku lögreglunnar vegna mögulegrar tölvuárásar á tölvukerfi stjórnarráðsins. Meira »

Óskar eftir greinargerð

4.2.2013 Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óskaði í nýliðinni viku eftir greinargerðum frá innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti um mál bandarískra lögreglumanna frá FBI. Þeir komu hingað til lands í ágúst 2011. Meira »

Stöðvaði samstarf við FBI

30.1.2013 „Ég get staðfest að þetta gerðist í ágústmánuði 2011. Þá komu hingað lögreglumenn frá FBI. Þeir verða að svara fyrir það sjálfir hvað þeir ætluðu að gera. Ég get staðfest það líka að þeir vildu samstarf við embætti ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra,“ segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Meira »