Fellibylurinn María

Rafmagnslaust í þrjár vikur

12.10. Um þremur vikum eftir að fellibylurinn María reið yfir Púertó Ríkó er að mestu leyti enn rafmagnslaust á eyjunni. Varnarmálaráðuneytið segir er að um 16% landsins sé tengt rafmagni en yfirvöld á eyjunni segja hlutfallið vera nær 10%. Meira »

Trump kvartar yfir kostnaði Maríu

12.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað yfir fjárútlátum bandarískra stjórnvalda vegna hjálparstarfs á Púertó Ríkó í kjölfar fellibyljarins Maríu. Segir Trump alríkisaðstoðina ekki geta haldið áfram „endalaust“. Meira »

Íbúar Púertó Ríkó geta verið stoltir

3.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að íbúar Púertó Ríkó gætu verið stoltir af því að ekki hafi fleiri mannslíf týnst í fellibylnum Maríu sem reið yfir landið. Eyðilegging Maríu hafi ekki verið nándar nærri jafn mikil og kraftur fellibyljarins Katrínar þar sem fleiri hundruð manns létust. Meira »

Segir Trump vera að leita afsakana

1.10. Carmen Yulin Cruz, borgarstjóri San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta vera að leita afsakana á því af hverju hjálparstarfið gangi ekki betur. Trump hafði áður sakað Cruz um lélega stjórnunarhæfni eftir að hún kvartaði yfir að neyðaraðstoð bærist ekki nógu hratt. Meira »

Trump: „Vilja láta gera allt fyrir sig“

30.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir nýjustu Twitter-skilaboðum sínum að stjórnvöldum á Púertó Ríkó vegna gagnrýni þeirra á hjálparstarf bandarískra stofnana í kjölfar eyðileggingarinnar sem fellibylurinn María olli á eyjunni. Meira »

Hömlum á flutningum til Púertó Ríkó aflétt

28.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflétt hömlum á skipaflutningum til Púertó Ríkó til að flýta fyrir því að neyðaraðstoð berist íbúum eyjarinnar, sem varð illa fyrir barðinu á fellibylnum Maríu í síðustu viku. Meira »

Trump heimsækir Púertó Ríkó

26.9. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Púertó Ríkó á þriðjudaginn í næst viku. Landið varð illa úti eftir fellibylinn Maríu sem reið yfir landið fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir skeytingaleysi sitt gagnvart neyð íbúa landsvæðisins. Meira »

Eymdin eykst dag frá degi

24.9. Aðstæður íbúa í Púertó Ríkó versna dag frá degi þar sem dagurinn fer í að standa í biðröð eftir mat og eldsneyti. Enn er rafmagnslaust og fjarskiptasamband liggur enn niðri. Meira »

13 látist í Púertóríkó

22.9. 13 manns létust hið minnsta í Púertóríkó þegar fellibylurinn María reið yfir landið. Ríflega 700 manns var bjargað úr gríðarlega miklu flóði sem fylgdi í kjölfarið. Vatnsyfirborðið hækkaði allt að fjóra metra. Enn rignir á svæðinu og rafmagnslaust er víða og verður næstu mánuði. Meira »

15 látnir á Dominíku eftir Maríu

21.9. 15 manns hið minnsta létust er fellibylurinn María fór yfir eyjuna Dóminíku á Karíbahafi og 20 til viðbótar er saknað. Roosevelt Skerrit forsætisráðherra Dóminíku segir kraftaverk að fjöldi látinna skipti ekki hunduðum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

21.9. Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

Rafmagnslaust í marga mánuði

21.9. Ríkisstjóri Púertó Ríkó, Ricardo Rosselló, óttast að það geti tekið mánuði að koma rafmagni á alls staðar á eyjunni en eyjan er rafmagnslaus eins og hún leggur sig. Fellibylurinn Maria nam land í Púertó Ríkó í gær. Meira »

„Eyjan okkar hefur verið lögð í rúst“

21.9. Útlit er fyrir að fellibylurinn María hafi lagt eyjuna Púertó Ríkó í rúst. Greint var frá því fyrr í kvöld að eyjan sé með öllu rafmagnslaus. „Þegar við getum loks farið út aftur munum við sjá að eyjan okkar hefur verið lögð í rúst,“ sagði Abner Gó­mez Cortés, yf­ir­maður almannavarna. Meira »

Rafmagnslaust á Púertó Ríkó

20.9. Fellibylurinn María hefur slegið út öllu rafmagni á eyjunni Púertó Ríkó eins og hún leggur sig en þar búa alls 3,5 milljónir manna. Um er að ræða fjórða stigs felli­byl og gekk hann á land skammt frá Ya­bucoa á suðaust­ur­strönd Pú­er­tó Ríkó um klukk­an 10.15 í morg­un. Meira »

Maria komin til Púertó Ríkó

20.9. Fellibylurinn Maria er kominn til Púertó Ríkó og mælist vindhraði hans 250 kílómetrar á klukkustund.  Meira »

Maria aftur orðin 5. stigs fellibylur

19.9. Fellibylurinn Maria hefur nú aftur náð styrk fimmta stigs fellibyls og er vindhraðinn nú orðinn 265 km/klst. Fellibylurinn stefnir nú á eyjuna Púertó Ríkó og óttast yfirvöld að brakið sem fylgdi fellibylnum Irmu eigi eftir að reynast lífshættulegt þegar Maria fer þar yfir. Meira »