Fellibylurinn María

Ummælin móðgun við mannkynið

12.9. Gagnrýni heldur áfram að rigna yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann lofaði viðbrögð bandarískra yfirvalda vegna fellibylsins Maríu sem fór yfir Púertó Ríkó í fyrra. Eru orð hans m.a. sögð vera „móðgun við mannkynið“. Meira »

Trump gagnrýndur fyrir ummæli um Púertó Ríkó

12.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir að lofa viðbrögð bandarískra yfirvalda er fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó í fyrra. „Ef hann telur dauða 3.000 manns vera árangur, þá Guð hjálpi okkur öllum,“ sagði borgarstjóri höfuðborgar Púertó Ríkó á Twitter. Meira »

Hækka opinberar dánartölur

28.8. Yfirvöld í Púertó Ríkó segja nú að 2.975 manns hafi látist af völdum fellibylsins Maríu, sem gekk yfir eyjuna í september í fyrra. Áður sögðu opinberar tölur til um að 64 íbúar eyjunnar hefðu látist og hafa yfirvöld sætt gagnrýni fyrir það, enda mat sérfræðinga mun hærra. Meira »

4.600 létust á Púertó Ríkó

29.5. 4.600 manns létust vegna fellibylsins Maríu sem fór yfir Púertó Ríkó í haust. Það er sjötíu sinnum meira mannfall en getið er um í opinberum tölum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Harvard-háskóla. Meira »

Rafmagnslaust í þrjár vikur

12.10.2017 Um þremur vikum eftir að fellibylurinn María reið yfir Púertó Ríkó er að mestu leyti enn rafmagnslaust á eyjunni. Varnarmálaráðuneytið segir er að um 16% landsins sé tengt rafmagni en yfirvöld á eyjunni segja hlutfallið vera nær 10%. Meira »

Trump kvartar yfir kostnaði Maríu

12.10.2017 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað yfir fjárútlátum bandarískra stjórnvalda vegna hjálparstarfs á Púertó Ríkó í kjölfar fellibyljarins Maríu. Segir Trump alríkisaðstoðina ekki geta haldið áfram „endalaust“. Meira »

Íbúar Púertó Ríkó geta verið stoltir

3.10.2017 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að íbúar Púertó Ríkó gætu verið stoltir af því að ekki hafi fleiri mannslíf týnst í fellibylnum Maríu sem reið yfir landið. Eyðilegging Maríu hafi ekki verið nándar nærri jafn mikil og kraftur fellibyljarins Katrínar þar sem fleiri hundruð manns létust. Meira »

Segir Trump vera að leita afsakana

1.10.2017 Carmen Yulin Cruz, borgarstjóri San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta vera að leita afsakana á því af hverju hjálparstarfið gangi ekki betur. Trump hafði áður sakað Cruz um lélega stjórnunarhæfni eftir að hún kvartaði yfir að neyðaraðstoð bærist ekki nógu hratt. Meira »

Trump: „Vilja láta gera allt fyrir sig“

30.9.2017 Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir nýjustu Twitter-skilaboðum sínum að stjórnvöldum á Púertó Ríkó vegna gagnrýni þeirra á hjálparstarf bandarískra stofnana í kjölfar eyðileggingarinnar sem fellibylurinn María olli á eyjunni. Meira »

Hömlum á flutningum til Púertó Ríkó aflétt

28.9.2017 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflétt hömlum á skipaflutningum til Púertó Ríkó til að flýta fyrir því að neyðaraðstoð berist íbúum eyjarinnar, sem varð illa fyrir barðinu á fellibylnum Maríu í síðustu viku. Meira »

Trump heimsækir Púertó Ríkó

26.9.2017 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Púertó Ríkó á þriðjudaginn í næst viku. Landið varð illa úti eftir fellibylinn Maríu sem reið yfir landið fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir skeytingaleysi sitt gagnvart neyð íbúa landsvæðisins. Meira »

Eymdin eykst dag frá degi

24.9.2017 Aðstæður íbúa í Púertó Ríkó versna dag frá degi þar sem dagurinn fer í að standa í biðröð eftir mat og eldsneyti. Enn er rafmagnslaust og fjarskiptasamband liggur enn niðri. Meira »

13 látist í Púertóríkó

22.9.2017 13 manns létust hið minnsta í Púertóríkó þegar fellibylurinn María reið yfir landið. Ríflega 700 manns var bjargað úr gríðarlega miklu flóði sem fylgdi í kjölfarið. Vatnsyfirborðið hækkaði allt að fjóra metra. Enn rignir á svæðinu og rafmagnslaust er víða og verður næstu mánuði. Meira »

15 látnir á Dominíku eftir Maríu

21.9.2017 15 manns hið minnsta létust er fellibylurinn María fór yfir eyjuna Dóminíku á Karíbahafi og 20 til viðbótar er saknað. Roosevelt Skerrit forsætisráðherra Dóminíku segir kraftaverk að fjöldi látinna skipti ekki hunduðum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

21.9.2017 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

Rafmagnslaust í marga mánuði

21.9.2017 Ríkisstjóri Púertó Ríkó, Ricardo Rosselló, óttast að það geti tekið mánuði að koma rafmagni á alls staðar á eyjunni en eyjan er rafmagnslaus eins og hún leggur sig. Fellibylurinn Maria nam land í Púertó Ríkó í gær. Meira »

„Eyjan okkar hefur verið lögð í rúst“

21.9.2017 Útlit er fyrir að fellibylurinn María hafi lagt eyjuna Púertó Ríkó í rúst. Greint var frá því fyrr í kvöld að eyjan sé með öllu rafmagnslaus. „Þegar við getum loks farið út aftur munum við sjá að eyjan okkar hefur verið lögð í rúst,“ sagði Abner Gó­mez Cortés, yf­ir­maður almannavarna. Meira »

Rafmagnslaust á Púertó Ríkó

20.9.2017 Fellibylurinn María hefur slegið út öllu rafmagni á eyjunni Púertó Ríkó eins og hún leggur sig en þar búa alls 3,5 milljónir manna. Um er að ræða fjórða stigs felli­byl og gekk hann á land skammt frá Ya­bucoa á suðaust­ur­strönd Pú­er­tó Ríkó um klukk­an 10.15 í morg­un. Meira »

Maria komin til Púertó Ríkó

20.9.2017 Fellibylurinn Maria er kominn til Púertó Ríkó og mælist vindhraði hans 250 kílómetrar á klukkustund.  Meira »

Maria aftur orðin 5. stigs fellibylur

19.9.2017 Fellibylurinn Maria hefur nú aftur náð styrk fimmta stigs fellibyls og er vindhraðinn nú orðinn 265 km/klst. Fellibylurinn stefnir nú á eyjuna Púertó Ríkó og óttast yfirvöld að brakið sem fylgdi fellibylnum Irmu eigi eftir að reynast lífshættulegt þegar Maria fer þar yfir. Meira »