Fiskeldi

Laxeldi ógnar villta laxastofninum

12.3. Stefnt er að því að kafa í nokkrar ár á Vestfjörðum næsta haust og telja í þeim villta laxa og athuga um leið hvort þar sjást eldislaxar. Sjáist þeir verða þeir veiddir. Svona er farið að á hverju ári í fimmtíu ám í Noregi, að sögn Leós Alexanders Guðmundssonar, líffræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Meira »

Athugasemdir við eldi í Skutulsfirði

2.3. Umhverfisstofnun telur líklegt að aukning framleiðslu um 300 tonn af þorski og regnbogasilungi í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi hafi talsverð umhverfisáhrif í för með sér. Meira »

Gæti skapað tugi nýrra starfa

1.3. Lykilatriði er að fyrirhugað fiskeldi við sjávarsiðuna í Þorlákshöfn verði umhverfisvænt. Þetta segir Ingólfur Snorrason, sem fer fyrir þróunarfélaginu Landeldi. Um þrjátíu manns komu saman á kynningarfundi fyrir íbúa sem hófst í ráðhúsi Ölfuss klukkan 17.30 í dag. Meira »

Kynna áform um eldi í Þorlákshöfn

1.3. Fyrirtækið Landeldi ehf. hefur boðað til íbúakynningar í Þorlákshöfn í dag klukkan 17.30. Tilefnið er áform fyrirtækisins um að koma á fót allt að fimm þúsund tonna eldi á laxfiski í sveitarfélaginu. Meira »

Litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

22.2. Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar tjóns á tveimur kvíum. Önnur er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði. Meira »

Vill stjórnsýsluúttekt á eftirliti MAST

20.2. Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi. Meira »

Afurðir fiskeldis aukast um 38%

1.2. Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, og nam 20.776 tonnum. Mest jukust afurðir úr sjókvíaeldi á laxi en hlutfallslega mest jókst regnbogasilungur úr sjókvíum. Meira »

Úthlutað til hæstbjóðanda

31.1. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi.   Meira »

Spáð meiri vexti

16.1. „Nei, ég held að það hafi enginn áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ennþá spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á heimsmarkaði,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Meira »

Segir þekkingu skorta í gagnrýni LV

11.1. Gagnrýni Landssambands veiðifélaga á fyrirhugað laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði ber vott um þekkingarskort, segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf. sem hefur uppi áform um 20 þúsund tonna eldi í firðinum. Meira »

„Óforsvaranlegt með öllu“

9.1. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við áform Akvafuture um 20.000 tonna fiskeldi í Eyjafirði. Telur sambandið ótímabært með öllu að ráðast í umrædda framkvæmd. Meira »

Leyfir fiskeldi í Patreks- og Tálknafirði

28.12. Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm og Fjarðalaxi rekstrarleyfi til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en samanlögð árleg framleiðsla fyrirtækjanna tveggja verður 17.500 tonn af laxi. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

11.12. Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Vísa áhyggjum Loðnuvinnslunnar á bug

8.12. Sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði þess sjávar sem Loðnuvinnslan hf. mun nota. Þetta er álit vísindamanna í umhverfismálum hjá rannsóknar- og ráðgjafarstofunni Rorum. Meira »

Loðnuvinnslan mótmælir áformum um fiskeldi

5.12. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Segir í tilkynningu frá stjórn útgerðarinnar að áformin séu nú í umsagnarferli án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Meira »

Sjókvíaeldi tvöfaldast í Dýrafirði

4.12. Arctic Sea Farm, dótturfélag Arctic Fish, fær einhvern næstu daga afhent rekstrar- og starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 4000 tonnum á laxi í sjókvíum í Dýrafirði. Meira »

Fiskeldi með 46% af markaðnum

26.11. Fiskeldi hefur sexfaldast á árunum 1990 til 2016 á heimsvísu. Ekki hefði verið hægt að mæta spurn eftir fiski í Asíu nema með fiskeldi. Meira »

Leyfi til framkvæmda raunhæf í vor

9.11. Ef ekki kemur babb í bátinn við afgreiðslu breytts deiliskipulags við Kópasker í Norðurþingi gæti sveitarfélagið veitt framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu seiðaeldis strax næsta vor. Þetta er mat Gauks Hjartarsonar, skipulags- og byggingafulltrúa Norðurþings. Meira »

Máli gegn Arnarlaxi vísað frá dómi

6.11. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli sem höfðað var til ógildingar starfs- og rekstrarleyfis Arnarlax hf. til sjókvíaeldis á laxi í Arnarfirði. Málið var höfðað af málsóknarfélaginu Náttúruvernd 1, sem saman stendur meðal annars af veiðiréttarhöfum í Haffjarðará á Snæfellsnesi, Laxá á Ásum og í Fífustaðadal. Meira »

Klakið og startfóðrun seiðanna mikilvægust

2.11. „Klakið á hrognunum og startfóðrunin er mikilvægust. Hvernig til tekist með það segir mikið til um hversu auðvelt framhaldið verður,“ segir Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri seiðaeldisstöðvar Arctic Smolt í Tálknafirði. Uppbygging þessarar stóru seiðastöðvar er vel á veg komin. Meira »

Írar stefna á að auka fiskeldi

20.10. Írsk stjórnvöld stefna að því að stórauka matvælaframleiðslu sína á næstu árum. Hluti af þeirri áætlun er að auka fiskeldi, sem þegar gegnir veigamiklu hlutverki á Írlandi og ekki síst í dreifbýli. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

18.10. Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Draga úr áhættu í fiskeldi

15.10. Ísland gæti orðið brautryðjandi í sjálfbærri og vistvænni fiskeldistækni að sögn Rögnvaldar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra AkvaFuture, sem hannar og framleiðir lokaðar kvíar. Meira »

Telja erfðablöndun ólíklega

6.10. Fiskeldi Austfjarða áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu úr 11 þúsund tonnum í 21 þúsund tonn í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið metur erfðablöndun við villtan lax ólíklega. Þetta kemur fram í frummati á umhverfisáhrifum, sem fyrirtækið hefur lagt fram. Meira »

Leita að eldislöxum í ám á Vestfjörðum

5.10. Eftirlitsmenn Fiskistofu kanna um þessar mundir hvort eldislaxar finnist í ám nærri sjókvíaeldisstöðvum á Vestfjörðum. Hefur stofan haft samráð við Hafrannsóknastofnun um leitina, en stofnunin telur að niðurstöður könnunarinnar geti gagnast við áhættumat vegna hugsanlegrar erfðablöndunar laxa á Vestfjörðum. Meira »

Þarf að taka tillit til eldisaðferða

27.9. Það er gagnrýnivert að Hafrannsóknastofnun geri ráð fyrir sambærilegri áhættu af sleppingum á laxaseiðum hjá þeim laxeldisstöðvum sem setja smáseiði út í júní og þeirra sem setja seiði út að hausti. Þetta er mat Báru Gunnlaugsdóttur eins stjórnenda Stofnfisks. Meira »

Útbreiðsla laxalúsar eykst með laxeldi

27.9. Laxalús hefur aukið útbreiðslu sína með laxeldi í Noregi og lúsin berst úr eldislaxinum yfir í villta laxinn. Þetta sagði Dr. Geir Lasse Taranger, sérfræðingur við Havforskningsinstituttet á morgunfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Sagði Tarenger ástandið hafa versnað undanfarin 5 ár. Meira »

Áhrif laxeldis staðbundnari en áður talið

27.9. Stóru fréttirnar eru að áhrifin af laxeldi eru staðbundnari en menn töldu áður. Þetta sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, á morgunfundi sem haldin var í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu nú í morgun um áhættumat Hafró á laxeldi. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

24.9. Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

22.9. Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »