Fiskeldi

Neikvæð samlegðaráhrif og hætta á laxalús

15.6. Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 20.800 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Telur stofnunin að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs laxeldis séu á ástand sjávar og botndýralíf, auk aukinnar hættu á að fisksjúkdómar og laxalús berist í villta laxfiska og mögulegrar erfðablöndunar. Meira »

Breytt staðsetning til bóta fyrir umhverfið

12.6. Matvælastofnun hefur gefið út breytt rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldisstöðvar Fjarðalax í Patreksfirði. „Í upphafi árs kom í ljós að færa þyrfti til eldissvæði Fjarðalax að Eyri í Patreksfirði vegna straumstefnu fjarðarins. Breyting á staðsetningu eldissvæðanna er til bóta fyrir umhverfið og eldisfiskinn og var það mat Skipulagsstofnunar að breytingin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Meira »

Benchmark Holdings til Chile

9.6. Breska líftæknifyrirtækið Benchmark Holdings ætlar í hlutafjárútboð til þess að fjármagna kaup á 49% hlut í laxeldisfyrirtækinu AquaChile. Meira »

Fiskeldi verði ein þriggja grunnstoða Vestfjarða

28.5. Vestfirðir hafa átt afar erfitt uppdráttar í lengri tíma, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður, fólki stöðugt fækkað og dauft verið yfir fjórðungnum. En nú sér fyrir endann á þeirri þróun. Meira »

Vakta þurfi ár á eldissvæðum

28.5. Ekki er hægt að draga víðtækar ályktanir af þeim niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar, að sex af tólf löxum sem henni voru sendir vegna gruns um eldisuppruna, hafi reynst vera strokulaxar úr eldi. Meira »

Sex laxar höfðu sloppið úr eldi

28.5. Af tólf löxum, sem bárust Hafrannsóknastofnun í haust frá Mjólká og Laugardalsá á Vestfjörðum, báru sex einkenni þess að hafa átt uppruna að rekja til eldis. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar stofnunarinnar, sem nú hafa verið kynntar. Meira »

„Dveljum ekki við þessa mynd“

17.5. Hægur og stígandi vöxtur er í fiskeldi á Íslandi, segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann gefur lítið fyrir efni myndarinnar „Undir yfirborðinu“, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag. Meira »

Ekki í leit að sökudólgum

13.5. Laxeldi í opnum sjókvíum er hitamál um allan heim og í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd er í kvöld er leitast við að varpa ljósi á reynslu annarra þjóða af þessari aðferð og draga fram heildarmyndina og mögulegar afleiðinar sjókvíaeldis á íslenska náttúru. Meira »

Íslendingar þurfi að vanda til verka

28.4. Eldi fjölda tegunda hefur verið reynt á Íslandi, ýmist á landi eða í sjó, með heldur misgóðum árangri. Ólafur Sigurgeirsson, lektor við Háskólann á Hólum, hefur skoðað þennan árangur og fjallaði um sínar niðurstöður í erindi á ráðstefnunni Strandbúnaði 2018 í mars. Meira »

Fundu kjöraðstæður á Reykjanesi

25.4. Matorka sækir á markaðinn fyrir hágæða eldisfisk og hefur m.a. samið við bandarísku veitingastaðakeðjuna Nobu. Bráðum bætist laxeldi við til að renna fleiri stoðum undir reksturinn. Meira »

Hafna kröfu um frestun 500 tonna eldis

23.4. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa á ákvörðun Matvælastofnunar frá 13. nóvember 2017, um útgáfu rekstrarleyfis fyrir 500 tonna seiðaeldi Laxa fiskeldis ehf. í Þorlákshöfn. Meira »

„Alvöru vestfirskur fundur“

18.4. „Þetta var alvöru vestfirskur fundur þar sem ýmislegt var látið flakka. Fundargestir, sem voru milli 250 og 300, voru beinskeyttir og harðir en ekki dónalegir að mínu mati,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, eftir íbúafund sem Kristján Þór Júlíusson boðaði til í gærkvöldi. Meira »

Þarf ekki að gangast undir umhverfismat

16.4. Fyrirhuguð stækkun fiskeldis Hábrúnar í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi, úr 400 tonnum í 700 tonn, er ekki líkleg til að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Þarf framkvæmdin því ekki að undirgangast mat á umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða Skipulagsstofnunar. Meira »

Skora á umhverfisráðherra

13.4. Veiðifélag Víðidalsár mótmælir öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum, bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér í kjölfar aðalfundar þess sem haldinn var á mánudag. Meira »

Vilja verða sterkur hluti af bæjarfélaginu

12.4. Hópur manna stendur að baki fyrirtækinu Landeldi ehf., en þeir hyggjast setja á fót lax- og bleikjueldi í Þorlákshöfn á næstu misserum. Ingólfur Snorrason, forsvarsmaður hópsins, segir í samtali við 200 mílur að mikil tækifæri leynist í bleikjueldi og að Þorlákshöfn eigi sér bjarta framtíð þrátt fyrir nýleg áföll í atvinnulífinu. Meira »

Óveruleg áhrif laxeldis í Arnarfirði

7.4. Fyrirhugað eldi Arctic Sea Farm í Arnarfirði mun hafa verulega jákvæð áhrif á hagræna og samfélagslega þætti. Áhrif á botndýralíf á nærsvæði kvíanna verða talsvert neikvæð en þau verða þó staðbundin og afturkræf. Meira »

Dregur álit sitt til baka

4.4. Skipulagsstofnun hefur dregið til baka álit sem stofnunin gaf út í gær. Í álitinu lagðist stofnunin gegn fyrirhuguðu 6.800 tonna laxeldi fyrirtækisins Háafells í Ísafjarðardjúpi. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfestir í svari við fyrirspurn mbl.is að álitið hafi verið kynnt Háafelli og umsagnaraðilum í gær en dregið til baka að ósk Háafells. Meira »

Ekki metin áhrif á íslenskan lax

28.3. Líkan sem norskir vísindamenn hafa þróað og sýnir hvernig erfðaeiginleikar eldislax hafa áhrif á villta laxastofna snýst eingöngu um norskan eldislax og norskan villilax, segir í tilkynningu frá Icelandic Wildlife Fund. Meira »

Enn drepast fiskar í stórum stíl

23.3. Arnarlax brást rétt við tjóni á sjókvíum sínum í kjölfar óveðurs sem gekk yfir 11. febrúar, með því að setja af stað verkferla til að koma í veg slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og framleiðenda búnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Meira »

Laxar drepist í auknum mæli vegna kulda

20.3. Laxar í kvíum Arnarlax í Arnarfirði hafa undanfarið drepist í auknum mæli, vegna kulda og meðhöndlunar á fiski í sláturkví. Hefur dauði fiskurinn safnast saman í botni kvía og honum svo verið dælt um borð í báta Arnarlax. Meira »

Laxeldi ógnar villta laxastofninum

12.3. Stefnt er að því að kafa í nokkrar ár á Vestfjörðum næsta haust og telja í þeim villta laxa og athuga um leið hvort þar sjást eldislaxar. Sjáist þeir verða þeir veiddir. Svona er farið að á hverju ári í fimmtíu ám í Noregi, að sögn Leós Alexanders Guðmundssonar, líffræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Meira »

Athugasemdir við eldi í Skutulsfirði

2.3. Umhverfisstofnun telur líklegt að aukning framleiðslu um 300 tonn af þorski og regnbogasilungi í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi hafi talsverð umhverfisáhrif í för með sér. Meira »

Gæti skapað tugi nýrra starfa

1.3. Lykilatriði er að fyrirhugað fiskeldi við sjávarsiðuna í Þorlákshöfn verði umhverfisvænt. Þetta segir Ingólfur Snorrason, sem fer fyrir þróunarfélaginu Landeldi. Um þrjátíu manns komu saman á kynningarfundi fyrir íbúa sem hófst í ráðhúsi Ölfuss klukkan 17.30 í dag. Meira »

Kynna áform um eldi í Þorlákshöfn

1.3. Fyrirtækið Landeldi ehf. hefur boðað til íbúakynningar í Þorlákshöfn í dag klukkan 17.30. Tilefnið er áform fyrirtækisins um að koma á fót allt að fimm þúsund tonna eldi á laxfiski í sveitarfélaginu. Meira »

Litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

22.2. Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar tjóns á tveimur kvíum. Önnur er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði. Meira »

Vill stjórnsýsluúttekt á eftirliti MAST

20.2. Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi. Meira »

Afurðir fiskeldis aukast um 38%

1.2. Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, og nam 20.776 tonnum. Mest jukust afurðir úr sjókvíaeldi á laxi en hlutfallslega mest jókst regnbogasilungur úr sjókvíum. Meira »

Úthlutað til hæstbjóðanda

31.1. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi.   Meira »

Spáð meiri vexti

16.1. „Nei, ég held að það hafi enginn áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ennþá spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á heimsmarkaði,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Meira »

Segir þekkingu skorta í gagnrýni LV

11.1. Gagnrýni Landssambands veiðifélaga á fyrirhugað laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði ber vott um þekkingarskort, segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf. sem hefur uppi áform um 20 þúsund tonna eldi í firðinum. Meira »