Fiskeldi

750.000 laxar drápust á nokkrum klukkustundum

Í gær, 11:55 Um 750 þúsund laxar drápust á fáeinum klukkustundum í eldiskvíum fyrirtækisins Bakkafrosts í síðustu viku. Ekki er vitað hvers vegna fiskurinn drapst. Meira »

Eldislax hefði náð að hrygna í haust

21.9. Eldislax sem veiddist í Eyjafjarðará í byrjun mánaðarins var að því kominn að hrygna og hefði líklega náð því í haust. Þetta kemur fram í máli Guðna Bergssonar, sviðsstjóra og sérfræðings ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, í Fréttablaðinu í dag. Meira »

200 þúsund laxar drápust

19.9. 200 þúsund laxar drápust í eldi Arnarlax í Tálknafirði í febrúar. Í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn í lok þess mánaðar sagði að 53 þúsund laxar hefðu drepist, og hafa hærri tölur ekki birst fyrr en nú. Til sam­an­b­urðar má geta að á ár­inu 2016 voru 53.600 lax­ar veidd­ir á stöng á Íslandi. Meira »

Samningurinn gerður í góðri trú

7.9. Forseti Klúbbs matreiðslumeistara segir þá stöðu sem upp er komin mjög viðkvæma og svigrúm þurfi til að vinna úr henni. Fregnir bárust af því í gær að klúbburinn hefði gert styrktarsamning við fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hf. Í kjölfarið sögðu allir liðsmenn kokkalandsliðsins sig úr liðinu. Meira »

Fyrirtækjum „haldið í spennitreyju“

5.9. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð hefur samþykkt ályktun þar sem það lýsir yfir undrun sinni á að ekki hafi fengist heimildir fyrir auknu laxeldi í Reyðarfirði eins og burðarþolsmat segir til um og unnið hefur verið að undanfarin ár. Meira »

Eldislax líklega kominn í Vatnsdalsá

1.9. Talið er að eldislax hafi veiðst í Hnausastreng í Vatnsdalsá í gær. Laxinn sem veiddist var 70 sm hrygna og er staðarhaldari árinnar ekki í neinum vafa um að um eldislax sé að ræða. Ef það reynist rétt myndi það vera a.m.k. fjórði eldislaxinn sem veiðist í íslenskum ám í sumar. Meira »

Þrír eldislaxar úr veiðiám

1.9. Staðfest hefur verið með greiningu á vegum Hafrannsóknastofnunar að þrír af fjórum löxum sem veiddust á Vestfjörðum nýlega og voru úr eldi. Meira »

Stefna á 6 þúsund tonna eldi

30.8. Fiskeldisfyrirtækið AkvaFuture ehf. hefur lagt fram matsáætlun fyrir fiskeldi í lokuðum sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið stefnir á allt að 6.000 tonna eldi í fjórum innfjörðum í Djúpinu, fáist samþykki yfirvalda. Meira »

Gagnrýnir tilgangslítið tilraunaeldi

29.8. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir eindreginni andstöðu gegn fyrirhuguðu 3.000 tonna tilraunafiskeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og varar Hafrannsóknastofnun við því að fjármunum verði sóað í tilgangslítið verkefni. Þetta kemur fram í bréfi sem landssambandið sendi Hafrannsóknastofnun í vikunni. Meira »

Burðarþol Seyðisfjarðar metið tíu þúsund tonn

28.8. Hafrannsóknastofnun metur burðarþol Seyðisfjarðar með tilliti til sjókvíaeldis allt að tíu þúsund tonn á ári.  Meira »

HG sækir að nýju um eldi í Djúpinu

22.8. Hraðfrystihúsið-Gunnvör (HG) hefur sótt að nýju um starfs- og rekstrarleyfi fyrir mikla aukningu heimilda til fiskeldis í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, aðallega á regnbogasilungi. Meira »

Áhættumat ekki á vetur setjandi

16.8. Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna slysasleppinga á eldislaxi sætir harðri gagnrýni í skýrslu Laxa fiskeldis ehf. um aukningu á heimildum til laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði. Meira »

Hætta að styrkja þorskeldi

11.8. Verkefni sem snerist um kynbætur á eldisþorski og seiðaframleiðslu fékk tæpar 280 milljónir af rannsóknarfé AVS-sjóðsins á fimmtán ára tímabili og var oft stærsta verkefni hans. Meira »

Lax slapp úr sjókví við Tálknafjörð

13.7. Slysaslepping á eldislaxi varð úr sjókví Fjarðalax í Tálknafirði í byrjun þessa mánaðar. Orsök tjóns og umfang slysasleppingar liggja ekki fyrir en 5 fiskar úr sjókvínni hafa veiðst í net eftir atvikið fram til þessa. Meira »

Þrír laxar í netum við eldiskvína

8.7. Enginn lax hefur fundist í netum sem lögð voru með ströndinni í Tálknafirði í námunda við eldisstöð Arnarlax. Göt fund­ust á föstudag á sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Tálknafirði við reglu­bundið eft­ir­lit starfs­manna. Viðbragðsáætl­un var virkjuð og voru rek­n­et lögð út við kvína til að koma í veg fyr­ir að fisk­ur slyppi út. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir fisk­ar hafa sloppið. Meira »

Mikilvægt að eldislax rati ekki í árnar

7.7. „Auðvitað er þetta mjög miður að atvik af þessu tagi komi upp. Það er auðvitað aldrei hægt að útiloka að eitthvað slíkt gerist,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, um göt sem fund­ust í gær á sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Tálknafirði. Meira »

Göt fundust á sjókví í Tálknafirði

7.7. Göt fundust í gær á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Tálknafirði við reglubundið eftirlit starfsmanna. Viðbragðsáætlun var virkjuð og voru reknet lögð út við kvína til að koma í veg fyrir að fiskur slyppi út. Ekki liggur fyrir hversu margir fiskar hafa sloppið. Meira »

Kemur illa við íbúana

6.7. Ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um að endurskoða ekki áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi er byggðum í landinu gríðarlegt áfall að sögn Einars K. Guðfinnssonar, formanns Landssambands fiskeldisstöðva. Meira »

Breyta ekki áhættumatinu

5.7. Ekki er ráðlegt að breyta áhættumati vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. Þetta er niðurstaða ráðgjafanefndar Hafrannsóknastofnunar um fiskeldi, en Landssamband fiskeldisstöðva hefur meðal annarra óskað eftir því að matið verði endurskoðað. Meira »

„Eftirlitskerfið er í molum“

3.7. „Þetta er eins og að próflaus maður keyri bíl alveg átölulaust. Það má hver sem er keyra bíl en maður þarf þó próf til að keyra.“ Þetta sagði Gunnlaugur Stefánsson, formaður Veiðifélags Breiðdæla, um laxeldi sem viðgengst nú í opnum sjókvíum á vegum Fiskeldis Austfjarða ehf. í Berufirði. Meira »

Önundarfjörður gæti borið 2.500 tonn

1.7. Hægt er að leyfa allt að 2.500 tonna fiskeldi í Önundarfirði. Þetta er niðurstaða burðarþolsmats Hafrannsóknastofnunar, en í matinu er gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum verði aldrei meiri en 2.500 tonn og sömuleiðis að vöktun á áhrifum eldisins fari fram. Meira »

Þörf á úrbótum í Tálknafirði

29.6. Kafarar voru kallaðir til aðstoðar eftir að nótarpoki eldiskvíar Fjarðalax í Tálknafirði endaði í skrúfu vinnubáts á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Losuðu kafararnir nótarpokann af skrúfu vinnubátsins en áður höfðu starfsmenn sett öryggisnet inn í nótarpokann þar sem hann var útdreginn og flæktur. Meira »

Neikvæð samlegðaráhrif og hætta á laxalús

15.6. Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 20.800 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Telur stofnunin að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs laxeldis séu á ástand sjávar og botndýralíf, auk aukinnar hættu á að fisksjúkdómar og laxalús berist í villta laxfiska og mögulegrar erfðablöndunar. Meira »

Breytt staðsetning til bóta fyrir umhverfið

12.6. Matvælastofnun hefur gefið út breytt rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldisstöðvar Fjarðalax í Patreksfirði. „Í upphafi árs kom í ljós að færa þyrfti til eldissvæði Fjarðalax að Eyri í Patreksfirði vegna straumstefnu fjarðarins. Breyting á staðsetningu eldissvæðanna er til bóta fyrir umhverfið og eldisfiskinn og var það mat Skipulagsstofnunar að breytingin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Meira »

Benchmark Holdings til Chile

9.6. Breska líftæknifyrirtækið Benchmark Holdings ætlar í hlutafjárútboð til þess að fjármagna kaup á 49% hlut í laxeldisfyrirtækinu AquaChile. Meira »

Fiskeldi verði ein þriggja grunnstoða Vestfjarða

28.5. Vestfirðir hafa átt afar erfitt uppdráttar í lengri tíma, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður, fólki stöðugt fækkað og dauft verið yfir fjórðungnum. En nú sér fyrir endann á þeirri þróun. Meira »

Vakta þurfi ár á eldissvæðum

28.5. Ekki er hægt að draga víðtækar ályktanir af þeim niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar, að sex af tólf löxum sem henni voru sendir vegna gruns um eldisuppruna, hafi reynst vera strokulaxar úr eldi. Meira »

Sex laxar höfðu sloppið úr eldi

28.5. Af tólf löxum, sem bárust Hafrannsóknastofnun í haust frá Mjólká og Laugardalsá á Vestfjörðum, báru sex einkenni þess að hafa átt uppruna að rekja til eldis. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar stofnunarinnar, sem nú hafa verið kynntar. Meira »

„Dveljum ekki við þessa mynd“

17.5. Hægur og stígandi vöxtur er í fiskeldi á Íslandi, segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann gefur lítið fyrir efni myndarinnar „Undir yfirborðinu“, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag. Meira »

Ekki í leit að sökudólgum

13.5. Laxeldi í opnum sjókvíum er hitamál um allan heim og í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd er í kvöld er leitast við að varpa ljósi á reynslu annarra þjóða af þessari aðferð og draga fram heildarmyndina og mögulegar afleiðinar sjókvíaeldis á íslenska náttúru. Meira »