Fiskeldi

Stofnað sé til átaka um náttúru Íslands

20.3. Formannafundur Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga átelur harðlega það samráðsleysi sem sagt er hafa verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi. Meira »

Allt gert til að fyrirbyggja sýkingu

18.3. Í íslensku laxeldi er ströngum heilbrigðiskröfum fylgt til að lágmarka líkurnar á sjúkdómum. Í Noregi eru fiskar settir í kvíarnar sem éta lúsina af laxinum. Meira »

Tæki sem allir þrá og allir hata

15.3. Áhættumat er tæki sem allir þrá og allir hata. Þannig tók Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til orða þegar hann setti málþing ráðuneytisins vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og nytjastofna íslenskra veiðiáa. Meira »

Þurfti að fara vegna ríkisstjórnarfundar

14.3. Allt of mikið ber á fordómum og palladómum í umræðunni um laxeldi. Þetta sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er hann setti málþing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áhættumat í laxeldi. Meira »

Boðar til málþings um áhættumatið

11.3. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til málþings um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. Meira »

Leggur fram nýtt frumvarp um fiskeldi

5.3. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem tengjast fiskeldi. Er þar meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar vegna fiskeldis verði lögfest og að matið verði lagt til grundvallar leyfilegu magni af frjóum eldislaxi í sjókvíum hverju sinni. Meira »

Kynna sér fiskeldi í Noregi

5.3. Atvinnuveganefnd Alþingis er þessa dagana í heimsókn í Björgvin í Noregi. Allir nefndarmennirnir eru með í för auk ritara atvinnuveganefndar og er tilgangur ferðarinnar að kynna sér málefni fiskeldis í Noregi að sögn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns nefndarinnar. Meira »

Arnarlax stækkar seiðastöðina

4.3. Arnarlax er að byggja upp og nútímavæða seiðastöð sína, Bæjarvík í Tálknafirði. Eftir stækkun mun verða unnt að framleiða þar um tvær milljónir seiða til að setja út í kvíar Arnarlax í fjörðum Vestfjarða. Meira »

Leyfir stækkun seiðaeldis í Tálknafirði

27.2. Matvælastofnun hefur veitt Arctic Smolt rekstrarleyfi til fiskeldis að Norður-Botni í Tálknafjarðarhreppi. Um er að ræða breytingu á eldra rekstrarleyfi fyrirtækisins úr 200 tonnum í 1.000 tonna eldi á laxa- og regnbogasilungsseiðum á landi. Meira »

Lax enn fluttur inn

15.2. Þótt hér á landi séu framleidd nærri 20 þúsund tonn af laxi og silungi á ári eru enn flutt inn á þriðja hundrað tonn af ferskum laxi, aðallega frá Færeyjum. Meira »

Eykur hlut sinn í Arnarlaxi

14.2. Norska eldisfyrirtækið Salmar, sem er hluthafi í Arnarlaxi og er skráð í kauphöllinni í Ósló, hefur gert samning um kaup á 3.268 hlutum í Arnarlaxi fyrir um 2,5 milljarða íslenskra króna. Meira »

Setja þurfi skilyrði fyrir stækkun

12.2. Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sitt á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar stækkunar fiskeldis Matorku úr 3.000 tonnum í 6.000 tonn að Húsatófum í Grindavíkurbæ. Skipulagsstofnun telur að setja verða ákveðin skilyrði fyrir veitingu leyfis fyrir stækkun. Meira »

Arnarlax yfirfari verklag

5.2. Matvælastofnun segir að Arnarlax hafi brugðist rétt við þegar gat uppgötvaðist á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði 22. janúar síðastliðinn, en gerir kröfu um að fyrirtækið yfirfari verklag til þess að fyrirbyggja að sambærilegt tjón eigi sér aftur stað. Meira »

Jens Garðar nýr framkvæmdastjóri Laxa

28.1. Stjórn Laxa fiskeldis hefur ráðið Jens Garðar Helgason í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann hefja störf um mánaðamótin. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

24.1. „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

22.1. Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. og Veiðifélags Laxár á Ásum, gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Gat á sjókví í Arnarfirði

22.1. Matvælastofnun barst í dag tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði. Meira »

Kröfum veiðiréttarhafa vísað frá

22.1. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Arnarlax, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar og vísaði frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará í úrskurði sínum 18. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arnarlaxi. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

21.1. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Fiskeldisfyrirtæki ganga inn í SFS

14.1. Fiskeldisfyrirtæki sem tilheyra Landssambandi fiskeldisstöðva hafa ákveðið að ganga sameiginlega til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

„Árás á vísindamenn Hafrannsóknastofnunar“

13.1. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til breytinga á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Meira »

Gagnrýnir framsetningu formanns NASF

11.1. Laxeldi í sjókvíum er ein umhverfisvænasta aðferðin sem þekkist í dag við framleiðslu á dýrapróteinum og yfir 99% af öllu laxeldi heimsins fylgja þeirri framleiðsluaðferð. Þetta segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish. Meira »

Hafin slátrun á laxi úr Dýrafirði

11.1. „Þetta gekk framar vonum. Við erum mjög ánægðir með gæðin og stærðina á fiskinum. Hann er um 5 kíló slægður. Það er stærðin sem markaðurinn sækist eftir,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, um fyrstu slátrun á laxi af fyrstu kynslóð hjá samstæðunni á Vestfjörðum. Meira »

Vilja hlutdeild af gjaldi fiskeldis

11.1. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað kröfu sína um hlutdeild af tekjum hins opinbera af nýtingu sameiginlegra auðlinda. Meira »

„Hefur mikla þýðingu fyrir okkur“

8.1. Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC-umhverfisvottun á framleiðslu sína. Um er að ræða eina ströngustu umhverfisvottunina þegar kemur að fiskeldi og er hún þekkt um allan heim, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna. Meira »

Fullyrðing sjóðsins „fáránleg“

7.1. „Þetta er eins og annað sem úr þessari átt kemur. Þeir hafa kosið sér þann brag að vera stóryrtir og með hótanir, þannig að þetta kemur ekki á óvart. Að sama skapi er þetta ekki líklegt til að hefja hér málefnalegar umræður fyrir alvöru.“ Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Meira »

Kalla drög ráðherra stríðsyfirlýsingu

6.1. Umhverfissjóðurinn Icelandic Wildlife Fund (IWF) segir að drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lögum um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi séu „stríðsyfirlýsing á hendur þeim sem vilja vernda lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli“. Meira »

„Stjórnvöld þurfa að gyrða sig í brók“

6.1. Níu laxar, sem veiddust í fyrra í íslenskum ám, komu frá tveimur kvíastæðum, annars vegar úr Laugardal í Tálknafirði og hins vegar frá Hringsdal í Arnarfirði, samkvæmt rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Friðleifur Guðmundsson, formaður Verndarsjóðs villtra laxa, segir niðurstöðurnar ekki koma sér í opna skjöldu. Meira »

Neikvæð áhrif á laxastofna

5.1. Skipulagsstofnun telur líkur á að fyrirhuguð aukning laxeldis Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði um 10 þúsund tonn muni hafa verulega neikvæð áhrif á villta laxastofna. Grundvallar stofnunin álit sitt á matsskýrslu Laxa á áhættumati Hafrannsóknastofnunar sem ekki hefur verið lögfest. Meira »

Laxeldið opni leiðir fyrir aðra

31.12. Árið 2022 gæti laxeldi staðið undir 27% af heildarútflutningsverðmætum íslensks sjávarútvegs. Þetta segir Þorsteinn Másson, svæðisstjóri fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Bolungarvík. Meira »