Fjárlög 2018

Umræðu um fjárlög lauk á miðnætti

22.12. Þingfundur stóð yfir á Alþingi frá því klukkan rúmlega 11 í morgun og lauk rétt fyrir miðnætti. Á dagskránni var önnur umræða um fjárlög ársins 2018. Fundi lauk á atkvæðagreiðslu um breytingartillögur við fjárlögin. Allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar. Meira »

Framlögin aukin um 450 milljónir

22.12. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um að framlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni verði 450 milljón krónum hærri en áður var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Meira »

Ríkisstjórnin leiði verðlagshækkanir

22.12. Miðflokkurinn gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem fram koma í frumvarpi um ýmsar breytingar á lögum vegna fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Meira »

„Gefur lítið tilefni til bjartsýni“

20.12. Fjárlagafrumvarp nýrrar ríkistjórnar gefur lítið tilefni til bjartsýni. Svo segir í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarpið. „Að óbreyttu mun bilið á milli ríkra og fátækra í samfélaginu enn fara vaxandi,“ segir meðal annars í ályktun ASÍ. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

18.12. „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Aukið fjármagn í rannsóknir og viðhald

17.12. Nokkra aukningu er að finna í fjárlagafrumvarpinu á fjármagni til Hafrannsóknastofnunar á næsta ári. Auknu fé verður varið til rannsókna á lífríkinu og kemur fram í frumvarpinu að áætlað er að kortleggja um 6% af hafsbotninum í efnahagslögsögu árið 2018. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

15.12. Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

„Þetta eru mikil vonbrigði“

15.12. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

14.12. Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

14.12. Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

14.12. Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Aukin framlög til Gæslunnar

14.12. Áætlað er að veita rúma 4,3 milljarða króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Heildarfjárheimildin til málaflokksins hækkar um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

14.12. Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið, sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

14.12. Alls verða 298 milljónir króna veittar til innleiðingar aðgerðaáætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

14.12. Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónum í 250 þúsund í ársbyrjun 2018. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

14.12. Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

14.12. Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

14.12. Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Afkoman góð engu að síður

14.12. „Á komandi árum verður heilbrigður hagvöxtur og við ætlum við að nýta þau til þess að lækka áfram skuldabyrði ríkissjóðs og styrkja innviðina,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnti í morgun fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

14.12. Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

14.12. Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Gert við gestahús forseta

14.12. Gert er ráð fyrir 32 milljóna króna framlagi í fjárlögum næsta árs vegna viðhaldsframkvæmda á húseigninni að Laufásvegi 72 í Reykjavík, gestahúsi forseta Íslands. Brýnt er að gera við húsið að utanverðu til að fyrirbyggja frekari skemmdir og til að varðveita þær viðgerðir sem þegar hafa verið unnar. Meira »

Lífeyrisaldur hækkar í 70 ár

14.12. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018, að ríkisstjórnin ætli að leggja fram tillögu um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem felur m.a. það í sér að lágmarkslífeyristökualdur hækki í áföngum úr 67 árum í 70 ár. Meira »

Tiltekin gjöld hækka um 2%

14.12. Gert er ráð fyrir því, að ýmis lögbundin gjöld, tengd skattkerfinu, hækki um 2% um áramótin í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar. Þetta á meðal annars við um útvarpsgjald til Ríkisútvarpsins, sem hækkar úr 16.800 krónum í 17.100 krónur, samkvæmt því sem kemur fram í fjárlagafrumvarpinu. Meira »

Átak gegn skattsvikum

14.12. Stefnt er að því að á fyrstu mánuðum næsta árs verði lögð fram drög að lagafrumvarpi um hertar aðgerðir og endurbætt tæki í baráttunni gegn skattundanskotum og skattsvikum. Meira »

Skuldir lækki um 50 milljarða

14.12. Gert er ráð fyrir því að skuldir ríkissjóðs muni lækka um 50 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Aukin framlög til heilbrigðismála

14.12. Aukin framlög verða til heilbrigðismála á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að 8,5 milljörðum verði bætt við sjúkrahúsþjónustu, borið saman við fjárlög þessa árs, 1,9 milljörðum verði bætt við hjá heilsugæslu og 4,2 milljörðum til lyfjakaupa. Meira »

Kynning á fjárlagafrumvarpinu - myndskeið

14.12. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti ný fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018 á fundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9 í morgun. Vinnu við frumvarpið var lokið af stjórnarflokkunum fyrir um viku, en ráðuneytið hefur haft það til vinnslu síðan þá. Meira »