Fjöldamorðið í Útey/Anders Behring Breivik

„Vekur upp sárar minningar“

15.3. Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, hvetur alþjóðasamfélagið til þess að berjast gegn öfgahyggju af öllu tagi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch. Hún segir að árásin veki sárar minningar frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Noregi 2011. Meira »

Mannréttindadómstóllinn hafnar Breivik

21.6. Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag kvörtun norska vígamannsins Anders Behring Breivik um að taka fyrir mál hans. Breivik fór með mál sitt gegn norska ríkinu til dómstólsins þar sem hann telur aðstæður í fangelsinu þar sem hann afplánar ómannúðlegar. Meira »

Gera kvikmynd um atburðina í Útey

22.8.2017 Afþreyingarrisinn Netflix hefur tryggt sér réttinn til að gera kvikmynd um fjöldamorðin í Útey 22. júlí 2011. Paul Greengrass leikstýrir myndinni en meðal annarra mynda hans eru Bloo­dy Sunday og United 93. Meira »

„Tíminn læknar ekki öll sár“

22.7.2017 Í dag staldra Norðmenn við og líta til baka til sólríks föstudags sumarið 2011 sem á aldrei eftir að líða þeim úr minni.  Meira »

Biðlar til Mannréttindadómstólsins

29.6.2017 Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem varð 77 að bana í Noregi árið 2011, hefur farið þess á leit við Mannréttindadómstól Evrópu að hann úrskurði um aðstæður sínar í fangelsi, sem hann telur „ómannúðlegar.“ Meira »

Leitar til Mannréttindadómstóls Evrópu

8.6.2017 Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns árið 2011, ætlar að fara með mál sitt vegna „ómannúðlegrar“ meðferðar í fangelsi til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Hefur ekki sætt ómannúðlegri meðferð

1.3.2017 Einangrunarvist fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í norsku fangelsi telst ekki til „ómannúlegrar meðferðar“, samkvæmt niðurstöðu áfrýjunardómstóls sem snéri dómi undirréttar nú fyrir stundu. Meira »

Orðinn róttækari vegna einangrunar

12.1.2017 Fjöldamorðinginn og öfgamaðurinn Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manneskjur í Noregi árið 2011, segir að fimm ára einangrun hafi gert hann róttækari. Meira »

Breivik fyrir dóm á ný

10.1.2017 Mál fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður tekið fyrir hjá norskum áfrýjunardómastól í dag. Norska ríkið var í apríl sak­fellt fyr­ir að hafa brotið mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu við meðferðina á Brei­vik og áfrýjaði rík­is­lögmaður dómn­um. Meira »

Breivik fyrir dóm í nóvember

5.8.2016 Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik mun mæta fyrir dóm í nóvember að nýju þegar mál hans verður tekið fyrir í áfrýjunardómstól í Ósló. Norska ríkið var í apríl sakfellt fyrir að hafa brotið mannréttindasáttmála Evrópu við meðferðina á Breivik. Meira »

Norðmenn stóðust prófraunina

22.7.2016 „Við vorum mörg sem misstum okkar heittelskuðu á þessum degi,“ sagði Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, við guðsþjónustu í dómkirkjunni í Osló í morgun í tilefni þess að fimm ár eru í dag liðin frá fjöldamorðunum í Osló og Útey. Meira »

„Tíminn læknar ekki öll sár“

22.7.2016 „Tíminn læknar ekki öll sár,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í tilfinningaþrunginni ræðu í miðbæ Oslóar í morgun í tilefni þess að fimm ár eru í dag frá fjöldamorðunum í Osló og Útey. Meira »

Minnast voðaverkanna í Útey

22.7.2016 Ungir jafnaðarmenn standa í dag fyrir árlegri minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkanna í Osló og Útey. Minningarathöfnin fer fram við minningarlundinn í Vatnsmýri klukkan 17.30. Meira »

Norsk gildi höfðu sigur

22.7.2016 Fimm ár eru í dag frá því að Anders Behring Breivik framdi mestu hryðjuverk í sögu Noregs. Þrátt fyrir að sárin séu ekki enn gróin, og grói seint, þá standa Norðmenn enn vörð um sömu grunngildi, um opnara og frjálslyndara samfélag, og þeir ákváðu að gera strax í kjölfar voðaverkanna. Meira »

Ríkið hefur áfrýjað dómi vegna Breiviks

20.5.2016 Ríkislögmaður Noregs hefur áfrýjað dómnum þar sem ríkið var sakfellt fyrir að hafa brotið mannréttindasáttmála Evrópu við meðferðina á fjöldamorðingjanum Anders Breivik. Meira »

Dómnum vegna Breivik áfrýjað

26.4.2016 Norska ríkið hyggst áfrýja dómi dómstóls í Osló sem féllst á það sjónarmið fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik að einangrunarvist hans í fangelsi undanfarin ár fæli í sér ómannúðlega og niðurlægjandi meðferð. Meira »

Eins og að vera kýldur í magann

20.4.2016 Norskur mannréttindalögfræðingurinn segir dóminn sem féll í máli fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í dag „ótrúlegan“ og telur að ekkert sem kom fram í réttarhöldunum sýni að brotið hafi verið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu í meðferð Breivik. Meira »

Breivik vinnur mál gegn norska ríkinu

20.4.2016 Anders Behring Breivik hefur unnið mál sitt gegn norska ríkinu, en dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að skilyrði fangelsisvistar hans brjóti gegn Mannréttindarsáttmála Evrópu. Meira »

Mun berjast fram í rauðan dauðann

16.3.2016 Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik er að ávarpa réttinn í dómsmáli sem hann höfðaði gegn norska ríkinu sem hann sakar um mannréttindabrot. Hann segist munu berjast fram í rauðan dauðann fyrir málstað þjóðernissósíalisma, stjórnmálaarms Nasistaflokksins. Meira »

Heilsaði að hætti nasista

15.3.2016 Öfgamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik heilsaði að hætti nasista þegar hann kom inn í réttarsal í morgun. Breivik telur að norska ríkið brjóti á mannréttindum sínum í fangelsinu. Meira »

Fjöldamorðingi kvartar undan mannréttindabrotum

15.3.2016 Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik, sem myrti 77 manns í Ósló og nágrenni árið 2011, mun koma fyrir dóm í Noregi í dag en hann sakar norska ríkið um að brjóta gegn mannréttindum hans með því að hafa haldið honum í einangrun í tæp fimm ár. Meira »

Breivik segist vera niðurlægður

3.3.2016 Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik, sem myrti 77 manns í Osló og nágrenni árið 2011, er reiðubúinn að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu ef á þurfi að halda til þess að reyna að binda enda á einangrunarvist hans í Skien-fangelsinu í Noregi. Meira »

„Ég trúi á staðreyndir“

26.2.2016 „Ég trúi á staðreyndir,“ segir Åsne Seierstad, höfundur nýrrar bókar um ógnarverk Anders Behring Breivik í Noregi 22. júlí 2011, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Ef eitthvað er skilið eftir í skugga eða myrkri, ef eitthvað er óskýrt, fer orðrómurinn af stað og samsæriskenningarnar.“ Meira »

Ber Breivik vitni í íþróttasal?

25.12.2015 Lagt hefur verið til að mál Anders Breivik gegn norska ríkinu verði flutt í íþróttasal fangelsisins þar sem honum er haldið.  Meira »

Breivik í mál við ríkið

18.10.2015 Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur frestað fyrirhuguðu hungurverkfalli sínu vegna aðstæðna í fangelsinu þar sem hann dvelur. Þess í stað hefur hann höfðað mál gegn norska ríkinu vegna aðstæðnanna sem hann líkir við pyntingar. Meira »

Breivik má svelta í hel

2.10.2015 Fangelsismálastofnun Noregs ætlar ekki að gera neitt til þess að koma í veg fyrir að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik svelti til bana ef hann stendur við hótanir sínar um að fara í hungurverkfall. Meira »

Breivik hótar hungurverkfalli til dauða

29.9.2015 Anders Behring Breivik hótar nú hungurverkfalli til dauða til að mótmæla því sem hann kallar níðandi og ómannúðlegar aðstæður í Skien-fangelsinu. Í opnu bréfi kvartar Breivik yfir því að aðstæður í fangelsinu hafi versnað til muna í þessum mánuði. Meira »

Meiri hætta af öfga-þjóðernissinnum

25.9.2015 Norska öryggislögreglan segir að mesta hættan af fjölgun flóttamanna í landinu sé sú að öfgasinnaðir þjóðernissinnar grípi til ofbeldis. Það sé miklu meiri ógn heldur hættan á að að öfgasinnaðir íslamistar laumi sér í raðir flóttafólks. Meira »

„Ungmennin í Utøya áttu skilið að deyja“

4.9.2015 „Ungmennin í Utøya áttu skilið að deyja,“ segir bandarískur prestur sem hefur gefið út bókina 22 July: The Prophecy. Hann segir að norski Verkamannaflokkurinn og ungliðahreyfing hans, AUF, hafi sýnt Palesínumönnum of mikinn stuðning og séu því óvinir Guðs. Meira »

Aftur líf í Útey

6.8.2015 Hann bjargaði lífi konu sem hafði verið skotin margsinnis en missti tvo nána vini, daginn sem hryðjuverkin voru framin. Nú, fjórum árum síðar, hyggjast hinn 22 ára gamli Ole Slyngstadli og yfir 1.000 önnur ungmenni endurheimta Útey úr greipum þeirrar martraðar sem Anders Behring Breivik skóp Meira »