Flóttafólk í Skandinavíu

Ríkisstjórnir í Skandinavíu hafa brugðist við fjölgun hælisleitenda með hertu landamæraeftirliti og Danir ætla að taka fjármuni og önnur verðmæti af hælisleitendum.

Andstaða við hugmyndir jafnaðarmanna

6.2. Danski þjóðarflokkurinn tekur best í hugmyndir Jafnaðarmannaflokksins um breytingar á því hvernig taka eigi á móti flóttafólki. Aðrir flokkar eru fullir efasemda og telja að þetta sé andstætt mannúðarsjónarmiðum. Meira »

Boða breytingar í flóttamannamálum

4.2. Sósíaldemókratar í Danmörku boða breytingar í flóttamanna- og útlendingamálum með nýrri tillögu. Flokkurinn vill að ekki verði lengur hægt að sækja um vernd í Danmörku heldur aðeins í gegnum danskar móttökumiðstöðvar í þriðja ríki. Meira »

Danir brutu gegn úrskurði Mannréttindadómstólsins

12.1. Dönsk yfirvöld brutu væntanlega gegn úrskurði Mannréttindadómstól Evrópu með því að synja alvarlega veikum hælisleitenda um mannúðarvernd í Danmörku. Meira »

Umtalsverð fækkun umsókna um vernd

4.1. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið í Danmörku og Noregi og í Danmörku hafa umsóknirnar ekki verið jafn fáar í tíu ár. Í Noregi þarf að leita enn aftar eða til ársins 1995. Meira »

Börn í hættu í Svíþjóð

11.12. Börn sem eru ein á flótta og hafa óskað eftir vernd í Svíþjóð eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi á heimilum sem þau eru vistuð á. Mörg þeirra láta sig hverfa og lenda í klónum á glæpamönnum. Meira »

Óhætt fyrir Afgana en ekki Norðmenn

9.11. Utanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála eru báðir andsnúnir því að hlé verði gert á brottvísun afganskra hælisleitenda í Noregi. Ine Eriksen Søreide utanríkisráðherra varar hins vegar Norðmenn við ferðalögum til Afganistan. Meira »

Norskum ráðherra nóg boðið

27.10. Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála og þingmanni Framfaraflokksins í Noregi, er nóg boðið eftir að rasistar létu fúkyrðum rigna á samfélagsmiðlum eftir að hún birti mynd af sér á Facebook með sýrlenskri fjölskyldu. Meira »

Fékk loksins dæturnar til sín

15.10. Parwin hitti loksins dætur sínar um helgina eftir þriggja ára aðskilnað. Norsk yfirvöld ákváðu í sumar að endurskoða fyrri ákvörðun um að synja þeim um fjölskyldusameingu en ákvörðunin byggði á saria-lögum sem gilda um fjölskyldur í Afganistan. Meira »

 Vandamálin blásin út

31.8. Ummæli Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi, um ástandið í hverfum sænskra borga þar sem innflytjendur eru fjölmennir hafa verið harðlega gagnrýnd. Morðum hefur fækkað í Svíþjóð frá árinu 1990 en verja á auknu fé í baráttu gegn fíkniefnasölu og vopnuðum glæpagengjum. Meira »

Norskur ráðherra veldur usla í Svíþjóð

30.8. Tekist er á um ákvörðun ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð að vilja ekki taka á móti starfssystur sinni frá Noregi. Ástæðan er sú að norski ráðherrann, Sylvi Listhaug, lítur á Svíþjóðarheimsóknina sem hluta af kosningabaráttu sinni í Noregi. Meira »

Vísa 106 ára flóttakonu úr landi

21.8. Sænska Útlendingastofnunin ætlar að vísa 106 ára gamalli flóttakonu frá Afganistan úr landi en hún rataði í fréttir fjölmiðla víða um heim haustið 2015 þegar hún kom í flóttamannabúðir í Króatíu ásamt syni sínum og barnabarni. Meira »

Lést eftir synjun um hæli í Svíþjóð

14.6. Afganskur táningsdrengur lést í sprengjuárás í Kabúl þegar ekki var vika liðin frá því sænsk stjórnvöld létu flytja hann úr landi, eftir að honum hafði verið synjað um hæli. Meira »

Vilja reisa gaddavírsgirðingu á landamærunum

22.5. Danski þjóðarflokkurinn vill láta setja upp gaddavírsgirðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands og að hreyfiskynjurum verði komið fyrir. Fyrirmyndin verði Ungverjaland og hvernig þar er staðið að landamæraeftirliti. Meira »

Skotið að öryggisverði við heimili hælisleitenda

14.5.2017 Skotið var að öryggisverði við heimili hælisleitenda í sænska bænum Sjuntorp skammt frá Trollhättan í nótt.  Meira »

Sýrlendingar fjölmennari en Finnar í Svíþjóð

12.5.2017 Finnar í Svíþjóð hafa verið fjölmennastir þeirra sem fæddir eru utan landsins síðan á tímum síðari heimsstyrjaldar. Nú hafa Sýrlendingar tekið við sem fjölmennasti hópurinn, en í marsmánuði voru í landinu 158.443 einstaklingar fæddir í Sýrlandi, á sama tíma og 152.870 einstaklingar höfðu fæðst í Finnlandi. Meira »

Synjun um hæli byggð á saría-lögum

27.4.2017 Norska Útlendingastofnunin hefur neitað afganskri fjölskyldu um fjölskyldusameiningu vegna skorts á skjölum frá heimalandinu. Um er að ræða þrítuga konu sem flúði heimalandið ásamt dætrum sínum til þess að forða dóttur sinni frá því að vera þvingað í hjónaband. Meira »

Selja sig fyrir mat

20.12.2016 Ungir flóttamenn og drengir, sem eru einir á flótta, selja sig á götum úti í Gautaborg í Svíþjóð til þess að eiga fyrir mat. Þetta segja hjálparsamtök í borginni en kaupendur kynlífsins eru einkum eldri karlar búsettir í borginni. Meira »

Þrjú ungmenni frömdu sjálfsvíg

12.12.2016 Þrjú ungmenni, sem hafði verið synjað um hæli í Svíþjóð, hafa framið sjálfsvíg á undanförnum vikum en ný útlendingalög þar í landi þýða að ef ungmennum er synjað um hæli þá missa þau rétt á húsnæði og bótum. Meira »

Hælisleitendur í hópslagsmálum

10.10.2016 Í kringum fjörutíu hælisleitendur undir lögaldri tóku þátt í fjöldaslagsmálum við miðstöð hælisleitenda í bænum Tullebølle í Danmörku í gær. Lögreglan segir nákvæm upptök áfloganna óljós. Meira »

Hælisleitandinn glímdi við geðröskun

8.8.2016 Héraðsdómur í Gautaborg í Svíþjóð hefur dæmt ungan hælisleitanda til vistar á réttargeðdeild vegna morðs sem hann framdi á heimili fyrir unga hælisleitendur þar í landi í janúar. Meira »

Dönskum lögum beitt í fyrsta sinn

30.6.2016 Dönskum lögum sem heimila yfirvöldum að gera fjármuni og hluti í fórum hælisleitenda upptæka, sé verðmæti þeirra yfir 10.000 dönskum krónum, um 183.000 íslenskum, hefur nú verið beitt í fyrsta sinn. Meira »

Kveikt í húsnæði ætluðu flóttabörnum

26.3.2016 Kveikt var í húsi sem áður hýsti leikskóla í sænska bænum Åkers í gærmorgun en breyta átti húsinu í miðstöð fyrir hælisleitendur. Lögregla er fullviss um að kveikt hafi verið í húsinu. Meira »

Flóttamenn ráðnir á lærlingalaunum

18.3.2016 Ríkisstjórn Danmerkur, verkalýðsfélög og atvinnurekendur náðu í gær samkomulagi um að aðstoða flóttamenn við að komast út á vinnumarkaðinn. Meira »

Hælisleitendur ekki sendir frá Svíþjóð

17.3.2016 Ólíklegt er að sænskum yfirvöldum verði að ósk sinni um að hluta þeirra flóttamanna sem sótt hafa um hæli í landinu verði fluttur til annarra ríkja Evrópusambandsins ef marka má drög að samkomulagi sem leiðtogar ESB ríkjanna ræða á fundi sínum í dag. Meira »

Vara við nýrri holskeflu í Skorskov

1.3.2016 Varað er við því í minnisblaði innan utanríkisráðuneytisins norska að búast megi við nýrri holskeflu flóttamanna á landamærastöðina í Storskov fljótlega. Í minnisblaðinu er einnig varað við hættu á hryðjuverkaárásum í Evrópu. Meira »

Taka farsíma af flóttabörnum

17.2.2016 Danska lögreglan hefur tekið farsíma af um 55 börnum sem eru ein á flótta á undanförnum mánuðum, að því er fram kemur í frétt Politiken. Rauði krossinn óttast að flóttamannavandinn eigi eftir að vaxa enn frekar. Meira »

Dönsku lögin „engu“ skilað

16.2.2016 Umdeild lög sem dönsk stjórnvöld settu um að lögregla mætti leita á hælisleitendum og gera verðmæti þeirra upptæk til að greiða fyrir uppihald þeirra virðast litlu hafa skilað, að minnsta kosti til að byrja með. Danska lögreglan segir að leitin hafi engu skilað á fyrstu ellefu dögunum. Meira »

Hermenn Óðins með strandhögg í Noregi

15.2.2016 Hópur, sem kallar sig Hermenn Óðins hefur undafarna mánuði vaktað göt­ur borga í Finn­landi und­ir því yf­ir­skini að þeir séu að vernda heima­menn fyr­ir hæl­is­leit­end­um, hefur gert strandhögg í Noregi. Meira »

Stunginn til bana á heimili flóttafólks

15.2.2016 Sænska lögreglan rannsakar nú morð á heimili fyrir flóttafólk í Ljusne um helgina. Einn er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið mann til bana í flóttamannamiðstöðinni eftir að til átaka kom á milli íbúa. Meira »

Hælisleitandinn er ekki 15 ára

12.2.2016 Hælisleitandinn sem stakk Alexöndru Mezher, 22 ára starfsmann á heimili fyrir unga hælisleitendur, var ekki fimmtán ára líkt og hann hafði haldið fram. Heimilið er fyrir hælisleitendur á aldrinum 14 til 17 ára sem eru í Svíþjóð án foreldra eða fylgdarmanna. Meira »