Fluga vikunnar

Ómissandi í haustveiðina

6.9. Flugur vikunnar taka mið af því að nú er kominn september. Hér kynnum við þungar örflugur fyrir laxinn og afar veiðnar flugur fyrir sjóbirting og stórurriða, hnýttar af pólskum fluguhnýtingameistara. Meira »

Sjáandinn og Bleik og blá

17.8. Sjáandinn og Bleik og blá eru flugur vikunnar. Sjáandinn er hér í nýrri útfærslu sem hefur gefist vel. Þessi fluga er sérlega sterk í Borgarfjarðaránum. Bleik og blá er ein veiðnasta sjóbleikjufluga sem komið hefur fram. Meira »

Tvær mjög veiðnar

8.8. Flugur vikunnar að þessu sinni koma hvor úr sinni áttinni en eiga það sameiginlegt að vera mjög veiðnar. Annars vegar er það spútnikflugan Zelda og hins vegar gamli klassíski Nobblerinn. Meira »

Örfluga og Heimasætan

2.8. Við kynnum til leiks flugur vikunnar. Það er örflugan Brá fyrir laxinn og hin klassíska heimasæta fyrir bleikju og þá sérstaklega fyrir sjógengna. Meira »

María og leynivopnið sem lak út

25.7. Flugur vikunnar eru báðar mjög öflugar. Annars vegar er það túban María fyrir laxinn og hins vegar leynivopn sem þröngur hópur manna gerði góða veiði á. Það lak út síðasta sumar og nú er þessi fluga nauðsynleg ef farið er í silung. Meira »

Krókurinn hans Gylfa og hitch

18.7. Fluga vikunnar fyrir silung er Krókurinn hans Gylfa Kristjánssonar sem er löngu orðin ein þekktasta silungsveiðipúpan í bransanum. Fyrir laxinn bjóðum við upp á hitch-túpur. Meira »

Öflug fluga í nýrri útgáfu

12.7. Fluga vikunnar fyrir lax er ný og spennandi útgáfa af Frances. Fyrir silunginn er það Daddy Hog. Þurrfluga í stærri kantinum en kjörin fyrir þá sem eru að byrja þurrfluguveiði. Meira »

Nýr kúluhaus og ein fyrir bleikju

6.7. Fluga vikunnar að þessu sinni er nýstárleg útgáfa af klassískri laxaflugu sem hefur gefið í því mikla vatni sem hefur verið víða í laxveiðiám í sumar. Svo er hér ein fyrir sjóbleikjuna. Meira »

Skáskorin Sunray og fasani

27.6. Sunray Shadow og Pheasant Tail púpa eru flugur vikunnar. Sunray er til í mörgum útgáfum og þessi er afar vinsæl. Hún er fleyguð að framan og fær því meira líf í vatninu þegar unnið er með hana. Fasanapúpan eða Pheasant Tail er klassísk og þarf að vera í fluguboxi veiðimannsins. Meira »