Flugslys á Akureyri

Rangar ákvarðanir teknar

19.6.2017 Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyss TF MYX við Hlíðarfjallsveg á Akureyri árið 2013 kemur fram að lágflug yfir kvartmílubraut Bílaklúbbs Akureyrar hafi ekki verið nógu vel skipulagt og ekki hafi verið farið eftir leiðarvísum og handbókum. Rangar ákvarðanir hafi verið teknar. Meira »

Sett í stöðu sem hún réð ekki við

19.6.2017 Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013. Niðurstaðan er sú að ástæða slyssins sé sú að flugvélin var sett í stöðu sem hún réð ekki við og um mannleg mistök flugstjórans hafi verið að ræða. Tveir létust í slysinu. Meira »

Lokaskýrslan væntanleg í næsta mánuði

13.4.2017 Skýrsla um orsakir flugslyss sem varð á Akureyri á frídegi verslunarmanna, 5. ágúst 2013, er nú í umsagnarferli hjá aðilum málsins. Komi ekkert upp í því ferli má gera ráð fyrir að lokaskýrslan komi út í byrjun maí. Meira »

Heiðra minningu látinna félaga

5.8.2016 Bílaklúbbur Akureyrar og flugfélagið Mýflug ætlar að heiðra minningu látinna félaga klúbbsins og mannanna tveggja sem létust þegar flugvél brotlenti á Hlíðarfjallsvegi fyrir ofan Akureyri á athafnasvæði klúbbsins í ágúst 2013. Tveir steinar, minnisvarðar um þá látnu, verða afhjúpaðir kl. 17 í dag. Meira »

Tók lengri tíma en vonast var til

23.2.2016 Drög að skýrslu um orsakir flug­slyss sem varð á Ak­ur­eyri á frí­degi versl­un­ar­manna árið 2013 hafa verið lögð fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mikið mæðir á nefndinni sem hefur tvö önnur banaslys frá síðasta hausti til rannsóknar. Meira »

Niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum

5.8.2015 „Rannsóknin er á lokastigi,“ segir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs og rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa um rannsókn nefndarinnar á flugslysi sem varð á Akureyri á frídegi verslunarmanna 5. ágúst 2013, fyrir sléttum tveimur árum. Meira »

Rannsókn á lokastigi

8.5.2015 Rannsókn á flugslysinu sem varð á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í ágúst árið 2013 er á lokastigi og búist er við að niðurstöður liggi fyrir í sumar. Meira »

Rannsókn flugslyssins enn í gangi

10.2.2015 Endanleg skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð á Akureyri um verslunarmannahelgina árið 2013 er enn ekki tilbúin. Bráðabirgðaskýrsla um slysið kom út sama haust. Stjórnandi rannsóknarinnar segir hana enn í gangi og ekki sé óalgengt að rannsóknir slysa taki þennan tíma. Meira »

Vonast til að rannsókn ljúki í ár

7.1.2014 Myndskeið af flugslysinu á Akureyri 5. ágúst í fyrra er meðal þeirra gagna sem Rannsóknarnefnd flugslysa notar við rannsókn slyssins. Bráðabirgðaskýrsla kom út í október, rannsókn stendur enn yfir og vonast er til þess að henni ljúki á þessu ári. Meira »

Vélin átti ekki að vera þarna

6.1.2014 „Við viljum að málið verði upplýst eins vel og mögulegt er. Það er ekki síst mikilvægt með tilliti til sjúkraflutningamála hér á landi,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamanns sem lést þegar TF-MYX, flugvél Mýflugs, fórst á Akureyri í fyrrasumar. Meira »

Engu áfátt samkvæmt innri athugun

6.1.2014 Samkvæmt innri athugun Mýflugs á flugslysinu sem varð á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar 5. ágúst í fyrra var engu áfátt hvað varðar útbúnað og viðhald vélar félagsins sem fórst, TF-MYX. Þjálfun og hvíld flugstjóra og flugmanns var í samræmi við reglugerðir. Meira »

Vilja frekari rannsókn á flugslysi

6.1.2014 Lögmaður barna sjúkraflutningamanns sem fórst í flugslysi á Akureyri segir ósamræmi vera milli framburðar vitna og skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Föðurbróðir barnanna vill opinbera rannsókn á slysinu. Meira »

Kanna hvers vegna vélin missti hæð

4.10.2013 Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú brak flugvélar sem brotlenti á Akureyri 5. ágúst sl. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvers vegna flugvélin missti hæð. Í áframhaldandi rannsókn verður flak flugvélarinnar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar. Meira »

Ekki vitað hvað olli slysinu

27.8.2013 Ekki er hægt að álykta um ástæður flugslyss við Akureyri þann 5. ágúst samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja varðandi viðhald flugvélarinnar og þjálfunar áhafnar, samkvæmt upplýsingum frá Mýflugi. Meira »

Kistan flutt í gömlum slökkvibíl

15.8.2013 Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og neyðarflutningamaður, var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag en hann lést í flugslysinu á svæði Bílaklúbbs Akureyrar á dögunum. Samstarfsmenn Péturs Róberts í slökkviliðinu og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg stóðu heiðursvörð á Drottningarbrautinni og var kistan flutt í gömlum slökkvibíl. Meira »

Frumrannsókn á flugslysinu hafin

13.8.2013 Frumrannsókn á flugslysinu á Hlíðarfjallsvegi á Akureyri er nú hafin að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn slyssins. Meira »

Lenti í flugslysi fyrir 12 árum

8.8.2013 Flugmaðurinn sem komst lífs af þegar sjúkraflugvél brotlenti við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag. Hann var þá flugnemi í æfingaflugi með flugkennara. Hreyfill vélar þeirra stöðvaðist og þurfti að nauðlenda. Fór flugvélin þá á nefið og féll yfir sig á bakið. Meira »

Sameinuð í sorg

8.8.2013 Fjölmenni var á samverustund í Glerárkirkju í gærkvöldi til að minnast Páls Steindórs Steindórssonar flugstjóra og Péturs Róberts Tryggvasonar, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns, en þeir fórust í flugslysinu við rætur Hlíðarfjalls á mánudag. Meira »

„Þetta var svo óraunverulegt“

7.8.2013 „Ég var með augun á vélinni og gekk eiginlega á móti henni til að sjá betur hvað var að gerast. Þá sá ég að hún var á þvílíkri ferð og svo þegar hún tættist í sundur á brautinni fyrir framan mig.“ Þannig lýsir einn margra sjónarvotta brotlendingu flugvélar Mýflugs. „Þetta var svo óraunverulegt.“ Meira »

Opin samverustund vegna flugslyssins

7.8.2013 Opin samverustund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld vegna flugslyssins á mánudaginn. Kirkjan verður öllum opin. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur umsjón með stundinni og Eyþór Ingi Jónsson flytur tónlist. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum verða til staðar. Meira »

Tekur gríðarlega á starfsmenn

7.8.2013 Mikil sorg ríkir innan Slökkviliðs Akureyrar eftir brotlendingu sjúkraflugvélar Mýflugs. Björn H. Sigurbjörnsson, starfandi slökkviliðsstjóri, segir hins vegar að öll grunnþjónusta sé tryggð, vakt sé allan sólarhringinn og raunar sé rúmlega mannað og verður áfram. Meira »

Manna sjúkraflug eðlilega á ný

7.8.2013 Tekin var ákvörðun um það síðdegis í gær að manna sjúkraflug Mýflugs aftur með venjulegum hætti. Þegar hefur verið farið eitt sjúkraflug og annað er í gangi. Meira »

Vélin fór „neðar og neðar“

7.8.2013 „Ég sá flugvélina koma, fyrst hélt ég að þetta væri listflugvél eða eitthvað álíka. En svo áttaði maður sig á því að þetta væri miklu stærri vél en listflugvél og svo sá ég vélina fara neðar og neðar og neðar,“ segir Ívar Helgi Grímsson, um viðbrögð sín en hann varð vitni flugslysinu á Akureyri. Meira »

Brak vélarinnar flutt á morgun

6.8.2013 Nú er ljóst að rannsókn á vettvangi flugslyssins á Akureyri lýkur ekki í kvöld eins og stefnt var að. Brak flugvélarinnar, sem dreifðist um akbraut Bílaklúbbs Akureyrar, verður því ekki flutt burt fyrr en á morgun. Frekari rannsóknir taka þá við. Meira »

Vettvangsrannsókn lýkur í kvöld

6.8.2013 Hópur manna er enn að störfum á vettvangi flugslyssins á Akureyri, en gangi allt eftir lýkur vettvangsrannsókn í kvöld og flak vélarinnar verður þá flutt burt. Opin samverustund vegna slyssins verður haldin fyrir almenning í Glerárkirkju annað kvöld. Meira »

Nöfn mannanna sem létust

6.8.2013 Mennirnir tveir sem létust í flugslysinu við Akureyri í gærdag hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Meira »

Ræddu við flugmanninn í dag

6.8.2013 Starfsmenn Mýflugs hittu í dag samstarfsmenn sína hjá Slökkviliði Akureyrar auk þess sem rætt var við flugmanninn sem lifði af þegar sjúkraflugvél frá Mýflugi brotlenti eftir hádegið í gær. Ekki þykir tímabært að ræða um tildrög eða ástæður slyssins. Meira »

Veita áfram áfallahjálp

6.8.2013 Áfallateymi Rauða krossins er enn að störfum vegna flugslyssins á Akureyri í gær, og geta allir sem vilja leitað aðstoðar í húsnæði félagsins að Viðjulundi 2 á Akureyri. Meira »

Gögnum enn safnað á vettvangi

6.8.2013 Teymi frá rannsóknarnefnd samgönguslysa er nú við störf þar sem sjúkraflugvél frá Mýflugi brotlenti eftir hádegið í gær. Óvíst er hvort vettvangsrannsókn lýkur í dag en þá tekur við frumrannsókn. Engar upplýsingar fást um samskipti á milli flugstjóra og flugturns áður en vélin brotlenti. Meira »

Líðan flugmannsins stöðug

6.8.2013 Líðan flugmannsins sem komst lífs af í flugslysinu í nágrenni Akureyrar í gær er stöðug, en hann liggur enn á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Maðurinn er ekki lífshættu og ekki talinn alvarlega slasaður. Meira »