Flugslys í Eþíópíu

Boeing 737 farþegaþota flug­fé­lags­ins Et­hi­opi­an Air­lines hrapaði á leið sinni frá Add­is Ababa, höfuðborg Eþíóp­íu, til Nairóbí í Kenýa sunnudaginn 10. mars

Von á uppfærslu fyrir stjórnbúnað 737 MAX

23.3. Von er á uppfærslu á sem á að laga bilun í stjórnbúnaði í Boeing 737 MAX-8 flug­vélum, sem grunur leikur á að hafa leitt til þess að farþegaþota Lion Air fórst á Indónesíu í október með þeim afleiðingum að 189 létust. Meira »

Hætta við pöntun á 49 737 MAX

22.3. Indónesíska ríkisflugfélagið Garuda hefur tilkynnt bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing að félagið hafi hætt við pöntun á 49 Boeing 737 Max 8-þotum í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 mannslíf. Meira »

Spjót beinast að flugkerfi 737 MAX-8

21.3. Boeing-flugvélasmiðjan er sögð við það að ljúka endurbótum á stjórnbúnaði Boeing 737 MAX-8 flugvéla sem talinn er hafa valdið því að tvær þotur af þessari gerð steyptust til jarðar og fórust með 346 manns innanborðs. Meira »

Boeing fékk mikið vald á öryggiskoðunum

18.3. Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) þrýstu á verkfræðinga stofnunarinnar að veita Boeing-flugvélaframleiðandanum mikla ábyrgð á öryggisskoðunum á Boeing 737 Max-farþegaþotunum. Þetta kemur fram í umfjöllun Seattle Times sem leitaði svara hjá FAA og Boeing 11 dögum áður en þota Ethiopian Airlines fórst. Meira »

Hugbúnaðaruppfærsla í vinnslu hjá Boeing

17.3. Framkvæmdastjóri Boeing, Dennis Muilenburg, greindi frá því í dag að fyrirtækið sé að ljúka við hugbúnaðaruppfærslu í svokölluðu MCAS-kerfi sem ætlað er að hindra að flugvélar ofrísi á flugi. Kerfið hefur verið tengt við flugslysið í Indónesíu í október. Meira »

Tekur hálft ár að bera kennsl á líkin

16.3. Það mun taka allt að sex mánuði að bera kennsl á líkamsleifar þeirra 157 sem fórust þegar Boeing 737 Max 8-þota Ethiopian Airlines hrapaði rétt eftir flugtak í Addis Ababa á sunnudagsmorgun. Meira »

Afgreiða engar MAX-vélar í bili

14.3. Boeing ætlar að stöðva afgreiðslu 737 MAX-flugvéla tímabundið, þar til lausn verður komin á málið sem hefur hrist upp í flugheiminum að undanförnu. Icelandair á von á sex slíkum vélum í vor, til viðbótar við þær þrjár sem eru nú kyrrsettar hér á landi. Meira »

Hefur ólíklega áhrif á kaupverð MAX-þota

14.3. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort félagið muni fara fram á bætur frá Boeing. „Hvernig það er gert, verði það gert, er ekkert efni fyrir opinbera umræðu heldur eitthvað sem við leysum með Boeing.“ Meira »

Japan bannar flug Boeing 737 MAX

14.3. Stjórnvöld í Japan hafa bæst í hóp þeirra ríkisstjórna sem hafa bannað flug farþegaflugvéla af gerðinni Boeing 737 MAX í lofthelgi sinni í kjölfar þess að vél þeirrar gerðar fórst síðasta sunnudag í Eþíópíu með þeim afleiðingum að 157 manns létu lífið. Meira »

Ákveðin líkindi með flugslysunum

14.3. Boeing hefur kyrrsett allan 737 Max-flugflotann eftir að rannsókn leiddi í ljós nýjar upplýsingar á vettvangi slyssins þar sem þota Ethiopian Airlines fórst á sunnudagsmorgun. Alls er 371 þota af 737 Max-gerð í notkun í heiminum. Meira »

Bandaríkin kyrrsetja Boeing-vélarnar

13.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að bandarísk stjórnvöld myndu banna allt flug Boeing 737 MAX-flugvéla í bandarískri lofthelgi. Þetta sagði hann við blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir skemmstu. Meira »

Kanada kyrrsetur MAX-þoturnar

13.3. Yfirvöld í Kanada hafa kyrrsett allar flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 8 og 9 sem þarlend flugfélög hafa yfir að ráða og bannað flug véla af þeirri gerð í kanadískri lofthelgi, um óákveðinn tíma. Þetta var tilkynnt síðdegis í dag. Meira »

Hefur áhrif á þúsundir farþega Norwegian

13.3. Norska flugfélagið Norwegian hefur þegar aflýst flugferðum frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Ósló vegna kyrrsetningar á Boeing 737 Max 8-farþegaþotum. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir þetta hafa áhrif á þúsundir farþega. Meira »

Þrýstingur eykst á Boeing og Bandaríkin

13.3. Bandaríska flugmálaeftirlitið og Boeing-flugvélaframleiðandinn sæta nú sívaxandi þrýstingi að kyrrsetja allar Boeing 737 Max 8-farþegaþotur eftir að slík vél hrapaði með 157 farþega innanborðs í Eþíópíu á sunnudag. 40% allra Max véla í notkun hafa nú verið kyrrsettar. Meira »

Þurfa að aflýsa flugi vegna banns

13.3. Bann sem ríki hafa sett við flugi Boeing 737 MAX í lofthelgi sinni hefur haft áhrif á flugfélög sem eru með slíkar vélar í sinni þjónustu. Til að mynda hefur Air Canada þurft að aflýsta nokkrum flugferðum til London vegna bannsins. Meira »

„Enginn grundvöllur“ fyrir kyrrsetningu

12.3. Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sögðu í kvöld að það væri „enginn grundvöllur“ fyrir því að kyrrsetja Boeing-þotur af gerðinni 737 MAX. Meira »

Sér ekki fyrir endann á óvissunni

12.3. Boeing 737 MAX-8-farþegaþotan er ein nýj­asta og tækni­leg­asta farþegaþota sem nú er á markaði, en gríðarlegt óvissuástand er nú uppi er varðar vélarnar á alþjóðlegum flugmarkaði. Meira »

Fá ekki að fljúga yfir Evrópu

12.3. Flugmálaöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur tilkynnt að flugvélar af gerðinni Boeing MAX 8 og 9 fái ekki að fljúga um evrópska lofthelgi. Þetta var tilkynnt núna undir kvöld. Indverjar sömuleiðis hafa ákveðið að kyrrsetja allar vélar af þessari gerð. Meira »

Norðmenn banna Boeing 737 MAX-8

12.3. Flugmálayfirvöld í Noregi hafa ákveðið að banna tímabundið flugvéla af gerðinni Boeing 737 MAX-8 í norskri lofthelgi samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK og bætast Norðmenn þar með í hóp með meðal annars Bretum, Frökkum og Þjóðverjum. Meira »

Hafa áfram fulla trú á flugvélunum

12.3. „Við höfum sem fyrr fulla trú á þessum flugvélum og höfum ekki fengið neinar upplýsingar sem hafa áhrif á það sjálfstæða mat okkar. Við höfum í raun heldur ekki neinar raunverulegar upplýsingar um það hvað liggur að baki þessari ákvörðun í Bretlandi.“ Meira »

Flugvélar orðnar „alltof flóknar“

12.3. Afdrif Boeing 737 MAX 8-þotu Ethiopian Airlines hafa valdið miklu fjaðrafoki um allan heim og kemst fátt annað að í fréttum dagsins en lönd og flugfélög sem hafa kyrrsett þotur af þessari sömu gerð. Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur sínar hugleiðingar um málið að sjálfsögðu ekki eftir liggja. Meira »

Hurð skall nærri hælum

12.3. Mögulega hefðu íslensk hjón getað verið um borð í vél flugfélagsins Ethiopean airlines sem fórst skömmu eftir flugtak í Eþíópíu um helg­ina þar sem 157 létu lífið. Eva Magnúsdóttir og eiginmaður hennar náðu með naumindum að komst í flug með sama flugfélagi sex tímum áður en umrædd vél fórst. Meira »

Lækka um 8,4% eftir tilkynningu Breta

12.3. Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 8,4% það sem af er degi, en gengið hafði haldist nokkuð stöðugt þangað til bresk flugmálayfirvöld greindu frá því að um hálftvö í dag að íslenskum tíma að allt flug þota af gerðinni Boeing 737 MAX8 væri bannað í lofthelgi landsins. Meira »

Bretar banna flug MAX-þota

12.3. Bresk yfirvöld hafa bannað allt flug þota af gerðinni Boeing 737 MAX 8 í lofthelgi sinni að því er fram kemur í breska dagblaðinu Independent. Meira »

Ástralar kyrrsetja vélar

12.3. Flugyfirvöld í Ástralíu eru þau nýjustu til þess að hafa kyrrsett Boeing 737 Max 8-vélar. Bætast þau þar með í hóp Kína og Indónesíu sem einnig hafa kyrrsett vélarnar í kjölfar þess að 737 MAX 8-vél Ethiopian Airlines fórst á sunnudag þar sem 157 manns létu lífið. Þetta kemur fram á Financial Times. Meira »

Singapore kyrrsetur allar Max-vélar Boeing

12.3. Flugmálayfirvöld í Singapore hafa kyrrsett allar Boeing 737-farþegaþotur af Max-gerðinni og bannað flug þeirra til og frá landinu þar til rannsókn hefur farið fram. Tvö mannskæð flugslys hafa orðið á innan við fimm mánaða tímabili þar sem Boeing 737 Max 8-vélar komu við sögu. Meira »

Fara fram á breytingar frá Boeing

11.3. Bandarísk flugmálayfirvöld sögðu í kvöld að þau myndu fyrirskipa flugvélaframleiðandanum Boeing að gera breytingar á hönnun 737 MAX 8-flugvéla sinna, en munu ekki fara fram á að flugvélar af þeirri gerð verði kyrrsettar. Meira »

Misstu af flugvélinni sem fórst

11.3. Tveir karlmenn segjast hafa rétt misst af farþegaþotu Ethiopian Airlines sem fórst í gær skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, með þeim afleiðingum að 157 manns létu lífið samkvæmt frétt BBC. Meira »

Hefur ekki áhyggjur af þotunum

11.3. „Við getum ekki brugðist við því með öðrum hætti en að vinna okkar vinnu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við lækkun hlutabréfa í félaginu um 9,66% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Meira »

Yfir 100 vélar kyrrsettar

11.3. Flugmálayfirvöld tveggja landa sem og tvö flugfélög hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja tímabundið vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 eftir flugslysið í Eþíópíu. Alls er vélum þessarar tegundar hjá nítján flugfélögum því ekki flogið í augnablikinu eða samtals yfir 100 vélum. Meira »