Formúla-1/bílprófanir

Undirbúningur keppnisliða í Formúlu-1 undir komandi keppnistímabil (2004) hefst fyrir alvöru 25.nóvember með bílprófunum á Spáni.

Räikkönen hélt merkinu á lofti

9.3. Annan daginn í röð réði Ferrari ferðinni við bílprófanir í Barcelona í dag en hann var aðeins 39 þúsundustu úr sekúndu frá brautarmetinu sem félagi hans Sebastian Vettel setti í gær. Meira »

„Eins og að keyra rútur“

9.3. Robert Kubica þróunarökumaður Williams er ekki mjög hrifin af nýju keppnisbílum formúlunnar. Kvartar hann undan þyngd þeirra og segir þá þurfa í megrunarkúr. Meira »

Ánægður með þolið en vill meiri hraða

8.3. Sebastian Vettel hafði var sett brautarmet í Barcelona í dag er hann sagði að Ferrari þyrfti að geta náð meira afli út úr vél keppnisfáksins. Meira »

Morgunflýtir sem enginn átti svar við

8.3. Sebastian Vettel hjá Ferrari ók allra manna hraðast við bílprófanir formúluliðanna í Barcelona. Bætti hann brautarmetið frá í gær verulega með miklum morgunspretti sem enginn ökumaður átti neitt svar við það sem eftir lifði dagsins. Meira »

Ricciardo á brautarmeti

7.3. Daniel Ricciardo á Red Bull ók allra manna hraðast við bílprófanir formúluliðanna í Barcelona í dag. Í leiðinni gerð hann sér lítið fyrir og setti brautarmet. Meira »

Hamilton fljótastur á fjórða degi

2.3. Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast allra á fjórða og síðasta degi fyrstu bílprófanalotu vetrarins. Veðrið hamlaði ekki akstri eins og á öðrum og þriðja degi. Meira »

Vettel fljótastur

27.2. Sebastien Vettel á Ferrari náði bestum brautartíma á öðrum degi þróunaraksturs formúluliðanna í Barcelona í dag.   Meira »

Ricciardo fremstur á fyrsta degi

26.2. Daniel Ricciardo hjá Red Bull setti besta brautartímann á fyrsta þróunarakstursdegi formúluliðanna sem fram fór í Barcelona í dag. Meira »

Bottas og Massa fremstir í flokki

8.3.2017 Valtteri Bottas hjá Mercedes ók á besta tíma dagsins við reynsluakstur formúluliðanna í Barcelona í dag. Í gær ók Felipe Massa hjá Williams hraðast. Meira »

Räikkönen fremstur í bleytunni

2.3.2017 Kimi Räikkönen hjá Ferrari ók hraðast á fjórða og síðasta degi fyrstu lotu vetrarbílprófana formúluliðanna í Barcelona í dag. Meira »

Bottas efstur á blaði

1.3.2017 Valtteri Bottas á Mercedes ók hraðast í Barcelona í dag, á þriðja degi af fjórum í fyrstu reynsluaksturslotu formúluliðanna. Næstfljótastur varð Sebastian Vettel á Ferrari sem ók á ekki eins mjúkum dekkjum og Bottas. Meira »

Hamilton fljótastur á fyrsta prófi

27.2.2017 Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á fyrsta reynsluakstri formúluliðanna á árinu í Barcelona í dag. Næst fljótastur varð Sebastian Vettel á Ferrari en hann var efstur á lista yfir hröðustu hringi við hádegishlé. Meira »

Vettel klárar veturinn fljótastur

4.3.2016 Sebastian Vettel setti besta brautartímann á lokadegi vetraræfinga formúluliðanna í Barcelona í dag. Þar með ók Ferrarifákurinn hraðast allra bíla fimm æfingadaga af átta. Meira »

Með besta tímann til þessa

3.3.2016 Kimi Räikkönen hjá Ferrari ók hraðast við bílprófanir í Barcelona í dag og setti besta tímann sem náðst hefur frá því reynsluaksturinn hófst í byrjun síðustu viku. Meira »

Bottas bestur í dag

2.3.2016 Valtteri Bottas hjá Williams ók hraðast við bílprófanir dagsins í Barcelona og sagðist eftir það vera 100% tilbúinn í fyrsta kappakstur ársins, sem fram fer í Melbourne í Ástralíu 20. mars. Meira »

Rosberg efstur í nýrri lotu

1.3.2016 Nico Rosberg hjá Mercedes setti besta brautartíma dagsins við bílprófanir í Barcelona í dag, var skammt á undan Valtteri Bottas á Williams og Fernando Alonso á McLaren. Meira »

Hülkenberg í toppsætið

24.2.2016 Nico Hülkenberg hjá Force India setti besta brautartímann í Barcelona í dag, þriðja degi fyrstu bílprófanalotu formúluliðanna fyrir komandi keppnistíð. Meira »

Vettel aftur fyrstur og akstur lengist

23.2.2016 Sebastian Vettel hjá Ferrari ók aftur hraðast í Barcelona í dag, á öðrum degi bílprófana formúluliðanna. Bætti hann brautartímann frá í gær um tvær sekúndur og ók mun lengra, eða langleiðina í 600 km. Meira »

Vettel ók hraðast á fyrsta degi

22.2.2016 Sebastian Vettel hjá Ferrari átti hraðast hring á fyrsta degi vetrarbílprófana formúlu-1 liðanna sem hófust í Barcelona í dag. Lewis Hamilton ók Mercedesbílnum tæpa 800 km. Meira »

Rosberg fljótastur á seinni degi

24.6.2015 Formúluliðin luku í dag tveggja daga reynsluakstri í brautinni í Spielberg í Austurríki. Eins og í kappakstrinum á sunnudag setti Nico Rosberg hjá Mercedes besta brautartímann í heildina. Meira »

Rosberg lang fljótastur

13.5.2015 Nico Rosberg hjá Mercedes ók langhraðast við æfingar formúluliðanna sem hófust í Barcelona í gær, tveimur dögum eftir Spánarkappaksturinn sem hann vann örugglega. Meira »

Bottas í toppsætinu

2.3.2015 Valtteri Bottas hjá Williams setti hraðasta hring síðasta dags reynsluaksturs formúluliðanna í Barcelona.   Meira »

Hamilton ók hraðast

1.3.2015 Lewis Hamilton sá til þess að Mercedesbíll sat í toppsæti lista yfir hröðustu hringi við reynsluakstur formúluliðanna í Barcelona í gær. Meira »

Rosberg skýtur viðvörunarskotum

27.2.2015 Nico Rosberg hjá Mercedes sendi öflug viðvörunarskot frá sér er hann ók á langbesta brautartíma vetrarins við bílprófanir í Barcelona, þegar aðeins eru tveir dagar eftir af þróunarakstri liðanna fyrir komandi keppnistímabil. Meira »

Massa fljótastur

26.2.2015 Felipe Massa hjá Williams ók langhraðast á fyrsta degi lokalotu bílprófana vetrarins í Barcelona í dag. Var hann 0,7 sekúndum fljótari með hringinn en næsti maður. Meira »

Alonso sleppir síðustu æfingalotunni

26.2.2015 Fernando Alonso hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Barcelona eftir að hafa dvalist þar undir læknishendi og til eftirlits í fjóra sólarhringa frá æfingaslysi í Katalóníu sl. sunnudag. Meira »

Grosjean fljótastur á lokadeginum

22.2.2015 Romain Grosjean hjá Lotus setti hraðasta hring dagsins við bílprófanir formúluliðanna í Barcelona. Er það í þriðja sinn á fjórum dögum sem Lotusbíllinn trónir á toppi lista yfir hröðustu hringi ökumanna. Meira »

Alonso ómeiddur

22.2.2015 Talsmaður McLarenliðsins segir að læknisskoðun á sjúkrahús í Barcelona hafi staðfest, að Fernando Alonso hafi sloppið ómeiddur úr hörðum skell á öryggisvegg við reynsluakstur í Katalóníuhringnum í dag. Meira »

Lotusinn aftur fljótastur í Barcelona

21.2.2015 Öðru sinni í vikunni ók Pastor Maldonado hjá Lotus hraðast við bílprófanir formúluliðanna í Barcelona í dag. Hann ók einnig hraðast í fyrradag, á fyrsta degi æfingalotunnar sem lýkur á sunnudag. Meira »

Ricciardo fljótastur

20.2.2015 Daniel Ricciardo hjá Red Bull ók hraðast við bílprófanir formúluliðanna í Barcelona í dag, en hann var 10 þúsundustu úr sekúndu fljótari með hringinn en sá sem næsthraðast ók, Kimi Räikkönen hjá Ferrari. Meira »