Formúla-1/Ferrari

Kimi aftur til Sauber

11.9. Aftur til upphafsins mætti segja um Kimi Räikkönen en hann er á leið úr seinni vist sinni í herbúðum Ferrari og yfir til Sauberliðsins, en með því hóf hann keppni í formúlu-1 árið 2001, 22ja ár að aldri. Meira »

Vettel fram úr Prost að sigrum

29.8. Með sigri sínum í belgíska kappakstrinum í Spa náði Sebastian Vettel þeim áfanga að komast fram úr fjórfalda franska heimsmeistaranum Alain Prost. Meira »

Segist betri en Vettel

29.7. Lewis Hamilton segist ætla láta almenningi það eftir að segja til um hvor titilkandídatinn í ár sé hæfileikaríkari ökumaður. Sjálfur segist hann sannfærður um að í því efni standi hann sjálfur skör framar en Sebastian Vettel. Meira »

Hundskamma Vettel

25.7. Ítalskir fjölmiðlar fóru hamförum í gagnrýni sinni á Sebastian Vettel vegna brottfallsins úr þýska kappakstrinum í Hockenheim og segja hann hafa varpað öruggum sigri fyrir róða. Meira »

Skipti á Räikkönen og Leclerc ekki rædd

29.6. Liðsstjóri Sauber vísar því á bug að Ferrari hafi óskað eftir því að skipta á þeim Charles Leclerc og Kimi Räikkönen fyrir belgíska kappaksturinn í Spa. Meira »

Räikkönen á leið aftur til McLaren

28.6. Kimi Räikkönen ýtti í dag undir sögusagnir um að hann væri á leið til McLaren, sem hann keppti fyrir á árunum 2002 til 2006. Meira »

Telur Ferrarivænginn ólöglegan

3.6. Ekki er ein báran stök í klögumálum formúlunnar um þessar mundir en nú hefur afturvængur Ferraribílsins komist undir smásjána. Meira »

Áreitir og kúgar Kimi

31.5. Kimi Raikkonen heftur lagt fram kæru á hendur kanadískri konu í Montreal sem hann segir áreita sig og kúga.   Meira »

Gruna Ferrari um græsku

25.5. Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur skyldað Ferrari til að aka með sérstakan tölvubúnað í vélbúnaði keppnisbíls liðsins í Mónakó. Tilefnið munu vera grunsemdir um að frágangur aflrásarinnar gæti stangast reglur. Meira »

Alonso sagður á leynifundi

25.5. Spænskir fjölmiðlar hafa gefið til kynna að Fernando Alonso kunni að snúa aftur til Ferrari á næsta ári. Fróðir menn telja að hér sé frekar um óskhyggju viðkomandi miðla að ræða en hugsanlegan veruleika. Meira »

Ferrari kreisti meira úr vélinni

27.4. Tæknimenn Ferrari þjörmuðu að vél keppnisbílsins á nýliðnum vetri til þess að koma öflugri til leiks á nýhafinni keppnistíð.  Meira »

Gott að stöðva Mercedes

17.4. Sebastian Vettel hefur hrósað styrkleika keppnisbíls Ferrari en hann hefur unnið ráspól tveggja síðustu móta, í bæði skipti með naumu forskoti á liðsfélagann Kimi Räikkönen. Meira »

48 sigrar og 110 sinnum á palli

25.3. Sebastian Vettel fagnaði sínu 110. pallsæti í Melbourne í morgun en fyrri helming kappakstursins leit alls ekki út fyrir að hann myndi fara með sigur af hólmi. Meira »

Ferrari frumsýnir titilsbíl

22.2. Ferrari svipti keppnisbíl sinn í ár hulum en hann gengur undir tegundarnafninu „SF71H“. Honum er ætlað að færa liðinu langþráðan heimsmeistaratitil á komandi keppnistíð. Meira »

Laus ró angraði Vettel

28.10.2017 Laus skrúfa gerði Sebastian Vettel á Ferrari lífið leitt í bókstaflegri merkingu á seinni æfingunni í Mexíkóborg í gær.  Meira »

Refsað vegna þjóðsöngsins

10.10.2017 Kappaksturinn í Suzuka í Japan snerist upp í martröð fyrir Sebastian Vettel hjá Ferrari. Til að kóróna allt var hann víttur fyrir að hafa ekki mætt og hlýtt á þjóðsöng Japans leikinn. Meira »

Vettel lifir í voninni

6.10.2017 Þrátt fyrir mótlæti í síðustu mótum kveðst Sebastian Vettel á því að hann eigi enn möguleika á að leggja Lewis Hamilton í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1. Meira »

Vettel hjá Ferrari út 2020

26.8.2017 Ekki þarf að velta vöngum frekar yfir framtíðar vinnustað Sebastians Vettels því staðfest var fyrir stundu að hann myndi keppa fyrir Ferrari út árið 2020. Meira »

Framlengja við Räikkönen

22.8.2017 Kimi Räikkönen mun áfram keppa fyrir Ferrari á næsta ári, að því er liði staðfesti í morgun.   Meira »

Veðjar á Vettel

16.8.2017 Red Bull stjórinn Helmut Marko segist veðja á að Sebastian Vettel verði „enn öflugri“ eftir sumarhlé formúlu-1 og innsigla sigur í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Sé að vænta framfara í Ferrarifáknum í komandi mótum. Meira »

Vill bara semja til eins árs

4.8.2017 Lagður hefur verið fyrir Sebastian Vettel nýr samningur til þriggja ára en hann er sagður á því að semja aðeins til eins árs í senn. Meira »

Vettel fær væna summu taki hann boði

19.7.2017 Ferrari hefur lagt nýjan samning fyrir Sebastian Vettel og samkvæmt ákvæðum hans verður Vettel ekki á flæðiskeri staddur taki hann boðinu. Meira »

Räikkönen: Ekkert mál að hjálpa Vettel

22.6.2017 Kimi Räikkönen hjá Ferrari segir að ekkert sé því til fyrirstöðu af hans hálfu að hjálpa liðsfélaganum Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna, ef og þegar hans eigin möguleikar á titlinum séu úr kortunum. Meira »

Wolff: Sigur Vettels ekki sviðsettur

3.6.2017 Mercedesstjórinn Toto Wolff segist ekki þeirrar trúar að Ferrari hafi beitt brögðum til að færa Sebastian Vettel sigur í Mónakó á kostnað Kimi Räikkönen. Meira »

Hamilton: Vettel í forgang

31.5.2017 Lewis Hamilton hjá Mercedes segir eftir kappaksturinn í Mónakó augljóst, að Ferrari hafi ákveðið að taka Sebastian Vettel fram yfir Kimi Räikkönen, eftir að sá fyrrnefndi nýtti sér herfræði til að komast fram úr og sigra. Meira »

„Annað sætið bragðast illa“

29.5.2017 Því var fjarri að Kimi Räikkönen væri ánægður eftir kappaksturinn í Mónakó. Þrátt fyrir annað sætið sögðu vonbrigðadrættir í andliti hans meiri sögu en í löngum texta verður fyrir komið. Meira »

Ferrari ekki unnið frá 2001

26.5.2017 Ferrariliðið hefur ekki unnið sigur í Mónakókappakstrinum frá 2001 eða í 16 ár. Sebastian Vettel segir tíma kominn til að bæta úr því en hann setti met á götum furstadæmisins í gær. Meira »

„Geng að engu sem gefnum hlut“

5.5.2017 Sebastian Vettel segir að Ferrariliðið hafi af heilmiklu jákvæðu að státa úr fyrstu mótum ársins. Hann er með forystu í stigakeppni ökumanna en segist ekki ganga að neinu sem gefnum hlut. Meira »

Ferrari færist nær vítum

30.4.2017 Ökumenn Ferrari, Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen, færast óðfluga í átt að afturfærslu á rásmarki þar sem þeir hafa þegar brúkað þrjár hverfilforþjöppur hvor það sem af er ári. Meira »

Vettel keppir í sokkum

28.4.2017 Sebastian Vettel mun brúka rússneska kappaksturinn sem vettvang fyrstu tilraunar hans til að keppa í svonefndum „kappaksturssokkum“. Meira »