Formúla-1/mótsfréttir

Fréttir sem tengjast einstökum mótum formúlu-1 og ummæli ökuþóra eða forsvarsmanna liða í tengslum við þau.

Sviptingar í sandinum

25.11. Óhætt er að segja að lokakappakstur ársins í Yasmarina-brautinni í Abu Dhabi hafi verið sviptingasamur. Þó ekki beint um toppsætið en Lewis Hamilton var öruggur sigurvegari 11 mótsins í ár. Annar varð Sebastian Vettel á Ferrari og þriðji Max Verstappen á Red Bull. Meira »

Hamilton efstur á síðustu mótsæfingu ársins

24.11. Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi og þar með síðustu æfingu mótshelgar á keppnistíð ársins. Meira »

Vettel tók lokaæfingua

10.11. Sebastian Vettel á Ferrari náði besta hring ökumanna á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sao Paulo í Brasilíu. Var hann rúmlega 0,2 sekúndum fljótari en Lewis Hamilton á Mercedes. Meira »

Bottas efstur á seinni æfingunni

9.11. Valtteri Bottas á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Sao Paulo og liðsfélagi hans Lewis Hamilton átti næstbesta hringinn. Naumara gat það vart verið en aðeins munaði þremur þúsundustu úr sekúndu á þeim félögunum. Meira »

Styttist í Schumacher

28.10. Með því að vinna heimsmeistaratitil ökumanna í fimmta sinn í Mexíkó kvöld hefur Lewis Hamilton skipað sér á bekk með Juan Manuel Fangio, sem vann titla sína á sjötta áratug nýliðinnar aldar. Meira »

Hamilton heimsmeistari

28.10. Lewis Hamilton á Mercedes er heimsmeistari ökumanna í formúlu-1 í ár en til þess dugði honum að koma í mark í fjórða sæti í mexíkóska kappakstrinum, sem var að ljúka í þessu. Fyrstur í mark varð Max Verstappen á Red Bull. Meira »

Fljótastur þriðju æfinguna í röð

27.10. Max Verstappen á Red Bull setti besta tímann á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Mexíkó. Var það þriðja æfingin í röð sem hann er í toppsætinu því hann ók hraðast á báðum æfingum gærdagsins. Meira »

Félagarnir aftur fljótastir

26.10. Max Verstappen á Red Bull ók einnig hraðast á seinni æfingu dagsins í Mexíkó sem þeirri fyrri. Þá varð liðsfélagi hans Daniel Ricciardo næstfljótastur, eins og í morgun. Meira »

Verstappen fljótastur í Mexíkó

26.10. Max Verstappen ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Mexíkóborg og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, ók næsthraðast. Meira »

Fyrsti sigur Kimi í fimm ár

21.10. Æðislegasta og mest spennandi kappakstri ársins í formúlu-1 var að ljúka í þessu í Austin í Texas. Kimi Räikkönen á Ferrari vann sinn fyrsta sigur í fimm ár og hélt forystunni þótt Max Verstappen á Red Bull og Lewis Hamilton á Mercedes önduðu niður hálsmál hans síðustu 20 hringina af 56. Meira »

Ferrarimenn fljótastir

20.10. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Austin í Texas í kvöld en þar fer bandaríski kappaksturinn fram annað kvöld. Var hann 46 þúsundustu úr sekúndu fljótari en liðsfélaginn Kimi Räikkönen. Meira »

Vettel refsað með rásvíti

20.10. Sebastian Vettel þótti ekki hafa hægt ferð Ferrarifáksins nógsamlega er rauðum flöggum var veifað í brautinni í Austin á æfingum gærdagsins. Hefur honum verið refsað með þriggja sæta afturfærslu á rásmarkinu á morgun. Meira »

Hamilton sigrar keppnislaust - titillinn nánast í höfn

7.10. Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna japanska kappaksturinn í Suzuka og það alveg án nokkurrar keppni. Annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottas og þriðji Max Verstappen á Red Bull. Meira »

Hamilton toppar báðar æfingarnar

5.10. Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á báðum æfingum dagsins í Suzuka en þar fer japanski kappaksturinn fram um helgina. Á báðum æfingum ók liðsfélagi hans Valtteri Bottas næsthraðast. Meira »

Hamilton gefinn sigurinn

30.9. Lewis Hamilton var í þessu að aka fyrstur yfir marklínuna í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. Hann fagnaði lítt enda gefin sigurinn er liðsfélaginn Valtteri Bottas var látinn hleypa honum fram úr á 25. hring af 53. Meira »

Enginn skákar Hamilton

29.9. Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á lokaæfingu fyrir tímatöku rússneska kappakstursins í Sotsjí. Var hann 0,2 sekúndum fljótari með hringinn en liðsfélagi hans Valtteri Bottas sem átti annan besta hringinn. Meira »

Hamilton með hraðasta hring

28.9. Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Sotsjí og liðsfélagi hans Valtteri Bottas næstfljótast.  Meira »

Vettel fór hraðast í Sotsjí

28.9. Sebastian Vettel hjá Ferrari fór hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Sotsjí en þar fer rússneski kappaksturinn fram á sunnudag. Meira »

Hamilton sér á parti

16.9. Sjöundi mótssigurinn á árinu og aukið forskot í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna er uppskera Lewis Hamilton hjá Mercedes í kappakstrinum sem var að ljúkla í Singapúr. Hann var í sérflokki og var aldrei ógnað í fyrsta sæti. Meira »

Vettel fljótastur á lokaæfingunni

15.9. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Singapúr. Næst hraðast fór liðsfélagi hans Kimi Räikkönen og þriðja besta hringinn átti Lewis Hamilton á Mercedes. Meira »

Nefbroddinum á undan

14.9. Kimi Räikkönen á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Singapúr en Lewis Hamilton á Mercedes var þó aðeins 11 þúsundustu úr sekúndu lengur með brautarhringinn. Meira »

Ricciardo fljótastur

14.9. Daniel Ricciardo á Red Bull ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Singapúr og 0,2 úr sekúndu á eftir var liðsfélagi hans Max Verstappen. Í næstu sætum urðu Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á Ferrari. Meira »

Haas-bíll Grosjean ólöglegur

3.9. Romain Grosjean hjá Haas hefur verið dæmdur úr leik í ítalska kappakstrinum þar sem keppnisbíll hans stóðst ekki skoðun að keppni í Monza lokinni. Meira »

Sætur sigur í musteri Ferrari

2.9. Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna Ítalíukappaksturinn í Monza en öllum ökumönnum finnst fátt skemmtilegra en leggja Ferrari að velli þar. Náði hann forystu er átta hringir af 53 voru eftir en þá voru dekk undir bíl Kimi Räikkönen það illa farin að hann gat ekki lengur haldið Hamilton fyrir aftan sig. Meira »

Vettel nefinu á undan

1.9. Sebastian Vettel á Ferrari er til alls líklegur í ítalska kappakstrinum um helgina en hann ók hraðast rétt í þessu á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Var hann hársbreidd á undan Lewis Hamitlton á Mercedes og liðsfélaga sínum Kimi Räikkönen. Meira »

Perez fljótastur í Monza

31.8. Sergio Perez á Force India nýtti rennblautar brautir í Monza best og setti hraðasta hring fyrstu æfingar ítölsku keppnishelgarinnar. Meira »

Bílar tókust á loft

26.8. Belgíska kappakstursins verður ekki minnst fyrir skemmtilega keppni, heldur hópáreksturs í fyrstu beygju þar sem bílar tókust á loft og flugu yfir hausamótum ökumanna. Þykir mildi að engan hafi sakað í árekstrahrinunni. Meira »

Räikkönen tók toppsætið

24.8. Kimi Räikkönen á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Spa í Belgíu, sló báðum ökumönnum Mercedes við.   Meira »

Vettel á undan Verstappen

24.8. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Spa-Francorchamps í Belgíu en þar með lauk fjögurra vikna sumarfríi ökumanna. Meira »

Vettel setti brautarmet

28.7. Sebastian Vettel á Ferrari setti brautarmet í Hungaroring í morgun, á þriðju og síðustu æfingu keppnishelgar ungverska kappakstursins. Meira »