Formúla-1/mótsfréttir

Fréttir sem tengjast einstökum mótum formúlu-1 og ummæli ökuþóra eða forsvarsmanna liða í tengslum við þau.

Hamilton sér á parti

16.9. Sjöundi mótssigurinn á árinu og aukið forskot í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna er uppskera Lewis Hamilton hjá Mercedes í kappakstrinum sem var að ljúkla í Singapúr. Hann var í sérflokki og var aldrei ógnað í fyrsta sæti. Meira »

Vettel fljótastur á lokaæfingunni

15.9. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Singapúr. Næst hraðast fór liðsfélagi hans Kimi Räikkönen og þriðja besta hringinn átti Lewis Hamilton á Mercedes. Meira »

Nefbroddinum á undan

14.9. Kimi Räikkönen á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Singapúr en Lewis Hamilton á Mercedes var þó aðeins 11 þúsundustu úr sekúndu lengur með brautarhringinn. Meira »

Ricciardo fljótastur

14.9. Daniel Ricciardo á Red Bull ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Singapúr og 0,2 úr sekúndu á eftir var liðsfélagi hans Max Verstappen. Í næstu sætum urðu Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á Ferrari. Meira »

Haas-bíll Grosjean ólöglegur

3.9. Romain Grosjean hjá Haas hefur verið dæmdur úr leik í ítalska kappakstrinum þar sem keppnisbíll hans stóðst ekki skoðun að keppni í Monza lokinni. Meira »

Sætur sigur í musteri Ferrari

2.9. Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna Ítalíukappaksturinn í Monza en öllum ökumönnum finnst fátt skemmtilegra en leggja Ferrari að velli þar. Náði hann forystu er átta hringir af 53 voru eftir en þá voru dekk undir bíl Kimi Räikkönen það illa farin að hann gat ekki lengur haldið Hamilton fyrir aftan sig. Meira »

Vettel nefinu á undan

1.9. Sebastian Vettel á Ferrari er til alls líklegur í ítalska kappakstrinum um helgina en hann ók hraðast rétt í þessu á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Var hann hársbreidd á undan Lewis Hamitlton á Mercedes og liðsfélaga sínum Kimi Räikkönen. Meira »

Perez fljótastur í Monza

31.8. Sergio Perez á Force India nýtti rennblautar brautir í Monza best og setti hraðasta hring fyrstu æfingar ítölsku keppnishelgarinnar. Meira »

Bílar tókust á loft

26.8. Belgíska kappakstursins verður ekki minnst fyrir skemmtilega keppni, heldur hópáreksturs í fyrstu beygju þar sem bílar tókust á loft og flugu yfir hausamótum ökumanna. Þykir mildi að engan hafi sakað í árekstrahrinunni. Meira »

Räikkönen tók toppsætið

24.8. Kimi Räikkönen á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Spa í Belgíu, sló báðum ökumönnum Mercedes við.   Meira »

Vettel á undan Verstappen

24.8. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Spa-Francorchamps í Belgíu en þar með lauk fjögurra vikna sumarfríi ökumanna. Meira »

Vettel setti brautarmet

28.7. Sebastian Vettel á Ferrari setti brautarmet í Hungaroring í morgun, á þriðju og síðustu æfingu keppnishelgar ungverska kappakstursins. Meira »

Vettel efstur á seinni æfingunni

27.7. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Búdapest en Max Verstappen á Red Bull var þó í hælunum á honum ók sinn besta hring á aðeins 74 þúsundustu úr sekúndu lakari tíma. Meira »

Ricciardo hraðskreiðastur

27.7. Brautartímar ökumanna á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Búdapest voru jafnir en þegar upp var staðið hafði Daniel Ricciardo á Red Bull ekið hraðast. Meira »

Hamilton heldur sigrinum

23.7. Eftirlitsdómarar þýska kappakstursins kölluðu Lewis Hamilton á teppið til að útskýra hvers vegna hann ók út úr aðrein bílskúranna út í brautina aftur. Meira »

Byrjendaklúður kostaði Vettel dýrt

22.7. Margfaldur heimsmeistari í formúlu-1, Sebastian Vettel hjá Ferrari, gerði sig sekan um byrjendamistök í þýska kappakstrinum, sem var í þessu að ljúka í Hockenheim. Meira »

Vettel ruddi blokk Mercedes

8.7. Sebastian Vettel á Ferrari var í þessu að vinna breska kappaksturinn í Silverstone eftir æsispennandi lokahringi þar sem Mercedesliðið lét Valtteri Bottas halda sem mest aftur af honum til að Lewis Hamilton gæti reynt að leggja Vettel að velli í blálokin. Meira »

Hamilton að lokum fljótastur

7.7. Kimi Räikkönen á Ferrari og Lewis Hamilton á Mercedes skiptust á að sitja í efsta sæti lista yfir hröðustu hringi lokaæfingarinnar í Silverstone. Meira »

Vettel hafði nú betur

6.7. Sebastian Vettel á Ferrari setti besta tímann á seinni æfingu dagsins í Silverstone. Í næstu sætum á lista yfir hröðustu hringi urðu Lewis Hamilton og Valtter Bottas á Mercedes og fjórði Kimi Räikkönen á Ferrari. Meira »

Verstappen vann - Mercedes úr leik

1.7. Max Verstappen á Red Bull var í þessu að vinna austurríska kappaksturinn í Spielberg í Steyrufjöllum. Báðir bílar Mercedes féllu úr leik vegna bilana og hefur Sebastian Vettel á Ferrari endurheimt forystuna í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Meira »

Vettel hafði betur á lokaæfingunni

30.6. Eftir drottnun Mercedes á æfingum gærdagsins í Spielberg í Austurríki sneri Sebastian Vettel á Ferrari dæminu við á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Í næstu tveimur sætum urðu Lewis Hamilton og Valtteri Bottas á Mercedes. Meira »

Hraðskreiðastur á hörðustu dekkjunum

29.6. Lewis Hamilton á Mercedes ók einnig hraðast á seinni æfingu dagsins í Austurríki sem þeirri fyrri. Til þess er tekið að besta hringinn setti hann á hörðustu dekkjunum sem úr var að spila. Meira »

Mercedes í tveimur efstu sætum

29.6. Uppfærðir bílar Mercedes urðu fremstir á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Spielberg í Austurríki. Lewis Hamilton var rúmlega 0,1 sekúndu fljótari en Valtteri Bottas. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji, 0,1 sekúndu á eftir Bottas. Meira »

Hamilton óviðráðanlegur í 65. sigri

24.6. „Gleðilegan sunnudag,“ sagði Lewis Hamilton í talstöðinni eftir að hafa ekið fyrstur yfir endamark franska kappakstursins í Le Castellet. Var þetta 65. sigur hans á ferlinum í samtals 20 mismunandi brautum. Meira »

Æfing að engu vegna rigningar

23.6. Lokaæfingin fyrir tímatöku franska kappakstursins í Paul Ricard brautinni í Le Castellet fór meira og minna í súginn vegna rigningar. Meira »

Hamilton aftur fljótastur

22.6. Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Le Castellet-brautinni í Suður-Frakklandi eins og á þeirri fyrri. Í næstu tveimur sætum urðu Daniel Ricciardo og Max Verstappen á Red Bull. Meira »

Vettel tekur forystu í titilslagnum

10.6. Sebastian Vettel á Ferrari var í þessu að vinna kanadíska kappaksturinn í Montreal og það örugglega. Í leiðinni tók hann forystuna í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna af Lewis Hamilton á Mercedes, sem varð fimmti. Meira »

Þriðja toppsætið í afar jöfnum slag

9.6. Eins og á æfingum gærdagsins í Montreal ók Max Verstappen á Red Bull allra manna hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna er var að ljúka rétt í þessu. Í öðru og þriðja sæti urðu Ferrarimennirnir Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen, aðeins 49 ot 51 þúsundasta úr sekúndu á eftir. Meira »

10 ökumenn með nýja vél

9.6. Tíu ökumenn verða með nýjar vélar í bílum sínum í kanadíska kappakstrinum og þarf enginn þeirra þó að sæta afturfærslu á rásmarki fyrir vikið. Meira »

Aftur er Verstappen fljótastur

8.6. Max Verstappen á Red Bull toppaði einnig lista yfir hröðustu hringi seinni æfingar dagsins í Montreal rétt eins og á þeirri fyrri. Ljóst er að ökumenn Mercedes sýndu ekki hvað í bílum þeirra býr. Meira »