Formúla-1/Red Bull

Red Bull er þriðja nafnið á liðinu. Það mætti fyrst til leiks 1997 sem Stewart eftir stofnanda þess, Skotanum Jackie Stewart. Hann seldi bandaríska bílafyrirtækinu Ford liðið sem nefndi það eftir einni afurð sinni, Jagúar.

Reyndu allt til að halda Ricciardo

4.1. Red Bullstjórinn Christian Horner segir lið sitt hafa gert allt sem í þess valdi var til að framlengja dvöl Daniel Ricciardo. Allt þótti stefna í það á miðju sumri en þá bárust óvænt fréttir af því að hann hefði ákveðið að fara til Renault. Meira »

Hafnaði samning við Ferrari

5.12. Daniel Ricciardo segir ökumann hafa afþakkað boð um að keppa fyrir Ferrari 2019. Segist hann þekkja viðkomandi en forðaðist að svara frekar spurningum um hann. Meira »

Lofar vél Renault

31.10. Christian Horner liðsstjóri Red Bull þakkar vélinni frá Renault, sem liðið brúkar, góðan árangur á kappaksturshelginni í Mexíkó. Þar fór Max Verstappen með sigur af hólmi og um skeið leit út fyrir tvöfaldan sigur liðsins. Meira »

Verstappen færist í 18. sæti

21.10. Max Verstappen færist enn aftar eftir rásmarkinu í Austin því skipt var um gírkassa eftir bilun í fjöðrunarbúnaði í gær sem varð til þess að hann gat ekkert ekið í annarri lotu tímatökunnar. Meira »

Vill afsökunarbeiðni

24.8. Fernando Alonso kveðst vilja afsökunarbeiðni frá Red Bull stjóranum Christian Horner vegna nýlegra ummæla þar sem hann gagnrýndi Alonso og sagði hann hafa verið til vandræða í öllum liðum sem hann hefur keppt fyrir. Meira »

Gasly í stað Ricciardo

20.8. Pierre Gasly mun keppa fyrir Red Bull liðið á næsta ári og tekur sætið sem Daniel Ricciardo yfirgefur við vertíðarlok.   Meira »

Ricciardo fer til Renault

3.8. Daniel Ricciardo klárar vertíðina með Red Bull en í dag skýrði hann frá því að hann hefði samið um að keppa fyrir Renaultliðið næstu tvö arin, 2019 og 2020. Meira »

Gætu sent Verstappen til baka

1.6. Sá orðrómur er á kreiki á vettvangi formúlu-1 að Red Bull kunni að lækka Max Verstappen í tign vegna tíðra árekstra og bilana og senda hann aftur til Toro Rosso. Meira »

Vill Ricciardo áfram hjá Red Bull

30.5. Maðurinn sem öllu ræður um ökumannamál Red Bull og Toro Rosso, Helmut Marko, segist vilja að Daniel Ricciardo verði áfram hjá Red Bull en samningur hans rennur út við vertíðarlok. Meira »

Renault setur Red Bull lokafrest

9.5. Red Bull liðið verður að gera það upp við sig fyrir næstu mánaðamót hvort það ætlar að brúka áfram vélar frá Renault á næsta ári eða ganga á vit Honda. Meira »

Ökumenn Red Bull víttir

29.4. Dómarar kappakstursins í Bakú í dag hafa vítt Max Verstappen og Daniel Ricciardo, ökumenn Red Bull, fyrir áreksturinn sem felldi þá báða úr leik. Meira »

Bílarnir of breiðir til framúraksturs

4.4. Daniel Ricciardo hjá Red Bull er á því að keppnisbílar formúlu-1 séu of breiðir til framúraksturs. Það skýri að hluta skort á framúrakstri í mótum. Meira »

Vonast eftir rigningu

23.3. Veðurfræðingar segja líkur á rigningu í Melbourne um helgina, ekki síst í tímatökunni á morgun, laugardag. Því fagnar Max Verstappen hjá Red Bull. Meira »

Mjög breytt útlit hjá Red Bull

19.2. Red Bull hefur birt myndir á netinu af 2018-bíl sínum en frumakstur hans átti sér stað í Silverstone brautinni í Englandi í dag. Sá Daniel Ricciardo um aksturinn. Meira »

Réðu næstum Alonso til Red Bull

8.11.2017 Minnstu munaði að Red Bull liðið réði Fernando Alonso sem ökumann árið 2008 en hann hafnaði því að gera tveggja ára samning, vildi festa sig aðeins til eins árs. Meira »

Skipta enn um ökumenn

25.10.2017 Toro Rosso heldur áfram að breyta ökumannaskipan sinni mót frá móti. Um komandi helgi í Mexíkó verða undir stýri bílanna þeir Pierre Gasly og Brendon Hartley. Meira »

Verstappen framlengir til 2020

20.10.2017 Max Verstappen hefur framlengt ráðningarsamning sinn hjá Red Bull út árið 2020, að því er tilkynnt var af hálfu liðsins í Austin í Bandaríkjunum í dag. Meira »

Porsche hyggst kaupa sig inn

14.9.2017 Porsche hefur lýst áhuga á þátttöku í formúlu-1 sem vélaframleiðandi. Nú hefur hins vegar kvisast út að þýski sportbílasmiðurinn sé að skoða möguleikann á að kaupa hreinlega lið Red Bull. Meira »

Fékk sér kaffibolla með Verstappen

4.9.2017 Sú fiskisaga gengur liðlega að tjaldabaki formúlu-1 að Mercedesliðið sé með Max Verstappen á ratsjá sinni sem framtíðar ökumaður liðsins. Meira »

Líklega áfram hjá McLaren

4.9.2017 Fernando Alonso yrði „afar líklega“ um kyrrt hjá McLaren skipti liðið yfir á vélar frá franska bílsmiðnum Renault á næsta ári. Fljótlega er búist við tíðindum af Alonso og hvort McLaren verði áfram með Hondavélar eða skipti yfir á Renaultvélar. Meira »

Biðja Verstappen afsökunar

28.8.2017 Cyril Abiteboul, yfirmaður íþróttadeildar Renault, hefur beðið Max Verstappen og Red Bull liðið afsökunar á bilun í bílvél belgísk-hollenska ökumannsins í Spa-Francorchamps um helgina. Meira »

Veiða ekki Verstappen

11.8.2017 Hvorki Mercedes né Ferrari mun freista þess að veiða Max Verstappen til sín frá Red Bull, að mati liðsstjórans Christian Horner. Meira »

Verstappen ærðist

2.6.2017 Max Verstappen missti stjórn á skapi sínu þegar honum var tjáð að vegna herfræði hans væri liðsfélaginn Daniel Ricciardo komin fram úr honum. Meira »

Með vél í ferðatösku

30.4.2017 Christian Horner liðsstjóri Red Bull var með harla óvenjulegan hlut í ferðatösku sinni er hann flaug frá Bretlandi til Rússlands í vikunni. Voru það hlutar af keppnisvél sem Max Verstappen mun brúka í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. Meira »

Talsvert bil að brúa

6.4.2017 Max Verstappen segir að Red Bull liðið þurfi að brúa „tiltölulega stórt bil“ ætli það sér að keppa við topplið Ferrari and Mercedes í ár. Meira »

Ricciardo ekki til Mercedes

21.12.2016 Daniel Ricciardo útilokar að hann sé á leið til að taka við „hinu frábæra sæti“ hjá Mercedes og keppa við hlið Lewis Hamilton. Meira »

Verstappen tók oftast fram úr

12.12.2016 Max Verstappen hjá Red Bull tók fram úr oftar en allir aðrir ökumenn í mótum ársins í formúlu-1.   Meira »

Farinn á tveimur sekúndum

19.10.2016 Þjónustusveit Red Bull hefur átt marga góða stundina og reynst óheyrilega fljót að skipta um dekk á bílum ökumanna sinna. Einna minnisstæðastur er henni bandaríski kappaksturinn 2013. Meira »

Tileinkar Bianchi sigurinn

3.10.2016 Daniel Ricciardo segist hafa beðið eftir sigri í formúlu-1 til að fá tækifæri til að tileinka hann franska ökumanninum Jules Bianchi. Meira »

Ricciardo bætt fyrri töp

2.10.2016 Daniel Ricciardo segir að sigurinn í Sepan í dag virki á hann sem uppbót fyrir nokkur sigurfæri sem klúðrust fyrr á keppnistíðinni. Meira »