Formúla-1/Renault

Fikra sig nær toppnum

12.2. Renaultliðið frumsýndi keppnisbíl komandi árs í dag og svipar honum um margt til fyrri ára varðandi litasamsetningu á yfirbyggingunni. Meira »

Stíf megrun úr sögunni

31.1. Daniel Ricciardo telur að nýjar reglur um lágmarksþyngd formúlubílanna geri það að verkum að stíf megrun ökumanna er úr sögunni. Geti þeir frá og með í ár raðað í sig kaloríum og styrkt sig meira með lyftingaræfingum. Meira »

Ricciardo í herklæðum Renault

28.1. Renaultliðið hefur birt á heimasíðu sinni fyrstu myndirnar af Daniel Ricciardo sem kominn er til liðsins frá Red Bull.   Meira »

Reyndu allt til að halda Ricciardo

4.1. Red Bullstjórinn Christian Horner segir lið sitt hafa gert allt sem í þess valdi var til að framlengja dvöl Daniel Ricciardo. Allt þótti stefna í það á miðju sumri en þá bárust óvænt fréttir af því að hann hefði ákveðið að fara til Renault. Meira »

Hafnaði samning við Ferrari

5.12. Daniel Ricciardo segir ökumann hafa afþakkað boð um að keppa fyrir Ferrari 2019. Segist hann þekkja viðkomandi en forðaðist að svara frekar spurningum um hann. Meira »

Refsað fyrir hópáreksturinn

27.8. Nico Hülkenberg hefur verið refsað fyrir að vera valdur að hópárekstri í belgíska kappakstrinum í Spa. Verður hann færður aftur um 10 sæti á rásmarki ítalska kappakstursins í Monza. Meira »

Ricciardo fer til Renault

3.8. Daniel Ricciardo klárar vertíðina með Red Bull en í dag skýrði hann frá því að hann hefði samið um að keppa fyrir Renaultliðið næstu tvö arin, 2019 og 2020. Meira »

Hlustaði ekki á stjórnborðið

29.7. Carlos Sainz skeytti engu um fyrirmæli af stjórnborði Renault í tímatökunum í Búdapest til að klára hraðan hring sem færði honum fimmta sætið á rásmarki ungverska kappakstursins. Meira »

Renault vill halda í Sainz

10.5. Carlos Sainz hefur gefið til kynna að hann verði um kyrrt sem ökumaður Renault á næsta ári. Þótt liðsstjórinn Cyril Abiteboul sé ánægður með Sainz er hann þó með varaplan í gangi fari svo að Red Bull kalli Sainz til starfa hjá sér á næsta ári, 2019. Meira »

Einbeittu sér að endingunni

21.2. Renault hefur birt myndir af 2018 bíl sínum en forsvarsmenn liðsins segja að tíminn í vetur hafi verið notaður til að auka á endingu bíls og vélar. Tæknistjórinn Bob Bell segir að það sé vandasamara verk en auka getu keppnisfáksins. Meira »

Réðu næstum Alonso til Red Bull

8.11.2017 Minnstu munaði að Red Bull liðið réði Fernando Alonso sem ökumann árið 2008 en hann hafnaði því að gera tveggja ára samning, vildi festa sig aðeins til eins árs. Meira »

„Algjörlega nýr“ Renault 2018

5.11.2017 Tæknistjóri Renaultliðsins, Nick Chester, segir að keppnisbíll liðsins á næsta ári, 2018, verði alveg nýr frá grunni hvað hönnun varðar. Meira »

Síðasti kappakstur Palmer með Renault

7.10.2017 Renault og Toro Rosso hafa komist að samkomulagi um að Carlos Sainz þurfi ekki að bíða til nýs árs til að komast í Renaultbílinn. Hann mun keppa fyrir liðið í næsta móti, bandaríska kappakstrinum í Austin. Meira »

Staðfesta ráðningu Sainz

15.9.2017 Renaultliðið var að staðfesta í þessu að það hefði ráðið Carlos Sainz sem ökumann í stað Jolyon Palmer frá og með upphafi næstu keppnistíðar, 2018. Meira »

Kveðst keppa út vertíðina

14.9.2017 Jolyon Palmer er harður á því að hann keppi fyrir Renault út vertíðina. Segir hann fregnir um að hann yrði brátt látinn víkja fyrir Carlos Sainz staðlausar. Meira »

Líklega áfram hjá McLaren

4.9.2017 Fernando Alonso yrði „afar líklega“ um kyrrt hjá McLaren skipti liðið yfir á vélar frá franska bílsmiðnum Renault á næsta ári. Fljótlega er búist við tíðindum af Alonso og hvort McLaren verði áfram með Hondavélar eða skipti yfir á Renaultvélar. Meira »

Ánægður með fjórða besta bílinn

30.8.2017 Nico Hülkenberg var einkar ánægður eftir belgíska kappaksturinn í hinni hröðu braut Spa-Francorchamps, en þar tók Renaultbíllinn enn framförum og varð fjórða fljótasta liðið. Meira »

Renault með uppfærslur í Spa og Monza

23.8.2017 Renault mætir til leiks í tveimur næstu mótum, í Spa í Belgíu og Monza á Ítalíu, með uppfærslur í aflrásir keppnisbíla sem fá vélar frá franska bílsmiðnum. Meira »

Renault að semja við Perez

6.6.2017 Renaultliðið mun vera komið á kaf í samningaviðræður við mexíkóska ökumanninn Sergio Perez fyrir næsta ár, 2018, að sögn franska íþróttadagblaðsins L'Equipe. Meira »

Renault með hákarlsugga

21.2.2017 Renault frumsýndi formúlubíl sinn við athöfn í London í dag. Til að reyna verða mun framar í keppni en fyrra hefur vél bílsins verið hönnuð upp á nýtt, alveg frá grunni. Meira »

Eins vél hjá öllum

10.2.2017 Eins vél verður í öllum bílum liðanna þriggja sem verða knúnir Renaultvélum á komandi keppnistíð, segir liðsstjóri franska bílsmiðsins. Meira »

„Hrottalega hraðskreiðir“

30.1.2017 Nico Hülkenberg hefur verið að prófa sig á 2017-bíl Renault í bílhermi og niðurstaða hans er a' bíllinn sé „hrottalega hraðskreiður“. Meira »

Haas ræður Magnussen

11.11.2016 Haasliðið bandaríska tilkynnti formlega rétt í þessu að það hefði ráðið Danann Kevin Magnussen sem ökumann á næsta ári.  Meira »

Palmer hjá Renault 2017

9.11.2016 Breski nýliðinn Jolyon Palmer verður áfram ökumaður Renault á næsta ári með Nico Hülkenberg sem liðsfélaga. Þetta þýðir að Daninn Kevin Magnussen þarf að leita á önnur mið. Meira »

Haas vill Magnussen

31.10.2016 Bandaríska liðið Haas er sagt hafa boðið Kevin Magnussen starf ökumanns fari svo að það endurráði ekki mexíkóska ökumanninn Esteban Gutierrez. Meira »

Magnussen refsað

24.10.2016 Danska ökumanninum Kevin Magnussen var gerð refsing fyrir að taka fram úr Daniil Kvyat utan brautar í bandaríska kappakstrinum í Austin. Meira »

Titill innan fimm ára „raunhæft“

18.10.2016 Tæknistjóri Renaultliðsins, Bob Bell, segir það markmið liðsins að vinna heimsmeistaratitla í formúlu-1 innan fimm ára.   Meira »

Renault ræður Hülkenberg

14.10.2016 Það fór eins og liggja þótti í loftinu í morgun, að Renaultliðið staðfesti seinni part dags að það hefði ráðið Nico Hülkenberg sem keppnisökumann á næsta ári. Meira »

Æfingin stöðvuð vegna elds

30.9.2016 Ekki var langt liðið á fyrri æfingu dagsins í Sepang í Malasíu er hún var stöðvuð vegna elds í bíl Kevins Magnussen hjá Renault. Stóðu logar upp úr bílnum í bílskúrareininni. Meira »

Magnussen styrkir stöðu sína

19.9.2016 Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hjá Renault styrkti stöðu sína innan liðsins með því að vinna stig í kappakstrinum í Singapúr. Segir hann stigið vera „hvata“ fyrir Renault sem átt hefur erfiða daga á vertíðinni. Meira »