Formúla-1/Toro Rosso

Toro Rosso er eign austurríska drykkjarvöruauðkýfingsins Dieter Mateschitz sem á einnig Red Bull-liðið. Það lið var áður Jagúar og þar áður Stewart. Forveri Toro Rosso er aftur á móti Minardi.

Bíltjónið kostaði 312 milljónir

5.1. Það kostar sitt að klessa bíla í keppninni í formúlu-1. Þannig varð til dæmis Toro Rosso liðið að punga út á þriðju milljón evra, um 312 milljónir íslenskra króna - við endurnýjun tjónaðra bíla. Meira »

Toro Rosso ræður Alexander Albon

25.11. Toro Rosso hefur staðfest að Alexander Albon verði liðsfélagi Daniils Kvyat árið 2019.  Meira »

Gasly í stað Ricciardo

20.8. Pierre Gasly mun keppa fyrir Red Bull liðið á næsta ári og tekur sætið sem Daniel Ricciardo yfirgefur við vertíðarlok.   Meira »

Allur kraftur þorrinn

17.4. Pierre Gasly hjá Toro Rosso var hetja kappakstursins í Barein en þar varð hann óvænt í fjórða sæti. Eftir Kínakappakstursins sagði hann hins vegar, að Honda-knúinn bíllinn hafi tapað öllum styrk milli móta. Meira »

Ráða líklega Hartley og Gasly

15.11.2017 Búist er við að Toro Rosso tilkynni nú í vikunni um ráðningu þeirra Pierres Gasly og Brendons Hartley sem ökumanna liðsins á næsta ári, 2018. Meira »

Skipta enn um ökumenn

25.10.2017 Toro Rosso heldur áfram að breyta ökumannaskipan sinni mót frá móti. Um komandi helgi í Mexíkó verða undir stýri bílanna þeir Pierre Gasly og Brendon Hartley. Meira »

Hartley í stað Gasly í Austin

13.10.2017 Toro Rosso hefur falið ástralska ökumanninum Brendon Hartley að keppa í bandaríska kappakstrinum í stað Pierre Gasly sem einbeitir sér um helgina að lokamóti Súperformúlunnar svonefndu í Japan. Meira »

Síðasti kappakstur Palmer með Renault

7.10.2017 Renault og Toro Rosso hafa komist að samkomulagi um að Carlos Sainz þurfi ekki að bíða til nýs árs til að komast í Renaultbílinn. Hann mun keppa fyrir liðið í næsta móti, bandaríska kappakstrinum í Austin. Meira »

Munu vinna sem eitt lið

16.9.2017 Hondastjórinn Takahiro Hachigo segir að vélsmiðurinn og formúluliðið Toro Rosso muni vinna sem „samstæð heild“ í framtíðinni og takmarkið sé að koma Toro Rosso í hóp þriggja bestu liða formúlunnar á næsta ári, 2018. Meira »

Sainz á leið til Renault

14.9.2017 Carlos Sainz er „nálægt“ því að klára samning um að keppa fyrir Renaultliðið á næsta ári, að sögn umboðsmanns hans.   Meira »

Líklega áfram hjá McLaren

4.9.2017 Fernando Alonso yrði „afar líklega“ um kyrrt hjá McLaren skipti liðið yfir á vélar frá franska bílsmiðnum Renault á næsta ári. Fljótlega er búist við tíðindum af Alonso og hvort McLaren verði áfram með Hondavélar eða skipti yfir á Renaultvélar. Meira »

Red Bull framlengir við Sainz

10.7.2017 Red Bull hefur ákveðið að nýta sér klausu í samningum og ákveðið að framlengja ráðningu Carlos Sainz hjá Toro Rosso fyrir næsta ár. Meira »

Sainz í sjöunda himni

24.10.2016 Spænski ökumaðurinn Carlos Sainz hjá Toro Rosso að tilfinningin eftir að hafa náð sjötta sæti í bandaríska kappakstrinum líkist helst því sem hann hafi unnið keppnina. Meira »

Vilja ekki sleppa Sainz

26.9.2016 Toro Rosso hefur engan áhuga á að missa Carlos Sainz til Renault, að sögn liðsstjórans Franz Tost. Mun franska liðið hafa mikinn áhuga á að fá hann í raðir sínar. Meira »

Sainz áfram hjá Toro Rosso

30.6.2016 Carlos Sainz yngri keppir fyrir Toro Rosso á næsta ári, 2017, að sögn Red Bull stjórans Christian Horner. Býst hann við að Daniil Kvyat verði einnig áfram hjá liðinu. Meira »

Kvyat með flest refsistigin

5.6.2016 Daniil Kvyat hjá Toro Rosso yfirgaf Mónakó með fleiri refsistig í vasanum en nokkur annar ökumaður. Bætti hann við sig þremur þar með ákeyrslu á Kevin Magnussen hjá Renault. Meira »

Besta tímataka Verstappen

19.3.2016 Max Verstappen sagði árangurinn í tímatökunni í Melbourne hafa komið sér í opna skjöldu. Hafnaði hann í fimmta sæti og hefur aldrei áður verið jafn framarlega á rásmarkinu. Meira »

Toro Rosso í endanlegu útliti

1.3.2016 Toro Rosso sýndi 2016-bíl sinn í endanlegu útliti í morgun, við upphaf seinni lotu bílprófana vetursins. Er hann knúinn Ferrarivél á ný, eftir nokkurra ára samtarf liðsins við Renault. Meira »

Toro Rosso til Ferrari

8.12.2015 Toro Rosso hefur skipt um vélabirgi á ný og mun á næsta ári brúka 2015 útgáfuna af vélum Ferrari. Ferrari sá liðinu fyrir vélum á árunum 2007-2013. Meira »

Fékk margar refsingar í sama móti

29.11.2015 Nýliðinn Max Verstappen hjá Toro Rosso hefur verið full strákslegur á kappakstursbrautunum á stundum en marga skemmtilega snerruna hefur hann háð og oft haft betur. Meira »

Sainz á spítala til morguns

10.10.2015 Carlos Sainz hjá Toro Rosso meiddist ekki í árekstrinum harða á lokæfingunni í Sotsjí og tók ekki þátt í tímatöku rússneska kappakstursins. Óljóst er hvort hann keppir á morgun. Meira »

Keppir í Formúlu 1 en fékk bílpróf í dag

30.9.2015 Það er stór dagur fyrir hinn átján ára Max Verstappen, sem fagnar átján ára afmælinu sínu í dag. Hann stóðst nefnilega bílprófið í fyrstu tilraun og má nú keyra löglega um í heimalandi sínu, Belgíu, sem og í Hollandi þar sem hann nú býr. Meira »

Grosjean beitti ekki brögðum

28.5.2015 Lotusliðið segist hafa gögn til að sýna og sanna, að Romain Grosjean var ekki að bremsuprófa Max Verstappen hjá Toro Rosso er belgísk-hollenski táningurinn ók aftan á Lotusbíl Grosjean í Mónakókappakstrinum. Meira »

Verstappen refsað

24.5.2015 Max Verstappen hefur verið refsað fyrir ákeyrsluna á Romain Grosjean í Mónakókappakstrinum. Færist hann aftur um fimm sæti á rásmarkinu í kanadíska kappakstrinum eftir tímatökuna í Monreal. Meira »

Sainz refsað þungt

23.5.2015 Carlos Sainz hjá Toro Rosso hefur verið refsað þungt fyrir að koma ekki með bíl sinn til vigtunar meðan á tímatökunum í Mónakó stóð. Meira »

Nýliðarnir stálu senunni

22.5.2015 Nýliðarnir hjá Toro Rosso, Max Verstappenog Carlos Sainz, stálu senunni á æfingunum í Mónakó í gær, en þar fer næsti kappakstur í formúlu-1 fram, eða á sunnudag. Meira »

Með uppfærða vél til Barcelona

7.5.2015 Renault hefur staðfest að það komi til leiks í Spánarkappakstrinum með uppfærða útgáfu af keppnisvélinni sem það leggur Red Bull og Toro Rosso til. Meira »

Verstappen yngsti stigaskorarinn

30.3.2015 Nýliðinn Max Verstappen hjá Toro Rosso var ánægður að kappakstrinum í Sepang í Malasíu loknum. Engan skal undra það því þar varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að vinna stig í formúlu-1. Meira »

Carlos Sainz til Toro Rozzo

29.11.2014 Toro Rosso hefur ráðið spænska ökumanninn Carlos Sainz Jr. , ríkjandi meistara í Formula Renault 3.5 Series, sem keppnismann á næsta ári. Meira »

Kvyat færist aftur um 10 sæti

1.11.2014 Rússneski nýliðinn Daniil Kvyat hjá Toro Rosso færist aftur um 10 sæti eftir tímatökurnar í Austin vegna ótímabærra vélarskipta. Meira »