Formúla-1/Vettvangur

Bíll Alonso í sérstöku útliti

24.11. McLarenbíll Fernando Alonso verður í sérstöku útliti kappaksturshelgina í Abu Dhabi í tilefni þess að þar þreytir hann síðasta kappakstur sinn í formúlu-1. Meira »

Sagður hafa reynt að kúga liðið

21.11. Fernando Alonso reyndi að kúga McLarenliðið til að eyðileggja ungverska kappaksturinn 2007 fyrir liðsfélaganum Lewis Hamilton með því að láta bensínbirgðir hans renna til þurrðar svo hann kæmist ekki alla leið í mark. Meira »

Dæmdir úr leik

22.10. Esteban Ocon á Force India og Kevin Magnussená Haas hafa verið dæmdir úr leik á grundvelli skrítinnar reglu er kveður á um hámarks bensínstreymi í eldsneytiskerfi keppnisbíla formúlul-1. Meira »

Haas-bíll Grosjean ólöglegur

3.9. Romain Grosjean hjá Haas hefur verið dæmdur úr leik í ítalska kappakstrinum þar sem keppnisbíll hans stóðst ekki skoðun að keppni í Monza lokinni. Meira »

Kimi sló öll Monzamet

1.9. Í tímatökunni í Monza í dag gerði Kimi Räikkönen á Ferrari sér lítið fyrir og setti brautarmet. Ekki nóg með heldur var um að ræða hraðasta hring nokkru sinni í tímatökum í formúlu-1. Meira »

Vettel fram úr Prost að sigrum

29.8. Með sigri sínum í belgíska kappakstrinum í Spa náði Sebastian Vettel þeim áfanga að komast fram úr fjórfalda franska heimsmeistaranum Alain Prost. Meira »

Gasly í stað Ricciardo

20.8. Pierre Gasly mun keppa fyrir Red Bull liðið á næsta ári og tekur sætið sem Daniel Ricciardo yfirgefur við vertíðarlok.   Meira »

Sainz í stað Alonso

16.8. McLaren hefur ráðið spænska ökumanninn Carlos Sainz sem arftaka landa síns Fernando Alonso sem ætlar að segja skilið við formúlu-1 við vertíðarlok í nóvember. Meira »

Alonso hættir í formúlu-1

14.8. McLarenliðið staðfesti í dag, að Fernando Alonso muni hætta keppni í formúlu-1 er yfirstandandi keppnistíð lýkur í nóvember. Meira »

2019 vængur prófaður

1.8. Við bílprófanir í Hungaroring við Búdapest í gær, tveimur dögum eftir ungverska kappaksturinn, brugðu a.m.k. tvö liðanna 2019 framvængnum undir bíla sína. Meira »

Lætur sem hann væri Jesús

28.7. Lewis Hamilton ætti ekki að undrast þótt á hann sé stöku sinnum baulað. Þeirrar skoðunar er hinn kjaftfori fyrrverandi formúlumeistari Jacques Villeneuve, en tilefnið er að á Hamiltonm var baulað er ökumenn fóru heiðurshring um brautina að morgni keppnisdags. Meira »

Jafnar óvenjulegt met

4.7. Hið óvenjulega við fjórða keppnissigurinn á ferlinum í Spielberg um nýliðna helgi er að Max Verstappen hefur aldrei hafið keppni af ráspól. Meira »

Reynt að auka á framúrakstur

4.5. Bílum formúlu-1 verður talsvert breytt fyrir næsta ár og er tilgangurinn sagður vera sá að auðvelda og auka á framúrakstur ííþróttinni. Meira »

„Leiður“ yfir fyrirsjáanlegri keppni

5.4. Fernando Alonso hjá McLaren segir það „hryggilegt“ hversu fyrirsjáanleg keppnin í formúlu-1 hefur verið. Tilefni ummælanna er að nýir eigendur formúlu-1 hefja um helgina viðræður um framtíð íþróttarinnar. Meira »

„Partíhamur“ verði bannaður

4.4. Red Bull liðið hefur hvatt Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) til að stöðva liðin í því að beita sérstökum „partíham“ í stillingum bílvélanna í tímatökunni og skylda liðin til að beita sömu vélarstillingu í tímatöku og keppni. Meira »

Þrælöflugur öryggisbíll

22.3. Sportbíladeild þýska bílsmiðsins Mercedes AMG hefur framleitt nýjan öryggisbíl til notkunar í formúlu-1. Hefur hann aldrei verið öflugri. Meira »

Formúlubílar með „geislabaug“

20.3. Aðeins eru fimm dagar til þess að ný keppnistíð hefst í formúlu-1. Óvenjuleg viðbót á bílunum birtist er liðin sviptu þá hulum nýverið. Þar er um að ræða hjálmhlíf til að verja ökumenn við fljúgandi braki og í veltu. Gárungarnir tala um „geislabaug“. Meira »

Gera allt rangt

4.2. Liberty, nýtt eigendafélag formúlu-1, gerir allt vitlaust, segir fyrrverandi alráður íþróttarinnar, Bernie Ecclestone.   Meira »

Ekki lengur „ömmur“ á ferð

26.12. Felipe Massa segir að breytingar sem urðu á formúlubílunum fyrir nýliðna keppnistíð hafi verið jákvæðar. Mun meira hafi reynt á ökumennina en árin á undan og væru þeir því ekki lengur sem „ömmur“ á ferð. Meira »

Uggarnir hverfa af vélarhúsinu

28.11.2017 Uggarnir upp úr vélarhúsi formúlubílanna - stundum nefndir hákarlsuggar - munu ekki sjást á næsta ári.   Meira »

Massa hættir

4.11.2017 Felipe Massa hefur tilkynnt að hann hætti endanlega keppni í formúlu-1 við komandi vertíðarlok. Lýkur þá 15 ára keppnisferli hans í íþróttinni. Meira »

Mercedes og Renault hafa áhyggjur

3.11.2017 Fulltrúar bæði Mercedes og Renault hafa látið í ljós efasemdir um vélarnar sem taka við í keppnisbílum formúlu-1 árið 2021, en ýmsar helstu forsendur þeirra hafa verið kynntar liðunum. Meira »

Hamilton heimsmeistari fjórða sinni

29.10.2017 Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1 fjórða sinni. Kom hann í mark í mexíkóska kappakstrinum í níunda sæti sem dugði því Sebastian Vettell á Ferrari varð aðeins fjórði. Meira »

Bregðast við mögulegu þjófstarti

25.9.2017 Reglum um ræsingu hefur verið breytt til að draga úr möguleikum á þjófstarti, en ótrúlega snöggt viðbragð Valtteri Bottas á Mercedes í austurríska kappakstrinum í sumar olli deilum. Meira »

Hamilton í tölum

3.9.2017 Lewis Hamilton sló eitt af metum Michaels Schumacher er hann vann í gær sinn 69. ráspól á ferlinum. Spurning er hvort enski ökumaðurinn nái að bæta fleiri met þýska risans. Meira »

Ójafnræði olíubrennslunnar

30.8.2017 Nýjar reglur um olíubrennslu í vélum keppnisbíla formúlu-1 koma til framkvæmda í Monza um komandi helgi. Mercedesliðið þykir hafa snúið á reglusetjarana með því að mæta með nýjar vélar í Spa um nýliðna helgi en með því er liðið undanþegið reglunum og getur brennt meiri olíu en hin liðin. Meira »

Framúrakstur helmingi sjaldnar

9.8.2017 Formúlutíðin í ár er víða rómuð fyrir toppslag Ferrari og Mercedes. Það deyfir þó gleðina að helmingi sjaldnar hefur komið til framúraksturs í keppni það sem af er miðað við fyrri helming keppnistíðarinnar 2016. Meira »

Tólfta þrenna Hamiltons

17.5.2017 Lewis Hamilton klifrar upp tölfræðitöflur formúlu-1 með nánast hverju mótinu sem líður. Vann hann eina þrennuna enn í Spánarkappakstrinum og eru þær orðnar 12 á ferlinum. Meira »

Hákarlsugginn upprættur

26.4.2017 Stefnumótunarnefnd formúlu-1 hefur samþykkt að banna hákarlsuggana á kæliturni vélarhúss keppnisbíla formúlunnar frá og með næstu áramótum. Meira »

Síðasta keppni í Malasíu

7.4.2017 Kappaksturinn í Sepang-brautinni 1. október í haust verður sá síðasti í formúlu-1 sem haldinn verður í Malasíu. Þetta staðfesta þarlendir embættismenn. Meira »