Formúla-1/Williams

Williams með nýju útliti

11.2. Williamsliðið afhjúpaði í dag útlit keppnisbíls liðsins í ár og er hann áberandi öðruvísi en undanfarin ár. Í stað þess að vera aðallega hvítur er hann orðinn hvítur, svartur og blár. Meira »

Færir Williams peninga

6.1. Með ráðningu Roberts Kubica sem keppnisökumanns áskotnaðist Williamsliðinu vænn styrktarsamningur við eitt helsta olíufélag Póllands, PKN Orlen. Meira »

Williams ræður Kanadamann

6.12. Williams hefur ráðið kanadíska ökumanninn Nicholas Latifi sem keppnisökumann á næsta ári, 2019. Var hann varaökumaður hjá Force India í ár en árin tvö þar á undan var hann sem slíkur í herbúðum Renault. Meira »

Williams ræður nýliða

12.10. Williamsliðið hefur ráðið tvítugan breskan ökumann, George Russell, til að keppa fyrir sig í formúlu-1 frá og með næsta ári, 2019. Meira »

Bíllinn óþægilegur íveru

2.6. Illa fer um ökumenn Williamsliðsins í keppnisbílunum, að því er reynsluökumaðurinn Robert Kubica staðfestir.   Meira »

Sírotkín refsað fyrir afdrifaríka ákeyrslu

29.4. Nýliðinn Sregej Sírotkín hjá Williams hefur verið dæmdur aftur um þrjú sæti á rásmarki næsta kappakstur fyrir að vera valdur að óþarfa árekstri í annarri beygju kappakstursins í Bakú í dag. Meira »

Hætta ef ekki kemur þak á eyðslu

25.4. Williamsliðið mun loka fyrirtækinu og hætta keppni í formúlu-1 komi ekki þak á heildareyðslu liðanna vegna þátttökunnar. Meira »

Skammið bílinn, ekki ökumennina

25.4. Tæknistjóri Williamsliðsins, Paddy Lowe, segir afdráttarlaust að liðið sé ánægt með ökumenn sína tvo. Að þeir skuli verið meðal öftustu manna í keppni það sem af er ári verður að skrifast á bílinn, segir hann. Meira »

Williams frumsýnir magnaðan bíl

16.2.2018 Williams svipti keppnisbíl sinn 2018 hulum á blaðamannafundi í London í gærkvöldi. Við hann eru bundnar vonir um að þetta sögufræga lið komist aftur í fremstu röð í formúlu-1. Meira »

Williams ræður Sírotkín

16.1.2018 Williamsliðið hefur valið rússneska nýliðann Sergei Sírotkín til að aka við hlið Lance Stroll á komandi keppnistíð. Stóð valið að lokum milli hans og pólska ökumannsins Robert Kubica. Meira »

Ekki lengur „ömmur“ á ferð

26.12.2017 Felipe Massa segir að breytingar sem urðu á formúlubílunum fyrir nýliðna keppnistíð hafi verið jákvæðar. Mun meira hafi reynt á ökumennina en árin á undan og væru þeir því ekki lengur sem „ömmur“ á ferð. Meira »

Williams að skoða Kubica

26.9.2017 Williamsliðið er að skoða Robert Kubica sem hugsanlegan ökumann á næsta ári, 2018. Hann hefur undanfarið spreytt sig talsvert á formúlu-1 bíl Renault. Meira »

Þolum ekki annað ár sem þetta

7.9.2017 Williamsstjórinn Claire Williams sgeir að liðið „geti ekki sýnt aftur aðra eins frammistöðu“ og í ár.  Meira »

Williamsstjórinn úr leik í bili

4.9.2017 Claire Williams mun ekki stýra liði sínu það sem eftir er vertíðar þar sem hún á von á sér á næstu vikum. Verður drengur sá fyrsta barn hennar en hún er 41 árs að aldri. Meira »

Stroll sá yngsti á fremstu rásröð

3.9.2017 Kanadíski nýliðinn Lance Stroll setur met í Monza í dag, aðeins 18 ára gamall. Verður hann yngsti ökumaður sögunnar í formúlu-1 til að hefja keppni af fremstu rásröð. Meira »

Óhressir hjá Williams

24.8.2017 Paddy Lowe tæknistjóri Williamsliðsins segir liðið „frekar svekkt“ yfir árangrinum í formúlu-1 í ár á fyrri helmingi keppnistíðarinnar. Meira »

Di Resta leysir veikan Massa af

29.7.2017 Felipe Massa hefur neyðst til að hætta þátttöku í ungvesrka kappakstrinum vegna veikinda og hefur Williamsliðið falið varamanninum Paul di Resta að taka þátt í tímatökunni og kappakstrinum í hans stað. Meira »

„Ekki svo slæmt hjá gamla gaurnum“

29.3.2017 „Ekki svo slæmt hjá gamla gaurnum,“ sagði Felipe Massa hjá Williams eftir að hann kom í mark í sjötta sæti í kappakstrinum í Melbourne. Keppir hann á ný eftir stutt „eftirlaunatímabil“, sem stóð í aðeins nokkrar vikur frá lokum síðustu keppnistíðar. Meira »

Williams fær nýjan tæknistjóra

17.3.2017 Paddy Lowe hefur ráðið sig til Williamsliðsins sem tæknistjóri þess, en hann vék á dögunum úr sambærilegu starfi hjá Mercedesliðinu. Meira »

Williams birtir myndir

17.2.2017 Williams varð í dag fyrst formúluliðanna í ár til að sýna keppnisbíl sinn, FW40 eins hann heitir. Stendur talan fyrir fertugasta árið sem Williams mætir til keppni í formúlu1. Meira »

Massa snýr aftur

16.1.2017 Felipe Massa hefur snúið aftur til Williamsliðsins eftir afar skammvinnt eftirlaunahlé til að keppa fyrir liðið á komandi vertíð í stað Valtteri Bottas. Meira »

Æfing Massa gæti verið fyrirboði

31.12.2016 Felipe Massa hafði vart hætti keppni í formúlu-1 er hann var orðaður við endurkomu vegna hvarfs Nico Rosberg hjá Mercedes úr keppni. Massa birti í gær af sér mynd á spjallsíðu sinni sem spurt er hvort sé fyrirboði endurkomu. Meira »

Williams gæti sleppt Bottas

16.12.2016 Williamsliðið segist munu skoða að leyfa Valtteri Bottas að fara og fylla sætið sem Nico Rosberg skildi eftir autt hjá Mercedes fyrir næsta ár. Meira »

Massa vill pallsæti á heimavelli

8.11.2016 Felipe Massa getur ekkert hugsað sér betur í brasilíska kappakstrinum komandi helgi en komast á verðlaunapall í síðasta kappakstrinum á heimavelli á ferlinum. Meira »

Nýliðar sem byrjuðu hjá Williams

5.11.2016 Lance Stroll verður á næsta ári ellefti nýliðinn til að hefja keppni í formúlu-1 hjá Williamsliðinu. Meðal forvera hans er landi hans Jacques Villeneuve sem er eini þessara sem hampað hefur heimsmeistaratign ökumanna í greininni. Meira »

Williams ræður Bottas og Stroll

3.11.2016 Williamsliðið staðfesti í morgun ráðningu kanadíska ökumannsins Lance Stroll sem keppnisþór sinn á næsta ári við hlið Valtteri Bottas. Stroll er ríkjandi Evrópumeistari í formúlu-3. Meira »

Vika í ákvörðun Williams

27.10.2016 Williams ætlar að skýra frá því fimmtudaginn eftir viku, 3. nóvember, hverjir verði ökumenn liðsins á næsta ári, 2017.   Meira »

Hefði „elskað“ að geta ráðið Button

6.9.2016 Claire Williams, liðsstjóri hjá formúluliðinu Williams, „hefði elskað“ að endurráða Jenson Button til liðsins, en játar að það hefði ekki gengið upp. Meira »

Massa segir skilið við formúluna

1.9.2016 Felipe Massa ætlar að hætta keppni í formúlu-1 við lok yfirstandandi keppnistíðar í greininni. Er hann á sínu fimmtánda ári í keppni í formúlunni. Meira »

Massa naut varnarinnar í þaula

18.4.2016 Felipe Massa hjá Williams taldi sig ekki hafa getað gert betur í kappakstrnium í Sjanghæ en hann varð sjötti í mark. Sagði hann það hafa ver ið„frábæran árangur“ að standast atlögur Lewis Hamilton hjá Mercedes og getað haldið honum fyrir aftan sig. Meira »