Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016

Frambjóðendur eru byrjaðir að tilkynna þátttöku í forvali fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara árið 2016

Minnka vægi ofurkjörmanna

26.8. Landsnefnd Demókrataflokksins í Bandaríkjunum samþykkti í gær að minnka vægi svokallaðra ofurkjörmanna (e. superdelegates) við val á frambjóðanda flokksins í forsetakosningum. Breytingin er gerð í þeim tilgangi að auka gagnsæi og sanngirni við val á forsetaefni flokksins. Meira »

Vill rannsókn á kosningabaráttu Clinton

4.11.2017 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir rannsókn á framboði Hillary Clinton í kjölfar þess að Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, svaraði því játandi í viðtali á CNN þegar hún var spurð hvort Clinton hefði hlotið forskot í baráttunni við Bernie Sanders um að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum. Meira »

Samfélagsmiðlar undir smásjá Bandaríkjaþings

1.11.2017 Lögfræðingar Facebook, Twitter og Google áttu í vök að verjast gagnvart öldungadeildarnefnd Bandaríkjaþings sem í gær spurði þá þaula úti í það hvort Rússar hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra. Meira »

Samþykkir val á Rex Tillerson

23.1.2017 Nefnd innan bandarísku öldungadeildarinnar hefur veitt samþykki sitt fyrir vali Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Rex Tillerson sem næsta utanríkisráðherra landsins. Meira »

Vill samning við hverja þjóð fyrir sig

23.1.2017 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í dag tilskipun um að draga þjóðina út úr fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf, TPP, sem forveri hans í embætti, Barack Obama, samdi um. Meira »

Skattur á fyrirtæki sem fara

23.1.2017 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur heitið því að draga allverulega úr skattbyrði og regluverki á fyrirtæki í landinu. Hins vegar mun hann leggja svokallaðan jaðarskatt á þau fyrirtæki sem hyggjast flytja með starfsemi sína úr landi. Meira »

Trump tekur Bandaríkin út úr TPP

23.1.2017 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun síðar í dag undirrita tilskipun þess efnis að Bandaríkjamenn láti af þátttöku sinni í fyrirhuguðum fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf sem samið var um í tíð forvera hans í embætti, Baracks Obama. Meira »

Vill ekki sprengja Hvíta húsið

23.1.2017 „Ég er ekki ofbeldisfull manneskja, ég hvet ekki til ofbeldis og það er mikilvægt að fólk heyri og skilji ræðu mína í heild í staðinn fyrir bara eina setningu,“ segir bandaríska tónlistarkonan Madonna á samfélagsmiðlinum Instagram. Meira »

Trump lætur klappa fyrir Clinton

20.1.2017 Donald Trump, sem tók við embætti forseta Bandaríkjanna í dag, leiddi standandi lófatak til heiðurs Hillary Clinton. Í hádegisverðarboði í Capitol Hill að lokinni innsetningarathöfninni í dag, sagði Trump sér vera heiður að því að Clinton-hjónin hefðu verið viðstödd innsetningarathöfnina. Meira »

90 manns handteknir vegna Trump mótmæla

20.1.2017 Til átaka kom á ný í Washington milli lögreglu og mótmælenda eftir að Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna í dag. Á milli 400-500 mótmælendur köstuðu hlutum í óeirðalögreglu sem beitti táragasi og handtók rúmlega 90 manns. Meira »

Forsetastarfið mestu forréttindi lífs síns

20.1.2017 Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Michelle Obama, eiginkona hans yfirgáfu innsetningarathöfn Donald Trumps sem 45. forseti Bandaríkjanna með herþyrlu sem flutti þau á Andrews herstöð flughersins. Frá Andrews herstöðinni halda forsetahjónin fyrrverandi með flugvél til Kaliforníu í frí. Meira »

Mótmæli gegn innsetningu Trump í Washington

20.1.2017 Lögregla beitti táragasi til að dreifa hópi mótmælenda sem brutu rúður og hentu grjóti í Washington nú í dag, til að mótmæla innsetningu Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta. Meira »

„Veitið föður mínum tækifæri“

20.1.2017 Dóttir Donalds Trump, Ivanka, hvatti Bandaríkjamenn til þess í gær í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC að veita honum tækifæri til þess að sanna sig í embætti. Trump sver í dag formlega eið sem næsti forseti Bandaríkjanna. Meira »

Hyggst sameina Bandaríkjamenn

20.1.2017 „Við ætlum að sameina landið okkar,“ sagði Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann flutti við Lincoln-minnisvarðann í Washington í gær fyrir framan fjölda áhorfenda. Hann hét því ennfremur að stuðla að breytingum. Meira »

Velur Perdue sem landbúnaðarráðherra

19.1.2017 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Sonny Perdue, fyrrverandi ríkisstjóra Georgíu-ríkis sem landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn sína. Meira »

Vilja Trump og Pútín til Færeyja

19.1.2017 Þingmenn færeyska Miðflokksins, þeir Jenis av Rana og Bill Justinussen, hafa sent áskorun á lögmann Færeyja, Akseli V. Johannesen, um að bjóða þeim Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, til landsins. Meira »

Kærir Trump fyrir ærumeiðingar

18.1.2017 Fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþætti Donalds Trump, Apprentice, hefur kært Trump fyrir ærumeiðingar.  Meira »

Pútín segir Trump ekki þurfa gleðikonur

17.1.2017 Breski njósnarinn sem er sagður standa á bak við ásakanirnar um að rússnesk stjórnvöld hafi gert netárásir á bandarísk netföng til að hjálpa Donald Trump að sigra forsetakosningarnar er „liðhlaupi og hrappur“, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Meira »

Svarar Trump fullum hálsi

17.1.2017 Forseti Frakklands François Hollande hefur svarað gagnrýni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, fullum hálsi varðandi skoðun þess fyrrnefnda á flóttamannastefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Meira »

Vill tvíhliða viðskiptasamninga

16.1.2017 Bandaríkin undir forystu Donalds Trump, verðandi forseta landsins, munu leggja áherslu á tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki í stað stórra samninga við mörg ríki. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir ónafngreindum ráðgjafa Trumps. Meira »

„Hvað með Ísland?“

16.1.2017 Stjórnvöld í Rússlandi horfa til Íslands þegar kemur að vali á hlutlausum fundarstað fyrir fyrsta fund Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og Donalds Trump eftir að sá síðarnefndi tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Meira »

Segir að NATO sé úrelt stofnun

15.1.2017 Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segir að Atlantshafsbandalagið, NATO, sé úrelt stofnun. „NATO á við vandamál að stríða. Það er úrelt stofnun vegna þess að hún varð til fyrir mörgum, mörgum árum,“ sagði Trump í viðtali við þýska blaðið Bild og hið enska The Times. Meira »

Trump þarf að gæta tungu sinnar

15.1.2017 John Brennan, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, segir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, þurfa að gæta tungu sinnar í þágu þjóðaröryggis. Meira »

Engar viðræður um leiðtogafund

15.1.2017 Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda í Kreml, segir að engar viðræður hafi átt sér stað um hugsanlegan leiðtogafund Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Meira »

„Fréttin er fantasía“

15.1.2017 „Fréttin er fantasía,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir heimildarmönnum innan herbúða Donald Trump um fregnir þess efnis að forsetinn verðandi hygði á friðarfund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík. Það var Sunday Times sem greindi frá fyrirhuguðum fundi. Meira »

Trump vill funda með Pútín í Reykjavík

14.1.2017 Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vill funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík nokkrum vikum eftir að hann sest á valdastól í Washington. Með þessu vill hann líkja eftir fundi Mikhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan hér á landi árið 1986. Meira »

Refsiaðgerðum mögulega aflétt

14.1.2017 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ýjar að því að hann muni mögulega aflétta refsiaðgerðum gagnvart Rússum og að ekki sé fullvíst að sama stefna muni gilda í samskiptum Bandaríkjanna og Kína eftir að hann tekur við sem forseti. Meira »

Fyrstu skrefin í afnámi Obamacare

14.1.2017 Repúblikanar í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykktu í dag og í gær lög sem eru fyrstu skrefin í þá átt að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingarkerfið sem Barack Obama fráfarandi forseti kom á í valdatíð sinni. Meira »

Trump sagður hætta á kjarnorkustyrjöld

13.1.2017 Bandarísk stjórnvöld hætta á „meiriháttar styrjöld“ við Kína, ef þau reyna að hindra aðgang Kínverja að eyjum í Suður-Kínahafi. Ef marka má yfirlýsingar Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, ættu báðir aðilar að búa sig undir hernaðarátök. Meira »

Boðar skýrslu um tölvuárásir

13.1.2017 Donald Trump heitir því að gefa út skýrslu innan þriggja mánaða í tengslum við ásakanir um að tölvuárásir Rússa á meðan kosningabaráttan stóð sem hæst í Bandaríkjunum í fyrra. Meira »

Úrslit kosninganna í beinni

Úrslitin ráðast í kosningunum vestanhafs. Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Færslur uppfærast á tuttugu sekúndna fresti.

26.8.

Minnka vægi ofurkjörmanna

Landsnefnd Demókrataflokksins í Bandaríkjunum samþykkti í gær að minnka vægi svokallaðra ofurkjörmanna (e. superdelegates) við val á frambjóðanda flokksins í forsetakosningum. Breytingin er gerð í þeim tilgangi að auka gagnsæi og sanngirni við val á forsetaefni flokksins.
Meira »

4.11.2017

Vill rannsókn á kosningabaráttu Clinton

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir rannsókn á framboði Hillary Clinton í kjölfar þess að Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, svaraði því játandi í viðtali á CNN þegar hún var spurð hvort Clinton hefði hlotið forskot í baráttunni við Bernie Sanders um að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum.
Meira »

1.11.2017

Samfélagsmiðlar undir smásjá Bandaríkjaþings

Lögfræðingar Facebook, Twitter og Google áttu í vök að verjast gagnvart öldungadeildarnefnd Bandaríkjaþings sem í gær spurði þá þaula úti í það hvort Rússar hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra.
Meira »

23.1.2017

Samþykkir val á Rex Tillerson

Nefnd innan bandarísku öldungadeildarinnar hefur veitt samþykki sitt fyrir vali Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Rex Tillerson sem næsta utanríkisráðherra landsins.
Meira »

23.1.2017

Vill samning við hverja þjóð fyrir sig

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í dag tilskipun um að draga þjóðina út úr fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf, TPP, sem forveri hans í embætti, Barack Obama, samdi um.
Meira »

23.1.2017

Skattur á fyrirtæki sem fara

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur heitið því að draga allverulega úr skattbyrði og regluverki á fyrirtæki í landinu. Hins vegar mun hann leggja svokallaðan jaðarskatt á þau fyrirtæki sem hyggjast flytja með starfsemi sína úr landi.
Meira »

23.1.2017

Trump tekur Bandaríkin út úr TPP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun síðar í dag undirrita tilskipun þess efnis að Bandaríkjamenn láti af þátttöku sinni í fyrirhuguðum fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf sem samið var um í tíð forvera hans í embætti, Baracks Obama.
Meira »

23.1.2017

Vill ekki sprengja Hvíta húsið

„Ég er ekki ofbeldisfull manneskja, ég hvet ekki til ofbeldis og það er mikilvægt að fólk heyri og skilji ræðu mína í heild í staðinn fyrir bara eina setningu,“ segir bandaríska tónlistarkonan Madonna á samfélagsmiðlinum Instagram.
Meira »