Frá matarbloggurum

Kjötsúpa sem svíkur engan

Í gær, 18:18 Kjötsúpur eru dásamlegt fyrirbæri - ekki síst þegar fer að hausta og nóg er til að gómsætu lambakjöti. Hér er uppskrift sem er afar skemmtileg en hún innheldur ekki þessar hefðbundnu súpujurtir heldur er notast við kraft og síðan er chili í henni. Meira »

Svona fagna royalistar í Neskaupstað

16.8. Alvöru royalistar eru upp til hópa afskaplega vandað fólk og Albert Eiríks var mættur í boð hjá einu slíku félagi sem staðsett er í Neskaupstað og fundar einu sinni í mánuði með tilheyrandi veitingum og huggulegheitum. Meira »

Grillaður Brie-ostur

15.8. Grillaður ostur er með því dásamlegra sem hægt er að gæða sér á og þessi uppskrift er ein af þessum sem valda engum vonbrigðum. Það er Berglind Hreiðarsdóttir á Gotterí.is sem á heiðurinn að henni. Meira »

Svona steikir þú eldheita ástarpunga

13.8. „Þó það væri ekki nema fyrir nafnið eru þeir ómótstæðilegir ástarpungarnir,“ segir Sirrý í Salt eldhúsi og við gætum ekki verið meira sammála. Meira »

Hvítlauksristaðir humarhalar

11.8. Humar er herramannsmatur og hér gefur að líta uppskrift sem er í senn afskaplega örugg og bragðgóð. Með hráefni eins og humar ber að vanda til verka og passa upp á að ofelda hann hvorki né eyðileggja með einhverri vitleysu. Meira »

Guðdómlegt alvöru epla- og bláberjapæ

10.8. Það er fátt dásamlegra en nýbakað eplapæ með annaðhvort ís eða rjóma. Hér er heimatilbúin uppskrift að epla- og bláberjapæ úr smiðju Evu Laufeyjar. Það þýðir gott fólk að þessi uppskrift getur hreinlega ekki klikkað. Meira »

Geggjuð flanksteik að hætti læknisins

10.8. Flanksteik er ljúffeng nautasteik sem verður gjarnan seig sé illa með hana farið, en fari maður rétt með hana verður hún ekki bara ljúffeng og bragðgóð, líka lungamjúk. Meira »

Ómótstæðileg skyrkaka með kaffi- og kanilbragði

10.8. „Ég er komin með æði fyrir öllu með kaffibragði, ég prófaði kaffi og vanilluskyr um daginn og hugsaði þetta bragðast eins og desert. Svo ég ákvað að skella í einn kaffidesert. Kaffi og kanill fer líka svo einstaklega vel saman.“ Meira »

Sósan sem tekur grillmatinn upp á næsta stig

7.8. Þessi meistarasnilld er úr smiðju Hönnu Þóru sem gerir gott betur og hefur sett saman kennslumyndband sem sýnir réttu tökin. Meira »

Ofnbakaður fiskur sem krakkarnir elska

29.7. Hér er geggjaður fiskréttur sem slær í gegn á hvaða matarborði sem er. Rétturinn er bæði einfaldur og bragðmikill, sprenghollur og stórkemmtilegur. Í þokkabót er þetta fullkominn réttur fyrir þá sem eiga börn sem segja reglulega oj þegar þeim er boðið upp á fisk. Meira »

Skyrkakan sem slegist er um

27.7. Skyrkökur eru uppfinning sem þakka má fyrir daglega því þær gera lífið svo miklu miklu betra. Svo eru þær líka eiginlega hollar þannig að í raun má borða þær við hvert tilefni án þess að það endi illa. Meira »

Albert mætti í kaffiboð til Ásthildar bæjarstjóra

26.7. Það verður seint logið upp á hann Albert Eiríksson sem gerir nú víðreyst um landið ásamt fríðu föruneyti og tekur hús hjá skemmtilegu fólki. Nú síðast fór hann í mat til Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri og eiginmanns hennar og var vel tekið á móti gestunum. Meira »

Kjúklingurinn sem lætur þig gleyma stund og stað

25.7. Hunang og soya, eða sykur og salt, eru fullkomnar bragðblöndur eins og við þekkjum. Það útskýrir til dæmis af hverju við elskum saltkaramellu og osta með rifsberjahlaupi. Meira »

Albert mætti í glæsilegt kaffihlaðborð á Mýri

24.7. Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eru með skemmtilegri mönnum og nú gera þeir víðreist um landið ásamt Páli Bergþórssyni, föður Bergþórs og það vill svo skemmtilega til að þeir virðast allstaðar eiga heimboð. Meira »

Ómótstæðilegar marsípan bollakökur með brjómberja smjörkremi

24.7. Haldið ykkur fast því þessi bollakökuuppskrift gæti kollvarpað hugmyndum ykkar um bollakökur almennt og hvernig þær eiga að vera. Það segir sig sjálft að þegar maríspan, vanilla, möndlur og brómber fara í ferðalag þá verður það veisla fyrir bragðlaukana. Meira »

Humar risotto a la Eva Laufey

24.7. Ef að dagurinn í dag er ekki hinn fullkomni humar-risotto dagur þá veit ég ekki hvað. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Evu Laufeyjar sem virðist ekki kunna að búa til vondan mat. Við mælum svo sannarlega með þessari snilld enda fátt betra en kaldur drykkur og silkimjúkt risotto á fögrum degi. Meira »

Gamla góða baunasalatið að hætti Evu Laufeyjar

24.7. Hver elskar ekki alvöru salat? Þessi gömlu góðu sem eru ekkert að flækja hlutina? Hér er uppskrift að baunasalati eða hangikjötssalati eins og margir myndu kalla það. Ekkert vesen - bara 100% ekta salat. Meira »

Einfaldir en ómótstæðilegir kjúklingabitar

23.7. Þessi uppskrift er einföld en þó ekki með hefðbundnu sniði þar sem hráefnin eru sérlega exótísk og skemmtilegt. Auðveld eru uppskriftin þó og útkoman ætti engan að svíkja. Meira »

Drykkurinn sem er að gera allt vitlaust í Mosó

20.7. Það er afar mikilvægt þegar viðrar jafn vel og gert hefur í sumar að hámarka stemninguna á pallinum og bjóða upp á vandaðar veitingar sem veita grönnum og gangandi gleði. Meira »

Grillað lambaprime í sætri chili-sósu

20.7. Lambaprime er með betri bitum sem hægt er að grilla og hér gefur að líta uppskrift með austurlensku ívafi sem er algjörlega upp á tíu. Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS sem á heiðurinn að þessari snilld. Meira »

Grillaður kjúklingur með sataysósu

17.7. Hún Linda á EatRVK galdrar hér fram ómótstæðilegan rétt sem engan svíkur. Hér er á ferðinni heimagerð satay sósa sem þið eiginlega verðið að prófa. Meira »

Súkkulaðikakan sem Albert segir himneska

16.7. Sumt í þessu lífi er fremur einfalt. Eins og þegar Albert Eiríksson lýsir því yfir að kaka sér himnesk þá vitum við að þetta er kaka sem vert er að prófa. Meira »

Sveppasósan sem Læknirinn segir langbesta

15.7. Sósuáhugi Læknisins í eldhúsinu hefur vart farið fram hjá neinum og nú ákvað hann að skella í sósu sem hann fullyrðir að sé besta sósa sem hann hefur nokkurn tíman lagað - eða því sem næst. Meira »

Rababarasultan sem þykir sú besta

15.7. Nú er rabarbarinn að verða fullþroska ansi víða og uppskera hafinn. Því er ekki úr vegi að birta uppskrift að sultu sem þykir svo frábær að menn hafa ýmsu fórnað fyrir þessa uppskrift - eins einföld og hún er. Meira »

Stórkotstleg heimagerð rif og hrásalat

11.7. Rif eru dásamlegur matur og ekki svo flókin að elda - ef maður kann réttu handtökin. Hér erum við með uppskrift sem er eins heimagerð og þær gerast - og svo ljúffengi að það er slegist um afgangana. Meira »

Guðdómleg rúlluterta með ferskju- og ástaraldinfyllingu

10.7. Sumt klikkar aldrei og góð rúlluterta er eitt af því. Hér er ómótstæðileg útgáfa beint úr smiðju Valgerði Guðmunds á GRGS sem ætti alls staðar að slá í gegn. Meira »

Hin fullkomna sumarmáltíð

9.7. Hvað er frábærara en þegar við fáum uppskriftir sem eru bæði einstaklega bragðgóðar og líka þess eðlis að hægt er að grípa þær með í sumarbústaðinn eða útileguna. Meira »

Mexíkóskt kjúklingasalat í tortillaskál

9.7. Það er þriðjudagur sem þýðir að það er fullkominn dagur til þess að fá sér mexíkóskan mat. Hér er það engin önnur en Eva Laufey sem býður upp á mexíkóskt salat í tortillaskál sem er alveg upp á tíu! Meira »

Rabarbarabitar sem bráðna í munni

8.7. Nú er rabarbarinn víða orðinn tilbúinn og því ekki úr vegi að gera sem mest úr honum í mat og drykk. Hér er uppskrift frá Rögnu sem segir að um sé að ræða nokkuð óvenjulega útgáfu af rabarbaraköku því í raun séu þetta bitar eða stykki. Meira »

Einfaldur og æðislegur karrýfiskur

8.7. Karrýfiskur er alltaf klassísk og til eru þau börn sem alla jafna fúlsa við venjulegum fiski en elska karrýfiskinn sinn.  Meira »