Frá matarbloggurum

Klísturkaka með ólöglegu magni af karamellu

Í gær, 11:04 Ef þetta er ekki kaka sem nauðsynlegt er að prófa þá veit ég ekki hvað. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi Guðmunds sem alla jafna er snillingurinn á bak við Gulur, rauður, grænn og salt. Kakan kemur úr bókinni hennar sem kom út um síðustu jól og þótti frábær. Meira »

Guðdómlegar morgunverðarpönnukökur með skinku- og ostafyllingu

í fyrradag Þetta er eitthvað sem allir verða að prófa. Pönnukökurnar eiga ættir að rekja til Svíþjóðar en Svíar eru eins og flestir vita afar hrifnir af slíku fæði. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að þessari uppskrift og útfærslu. Meira »

Partírétturinn sem allir ættu að muna eftir

21.9. Það er svo mikil nostalgía í þessari uppskrift að það er leitun að öðru eins enda hefur þessi uppskrift fylgt þjóðinni lengi í einhverri mynd. Arómat og majónes skipa hér lykilhlutverk og ef þetta er ekki eitthvað sem allir verða að prófa þá veit ég ekki hvað. Meira »

Ómótstæðileg pítsa sem eldhússtjörnurnar elska

21.9. Þessi pítsa er hreint ótrúlega spennandi enda má segja að tvær rokkstjörnur í eldhúsinu sameinist í henni. Hér erum við annars vegar að tala um Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheitum og hins vegar hina einu sönnu Pioneer Woman en Svava segir að innblásturinn sé þaðan kominn. Meira »

„Krispí" kjúklingur með hunangs-sinnepsgljáa

19.9. Ef þetta er ekki uppskrift sem fær hjartað til að slá hraðar þá veit ég ekki hvað. Hér erum við að tala um kjúklingabringur sem búið er að hjúpa með valhnetum og alls kyns góðgæti svo þær verða stökkar og ómótstæðilegar. Meira »

Hélt glæsilegt kaffiboð fyrir vinkonurnar

16.9. Á hverju hausti fer fram eitt lekkerasta kaffiboð landsins á gullfallegu heimili Alberts Eiríkssonar og Bergþórs Pálssonar. Boðið var haldið á dögunum venju samkvæmt og þótti það afskaplega vel heppnað en byrað var á því að skála í freyðivíni. Meira »

Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín

16.9. Þessi uppskrift er tilvalin á haustin eða að vetri til, þegar við þurfum sárlega á mat að halda sem yljar okkur að innan. Það er líka eitthvað svo sérstaklega notalegt að hægelda mat – það færist svo mikil ró yfir heimilið. Meira »

Ómótstæðilegur Dísudraumur með smá tvisti

15.9. Hver elskar ekki gömlu góðu hnallþóruna sem gengið hefur undir nanfinu Dísudraumur eða Draumkaka svo áratugum skiptir. Þessi kaka á sér mikilvægan sess í tertuvitund þjóðarinnar og María Gomez á Paz.is segir að þessi kaka hafi ávalt verið ein af hennar uppáhalds. Meira »

Bollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

12.9. Hvað er bollu spagettí kunna margir að spyrja en því verður fljótsvarað og svarið ætti engan að svíkja...  Meira »

Kjúklingarétturinn sem eldar sig sjálfur

12.9. Matur sem eldar sig sjálfur gæti verið yfirskriftin að þessum girnilega kjúklingarétti. Allt inn í ofninn og síðan bara að hafa það kósí og njóta þess að finna matarilminn verða til smátt og smátt. Meira »

LKL-morgunverður einkaþjálfarans

11.9. Hér kemur ekta LKL-morgunverður eða lágkolvetna-morgunverður úr smiðju Önnu Eiríks. Hann inniheldur bara egg, lárperu, spínat og tómata og bragðast dásamlega. Meira »

Öðruvísi kjötsúpa en þú átt að venjast

10.9. Hver elskar ekki alvöru kjötsúpu - hvað þá þegar haustið er í lofti og kominn hrollur í kroppinn?  Meira »

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

10.9. Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. Meira »

Pítsan sem ærir bragðlaukana

7.9. María Gomez galdrar hér fram pítsu sem er óður til beikonrúllunnar góðu sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Einföld er hún í grunninn; tilbúið deig og svo nóg af djúsí hráefni. Þessi virði að prófa og takið eftir að María forbakar deigið eins og ég! Meira »

Geggjaðar núðlur sem koma á óvart

6.9. Þessar núðlur koma virkilega á óvart, bragðmikill og ferskur réttur sem bragðast vel og er jafnframt afar hollur. Fyrir þá sem vilja ekki rækjur er hægt að nota kjúklingabringur sem eru kryddaðar á sama hátt og rækjurnar. Meira »

Grænt ofurboost sem líkist sítrónukrapi

4.9. Þetta boost er svaka ferskt og líkist meira sítrónukrapi en grænum safa, best við það er að krakkarnir elska það líka og það finnst akkúrat ekkert spínatbragð af því. Meira »

Bráðhollir Twix-fingur sem börnin elska

3.9. Þessa Twix-fingur er afar einfalt að gera og þeir smakkast dásamlega vel. Ekki skemmir fyrir að þeir gefa mikla orku og eru bráðhollir líka. Meira »

Bestu brauðbollur í heimi

2.9. Ef þið viljið baka algjörlega skothelt brauð sem er súper einfalt og fáránlega gott á bragðið, þá mæli ég með þessum dýrindisbollum. Þessar eru langbestar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum. Algjört dúndur! Meira »

Ofureinfaldar og undurfagrar bollakökur

1.9. Það er bara eitthvað við Kinder Bueno sem gerir það að verkum að það er einstaklega erfitt að hætta að slafra því í sig þegar maður byrjar. Því fannst mér tilvalið að búa til Kinder Bueno-bollakökur sem eru stútfullar af þessu ávanabindandi súkkulaði. Meira »

Heimagert Ferrero Rocher sem sló í gegn

31.8. Konfektið Ferrero Rocher er nánast aldrei til á mínu heimili og það er mjög einföld ástæða fyrir því: Það hverfur á svipstundu! Þannig að ég ákvað bara að búa það til sjálf og sjá hvernig heimilisfólkinu líkaði við það. Meira »

Sous vide steik sem er löðrandi í ostum

31.8. Það er formlega skítaveður framundan um næstum allt land á næstu dögum og þá má maður gera vel við sig í mat og drykk. Það má líka færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé ketómáltíð og þá geta allir verið glaðir. Meira »

LKL taco að hætti Lindu Ben

30.8. Það er alltaf gaman að fylgjast með Lindu Ben í eldhúsinu því maturinn hennar hefur þá merkilegu tilhneigingu að vera í senn afskaplega girnilegur og ákaflega fallegur. Hér gefur að líta lágkolvetna-taco sem ætti að æra óstöðuga og gott betur. Klárlega réttur sem allir verða að prufa. Meira »

Fiskur sem krakkarnir elska

27.8. Það getur verið erfitt að koma fiski ofan í börnin en kannski er það bara gömul mýta. Fiskur er nefnilega sælgæti og sé hann rétt matreiddur er hann alveg hreint stórkostlegur. Meira »

Hinn fullkomni dekurmorgunverður

26.8. Hvað er dásamlegra en nýlagað french toast á fögrum helgarmorgni? Nákvæmlega ekkert að mati Lilju Katrínar Gunnarsdóttur á Blaka.is sem bjó til þessar elskur um daginn og hélt vart vatni í kjölfarið yfir hversu vel heppnaður og dásamlegur þessi morgunverður var og er. Meira »

„Pulled chicken“ sem allir elska

24.8. Þetta er ein af þessum vandræðalega skotheldu uppskriftum sem allir elska. Og það er gott, við elskum uppskriftir sem eru allra þar sem það er fátt meira svekkjandi en barn sem brestur í grát í upphafi máltíðar þar sem maturinn er ekki góður. Ég er nokkuð viss um að Berglind lendir aldrei í þessu! Meira »

Kjötbollurnar sem klikka aldrei

20.8. Kjötbollur njóta mikilla vinsælda enda afskaplega auðveldur og góður matur. Til er sú uppskrift sem gengið hefur manna á milli í áratugi og nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda. Meira »

Konfektkaka af gamla skólanum

18.8. Hver man ekki eftir gömlu góðu konfekttertunum sem gerðu hvert boð að hátíðarveislu. Hér gefur að líta uppskrift að einni slíkri en það er Albert Eiríksson sem á heiðurinn að sköpuninni. Meira »

Morgunmatur sem tryggir árangur

18.8. Það skiptir öllu máli að byrja daginn rétt þegar á að taka vel á því – ekki síst þegar Reykjavíkurmaraþonið er rétt að byrja. Hér gefur að líta uppskrift úr smiðju meistara Önnu Eiríks og ef einhver kann að undirbúa sig fyrir átök þá er það hún. Meira »

Grillaður hamborgari með þrenns konar ostum

16.8. Það er fátt betra en grillaður hamborgari nema ef vera skyldi grillaður hamborgari löðrandi í dásemdar ostum. Hvað er hægt að biðja fremur um? Meira »

Ostakúla sem tekur partíið á næsta stig

11.8. Hver elskar ekki ostakúlu? Partíréttur sem hefur haldið uppi stuðinu í íslenskum partíum frá því um miðja síðustu öld. Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Beikonið stendur fyrir sínu eins og alltaf og döðlurnar gefa ævintýralegt bragð. Meira »