Málefni OR og Orku náttúrunnar

Áslaug Thelma stefnir ON

29.6. Fyrrverandi starfsmaður Orku náttúrunnar, Áslaug Thelma Einarsdóttir, hefur lagt fram stefnu á hendur Orku náttúrunnar (ON) fyrir að hafa mismunað henni í launum á grundvelli kyns og þá krefst hún bóta fyrir ólögmæta uppsögn. Meira »

92% kvenna í orkugeiranum ánægð í starfi

13.2. Mikill meirihluti kvenna í orkugeiranum er mjög ánægður í starfi og líður vel í vinnunni, eða 92%, samkvæmt niðurstöðum fyrstu könnunar á Íslandi um líðan kvenna í orkugeiranum sem félagið Konur í orkumálum (KíO) lét nýverið gera. Í könnuninni kemur einnig fram að samt sem áður séu þættir sem huga þarf að til að ná enn betri árangri. Meira »

Hjartað ávallt hjá Áslaugu

27.11. „Mitt hjarta hefur alltaf verið hjá Áslaugu, alveg frá upphafi þessa máls,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, spurð út í ummæli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um að of lítið hafi verið gert úr upplifun Áslaugar Thelmu hjá Orku náttúrunnar. Meira »

Úrbætur í farvegi innan OR

26.11. Starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur lagði fram greinargerð á fundi stjórnar OR í dag um farveg ábendinga í úttektarskýrslu innri endurskoðunar, en fjallað var um ábendingarnar á sameiginlegum vinnudegi alls starfsfólks OR-samstæðunnar síðastliðinn fimmtudag. Meira »

Uppsagnarfrestur lengdur um 2 mánuði

26.11. Uppsagnarfrestur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi starfsmanna ON, verður lengdur um tvo mánuði. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar fyrirtækisins á föstudaginn. Þá var einnig ákveðið að ekkert yrði aðhafst frekar vegna bréfs sem eiginmaður Áslaugar sendi. Meira »

Heiða stendur heilshugar með Áslaugu

25.11. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur í kringum uppsögn hennar hjá OR vera „klassíska #metoo-sögu" og finnst hafa verið gert lítið úr hennar upplifun. Meira »

Finnst hótanirnar ósmekklegar

24.11. Flokki fólksins finnst það ósmekklegt og ótaktískt að hóta að skoða lögsókn vegna tölvupósta maka til OR sem skrifaðir eru í uppnámi eðli málsins samkvæmt.“ Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bókun sem Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram á borgarráðsfundi á fimmtudag. Meira »

Fengið nóg af rangtúlkunum

23.11. Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. „Fullyrðingar um að vinnustaður okkar sé rotinn og að hér ríki þöggun eru rangar.“ Meira »

Máttur #MeToo að gripið var til aðgerða

22.11. „Skýrslan er góð og ég fagna sérstaklega vinnustaðarmenningarúttektinni sem Félagsvísindastofnun lét gera,“ segir formaður borgarráðs. Borgarstjóri Reykjavíkur tekur í svipaðan streng. Skýrsla innri end­ur­skoðunar borgarinnar um vinnustaðarmenn­ingu og mannauðsmál hjá OR á fundi borgarráðs í morgun. Meira »

Helga kynnti skýrsluna í borgarráði

22.11. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um vinnustaðarmenn­ingu og mannauðsmál hjá OR fyr­ir full­trú­um í borg­ar­ráði á fundi ráðsins í morgun. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, í samtali við mbl.is. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

21.11. „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Sagt upp vegna frammistöðuvanda

20.11. Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar, var sagt upp vegna frammistöðuvanda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. Meira »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

20.11. Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

20.11. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

19.11. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

19.11. Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

19.11. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

19.11. „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

19.11. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

19.11. Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

19.11. Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

19.11. Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Blaðamannafundur vegna OR-málsins

19.11. Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Meira »

Niðurstöðurnar kynntar í dag

19.11. Niðurstöður innri endurskoðunar vegna úttektar á vinnustaðamenningu og einstökum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar stjórum OR og Orku náttúrunnar í dag. Þær verða síðan gerðar opinberar. Meira »

Dómgreindarleysi að setja OR-málið í brennidepil

25.10. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits, hefur sent forsvarsmönnum samstöðufundarins, sem fór fram á Arnarhóli í gær í tengslum við kvennafrídaginn, erindi þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við dagskrá fundarins. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu.“ Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

21.10. Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Dagur farinn í veikindaleyfi

12.10. Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju.  Meira »

OR fái „heiðursverðlaun í meðvirkni“

10.10. Mánuður er liðinn síðan Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp hjá Orku náttúrunnar og enn hefur hún ekki fengið útskýringar á uppsögninni né afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu. Meira »

Sérfræðingar úr háskólasamfélagi aðstoða

2.10. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur, fer með úttekt á vinnustaðamenningu OR og hefur hún fengið til liðs við sig sérfræðinga úr háskólasamfélaginu. Meira »

Fundi Áslaugar Thelmu og Helgu lokið

27.9. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar (ON), og Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hittust á fundi síðdegis. Meira »