Gálgahraun

Hart er tekist á um lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

22.1. Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Níumenningarnir fá ekki bætur

8.12.2016 Hæstiréttur hafnaði í dag bóta­kröfu Ómars Ragn­ars­son­ar fjöl­miðlamanns og átta annarra vegna hand­töku þeirra í Gálga­hrauni við Garðabæ fyr­ir rúm­um þremur árum. Fólkið neitaði að verða við til­mæl­um lög­reglu um að yf­ir­gefa svæði í hraun­inu þar sem fyr­ir­hugaðar voru vega­fram­kvæmd­ir. Meira »

Dómar Hraunavina skilorðsbundnir

28.5.2015 Hæstiréttur batt dóma yfir níumenningum skilorði vegna mótmæla gegn framkvæmdum við nýjan Álftanesveg um Gálgahraun í október 2013. Mótmælendurnir höfðu verið dæmdir til að greiða 100.000 kr. sekt en Hæstiréttur frestaði ákvörðun refsinga um tvö ár. Meira »

„Álfarnir sáttir á nýjum stað“

18.3.2015 70 tonna grjótbjarg var flutt til í Gálgahrauni í dag til að hlífa því vegna vegagerðarinnar því sumir telja að þar sé sögufræg álfakirkja: Ófeigskirkja og var hún færð nær öðrum steinmyndunum þar sem talið er að álfar haldi til. Álfarnir eru sagðir hafa undirbúið flutningana í eitt og hálft ár. Meira »

Hraunavinir krefjast skaðabóta

7.11.2014 Tíu Hraunavinir hafa höfðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna meðferðar sem þeir hlutu þegar lögreglumenn handtóku það í tengslum við mótmæli í Gálgahrauni í október á síðasta ári. Hver og einn fer fram á tvær milljónir króna í miskabætur. Meira »

Efast um óhlutdrægni Markúsar

13.10.2014 Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Kærendur telja Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Níumenningum skylt að hlýða lögreglu

10.10.2014 Níumenningarnir sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjaness í gær vegna mótmæla sinna í Gálgahrauni, neituðu að hlýða fyrirmælum lögreglu um að flytja sig um set og var refsing þeirra ákveðin 100.000 kr. sekt til ríkissjóðs ella fangelsi í átta daga. Meira »

„Niðurstaða byggð á falskri ákæru“

9.10.2014 „Tjáningarfrelsið og stjórnarskráin er ekki virt, en hún heimilar að stofnað sé til friðsamlegra mótmæla. Það að við séum dæmd fyrir það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir réttarríkið Íslands,“ segir einn níumenninganna sem dæmdur var til sektargreiðslu í dag fyrir mótmæli í Gálgahrauni í fyrra. Meira »

Þurfa að greiða sektir

9.10.2014 Níumenningarnir sem ákærðir voru fyrir mótmælin í Gálgahrauni í Garðabæ í fyrra, voru allir dæmdir til þess að greiða 100 þúsund króna sektir í ríkissjóð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Aðalmeðferð í máli Hraunavina lokið

12.9.2014 Aðalmeðferð í máli allra Hraunavinanna níu sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði fyrir brot á lögreglulögum vegna mótmæla í október á síðasta ári lauk í morgun. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður, segir að að lögreglumennirnir sem báru vitni hafi sammælst um að mótmælin hefðu verið friðsamleg. Meira »

Álfakirkjan verður færð

11.6.2014 Álfakirkja sem stendur í vegstæði nýs Álftanesvegar í Garðahrauni verður flutt á allra næstu dögum.  Meira »

Hraunavinir bíða eftir dómi Hæstaréttar

7.5.2014 Hraunavinir bíða nú eftir niðurstöðu Hæstaréttar í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði í síðasta mánuði kröfu um að málinu á hendur þeim yrði vísað frá dómi, en níu Hraunavinir voru ákærðir fyrir að brjóta lögreglulög í október sl. Úrskurður héraðsdóms var kærður til Hæstaréttar. Meira »

Að skjóta litla flugu með fallbyssu

24.3.2014 „Fólkið sat í rólegheitum í októbersólinni að sötra kaffi og te þegar lögregla kom og sagði því að hafa sig á brott,“ sagði Skúli Bjarnason, verjandi fjögurra Hraunavina sem ákærðir eru fyrir brot á lögreglulögum, í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Meira »

Lögbannsmál fellt niður

3.3.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt niður mál fernra umhverfisverndarsamtaka sem stefndu Vegagerðinni á síðasta ári vegna lagningu nýs Álftanesvegar. Samtökin kröfðust lögbanns á framkvæmdina í lok ágúst. Lögmaður samtakanna fór fram á það í héraði í dag að málið yrði fellt niður. Meira »

Fá ekki að leita til EFTA

26.2.2014 Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna beri kröfu fernra náttúrverndarsamtaka um að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna framkvæmda við Álftanesveg. Áður hefur samskonar kröfu verið hafnað í máli varðandi lögbannskröfu samtakanna vegna vegarlagningarinnar. Meira »

Tekist á um frávísun og vanhæfi

24.2.2014 Verjendur níu Hraunavina sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært fyrir brot á lögreglulögum vegna mótmæla í Garðahrauni í október sl. kröfðust þess í morgun að málinu yrði vísað frá. Auk þess kröfðust þeir þess að saksóknarinn yrði látinn víkja sökum vanhæfis. Meira »

Hraunavinir fá ekki álit EFTA-dómstólsins

5.2.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fernra náttúruverndarsamtaka um að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna framkvæmda við Álftanesveg. Áður hafi samskonar kröfu verið hafnað í máli varðandi lögbannskröfu samtakanna vegna vegarlagningarinnar. Meira »

Sá skikkjuklæddi „undir, yfir og allt um kring“

29.1.2014 „Auðvitað gengur það ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum!“ skrifa verjendur níumenninganna í Gálgahraunsmálinu í grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Neituðu öll sök

28.1.2014 Allir sakborningar í máli lögreglustjórans í Reykjavík gegn níu Hraunavinum neituðu sök við þingfestingu málsins í morgun. Fólkinu, tveimur körlum og sjö konum, er gefið að sök að hafa ekki farið að ítrekuðum fyrirmælum lögreglu er það mótmælti lagningu Álftanesvegar í Garðahrauni í október sl. Meira »

Hraunavinir fjölmenna í dómsal

28.1.2014 Fjölmenni er nú samankomið í Héraðsdómi Reykjaness þar sem mál lögreglustjórans í Reykjavík á hendur níu Hraunavinum er þingfest. Málið tengist mótmælum fólksins í október sl. gegn lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun í Garðabæ. Meira »

Listin borgar málskostnaðinn

25.1.2014 Fjöldi myndlistarmanna hafa gefið verk sín á sýningu sem verður boðin upp til styrktar 9 manns sem hafa verið ákærðir fyrir mótmæli í Gálgahrauni í október. Ragnar Kjartansson og Eggert Pétursson eru á meðal þeirra sem hafa gefið verk sem mörg eru vitnisburður um atburðina en sýningin opnar í dag. Meira »

Íslenskir álfar og hraun í heimsfréttum

22.12.2013 Vegaframkvæmdir í Gálgahrauni hafa komist í heimspressuna, ekki vegna hraunsins sjálf, heldur undrunar á því að álfar virðist hafa fulltrúa í umræðunni á Íslandi. Meira »

Hafnaði beiðni Hraunavina

28.11.2013 Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort Hraunavinir og þrenn önnur náttúruverndarsamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta vegna lagningar nýs Álftanesvegar. Meira »

Skapað á Kjarvalsslóðum í hrauninu

6.11.2013 Myndlistarmenn eru þessa dagana við störf í Gálgahrauni þar sem þeir munu mála, teikna og mynda hraunið sem Jóhannes Kjarval tók ástfóstri við en hann málaði tugi mynda á þessum slóðum. Ekki er hægt að segja að það hafi viðrað vel til sköpunar í hrauninu í dag en þó voru þar einhverjir við störf. Meira »

Niðurstaðan sé ekki ráðin

4.11.2013 Nýtt umhverfismat þarf fyrir nýjan Álftanesveg ef dómsmál sem náttúruverndarsamtök hafa höfðað vegna framkvæmdanna í Gálgahrauni falla þeim í vil. Þetta segir Skúli Bjarnason, lögmaður samtakanna. Meira »

Ellefu samtök styðja Hraunavini

30.10.2013 Ellefu náttúruverndarsamtök og félög á Íslandi lýsa yfir eindregnum stuðningi við baráttu Hraunavina, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands gegn lagningu nýs Álftanesvegar í Gálgahrauni/Garðahrauni. Meira »

Enn er baráttuandi í hraunavinum

30.10.2013 Gunnsteinn Ólafsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina, segir að á meðan dómsmál vegna nýs Álftanesvegar séu enn í gangi muni baráttan gegn framkvæmdum í Garðahrauni/Gálgahrauni halda áfram. Meira »

42,4% andvíg lagningu nýs vegar

29.10.2013 Fleiri voru andvígir en hlynntir lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun/Garðahraun í nýrri könnun MMR.   Meira »

Hluti vélanna kominn í gang aftur

28.10.2013 „Einhverjar vélarnar voru komnar í gang síðast þegar ég vissi en ekki allar,“ segir Sigurður R. Ragnarsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs ÍAV, en fyrirtækið sér um framkvæmdir við nýjan Álftanesveg. Meira »

„Ég stend hér fyrir hönd álfanna“

28.10.2013 „Ég er í þessari baráttu fyrir hönd álfanna, náttúruveranna hérna,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir í samtali við mbl.is en hún hefur tekið virkan þátt í mótmælunum gegn lagningu nýs Álftanesvegar frá því að framkvæmdir hófust aftur á mánudaginn fyrir viku. Meira »