Gjaldtaka við Hraunfossa

„Þetta var stjórnsýsla í molum“

10.10. Umhverfisstofnun hefur sent Evu B. Helgadóttur, lögfræðingi H-foss, leigutaka landsvæðisins við Hraunfossa, tilkynningu um fyrirhugaða áskorun í tengslum við gjaldtöku á bílastæðinu við staðinn en lögreglan stöðvaði hana í gær að beiðni Vegagerðarinnar. Meira »

Heyrði af þvingunaraðgerðum í fjölmiðlum

8.10. Frétt mbl.is af því að Umhverfisstofnun ætlaði að beita þvingunaraðgerðum til þess að stöðva gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa var það fyrsta sem lögfræðingur H-foss, Eva B. Helgadóttir, heyrði af málinu. Meira »

Hafa fulla heimild til gjaldtöku

6.10. Forsvarsmenn H-foss, leigutaka landsvæðisins við Haunfossa telja rétt sinn vera alveg skýran og að þeir hafi fulla heimild til að hefja gjaldtöku á bílastæðinu við fossana. Þetta segir Eva B. Helgadóttir hæstaréttarlögmaður. Meira »

Hafði ekki skýra lagalega heimild

28.7. Munurinn á gjaldtökunni við Seljalandsfoss og við Hraunfossa er skýr lagaleg heimild að sögn forstjóra Umhverfisstofnunar. Landeigendurnir við Hraunfossa geti ekki nýtt sér sömu heimild og Rangárþing eystra við Seljalandsfoss. Þá sé bílastæðið við Hraunfossa hluti hins friðlýsta svæðis. Meira »

Fresta gjaldtöku við Hraunfossa

1.7. Ákveðið hefur verið að fresta gjaldtöku við bílastæðið við Hraunfossa í nokkra daga vegna lagalegrar óvissu um rétt til innheimtunnar. Áætlað var að hefja gjaldtökuna kl. 8 í morgun en vegna andstöðu Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og veitingamanns á svæðinu verður það ekki gert. Meira »

Hyggjast rukka við Hraunfossa

30.6. Landeigendur við Hraunfossa hyggjast hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við þennan vinsæla áfangastað ferðamanna á morgun. Svæðið er friðlýst og er óheimilt að taka þar gjald, nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Meira »

Lögreglan stöðvar gjaldtöku

9.10. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur ákveðið að verða við beiðni Vegagerðarinnar og stöðva gjaldtöku við Hraunfossa í Borgarfirði. Meira »

Ætla að beita þvingunaraðgerðum

7.10. Gjaldtaka á bílastæðinu við Hraunfossa hélt áfram í dag að sögn Ólafs Jónssonar, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun. „Þetta eru þær fregnir sem ég hef fengið hjá starfsmanni okkar á staðnum,“ segir Ólafur. Hann segir lögregluna hafa verið á staðnum en ekki skipt sér af gjaldtökunni. Meira »

Setti niður skilti og byrjaði að rukka

6.10. Byrjað var að rukka inn á bílastæðið við Hraunfossa í morgun. Vakin var athygli á þessu í Facebook-hópinum Bakland ferðaþjónustunnar. Fulltrúar frá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun hafa verið á vettvangi í morgun en Umhverfisstofnun telur enn óheimilt að rukka fyrir notkun stæðanna. Meira »

Gjaldtökunni slegið á frest

4.7. Fjárfestar sem eru landeigendur að Hraunási II í Borgarfirði höfðu ákveðið að hefja innheimtu á aðstöðugjaldi á bílastæðunum við Hraunfossa nú fyrir helgi. Fallið var frá þeirri ákvörðun eftir að Umhverfisstofnun lagðist gegn henni. Meira »

„Aðstaðan er algjörlega óviðunandi“

30.6. „Ástæðan er náttúrulega sú að aðstaðan þarna er algjörlega óviðunandi,“ segir landeigandi, spurður um ástæður gjaldtöku við bílastæðið við Hraunfossa. Fyrirhugað er að gjaldtaka hefjist á morgun. Meira »