Gróðureldar í Kaliforníu nóvember 2018

Fundu beinagrind á svæði gróðureldanna

23.1. Brunnin beinagrind fannst á mánudag á einu þeirra svæða í strandbænum Malibu sem urðu illa úti í gróðureldunum sem þar fóru yfir í nóvember. Lögregla reynir nú að ákvarða hvort hinn látni hafi verið fórnarlamb glæps eða hafi látist af völdum eldanna. Meira »

25 enn saknað eftir gróðureldana

3.12. Verulega hefur fækkað í hópi þeirra sem saknað er eftir gróðureldana í Kaliforníu. Einungis 25 manns er nú saknað, en mest voru rúmlega 1.2000 manns á þeim lista. Tala látinna hefur hins vegar lítið breyst og er nú staðfest að 88 manns hafi farist í eldunum. Meira »

„Þetta reddast allt saman“

22.11. „Þetta reddast allt saman,“ segir Anton Axelsson sem á veitingahús í smábænum Paradís í Bandaríkjunum en bærinn var jafnaður við jörðu í skógareldunum sem hafa geisað í Kaliforníuríki undanfarnar vikur. Meira »

83 látin og 563 saknað

22.11. Líkamsleifar tveggja fórnarlamba gróðureldanna í Kaliforníu fundust í brunarústum í gær og er tala látinna því komin í 83. Fjöldi fólks sem er saknað er kominn niður í 563, en mikið flakk hefur verið á fjölda þeirra sem saknað er síðan eldarnir hófust. Meira »

81 látinn í gróðureldunum

21.11. Tala látinna eftir gróðureldana sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníuríkis er nú komin upp í 81, eftir að tveir til viðbótar fundust látnir í gær. 870 manns er nú saknað og segir lögreglustjóri Butte-sýslu töluna hafa hækkað á ný eftir að lögregla náði að vinna sig í gegnum fjölda tilkynninga. Meira »

Finnar gera grín að Trump

19.11. Margir Finnar urðu undrandi þegar þeir heyrðu forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, dást að þjóðinni fyrir það hvernig hún hirðir um skóga sína með því að raka. Forseti Finnlands kannast ekki við að hafa rætt þetta við Trump líkt og sá síðarnefndi segir. Meira »

„Þetta gæti orðið verulega stórt“

18.11. Matt McKenzie hjá skógar- og gróðureldastofnun Kaliforníu vaknaði í varðstöðinni við að furunálum rigndi yfir þakið. 6:15 þennan sama morgun bilaði rafmagnslína í nágrenni Poe stíflunnar og hálftíma síðar stóð McKenzie hjálparvana og virti fyrir sér gróðureld sem þegar náði yfir 10 ekru svæði. Meira »

Dofinn eftir að æskuheimilið brann

17.11. Bandaríski leikarinn Rob Lowe sagði það hafa verið „óraunverulegt“ að frétt a að hlutar Malibu í Kaliforníu, þar sem hann óx úr grasi, hefðu eyðilagst í gróðureldunum sem þar hafa geisað undanfarna daga. Meira »

Yfir þúsund saknað

17.11. Yfir eitt þúsund er saknað í norðurhluta Kaliforníu þar sem mannskæðir skógareldar hafa geisað undanfarna viku. Fórnarlömb Camps-eldsins eru 71 talsins auk þess sem nokkrir hafa látist í öðrum eldum í ríkinu. Meira »

Fólk reynir að kaupa grímur á netinu

16.11. Loftgæði í Norður-Kaliforníu eru sögð hin lökustu í heiminum eftir mannskæðustu skógarelda sem svæðið hefur kynnst. Mikið er leitað að reykgrímum á netinu. Meira »

631 er enn saknað

16.11. Alls er 631 enn saknað í Norður-Kaliforníu eftir skógareldana og 66 eru látnir. Fjöldi þeirra sem er saknað hefur tvöfaldast á aðeins sólarhring en flestir þeirra sem eru látnir urðu Camp-eldinum að bráð. Tæplega 12 þúsund hús hafa eyðilagst í skógareldunum. Meira »

Tekur nokkur ár að endurreisa Paradise

15.11. Nokkur ár mun taka að endurreisa bæinn Paradise, sem varð illa úti í gróðureldum sem geisað hafa í Kaliforníuríki að sögn stjórnanda FEMA, al­manna­varna Banda­ríkj­anna. Tala látinna er nú komin upp í 59 í gróðureldunum í Kaliforníu sem eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Meira »

50 látnir í gróðureldunum í Kaliforníu

14.11. Tala látinna í gróðureldunum sem nú geisa í Kaliforníuríki heldur áfram að hækka og er nú vitað til þess að 50 manns hið minnsta hafi látið lífið í eldunum, sem eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Vinda, sem hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt um vik að ná stjórn á eldunum, er þó tekið að lægja. Meira »

42 látnir í Kaliforníu

13.11. Þúsundir slökkviliðsmanna vinna hörðum höndum við að slökkva skógareldana sem geisa í Kaliforníu. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins en alls hafa 42 fundist látnir. Meira »

Miley Cyrus missir húsið í eldunum

12.11. Söngkonan Miley Cyrus og unnusti hennar, leikarinn Liam Hemsworth, eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sitt í gróðureldunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Cyrus greinir frá þessu á Twitter og segist vera ein af þeim heppnu. Meira »

Fyrsta mál að koma fjölskyldunni í skjól

12.11. „Ég verð að finna mömmu — ég er ekki búin að gefa upp von um að hún sé einhvers staðar,“ sagði Sol Bechtold, einn þeirra sem leitar nú týndra ættingja í gróðureldunum í Kaliforníu. 31 hið minnsta er látinn og að minnsta kosti 228 er enn saknað. Meira »

„Þetta er hið nýja afbrigðilega“

12.11. Tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke og leikarinn Gerard Butler eru í hópi þeirra sem misst hafa heimili sín í gróðureldunum sem nú geisa í Kaliforníu. Tala látinna er komin komin upp í 31, um 200 manns er enn saknað og 250 þúsund hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Meira »

Yfir 200 enn saknað

12.11. Enn er yfir 200 saknað í skógareldunum sem geisa í Kaliforníu en 31 hefur fundist látinn. Staðfest hefur verið að sex hafi látist til viðbótar í Camp-eldinum svonefnda en alls hefur hann kostað 29 manns lífið. Meira »

Íbúar hjálpsamir vegna eldanna

11.11. Skógareldar geisa enn í Kaliforníu, en veðurskilyrði til slökkvistarfs hafa víða verið slæm í dag, einkum vegna vinds. 26 hafa fundist látnir. Unnur Eggertsdóttir leikkona býr í Norður-Hollywood og segir að íbúar í Los Angeles hafi sýnt mikinn samhug vegna eldanna, sem brenna vestan við borgina. Meira »

Fjöldi látinna er kominn í 25

11.11. Fjöldi þeirra sem látist hafa í skógareldunum sem geisað hafa undanfarna daga í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum er kominn í 25 samkvæmt upplýsingum frá embættismönnum. Meira »

Ekkert lát á skógareldunum í Kaliforníu

10.11. Talið er að 11 manns hið minnsta hafi látist í stórum skógareldum sem nú geisa í Kaliforníuríki, bæði í suður- og norðurhluta ríkisins. Tugþúsundir hafa misst heimili sín og yfir 250.000 manns hafa neyðst til þess að yfirgefa þau. Meira »

Fjöldi látinna kominn í níu

10.11. Fjöldi látinna vegna skógareldanna sem geisað hafa í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum er kominn í níu. Öll dauðsföllin urðu í bænum Paradise norður af höfuðborg ríkisins, Sacramento, en öllum íbúum bæjarins hefur verið fyrirskipað að yfirgefa hann. Meira »

Heill bær varð skógareldi að bráð

9.11. Tveir stórir skógareldar geisa nú í Kaliforníu í Bandaríkjunum, annar vestan við Los Angeles en hinn norðar í ríkinu, nærri borginni Sacramento. Yfir 150.000 manns hafa þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum undan eldunum, sem breiðast báðir hratt út, sökum þess hversu hvasst er á svæðinu. Meira »

Þúsundir flýja gróðurelda í Kaliforníu

9.11. Þúsundir íbúa í norðurhluta Kaliforníu flýja nú gróðurelda sem breiðast út með miklum hraða í átt að nokkrum bæjum í hlíðum Sierra-þjóðgarðsins. Eldarnir kviknuðu á fimmtudag í nágrenni Camp Creek og hafa hvassar vindhviður og þurrt skóglendi valdið því að þeir hafa breiðst hratt út. Meira »