Grunnskólakennari fordæmir samkynhneigð

Akureyrarbær áfrýjar dómnum

7.12. Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í skaðabótamáli Snorra Óskarssonar gegn bænum vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Meira »

Snorri ætlar að sækja bætur

16.2.2016 „Ég reikna með því að við dokum aðeins við og athugum hvort eitthvað frumkvæði verði af hálfu Akureyrarbæjar í kjölfar dóms Hæstaréttar. Framhaldið verði síðan metið eftir því hvort einhver viðbrögð koma frá bænum og hver þau verða. En það verða settar fram kröfur um einhverjar bætur.“ Meira »

Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ

11.2.2016 Hæstiréttur hefur sýknað Snorra Óskarsson af kröfum Akureyrarbæjar og dæmt uppsögn hans ólögmæta. Ágreiningurinn snýst um það hvort bærinn hefði með lögmætum hætti sagt Snorra upp störfum sem grunnskólakennari vegna ummæla um samkynhneigð sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Meira »

Áfrýja máli Snorra til Hæstaréttar

24.4.2015 Bæjarráð Akureyrar ákvað á fundi sínum í morgun að áfrýja til Hæstaréttar Íslands niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 10. apríl sl. í máli Akureyrarkaupstaðar gegn Snorra Óskarssyni Meira »

Hyggst höfða skaðabótamál

12.4.2015 Snorri Óskarsson, sem er oft kenndur við söfnuðinn Betel, ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Akureyrarbæ, en hann var á föstudag sýknaður af kröfum bæjarsins í héraðsdómi Norðurlands eystra. Bærinn krafðist þess að úrskurður innanríkisráðuneytisins, um að uppsögn Snorra frá störfum við Brekkuskóla á Akureyri væri ólögmæt, yrði felldur úr gildi. Meira »

Snorri í Betel sýknaður

10.4.2015 Snorri Óskarsson var í dag sýknaður af kröfum Akureyrarbæjar þar sem bærinn krafðist þess að úrskurður innanríkisráðuneytisins frá 4. apríl 2014 yrði felldur úr gildi. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði að uppsögn Snorra frá störfum við Brekkuskóla þann 12. júlí 2012 væri ólögmæt. Meira »

Akureyrarbær með Snorra til dómstóla

8.5.2014 Akureyrarbær hyggst fara með mál Snorra Óskarssonar kennara, jafnan kennds við Betel, fyrir dómstóla. Þetta var ákveðið á bæjarráðsfundi í morgun en innanríkisráðuneytið hafði áður úrskurðað að ákvörðun Akureyrarbæjar að segja Snorra upp sem kennara við Brekkuskóla árið 2012 væri ólögmæt. Meira »

Mannréttindi ekki háð pólitískum meirihluta

14.4.2014 „Mannréttindaákvæði eins og tjáningarfrelsisákvæðið eru þýðingarlaus ef pólítískur meirihluti hverju sinni getur vikið því til hliðar vegna þess að skoðunin er "röng" eða "skaðleg" eða jafnvel bara óæskileg að hans mati.“ Meira »

Rétt að víkja Snorra úr starfi

10.4.2014 Bæjarráð Akureyrarbæjar telur að þrátt fyrir úrskurð innanríkisráðuneytisins um að ólögmætt hafi verið að víkja Snorra Óskarssyni úr starfi kennara við Brekkuskóla á Akureyri vegna bloggskrifa hans um samkynhneigða hafi það verið rétt ákvörðun. Meira »

Mál Snorra verður rætt í bæjarráði

9.4.2014 Akureyrarbæ þykir miður að í niðurstöðu ráðuneytisins í máli Snorra Óskarssonar, sé ekki tekið almennt tillit til almennu meginreglunnar um vammleysisskyldu sem gildir einnig utan starfs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum nú í kvöld. Meira »

Uppsögn Snorra ólögmæt

9.4.2014 Snorri Óskarsson íhugar skaðabótamál á hendur Akureyrarbæ í kjölfar úrskurðar innanríkisráðuneytisins þess efnis að ólögmætt hafi verið að segja honum upp störfum sem kennari árið 2012 vegna bloggskrifa. Meira »

Hannes Hólmsteinn styður Snorra

18.7.2012 „Brottrekstur Snorra er hneyksli,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands um Snorra Óskarsson, kenndan við Betel, á vefsvæði sínu. Hannes rekur málavöxtu og segist ekki sammála skoðunum Snorra en hann eigi rétt á sínum skoðunum. Meira »

„Hvar endar þetta?“

16.7.2012 Snorri Óskarsson, grunnskólakennari á Akureyri, sem sagt var upp störfum í síðustu viku vegna ummæla um samkynhneigð, sem hann viðhafði á bloggsíðu sinni, segir að mál sitt veki upp ýmsar spurningar um starfsskilyrði og réttindi kennara. Meira »

„Menn skeindust á sálinni“

12.7.2012 Snorra Óskarssyni, oftast kenndur við Betel, hefur verið sagt upp störfum hjá Brekkuskóla á Akureyri. „Ég gekk út af fundi með uppsögn í hendi og grun um að menn ætluðu í nafni yfirvalda að snúa sjónvarpsstöðina Ómegu niður vegna þess að boðskapur hennar hentaði ekki „samkynhneigðum og trans“ mönnum? Menn skeindust á sálinni vegna boðskapar Biblíunnar.“ Meira »

„Það er ekki nóg að móðgast“

2.3.2012 „Þetta kom mér alls ekki á óvart,“ segir Snorri Óskarsson, grunnskólakennari á Akureyri, um þá ákvörðun lögreglustjóraembættisins á Akureyri að vísa kæru á hendur honum frá. Meira »

Kæru á hendur Snorra vísað frá

2.3.2012 Lögreglustjóraembættið á Akureyri hefur vísað frá kæru Péturs Maack forstöðusálfræðings á hendur Snorra Óskarssyni, kennara í Brekkuskóla, sem jafnan er kenndur við Betel. Meira »

Kærir Snorra til lögreglu

23.2.2012 Pétur Maack, sálfræðingur á Akureyri, hefur kært Snorra Óskarsson, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, til lögreglu.   Meira »

Ef ég lendi í helvíti rotna ég þar glaður

16.2.2012 Hjálmar Forni Sveinbjörnsson gagnrýnir ummæli Árna Johnsen og Snorra í Betel. „Snorri hefur alveg rétt á sínum skoðunum en skoðun hans brýtur hinsvegar á rétti okkar sem elskum einstakling af sama kyni.” Meira »

„Ofbeldi og valdníðsla“

14.2.2012 „Ofbeldi og valdníðsla,“ sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Aþlingi í dag þegar hann ræddi um mál Snorra Óskarssonar, grunnskólakennara á Akureyri, sem sendur hefur verið í leyfi vegna ummæla sinna um samkynhneigða. Árni sagði þetta vera árás á Snorra að undirlagi Samfylkingarinnar. Meira »

Mál Snorra í farvegi

14.2.2012 Mál Snorra Óskarssonar, grunnskólakennara við Brekkuskóla á Akureyri, er „í farvegi eins og öll önnur mál sem til okkar koma,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Skólayfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að leysa Snorra frá störfum út skólaárið en hann á kost á að hefja aftur kennslu í haust gegn því að hann hætti að tjá sig um samkynhneigð á netinu. Meira »

„Hvar liggja mörkin?“

14.2.2012 „Hvar liggja mörkin? Er nóg að hafa sagt eitthvað, tjáð sig á bloggsíðu eða Facebook, nýtt sér tjáningarfrelsið og trúfrelsið til að missa starfið?“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sinni í dag. Meira »

Snorri sendur í leyfi

13.2.2012 Skólayfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að leysa Snorra Óskarsson, grunnskólakennara við Brekkuskóla á Akureyri, frá störfum út þetta skólaár. Hann á kost á að hefja kennslu aftur í haust ef hann hættir að tjá sig á netinu um samkynhneigð. Snorri segist ekki ætla að hætta að blogga. Meira »

Óttast uppsögn

11.2.2012 Snorri Óskarsson, grunnskólakennari við Brekkuskóla á Akureyri, telur að fundur hans á mánudaginn með skólayfirvöldum leiði til uppsagnar hans. Töluverð óánægja hefur verið vegna skrifa Snorra um samkynhneigða á bloggsíðu hans þar sem hann m.a. skrifar um samkynhneigð sem synd. Meira »

Hvorki fordómar né hatursáróður

10.2.2012 „Ég tel mig hvorki vera að brjóta lög, siðareglur né grunnskólalög. Ég var beðinn um að taka mér frí í gær, í dag og á mánudaginn og á að fara á fund með skólayfirvöldum á morgun,“segir Snorri Óskarsson grunnskólakennari á Akureyri, en bloggskrif hans um samkynhneigða hafa vakið hörð viðbrögð. Meira »

Erfitt að draga línuna

10.2.2012 Skrif Snorra Óskarssonar, Snorra í Betel, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigða ganga í berhögg við siðareglur Kennarasambands Íslands. Formaður Félags grunnskólakennara segir erfitt að skilgreina hvar mörk starfs og einkalífs liggi. Foreldri í skólanum segir skrifin mannfyrirlitningu. Meira »

Trúnaður ríkir um mál kennara

9.2.2012 Formaður skólanefndar Akureyrar segist ekkert geta tjáð sig um málefni grunnskólakennara í Brekkuskóla sem skrifað hefur um samkynhneigð sem synd á vefsvæði sitt. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar fyrr í vikunni. Meira »

Líkir samkynhneigð við bankarán

9.2.2012 Snorri Óskarsson, grunnskólakennari við Brekkuskóla á Akureyri, líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvort tveggja sé synd. Þetta sagði hann í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meira »

Æfir vegna skrifa um samkynhneigð

9.2.2012 Foreldrar í Brekkuskóla á Akureyri eru æfir vegna þess sem þeir kalla hatursskrif Snorra Óskarssonar í Betel, kennara við Brekkuskóla og leiðtoga Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri, um samkynhneigða. Meira »