Guðmundur Felix fær nýjar hendur

Guðmundur Felix Grétarsson fær græddar á sig nýjar hendur í Lyon í Frakklandi. Hann verður fyrsti maðurinn sem fær nýja handleggi alveg upp við axlir og getur aðgerðin tekið allt að fjörutíu klukkustundir.

Vongóður í biðinni endalausu

12.1. „Þetta er biðin endalausa en ég er viss um að þetta gerist núna á þessu ári. Þetta er gott ár, slétt tala,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem missti báða handleggi sína við axlir í slysi fyrir 20 árum. Hann bíður eftir að komast í aðgerð til að fá græddar á sig hendur í Lyon í Frakklandi. Meira »

Bíður eftir ágræðslu handleggja í Lyon

30.5.2014 Guðmundur Felix Grétarsson hefur beðið eftir ágræðslu handleggja í Lyon í Frakklandi síðan í júní í fyrra.   Meira »

Guðmundur Felix með augum Golla myndasyrpa

15.2.2014 Myndröð ársins tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli, af Guðmundi Felix Grétarssyni en Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 og hefur þurft hjálp við daglegt líf síðan. Verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2013 voru afhent í Gerðarsafni í dag. Páll Stefánsson tók mynd ársins. Meira »

Þráir faðmlag frá föður sínum

22.11.2013 Árið 1998, þegar Diljá Natalía Guðmundsdóttir var þriggja mánaða gömul, lenti faðir hennar í mjög alvarlegu vinnuslysi. Áfallið var mikið fyrir alla fjölskylduna og við tók margra ára ferli þar sem faðir hennar, Guðmundur Felix Grétarsson, var á milli heims og helju. Meira »

Vilja ólmir gefa út sögu Guðmundar

11.9.2013 „Þeir vildu ólmir fá að gefa út þessa sögu,“ segir Guðmundur Grétar Felixson sem bíður í Frakklandi eftir handleggjaágræðslu. Fulltrúi frá bókaútgáfunni Les Arénes hitti Guðmund í morgun og kynnti honum hugmyndir um útgáfu ævisögu hans í Frakklandi. Sökum þess leitar Guðmundur nú að íslenskum rithöfundi. Meira »

Hef góða tilfinningu fyrir þessu

10.6.2013 „Það gengur bara rosalega vel. Við lentum hérna upp úr miðnætti í gær og mættum síðan klukkan átta í morgun upp á spítala að hitta svæfingalækni og fara í gegnum einhverja hluti. Og nú erum við bara að koma okkur fyrir og versla í matinn og svona,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Meira »

Selt á 548 þúsund krónur

26.1.2013 Klapptréð sem Guðmundur Felix Grétarsson fékk á dögunum að gjöf frá aðstandendum kvikmyndarinnar Django Unchained eftir Quentin Tarantino var selt á 4.250 Bandaríkjadali, sem svarar til rúmlega 548 þúsund króna, á eBay. Meira »

Tarantino aðstoðar Guðmund Felix

18.1.2013 Guðmundur Felix Grétarsson fékk á dögunum gjöf frá aðstandendum kvikmyndarinnar Django Unchained eftir Quentin Tarantino. Um er að ræða klapptré áritað af sjálfum Tarantino og öllum stjörnunum. Meira »

„Fara að smella lúkum á karlinn“

25.12.2012 „Ég er búinn að vera að bíða, það er einn búinn að vera á undan mér og ég sendi póst til þeirra þar sem ég spurði hvað væri að frétta og þeir svöruðu í gær,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk þær fréttir í gær að undirbúningur væri hafinn fyrir handaágræðslu á sig. Meira »

Undirbúningur handaágræðslu hafinn

24.12.2012 „Ég var að fá bestu jólagjöf allra tíma. Fékk í dag póst frá Frakklandi þar sem segir að Ítalinn sé búinn að fara í aðgerð og undirbúningur fyrir mína aðgerð sé hafinn,“ skrifar Guðmundur Felix Grétarsson á Facebook í kvöld, en hann bíður eftir því að komast í handaágræðslu í Lyon í Frakklandi. Meira »

Bíður eftir handaágræðslu

20.12.2012 Guðmundur Felix Grétarsson bíður enn eftir að komast í handaágræðslu í Lyon í Frakklandi.  Meira »

Handaágræðslan í fyrsta lagi í haust

6.6.2012 „Þetta hefur dregist eitthvað. Ég fer út í fyrsta lagi í haust,“ sagði Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður eftir því að komast í handaágræðslu í Lyon í Frakklandi. Hann missti báða handleggi sína í vinnuslysi árið 1998. Meira »

Stærsta framlagið 4 milljónir

25.1.2012 Guðmundur Felix Grétarsson náði í gær takmarki sínu að safna 40 milljón krónum fyrir handaígræðsluaðgerð í Frakklandi. Frá því að söfnunin hófst í september hafa þúsundir einstaklinga og fyrirtækja lagt Guðmundi lið og stærsta framlagið upp á 4 milljónir króna kom frá Oddfellow-stúku. Meira »

Hefur náð að safna fyrir aðgerðinni

25.1.2012 Guðmundur Felix Grétarsson, sem stefnir að því að fara til Frakklands í handaágræðslu, segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi náð því markmiði að fjármagna aðgerðina á fullu. Meira »

„Verður vonandi bara sem fyrst“

8.12.2011 „Það er einn á undan mér, einhver Ítali sem þarf að fá einn framhandlegg. Hann fer á biðlista í janúar og ég fer bara út um leið og hann er búinn.“ Meira »

Vantar enn 30 milljónir

19.10.2011 „Þetta gengur bara rosa vel,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson en hann er búinn að ná tæpum fjórðungi af þeim 40 milljónum sem hann stefnir að því að safna svo hann komist til Frakklands þar sem á að græða á hann handleggi. „Ég er kominn með níu milljónir núna," segir hann. Meira »

Þarf að safna tugum milljóna

29.9.2011 „Það er rosalegt fé sem mig vantar. Við stefnum á að safna um 40 milljónum en síðan segir að það séu komnar inn rúmar 3,6 milljónir. Ég á hins vegar eftir að fara yfir stöðuna á söfnuninni og uppfæra þá tölu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem opnaði í gær bloggsíðuna hendur.is Meira »

Bíður eftir handaágræðslu

13.9.2011 Guðmundur Felix Grétarsson bíður nú eftir að fara í aðgerð þar sem handleggir verða græddir á hann við öxl. Aðgerðin sem mun fara fram í Lyon í Frakklandi verður sú fyrsta sinnar tegundar og ætti því að vekja mikla athygli þegar hún verður framkvæmd á næsta ári. Meira »

Bjartsýnn á að komast í aðgerð

15.8.2011 Guðmundur Felix Grétarsson fær að vita það 9. september hvort 30 manna skurðlæknateymi muni græða á hann handleggi frá öxlum en það yrði fyrsta aðgerð sinnar tegundar í heiminum. Meira »

„Svona aðgerð hefur aldrei verið gerð áður“

13.8.2011 Guðmundur Felix Grétarsson missti báða handleggi rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998. Hann var uppi í háspennumastri þegar hann fékk 11 þúsund volta straum með þeim afleiðingum að hann féll 8 metra og braut flest bein í líkamanum. Meira »

„Kom vel út úr öllum prófum“

21.2.2011 Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi, fór í lok janúar til Frakklands í undirbúningsrannsókn til að fá úr því skorið hvort hann geti gengist undir handaágræðslu. Í morgun barst honum jákvæður tölvupóstur frá læknateyminu. Meira »

Frekar handleggi en jeppa

26.1.2011 Guðmundur Felix Grétarsson er á leið til Frakklands í svokallaða undirbúningsrannsókn til að fá úr því skorið hvort hann geti gengist undir handleggjaágræðslu. Guðmundur Felix missti báða handleggina í slysi árið 1998. Meira »