Háhyrningar

Nýr kálfur vekur vonir

11.2. Háhyrningskálfur fæddist í Norðvestur-Kyrrahafi á dögunum. Enn sem komið er virðist hann hraustur og kátur. Þetta þykja tíðindi því kálfurinn er af stofni suðlægu staðbundnu háhyrninganna sem er í alvarlegri útrýmingarhættu. Meira »

„Snýst um að binda enda á dýraníð“

12.12. Ekkert frumvarp hefur fengið jafn ítarlega meðferð í kanadíska þinginu síðustu áratugina og það sem nú er komið til umræðu. Ekki einu sinni tvö umdeildustu frumvörp síðari ára sem fjölluðu um hryðjuverk og dánaraðstoð. Það er sum sé hiti í Kanadamönnum þegar kemur að því að svara spurningunni: Á að banna að hafa hvali til sýnis í búrum? Meira »

Móðir Scarlet fylgdi henni veikri

15.9. Þegar hin unga háhyrningskýr, Scarlet, veiktist hóf hún að dragast aftur úr fjölskyldu sinni á sundi. En móðir hennar og fleiri úr hópnum yfirgáfu hana ekki heldur biðu eftir henni. Nú er talið að Scarlet sé öll en hræs hennar er leitað til að komast að því hvað olli dauða hennar. Meira »

Háhyrningurinn líklega dauður

14.9. Árangurslaus leit hefur staðið yfir að háhyrningskú sem tilheyrir stofni í Norðvestur-Kyrrahafi og er hún nú talin af.  Meira »

Hefur sleppt dauðum kálfi sínum

12.8. Háhyrningskýrin Tahlequah syndir ekki lengur með dauðan kálf sinn um hafið. Hún ýtti honum á undan sér í að minnsta kosti sautján daga um 1.600 kílómetra leið. Meira »

„Hún er að breyta heiminum“

9.8. „Ég hef haldið á látnu barni mínu. Treystið mér, þú vilt aldrei sleppa takinu,“ skrifar Sue Phelps Baker um háhyrningskúna sem í yfir tvær vikur hefur synt með dauðan kálf sinn um hafið undan norðvesturströnd Kanada. Fréttirnar hafa snert strengi í hjörtum margra. Meira »

Syndir enn með dauðan kálfinn

9.8. Háhyrningskýrin Tahlequah syndir enn með dauðan kálf sinn um hafið undan vesturströnd Kanada. Hún hefur nú gert það í yfir sextán sólarhringa. Vísindamenn óttast um líf hennar. Meira »

Frumleg tilraun til að bjarga háhyrningi

3.8. Til stendur að beita óvenjulegum aðferðum í tilraun til að bjarga veikum háhyrningi sem tilheyrir stofni í Norðvestur-Kyrrahafi sem er í mikilli útrýmingarhættu. Meira »

„Átakanleg sorg“ háhyrningsins

1.8. „Ég fylgist agndofa með því hversu hratt hún syndir og hversu langt hún kemst,“ segir Taylor Shedd hjá samtökunum Soundwatch er fylgjast með ferðum háhyrningskýrinnar sem fer nú með dauðan kálf sinn um hafið undan vesturströnd Kanada. Meira »

Syndir með hræ kálfsins um hafið

31.7. Háhyrningskýr hefur dögum saman synt með hræ kálfs síns um hafið undan ströndum Kanada. Kálfurinn lifði aðeins í um hálftíma og síðan hann drapst, fyrir um viku, hefur móðirin borið hann varfærnislega á bægslunum eða á höfði sínu, rétt eins og hún vilji ekki valda áverkum á hræinu. Meira »