Haukur Hilmarsson

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Hauks leitað sem hann væri á lífi

16.3. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem sagður er hafa fallið í Afrin-héraði í Sýrlandi, segir að engar áreiðanlegar heimildir séu fyrir því að sonur hennar sé látinn. „Það gæti allt eins verið að félagar hans hafi bara misst sjónar á honum og ályktað (réttilega eða ranglega) að hann hafi fallið.“ Meira »

Ásmundur ræðir mál Hauks

15.3. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ræddi leitina að Hauki Hilmarssyni við fjölskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands, Fatma Betül Sayan Kaya, en þau hittust í gær á ráðstefnu kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í New York. Meira »

Funda með Guðlaugi Þór

13.3. Um kl. 15 hófst fundur í húsakynnum utanríkisráðuneytisins, þar sem fimm aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa látist í Sýrlandi í lok febrúar, sitja með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og fleiri fulltrúum ráðuneytisins. Meira »

Krefja ráðherra um skýr svör

13.3. Fjölskylda og aðstandendur Hauks Hilmarssonar fara fram á að utanríkisráðherra sjái til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og NATO og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir séu með líkamsleifar Hauks, að utanríkisráðherra sjái til þess að þær verði sendar til Íslands. Meira »

Tyrkir hafa umkringt Afrin

13.3. Tyrklandsher og bandamenn þeirra úr hópi uppreisnarmanna í Sýrlandi hafa umkringt Afrin-borg í norðurhluta Sýrlands. Borgin er undir yfirráðum Kúrda sem eru fjölmennir á svæðinu. Herinn hefur þegar náð yfirráðum yfir mörgum bæjum og þorpum í Afrin-héraði en þar barðist Haukur Hilmarsson við hlið Varnarsveita Kúrda (YPG) og er sagður hafa fallið í árás Tyrkja þann 24. febrúar. Meira »

Guðlaugur hittir aðstandendur Hauks

12.3. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar á morgun með aðstandendum Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

Mannlegir skildir til varnar Afrin

12.3. Leit liðsmanna Varnarsveita Kúrda (YPG) að líki Hauks Hilmarssonar um helgina bar engan árangur. Svæðið þar sem Haukur er talinn hafa fallið er nú á valdi tyrkneskra hersveita og því er óvíst hvort og þá hvenær leit verður haldið áfram að sögn heimildarmanns mbl.is á svæðinu. Meira »

„Nánast útilokað að Haukur sé á lífi“

9.3. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði þann 24. febrúar síðastliðinn þar sem hann barðist með Varnarsveitum Kúrda, hitti í dag sendinefnd International Freedom Batallion (IFB) í Glasgow. Meira »

„Byltingin ólgar í æðum hans“

9.3. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa látist í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar, þar sem hann tók þátt í frelsisbaráttu Kúrda, endurbirti í dag hugleiðingar sem hún skrifaði um son sinn árið 2003. Meira »

Hermt að Tyrkir séu með lík Hauks

8.3. Aðgerðasinninn Haukur Hilmarsson var skotinn til bana í átökum við tyrkneska herinn sem nú hefur lík hans undir höndum samkvæmt heimildum mbl.is frá Afrin-héraði. Meira »

Í Sýrlandi til að sýna samstöðu

7.3. Myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni og tekið í Afrin í Sýrlandi í ár hefur verið birt á YouTube. Á myndbandinu segist hann vera á staðnum til að sýna samstöðu með byltingunni og til að berjast við hlið félaga sinna til að verja þann árangur sem þegar hafi náðst. Meira »

Óskar upplýsinga um son sinn

7.3. „Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum í Sýrlandi, á vefsíðu sína. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Haukur hefði fallið í Afrin-héraði, skammt frá landamærunum að Tyrklandi. Meira »

Ekki kunnugt um veru í Sýrlandi

6.3. Utanríkisráðuneytið er í sambandi við alþjóðadeild lögreglu og ræðismenn í Tyrklandi vegna orðróms um að ís­lensk­ur karl­maður hafi lát­ist í Afrin í Sýr­landi fyr­ir nokkr­um dög­um. Meira »

Kanna orðróm um andlát Íslendings

6.3. Utanríkisráðuneytið er að kanna hvað til sé í orðrómi um að íslenskur karlmaður hafi látist í Sýrlandi. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Meira »