Haukur Hilmarsson

Styðja Jórunni og Ragnheiði

6.3. Aðstandendur Hauks Hilmarssonar og annað stuðningsfólk þeirra Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Helgadóttur, úr samtökunum No Borders sem eru ákærðar fyrir að hafa tafið brottför flugvélar, komu saman á Lækjartorgi í kvöld. Meira »

Dekkti húð og hár og komst til Afrín

5.2. Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í árásum Tyrkja í Afrín í Sýrlandi 24. febrúar 2018, þurfti að lita hár sitt svart og dekkja húð sína til þess að komast fram hjá Rússum og til Afrín, en hann hafði áður verið stöðvaður á leið sinni þangað vegna þess hve ljós hann var yfirlitum. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

20.1. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

„Gert allt það sem í mínu valdi stendur“

8.11. „Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks Hilmarssonar eiga rétt á að fá að vita afdrif Hauks. Einhver hlýtur að vita það,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Fjölskylda Hauks fær hluta gagnanna

4.10. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur synjað beiðni fjölskyldu Hauks Hilmarssonar um að utanríkisráðuneytið veiti henni aðgang að öllum þeim gögnum sem ráðuneytið hafði neitað henni um. Fjölskyldan fær aftur á móti hluta gagnanna sem henni hafði verið neitað um. Meira »

Spyrja um afdrif Hauks Hilmarssonar

11.9. Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem er talinn hafa fallið í Afrin-héraði í Sýrlandi í byrjun ársins, eru staddir á Austurvelli í tilefni af setningu Alþingis. Meira »

Munu ræða mál Hauks Hilmarssonar

24.6. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, á morgun, áður en ráðherrafundur fríverslunarsamtaka Evrópu hefst á Sauðárkróki. Meira »

„Falleg aðgerð í minningu bróður hans“

18.6. „Þegar ég hitti hann þá sá ég að hann vill leysa þetta eða gera það sem hann getur til þess. Hann er byrjaður á því að gera eitthvað sem við teljum að þurfi að gera og er líklegt að skili árangri, en ég vil ekki fara nákvæmlega út í hvað það er. Mér fannst eins og hann tæki okkur alvarlega.“ Meira »

Handtekinn á þaki Stjórnarráðsins

17.6. Lögregla handtók í dag mann á þaki Stjórnarráðsins en talið er að maðurinn hafi tekið þátt í gjörningi aðgerðarhópsins „Hvar er Haukur“ sem fólst í því að skipta út íslenska fánanum fyrir tyrkneska fánann á þaki Stjórnarráðsins. Meira »

Líkin liggja enn á víðavangi

17.5. Eva Hauksdóttir móðir Hauks Hilmarssonar birtir á heimasíðu sinni myndir af líkum sem liggja eins og hundshræ í hlíðunum í kringum Afrín-borg þar sem Haukur er talinn hafa fallið. Meira »

Mál Hauks í algjörum forgangi

24.4.2018 Katrín Jakobsdóttir segir að mál Hauks Hilmarssonar hafi verið í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu frá því það kom upp. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu Hauks. Meira »

Óska eftir aðstoð stjórnvalda

23.4.2018 Hópur sem tengist Hauki Hilmarssyni hefur sent opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem þau óska eftir aðstoð stjórnvalda. Alls rita 400 einstaklingar undir bréfið. Meira »

Þessi dauðans óvissa

21.4.2018 Þjóðin var slegin þegar fréttir bárust í byrjun mars um að Íslendingur væri mögulega fórnarlamb stríðsins í Sýrlandi. Nú um tveimur mánuðum síðar hefur enn ekki tekist að finna Hauk Hilmarsson, lífs eða liðinn. Meira »

Óheftur aðgangur gæti spillt fyrir

13.4.2018 Utanríkisráðuneytinu var ekki unnt að afhenda fjölskyldu Hauks Hilmarssonar öll gögn sem varða mál hans vegna þess að trúnaður þarf að ríkja geta ríkt um milliríkjasamskipti, auk þess sem sum gögn er tengjast málinu innihalda upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Meira »

Vilja fara til Sýrlands að leita Hauks

11.4.2018 Fjölskylda og vinir Hauks Hilmarssonar eru ósátt með þau gögn sem fengust afhent í gær frá Utanríkisráðuneytinu og varða tilraunir ráðuneytisins til að hafa uppi á Hauki í Afrín-héraði í Sýrlandi. Hópur vina Hauks vill fara til Sýrlands á eigin vegum að grennslast fyrir um afdrif hans. Meira »

Vinur Hauks bað Alþingi um hjálp

10.4.2018 Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar sem er sagður hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi í febrúar, kvaddi sér til hljóðs á miðjum þingfundi á Alþingi rétt eftir að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hafði lokið ræðu sinni. Meira »

Skoða að fara til Sýrlands að leita

7.4.2018 Eva Hauksdóttir segist ekki gera sér vonir um að íslensk yfirvöld bæti sig í að afla upplýsinga um afdrif sonar hennar, Hauks Hilmarssonar. Í máli hennar í viðtalsþættinum Víglínunni sagði hún að hópur fólks hefði það nú til skoðunar að fara til Sýrlands að leita. Meira »

Vildi sýna öll sín dýrmætustu gildi

1.4.2018 „Við urðum fyrir áfalli er hún sagði okkur að hún væri að fara þangað. En það kom okkur ekki á óvart,“ segir Dirk Campbell, faðir Önnu Campell, sem lést í Afrin-héraði í Sýrlandi í mars Meira »

Fastur í hugsunarhætti anarkismans

29.3.2018 Gríski anarkistahópurinn RUIS birti myndband af Hauki Hilmarssyni fyrr í mánuðinum þar sem hann greinir frá ferðalagi sínu til Sýrlands og ástæðum þess að hann ákvað að fara þangað. Meira »

Gagnrýnir íslensk stjórnvöld

27.3.2018 „Við erum ekki neinu nær,“ sagði Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, þegar hún var spurð hvort örlög sonar hennar hefðu skýrst frá því aðstandendur fengu fyrst fregnir af andláti hans. Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

22.3.2018 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

20.3.2018 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

19.3.2018 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

19.3.2018 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Hauks leitað sem hann væri á lífi

16.3.2018 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem sagður er hafa fallið í Afrin-héraði í Sýrlandi, segir að engar áreiðanlegar heimildir séu fyrir því að sonur hennar sé látinn. „Það gæti allt eins verið að félagar hans hafi bara misst sjónar á honum og ályktað (réttilega eða ranglega) að hann hafi fallið.“ Meira »

Ásmundur ræðir mál Hauks

15.3.2018 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ræddi leitina að Hauki Hilmarssyni við fjölskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands, Fatma Betül Sayan Kaya, en þau hittust í gær á ráðstefnu kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í New York. Meira »

Funda með Guðlaugi Þór

13.3.2018 Um kl. 15 hófst fundur í húsakynnum utanríkisráðuneytisins, þar sem fimm aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa látist í Sýrlandi í lok febrúar, sitja með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og fleiri fulltrúum ráðuneytisins. Meira »

Krefja ráðherra um skýr svör

13.3.2018 Fjölskylda og aðstandendur Hauks Hilmarssonar fara fram á að utanríkisráðherra sjái til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og NATO og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir séu með líkamsleifar Hauks, að utanríkisráðherra sjái til þess að þær verði sendar til Íslands. Meira »

Tyrkir hafa umkringt Afrin

13.3.2018 Tyrklandsher og bandamenn þeirra úr hópi uppreisnarmanna í Sýrlandi hafa umkringt Afrin-borg í norðurhluta Sýrlands. Borgin er undir yfirráðum Kúrda sem eru fjölmennir á svæðinu. Herinn hefur þegar náð yfirráðum yfir mörgum bæjum og þorpum í Afrin-héraði en þar barðist Haukur Hilmarsson við hlið Varnarsveita Kúrda (YPG) og er sagður hafa fallið í árás Tyrkja þann 24. febrúar. Meira »

Guðlaugur hittir aðstandendur Hauks

12.3.2018 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar á morgun með aðstandendum Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »