Heimili

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Hönnunarparadís í 104 Reykjavík

13.7. Við Sigluvog 11 stendur glæsilegt Sigvaldahús sem byggt var 1960. Falleg málverk og húsgögn prýða þetta einstaka hús.   Meira »

Tinna Brá selur sumarhúsið á Þingvöllum

12.7. Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím hefur sett sinn fallega sumarbústað á sölu. Bústaðurinn er litríkur og skemmtilegur eins og flest sem Tinna Brá kemur nálægt. Meira »

139 milljóna hönnunarperla í Arnarnesi

12.7. Við Þrastanes í Arnarnesinu stendur fallegt 345 fm einbýli sem búið er að endurnýja mikið. Ef þig dreymir um risastórt hol, fallegan garð og næs eldhús þá er þetta eitthvað fyrir þig. Meira »

Súpervel skipulögð 63 fm íbúð í Reykjavík

11.7. Við Laugateig í Reykjavík stendur ákaflega falleg risíbúð þar sem öllu er komið fyrir á smekklegan hátt.   Meira »

Erna keypti glæsihús Jóns í Arnarnesi

10.7. Forstjóri BL, Erna Gísladóttir, hefur keypt fasteignina Hegranes 24 ásamt eiginmanni sínum, Jóni Þór Gunnarssyni.   Meira »

Hera Björk selur íbúðina við Nóatún

9.7. Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og fasteignasali hefur sett sína fallegu íbúð við Nóatún á sölu. Um er að ræða 79 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1957. Meira »

Matarbloggarinn María selur einbýlið

8.7. María Gomez matarbloggari og fagurkeri hefur sett heimili sitt og fjölskyldunnar á sölu. Hún hefur nostrað við heimilið á einstakan hátt. Meira »

155 milljóna glæsihús komið á sölu

8.7. Glæsihús við Vatnsendablett 791 er komið á sölu. Það er engin smásmíði eða um 400 fm og er hátt til lofts og vítt til veggja. Meira »

Harpa Kára byrjar að búa með ástinni

4.7. Heimili Hörpu Káradóttur förðunarmeistara er ákaflega smekkleg og flott. Nú er íbúðin komin á sölu því Harpa er að fara í sambúð með ástinni. Meira »

Ástríður og Arnar selja sitt fallega hús

3.7. Ástríður Viðardóttir og Arnar Geir Guðmundsson hafa sett sig fallega hús við Birkigrund í Kópavogi á sölu.   Meira »

Kársnesið er best geymda leyndarmálið

2.7. Nadia Katrín Banine starfar sem löggiltur fasteignasali á Landmark fasteignamiðlun, sem og flugfreyja og innanhússhönnuður. Hún segir fallega stóla áhugamál og að hún viti fátt betra en að kjarna sig í baðkarinu heima og hlusta á góða tónlist. Meira »

Heillandi heimili með frönskum áhrifum

1.7. Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur glæsilegt parhús sem býr yfir miklum sjarma. Franskur stíll er áberandi á heimilinu.   Meira »

„Við erum ekki of litlar í okkur“

30.6. Sóley Rut Jóhannsdóttir er 26 ára húsgagna- og húsasmiður. Hún segir iðngreinina henta konum vel en segir ákveðna vanþekkingu um iðnaðinn ríkja í samfélaginu. Meira »

Flutti aftur til Bretlands í kreppunni

29.6. Rebekka Andrínudóttir er hæfileikaríkur hönnuður, búsett í Brighton. Hún hefur leitt spennandi hönnunarverkefni í Bretlandi en brennur nú fyrir því að koma heim og setja mark sitt á uppbyggingu hér. Meira »

Blátt eldhús setur svip á rými

29.6. Eyjan er stór og hvít á móti bláu innréttingunni og það sem setur svip sinn á heimilið er einstaklega fallegt parket og hnausþykkir gólflistar. Meira »

Einstök smekkvísi í Sigvaldahúsi

28.6. Í þessari íbúð er húsgögnum smekklega raðað upp og er hver hlutur á sínum stað. Falleg borðstofuhúsgögn úr smiðju Arne Jacobesen prýða borðstofu en í stofunni fær IKEA sófinn Söderhamn að njóta sín á móti antík-flauessófa og litlum útsaumuðum sófa í barrokk stíl. Meira »

Einfalt og glæsilegt án þess að vera goslaust

28.6. Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður, eða Sæja eins og hún er kölluð, fékk það verkefni að hanna 210 fm einbýlishús á Selfossi. Húsið var á byggingarstigi þegar hún hófst handa og er útkoman ansi glæsileg. Meira »

Svona lítur frumgerðin af ljósi Ólafs út

27.6. Ólafur Elíasson listamaður er að vinna með IKEA að ljósi sem er hlaðið með sólarorku. Þegar ég hitti hann á dögunum útskýrði hann fyrir mér hvers vegna hann hafi ákveðið að vinna með IKEA. Meira »

Eitt fallegasta hús landsins á sölu

27.6. Við Laufásveg 66 í Reykjavík stendur eitt af glæsilegustu húsum landsins. Það var teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt og byggt 1938. Húsið er 327 fm að stærð með fimm stofum og fjórum svefnherbergjum. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

25.6. Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Jónína og Gunnar selja húsið í Hveragerði

21.6. Detox-leiðtoginn Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn hafa ákveðið að setja hús sitt í Hveragerði á sölu. Meira »