Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er þjóðfélagsmein sem hefur gríðarleg áhrif á þá sem fyrir því verða; konur, karla og börn. Konur eru oftast þolendur heimilisofbeldis, en íslensk könnun frá 2010 leiddi í ljós að um 22% kvenna sögðust einhvern tíma á ævinni hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. 1,6% kvenna, sem eru um 1.800 konur, voru beittar ofbeldi á árinu 2009.

Konan flúði fram af svölunum

15.4. Karlmaður var sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn í síðustu viku. Eiginkona hans kom fyrir dóminn og naut aðstoðar túlks við að lýsa því yfir að hún hefði ekki greint rétt frá atvikum málsins fram að þessu. Meira »

Konan sem kveikti í manninum sínum

7.4. Deepak Ahluwalia þrýsti heitu straujárni í andlit eiginkonu sinnar eitt vorkvöld árið 1989 á sama tíma og hann hélt henni fastri á hárinu. Hún barðist um á meðan straujárnið brenndi andlit hennar. Meira »

Loks dæmdur fyrir nauðgunina

28.3. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni í ágúst 2015. Konan kærði málið fljótlega en það er fyrst nú sem dómur fellur, rúmum þremur árum síðar. Meira »

„Klikkaðar og geðveikar“ fyrrverandi

3.2. „Alltaf allt mér að kenna. Hann smám saman náði stjórn á mér. Alltaf allt á hans forsendum. Vaknaði oft með hann að „riðlast“ á mér.“ Þetta er eitt dæmi af mörgum um rauðu ljósin sem konur, sem eru þolendur heimilisofbeldis, greindu frá í rannsókn á upplifun og líðan þolenda ofbeldis. Meira »

Lagði konuna í jörðina

7.1. Um miðjan desember kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm yfir manni, sem gerðist sekur um ofbeldi í nánu sambandi. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður 200.000 kr. í bætur. Meira »

Réðst á sambýliskonu sína á hóteli

6.12. Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Hann réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með alvarlegum hætti og nefbraut mann. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni um 900.000 kr. í miskabætur. Meira »

Heimilsofbeldi í austurhluta Reykjavíkur

25.10. Ungur maður var handtekinn í austurhluta Reykjavíkur vegna heimilisofbeldis um klukkan níu í morgun. Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

24.10. Rúmlega átta í morgun var tilkynnt um heimilisofbeldi í austurborg Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn maður handtekinn í tengslum við málið og vistaður í fangageymslu. Meira »

Landsréttur staðfestir nálgunarbann

6.9. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni og ólögráða dóttur fram til 27. október næstkomandi. Svæðið afmarkast við 50 metra radíus frá miðju heimilis þeirra. Meira »

Svo sturlaður að hún þekkti ekki röddina

8.6. „Ástandið var orðið stjórnlaust,“ sagði Jenný Kristín Valberg í erindi sínu á málþingi sem Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið stóðu fyrir í vikunni. Jenný Kristín flúði heimili sitt vegna ofbeldis sem hún sætti af hendi fyrrverandi sambýlismanns síns og barnsföður. Meira »

12 mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi

7.6. Maður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands fyrir alvarlega líkamsárás gegn sambýliskonu sinni og barnsmóður. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra. Meira »

„Ég er ekki lengur hrædd við hann“

6.6. „Áreitið heldur áfram. Ég er ekki alveg laus við hann en ég er ekki lengur hrædd við hann,“ segir Sonja Einarsdóttir, félagsfræðingur, sem hélt erindi á málþingi sem Bjark­ar­hlíð og Kvenna­at­hvarfið stóðu fyr­ir í dag. Hún lýsti þar reynslu sinni af heimilisofbeldi sem hún sætti af hendi fyrrverandi eiginmanns síns. Meira »

„Var nauðsynlegt vegna kosninganna“

30.5. Dæmi er um að Þjóðskrá hafi kallað til lögreglu til að sannreyna lögheimilisflutning ofbeldismanns inn á heimili konu án hennar vilja. Sviðsstjóri stofnunarinnar segir hins vegar að oft tefjist rannsókn slíkra mála þar sem lögreglan setji þau ekki í forgang. Meira »

Ofbeldismenn flytja lögheimili án afleiðinga

29.5. Starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir aðgerðum Þjóðskrár vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp á Ströndum. Hingað til hefur Þjóðskrá nefnilega haldið því fram að hún geti ekkert aðhafst er ofbeldismenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í algjörri óþökk þeirra. Meira »

Fjölbreyttari úrræði fyrir gerendur í ofbeldismálum

18.4.2018 Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem meðal annars er falið að kortleggja og skilgreina þjónustuþörf fyrir gerendur í ofbeldismálum og þá sem eru í hættu á að fremja ofbeldisbrot. Hópnum er ætlað að skila ráðherra niðurstöðum sínum 1. nóvember. Formaður starfshópsins er Anna Kristín Newton. Meira »

Lögreglustjóri þarf að bera vitni

13.4.2018 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, þarf að bera vitni í heimilisofbeldismáli fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Þetta er niðurstaða Landsréttar og er í samræmi við úrskurð héraðsdóms. Meira »

Grunur um heimilisofbeldi

6.10.2017 Karlmaður var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi grunaður um heimilisofbeldi. Hann er vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Flest önnur mál í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengjast neyslu fíkniefna. Meira »

Samvinna hefur bjargað mannslífi

4.10.2017 Samvinna þvert á kerfi er lykilatriði ef á að nást góður árangur í meðferð heimilisofbeldismála. Þá á heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum að vera hafið yfir allt dægurþras pólitíkusa. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um samvinnu gegn heimilisofbeldi sem fram fór í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

21.9.2017 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Kona í haldi vegna heimilisofbeldis

8.9.2017 Kona var handtekin á heimili í Kópavogi um hálftvöleytið í nótt en hún hafði ráðist á sambýlismann sinn. Lögreglumenn í Kópavogi þurftu að fá aðstoð lögreglumanna af lögreglustöðinni á Hverfisgötu í aðgerðinni. Meira »

Átak lögreglunnar sagt framúrskarandi

7.9.2017 Fjallað er sérstaklega um samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna, þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi, í nýútkominni skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Þar eru framúrskarandi nýsköpunarverkefni kynnt. Meira »

Þrjú heimilisofbeldismál í nótt

3.9.2017 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa inn í á þremur heimilum í nótt vegna heimilisofbeldis. Barnavernd var kölluð til í einu tilviki og félagsþjónustan í öllum tilvikum. Meira »

Með áverka eftir átök mæðgna

15.8.2017 Óskað var eftir aðstoð lögreglu á hóteli í Vesturbæ Reykjavíkur um ellefuleytið í gærkvöldi vegna ósættis mæðgna. Þegar lögregla kom á vettvang var greinilegt að eitthvað hafði gengið á og var dóttirin með minni háttar áverka á enni. Meira »

Rúmlega 1300 börn búa við ofbeldi

30.5.2017 1318 börn á Íslandi hafa búið við heimilisofbeldi á síðustu tveimur árum og í 9 prósent tilfella er um að ræða ofbeldi foreldris gegn barni. í 7 prósent tilfella var um að ræða ofbeldi foreldris gegn ólögráða einstaklingi. Það eru tæplega 100 ofbeldismál, þar sem 126 börn eru brotaþolar. Meira »

20 prósent verða fyrir ofbeldi á meðgöngu

30.5.2017 Fimmta hver kona sem verður fyrir heimilisofbeldi, er einnig beitt ofbeldi þegar hún er barnshafandi, eða rúm 20 prósent. Þetta kom fram í máli Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á opnum fundi í ráðhúsinu. Meira »

Í fangaklefa eftir heimilisofbeldi

14.5.2017 Einn gistir fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar í Grafarvogi. Maki mannsins þurfti að leita læknisaðstoðar á slysadeild vegna áverka á hendi eftir árásarmanninn. Meira »

Með höfuðáverka eftir heimilisofbeldi

10.5.2017 Meint fórnarlamb heimilisofbeldis í Grafarvogi hlaut höfuðáverka eftir árás á heimili sínu um miðnætti. Sá sem varð fyrir heimilisofbeldinu neitaði að fara á bráðamóttöku til aðhlynningar að sögn lögreglu. Meira »

Kona í haldi vegna heimilisofbeldis

5.5.2017 Kona var handtekin í Grafarvogi um tvöleytið í nótt vegna heimilisofbeldis og er hún vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Ungir drengir voru staðnir að verki við að brjóta rúðu í Langholtsskóla í gærkvöldi. Meira »

Beitti sambýliskonu sína líkamlegu ofbeldi

27.4.2017 Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða nálgunarbann Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni vegna ofbeldis sem hann er talinn hafa beitt sambýliskonu sína, m.a. með því að kýla hana ítrekað í eyrað og þrengja peysu að hálsi konunnar þannig að för voru greinileg á eftir. Meira »

Dró konu fram úr rúmi á hárinu

5.4.2017 Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu og brotið gegn nálgunarbanni. Maðurinn réðst á konuna í september og reyndi að hafa samband við hana í kjölfar nálgunarbanns. Meira »