Herjólfsdeilan

Herjólfur lagður af stað frá Póllandi

9.6. Ferjan Herjólfur er nú á leið frá Póllandi áleiðis til Íslands. Gert er ráð fyrir að Herjólfur komi til Vestmannaeyja næsta laugardag, en í framhaldinu tekur við stuttur tími þar sem gengið verður frá leyfum og skipið mátað við hafnir, áður en hann fer í reglulegan rekstur um næstu mánaðarmót. Meira »

Örfáir ánægðir með ástandið

19.2.2015 Rétt rúmlega eitt prósent íbúa Vestmannaeyja er mjög ánægður með núverandi sjósamgöngur á milli lands og Eyja. Ef þeir eru teknir með sem eru frekar ánægðir þá hækkar hlutfallið upp í 3,8%. Að sama skapi eru 88% bæjarbúa óánægðir með núverandi fyrirkomulag. Meira »

Skrifa undir innan fárra daga

9.9.2014 Vonast er til þess að hægt verði að skrifa undir kjarasamning á milli Sjómannafélags Íslands og Eimskips á næstu dögum. Óformlegar viðræður hafa verið í gangi síðustu daga og liggur samkomulag nánast fyrir. Þetta segir Ólafur Willam Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, í samtali við mbl.is. Meira »

Samkomulag liggur fyrir

6.9.2014 Samkomulag á milli Sjómannafélags Íslands og Eimskips liggur klárt fyrir til undirritunar og er búist við því að skrifað verði undir á mánudaginn. Þetta segir Jónas Garðarsson, formaður sjómannafélagsins í samtali við mbl.is Meira »

Hefði átt að nýta tímann betur

28.8.2014 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist hafa átt von á að tíminn yrði nýttur betur í sumar til að leysa kjaradeilu undirmanna á Herjólfi við Eimskip. Aðeins einn formlegur fundur fór fram í kjaradeilunni í sumar, sl. fimmtudag, og er næsti fundur boðaður þann 15. september nk. Meira »

Enn ósamið í Herjólfsdeilunni

27.8.2014 Enn er ósamið í Herjólfsdeilunni og hefur ríkissáttasemjari boðað við sáttafundar um miðjan næsta mánuð. Einn formlegur fundur hefur farið fram í sumar. Lög sem sett voru á verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi falla úr gildi þann 16. september nk. Meira »

Lögðu fram tilboð sem var hafnað

14.4.2014 Eimskip lagði í morgun fram tilboð þar sem komið var til móts við kröfur áhafnar á Herjólfi í mörgum veigamiklum þáttum. Tilboðinu var umsvifalaust hafnað, að sögn Ólafs William Hand upplýsingafulltrúa Eimskip. „Menn verða að koma til samningsborðsins með samningsvilja,“ segir Ólafur. Meira »

Herjólfur aftur á byrjunarreit

14.4.2014 „Það var bara rúllað yfir stöðuna og svo búið,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, um fyrsta fundinn sem haldinn var Herjólfsdeilunni eftir að Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi. Meira »

Munu halda fast í fyrri kröfur

14.4.2014 Formlegur fundur vegna kjaradeilu undirmanna á Herjólfi hófst klukkan 11 í húsnæði ríkissáttasemjara. Þetta er fyrsti fundur í viðræðunum síðan lög voru sett á verkfallið í byrjun þessa mánaðar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands segir að ekki verði slegið af launakröfunum. Meira »

Mættir frískir til vinnu

9.4.2014 „Þetta er bara allt eins og það á að vera. Skipið siglir bara og engar óvæntar uppákomur.“ Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, í samtali við mbl.is spurður hvort undirmenn á Herjólfi, sem tilkynntu veikindi í kjölfar þess að Alþingi setti lög á verkfall undirmanna á skipinu í byrjun mánaðarins, hefðu mætt til vinnu í morgun. Meira »

Fundur boðaður fljótlega

8.4.2014 Fundur verður boðaður á fljótlega hjá Ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu undirmanna á Herjólfi samkvæmt upplýsingum frá embættinu. gert er ráð fyrir að undirmennirnir sem tilkynntu veikindi í síðustu viku mæti til vinnu á morgun. Meira »

Herjólfsmenn mættu til vinnu

4.4.2014 Vaktaskipti urðu á Herjólfi í dag, og mætti ný vakt undirmanna til vinnu heil heilsu. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segist vona að sá hluti áhafnar sem glímdi við veikindi nái fullum bata áður en þeir taka aftur við vaktinni eftir 5 daga. Meira »

Kennarar styðja kjarabaráttu undirmanna Herjólfs

3.4.2014 Sjötta þing Kennarasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við undirmenn á Herjólfi í yfirstandandi kjarabaráttu þeirra. Ennfremur er lagasetning stjórnvalda fordæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem þingið hefur samþykkt. Meira »

Launþegar beittir mannréttindabrotum

3.4.2014 Stjórn Flugvirkjafélags Íslands segir að lagasetning sem Alþingi samþykkti til að fresta verkfalli undirmanna á Herjólfi sé ekki einsdæmi. Bent er á að Alþingi hafi stöðvað verkfall flugvirkja hjá Icelandair fyrir fjórum árum. Stjórnin segir að hagsmunir sterkari aðilans séu látnir ráða og launþegar séu beittir mannréttindabrotum. Meira »

Alvarlegt að Alþingi grípi inn í deiluna

2.4.2014 Starfsgreinasamband Íslands harmar að Alþingi sé að grípa inn í löglega boðaða vinnudeilu með lagasetningu, án nokkurra boðlegra efnislegra raka. Meira »

Staðgönguáhöfn Herjólfs í lagi

2.4.2014 Samgöngustofa sér ekki ástæðu til að gera athugasemd við mannabreytingar sem urðu í áhöfn Herjólfs í morgun, þar sem landverkamenn voru fengnir til að fylla í skarðið fyrir undirmenn skipsins vegna skyndilegra hópveikinda þeirra allra. Meira »

Hópveikindi litin alvarlegum augum

2.4.2014 „Trúnaðarlæknir okkar er í sambandi við heilsugæsluna í Vestmannaeyjum og þau munu vinna í samstarfi að því að komast að því hvað hrjáir þetta fólk sem veikist allt svona skyndilega,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Siglt verður á áætlun í dag þrátt fyrir veikindi undirmanna. Meira »

Hópveikindi hjá Herjólfi

2.4.2014 Sex undirmenn í áhöfn Herjólfs hringdu sig inn veika í morgun, degi eftir að samþykkt voru lög á verkfallsaðgerðir þeirra. Eimskip kallaði til aukamenn og sigldi skipið frá Vestmannaeyjum eftir smátafir. Formaður Sjómannafélags Íslands segist efast um að staðgenglarnir hafi tilskilin réttindi. Meira »

Verkfalli á Herjólfi frestað

2.4.2014 Frumvarp ríkisstjórninnar um að fresta verkfalli undirmanna á Herjólfi til 15. september varð að lögum á Alþingi eftir miðnætti. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu um fimmleytið í gær og fékk það því nokkuð hraða afgreiðslu. Meira »

Óttast fordæmisgildi laganna

1.4.2014 Fundur á Alþingi hófst kl. 22:55 en honum hafði ítrekað verið frestað í kvöld. Eina málið á dagskrá er umræða um frumvarp um frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í dag. Meira »

Fundi enn frestað á Alþingi

1.4.2014 Þingfundi var enn frestað klukkan 22 og stendur til að fundur hefjist klukkan 22.45. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um fresta verkfalli undirmanna á Herjólfi til 15. september næstkomandi var samþykkt fyrr í kvöld en fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum. Meira »

Deilur og verkföll í brennidepli

1.4.2014 Mikið hefur verið um kjaradeilur, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, á undanförnum misserum. Nokkur verkföll eru þegar hafin og að öllu óbreyttu munu fleiri skella á á næstu vikum. Kjaraviðræður eru víðast hvar komnar í hnút og virðist engin sátt vera í sjónmáli. Meira »

Verkfallsfrumvarpið í nefnd

1.4.2014 Frumvarp ríkisstjórninnar um að fresta verkfalli undirmanna á Herjólfi til 15. september næstkomandi er nú komið til umhverfis- og samgöngunefndar en fyrstu umræðu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Meira »

Segir inngripin standast stjórnarskrá

1.4.2014 Fyrirhuguð inngrip ríkisstjórnarinnar í Herjólfsdeiluna standast stjórnarskrá, að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Um sé að ræða neyðarúrræði. Meira »

Lögin eru neyðarúrræði

1.4.2014 „Ástandið í Eyjum er einfaldlega orðið þannig að það er því miður þörf á því að löggjafinn komi að málinu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um fyrirhugað inngrip ríkisstjórnarinnar í Herjólfsdeiluna. Búist er við að lagafrumvarp um frestun verkfallsaðgerða verði afgreitt í dag. Meira »

Stjórnvöld grípa inn í Herjólfsdeiluna

1.4.2014 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 15. september verkfallsaðgerðum sem Sjómannasambands Íslands hóf á Herjólfi 5. mars. Meira »

Þreifingar um lög á verkfall

1.4.2014 Þreifingar hafa verið á milli flokka á Alþingi um að greiða setningu laga vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi leið í gegnum þingið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira »

Hafna „óbilgjörnum kröfum“

28.3.2014 „Kröfur Sjómannafélagsins jafngilda því að föst laun bátsmanna hækki að lágmarki um 160 þúsund krónur á mánuði. Samtök atvinnulífsins geta ekki og munu ekki fallast á slíkar kröfur,“ segir í tilkynningu frá SA vegna kjaraviðræðna samtakanna og Sjómannafélags Íslands vegna undirmanna á Herjólfi. Meira »

„Ósæðin til Eyja er slitin“

28.3.2014 Íbúar í Vestmannaeyjum eru mjög ósáttir við þá stöðu sem ríkir í samgöngumálum á milli lands og Eyja. Kjaradeila undirmanna Herjólfs hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. „Þetta er skelfilegt ástand,“ segir Óskar Elís Óskarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

„Ríkið getur ekki skilað auðu“

28.3.2014 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að ríkið verði að koma að málum til að leysa kjaradeilu undirmanna ferjunnar Herjólfs. Staðan í samgöngumálum milli lands og Eyja sé grafalvarleg. Elliði fór yfir stöðu samgangna í Eyjum með samgöngunefnd Alþingis í morgun. Meira »