Hildarleikur í Djúpinu

Nítján ára í siglingu upp á líf og dauða

12.2. „Við vorum þeir síðustu sem komu lifandi í land. Við sluppum,“ segir Bjarni Benediktsson, sem var 19 ára II. vélstjóri Hugrúnar ÍS-7 þegar skipið lagði úr Bolungarvíkurhöfn í ofsaveðri í febrúar 1968, undir stjórn Hávarðs Olgeirssonar skipstjóra frá Bolungarvík. Meira »

„Hefði ekki þurft að fara svona illa“

11.2. „Maður hefði ekki trúað því að veðrið gæti orðið svona vont,“ segir Pálmi Hlöðversson, sem var II. stýrimaður á Óðni í hamfaraveðri febrúarmánaðar 1968, þá 25 ára. „Það hefur aldrei neitt veður komist nálægt þessu, öll þessi ár síðan.“ Meira »

„Aldrei lent í öðru eins veðri“

10.2. „Ég hef aldrei lent í öðru eins veðri og þessa daga,“ segir Sigurður Þ. Árnason, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar, en hann stýrði áhöfn Óðins í gegnum einstakan veðurofsa til bjargar skipverjum breska togarans Notts County, sem strandað hafði á Snæfjallaströnd. Síðan eru liðin fimmtíu ár. Meira »

Minntust hamfaranna fyrir hálfri öld

9.2. Segja má að það hafi verið hamfarir fyrir réttum fimmtíu árum, þegar fjöldi sjómanna fórst í Ísafjarðardjúpi í byrjun febrúar árið 1968. Var af þessu tilefni haldin athöfn á mánudag, um borð í varðskipinu Óðni, til minningar um þá sem týndu lífi þennan örlagaríka sólarhring og jafnframt til að minnast þess björgunarafreks sem áhöfnin á Óðni vann. Meira »