Hinsegin dagar 2019

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

í gær Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

í gær Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

í gær Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

í gær Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »

Gleðigöngufólk reimar á sig skóna

í gær Aldrei hafa fleiri atriði verið skráð til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun gangan svo enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar. Meira »

Hinsegin leiðir hjá Strætó

16.8. Gleðiganga Hinsegin daga í Reykjavík fer fram á morgun, 17 ágúst klukkan 14:00. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum og mun Strætó hafa nokkra aukavagna tiltæka til þess að bregðast við álagi sem kann að myndast á leiðakerfinu. Meira »

Virðið lokanir, leggið löglega og munið eftir góða skapinu

16.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að gæta þess að virða lokanir, leggja löglega og muna eftir góða skapinu þegar Gleðigangan fer fram á morgun, en gangan er árviss og hápunktur Hinsegin daga. Meira »

Höfðingi á Hinsegin dögum

13.8. „Við eigum vænt safn af hinsegin bókum í Borgarbókasafninu og erum búin að setja það allt í bókabílinn,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri hjá Borgarbókasafninu. Bókabíll Borgarbókasafnsins, Höfðingi, tekur þátt í Hinsegin dögum þetta árið og hefur verið fylltur af hinsegin bókmenntum. Meira »

Skólavörðustígur málaður varanlega

13.8. Í dag var byrjað að mála hluta Skólavörðustígs í regnbogalitunum en í þetta sinn er litnum ætlað að vera til frambúðar og því er slitsterk málning notuð í þetta skiptið. Borgarstjórn samþykkti einróma fyrr í sumar að sýna þannig hinsegin fólki og réttindabaráttu þess stuðning. Meira »

Fjölbreytileiki fyrirtækjum í hag

12.8. Allar samfélagshreyfingar þurfa á bandamönnum að halda og án bandamanna hinsegin hreyfingarinnar væri hún ekki á þeim stað sem hún er í dag. Meira »

Drögumst aftur úr í hinsegin réttindum

12.8. „Hinsegin dagar snúast ekki aðeins um að fagna heldur um að halda baráttunni áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu á hádegisfundi Hinsegin daga og Nasdaq um hinsegin fólk á vinnumarkaði. Meira »

Nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki

12.8. Nærri þriðjungur hinsegin fólks upplifir óþægilegar og nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki og stjórnendum á vinnustað sínum, svo sem tengdum kynlífi, kynfærum og hjúskaparstöðu. Meira »

Strunsaði út úr Hallgrímskirkju

11.8. Bandarískur ferðamaður sem heimsótti Hallgrímskirkju fyrr í dag skildi ekki sáttur við eftir að hafa gengið fram á regnbogafána sem blasti við söfnuðinum á kórtröppum kirkjunnar. Meira »

Omnom kynnir UNI-T til styrktar Hinsegin dögum

9.8. Súkkulaðigerðin Omnom kynnir með stolti UNI-T bolinn í tilefni af 20 ára afmæli Hinsegin daga á Íslandi. Bolurinn er búinn til úr 100% lífrænni bómull, öllum regnbogans litum og hreinu stolti. Meira »

Forsetinn mætti á opnunarhátíð

8.8. Forseti Íslands var á meðal gesta á opnunarhátíð Hinsegin daga 2019 í Háskólabíói í kvöld. Hátíðin hófst með fordrykk og eftir það tóku við skemmtiatriði þar sem Bubbi Morthens var á meðal þeirra sem tróðu upp. 20 ár eru liðin síðan fyrsta hinsegin hátíðin var haldin á Ingólfstorgi 26. júní 1999. Meira »

Til heiðurs brautryðjendum

8.8. Strætó afhjúpaði í dag heilmerktan strætisvagn í tilefni Hinsegin daganna 2019. Vagninn er til heiðurs þeim sem ruddu brautina og veittu öðrum innblástur í réttindabáráttu hinsegin fólks. Meira »

Hrós fyrir að vera ekki hommalegir

8.8. Helsta áhersla Hinsegin daga í ár er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði. Formaður hátíðarinnar segir fólk ræða málefnið gjarnan sín á milli, t.d. hafi mönnum verið hrósað fyrir að vera ekkert svo hommalegir. Tilefni sé til að skoða hvort hinsegin fólk glími við glerþak í starfsþróun. Meira »

„Mikið áunnist á undanförnum árum“

8.8. Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga var gestur Ísland vaknar í morgun.   Meira »

Gatan við Kiki máluð í regnbogans litum

8.8. Klapparstígur var málaður á milli Laugavegs og Grettisgötu í einkennislitum Hinsegin daga í dag, sem sagt öllum regnbogans litum. „Gott veður og falleg gata,“ segir formaður Hinsegin daga. Meira »