Hjúkrunarfræðingur sýknaður

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað hjúkrunarfræðing af ákæru fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærður fyrir að hafa láðst að tæma loft úr kraga bark­ar­aufar­rennu þegar hann tók karl­mann úr önd­un­ar­vél og setti tal­ventil á bark­ar­aufar­renn­una. Leiddi það til dauða mannsins.

Ríkið sýknað af kröfu Ástu Kristínar

6.3. Hæstiréttur hefur sýknað ríkið í skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem fór fram á fjórar milljónir í skaðabætur eftir að hafa verið sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

16.11. Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »

Fær ekki bætur

28.9. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur gegn íslenska ríkinu þar sem ríkið var sýknað af skaðabótakröfu hennar. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

19.9. Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »

Fer fram á 4 milljónir í bætur

3.11.2017 Aðalmeðferð í skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur, sem var sýknuð í desember 2015 af ákæru um manndráp af gáleysi vegna starfa sinna sem hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, gegn íslenska ríkinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Ásta Kristín fer fram á bætur

6.6.2016 Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur, sem ákærð var fyrir að valda dauða sjúklings sem var í hennar umsjón á Landspítalanum en var seinna sýknuð, hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur henni. Meira »

Höfðar skaðabótamál gegn ríkinu

16.3.2016 Lögmaður Ástu Kristínar Andrésdóttur, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi vegna starfa sinna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum 9. desember, hefur sent ríkislögmanni bréf þar sem sett er fram krafa um miskabætur vegna málsins sem og bætur vegna tekjumissis. Meira »

Skoðar að leita réttar síns

18.12.2015 Það er til skoðunar að hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín Andrésdóttir, sem ákærð var fyr­ir mann­dráp af gá­leysi eft­ir að sjúk­ling­ur í henn­ar um­sjón lést á Land­spít­ala síðla árs 2012, leiti réttar síns og krefjist skaðabóta frá ríkinu. Þetta segir lögmaður Ástu í samtali við mbl.is. Meira »

Málinu gegn Ástu ekki áfrýjað

17.12.2015 Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki til Hæstaréttar sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, sem var ákærð fyrir manndráp af gáleysi eftir að sjúklingur í hennar umsjón lést á gjörgæsludeild Landspítala síðla árs 2012. Meira »

Kristján sammála niðurstöðunni

12.12.2015 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að sér sé létt eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Meira »

Ekkert ákveðið með áfrýjun

10.12.2015 Ríkissaksóknari hefur ekki ákveðið hvort að sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem kveðinn var upp í gær verði áfrýjað til Hæstaréttar. Ákæruvaldið hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum frá því að dómur er birtur. Meira »

Hugur hjúkrunarráðs hjá Ástu

10.12.2015 Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir miklum létti yfir því að einn af hjúkrunarfræðingum ráðsins hafi verið verið sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 9. desember. Meira »

Hljóp út um allt á tvöfaldri vakt

9.12.2015 Álag og undirmönnum á Landspítalanum er á meðal þess sem fjallað er um í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem var í dag sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi árið 2012. Ásta vann tvöfalda vakt umræddan dag og var „út um allt“. Meira »

„Ætla að halda áfram með líf mitt“

9.12.2015 „Það er mikið spennufall og mikill léttir,“ sagði Ásta Kristín Andrésdóttir, en hún var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um manndráp af gáleysi. „Ég ætla að halda áfram með líf mitt og byrja að baka fyrir jólin.“ sagði hún ennfremur. Meira »

„Hefði ekki átt að ákæra“

9.12.2015 „Það hefði ekki átt að ákæra,“ sagði Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður hjúkrunarfræðingsins Ástu Kristínar Andrésdóttur, en hún var í dag sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. Niðurstöðunni var ákaft fagnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en þar var fjölmenni samankomið. Meira »

Ekkja mannsins „afskaplega glöð“

9.12.2015 Ekkja manns sem lést á Landspítalanum árið 2012 segist vera „afskaplega glöð“ að hjúkrunarfræðingur sem var ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða hans hafi verið sýknaður í héraðsdómi í dag. Ingveldur Sigurðardóttir missti eiginmann sinn Guðmund Má Bjarnason fyrir þremur árum. Meira »

Ásta sýknuð af ákæru fyrir manndráp

9.12.2015 Hjúkrunarfræðingur sem var ákærður fyrir mann­dráp af gá­leysi eft­ir að sjúk­ling­ur í hans um­sjón lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans síðla árs 2012 var í dag sýknaður af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Skilgreindi sig sem glæpahjúkku

20.11.2015 „Þeir gerðu einfaldlega það sem þeim ber samkvæmt lögum og verklagsreglum spítalans og létu lögregluna vita. En þeir sáu ekki fyrir að hún myndi bregðast svo harkalega við sem raun bar vitni,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir, hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um manndráp af gáleysi í viðtali við Stundina. Meira »

Ekki næði til að sinna sjúklingnum

9.11.2015 „Hún fær ekki næði til að sinna sjúklingnum,“ segir Helga Rósa Másdóttir, sem stofnaði stuðningsreikning fyrir hjúkrunarfræðinginn sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Það sé hægt að lesa út úr vitnisburði hjúkrunarfræðingsins fyrir dómi, athyglinni hafi verið dreift of mikið. Meira »

Málatilbúnaðurinn skaðlegur

7.11.2015 Forstjóri Landspítalans segir að það hafi verið afar þungbært að að sjá samstarfskonu dregna fyrir dóm í vikunni, ákærða fyrir manndráp af gáleysi vegna alvarlegs atviks sem varð á gjörgæsludeild spítalans. Hann segir að málatilbúnað ákæruvaldsins gagnvart einstaklingi sé beinlínis skaðlegur. Meira »

„Þetta hefði getað verið ég“

7.11.2015 „Þetta var algert reiðarslag og breytti algerlega okkar starfsumhverfi hér,“ segir Guðríður Kr. Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, í samtali við mbl.is vegna ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi við spítalann um manndráp af gáleysi. Meira »

Vill rannsóknarnefnd um mistök

5.11.2015 „Það er hætt við því að sakfelling hefði þau áhrif að fólk segði síður frá ef mistök eru gerð,“ segir Ólafur G. Skúlason um mál hjúkrunarfræðingsins sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi. Hann leggur til að sett verði á laggirnar sérstök rannsóknarnefnd sem fjalli um mistök í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Ræðan ekki í samræmi við ákæru

5.11.2015 Verjandi hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, fór fram á að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Til vara að hjúkrunarfræðingurinn yrði dæmdur til vægustu mögulegu refsingar samkvæmt lögum. Meira »

Vitni sýnt ákærðu samstöðu

5.11.2015 Talverðrar samstöðu hefur að mati saksóknara gætt hjá vitnum með hjúkrunarfræðingnum sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi. Þetta kom fram í málflutningi saksóknara fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Farið er fram á 4-6 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk sakarkostnaðar. Meira »

Vaktarinn hefði hindrað andlátið

4.11.2015 Mikið álag var á gjörgæsludeild Landspítalans kvöldið 3. október fyrir rúmum þremur árum. Þetta kom fram í máli þeirra sem báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi. Meira »

Hefur oft langað að deyja

4.11.2015 „Þessi vakt var sérstaklega erfið því ég var látin hlaupa út um allan spítala,“ sagði hjúkrunarfræðingur, sem sakaður er um manndráp af gáleysi, fyrir Héraðsdómi í Reykjavíkur í morgun. Aðalmeðferð í málinu stendur stendur nú yfir. Meira »

Aðalmeðferð í nóvember

23.9.2015 Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi vegna ákæru um manndráp af gáleysi mun fara fram dagana 4.-5. nóvember. Meira »

Taka síður aukavaktir eftir ákæru

7.3.2015 „Það sem við vitum er að þetta mál hafði gríðarleg áhrif á starfsfólk spítalans. Það hafði miklar áhyggjur og situr enn á þeim,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, um ákæru ríkissaksóknara á hendur spítalanum og hjúkr­un­ar­fræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Meira »

Aðalmeðferð frestast vegna matsbeiðni

5.2.2015 Verjandi hjúkrunarfræðings sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir manndráp af gáleysi hefur lagt fram matsbeiðni til að fá úr því skorið hvort lyfjagjöf hafi haft áhrif á andlát karlmanns sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut í október 2012. Meira »

Fallið frá kröfu í máli hjúkrunarfræðingsins

13.10.2014 Fyrirtaka var í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi og Landspítalanum, þar sem ákært er fyrir manndráp af gáleysi, í héraðsdómi í morgun. Fallið var frá kröfum vegna missis framfæranda, en eftir standa einkaréttarkröfur um miskabætur og útfararkostnað, sem og refsikrafa. Meira »