Hlaut mænuskaða á Malaga

Sunna Elvira komin til Sevilla

23.2. Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Meira »

Sunna Elvira flutt til Sevilla

23.2. Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni undanfarinn mánuð í kjölfar falls, verður í dag flutt á bæklunarsjúkrahús í Sevilla. Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

22.2. Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

19.2. „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

18.2. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

17.2. Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Sunna leyst úr farbanni

17.2. Lögregla hér á landi mun taka yfir rannsókn á máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, en samningar þess efnis voru undirritaðir í gær. Meira »

Vilja leysa málið eins fljótt og hægt er

15.2. Unnið er að því að þoka málum Sunnu Elviru Þorkelsdóttur áfram. Eins og greint var frá fyrr í dag var umsókn hennar um að komast á betri spítala í Sevilla geymd ofan í skúffu í tíu daga en sendiherra Íslands gagnvart Spáni segir að í hana hafi vantað gögn. Meira »

„Umsóknin lá bara ofan í skúffu“

15.2. Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem legið hefur lömuð á háskólasjúkrahúsi í Malaga, segir að það hafi verið reiðarslag að hafa fengið þær upplýsingar að umsókn hennar um flutning á bæklunarspítala í Sevilla hafi legið ofan í skúffu í tíu daga. Vonir standa þó til að hún verði flutt til þangað sem fyrst. Meira »

Brotist inn á heimili Sunnu á Malaga

14.2. Brotist var inn á heimili Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur á Malaga fyrr í dag. Hún liggur á sjúkrahúsi þar í borg eftir að hafa fallið á milli hæða á heimilinu í síðasta mánuði og hlaut mænuskaða við fallið. Meira »

Hafa engin áhrif á rannsókn á Spáni

14.2. Utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstafi við spænsk lögregluyfirvöld um hana. Meira »

Lögreglan á Spáni eina von Sunnu

14.2. Eina von Sunnu Elviru Þorkelsdóttur um að komast heim til Íslands á næstunni er sú að lögregluyfirvöld á Spáni gefi sig og aflétti farbanni yfir henni. Þetta segir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar. Hann telur þó að lögreglan á Íslandi geti haft áhrif á stöðuna. Meira »

Telur sér vera haldið í gíslingu

13.2. „Það er búið að margbrjóta á mannréttindum mínum.“ Þetta segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist eftir fall á Spáni fyrir um mánuði. Sunna hefur verið í farbanni eftir að eiginmaður hennar var handtekinn við komuna til Íslands grunaður um aðild að fíkniefnamáli. Meira »

Fulltrúi ráðuneytisins til Spánar

12.2. Fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu er kominn til Spánar þar sem hann ætlar að kynna sér mál Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist á mænu við fall í borginni Malaga. Meira »

Sunna er í ótímabundnu farbanni

9.2. Sunnu Elviru Þorkelsdóttur er meinað að fara úr landi og af sjúkrahúsinu þar sem hún liggur á Spáni, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar í Alicante. Lögreglan gefur ekki upp hversu lengi farbannið gildir og er jafnframt með vegabréf Sunnu. Meira »

„Getuleysi“ eða „viljaleysi“ lögreglunnar

7.2. „Ég veit ekki til þess að hún hafi verið yfirheyrð með réttarstöðu sakbornings en hún hefur vissulega svarað spurningum lögreglu,” segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem hlaut mænuskaða eftir fall á Malaga á Spáni. Meira »

Sunna enn föst í Malaga

7.2. Til stóð að flytja Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall í Malaga á Spáni fyrir rúmum tveimur vikum, á bæklunarspítala í Toledo í gær en ekki varð af því sökum þess að spítalinn segist ekki hafa pláss fyrir hana. Meira »

Sunna loks flutt á bæklunarspítala

6.2. Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem slasaðist eftir fall á Malaga á Spáni, verður loks flutt á bæklunarspítala í Toledo í dag. Liðnar eru rúmar tvær vikur frá því að hún lamaðist í fallinu. Meira »

Er í farbanni og fær ekki vegabréfið

30.1. Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem lamaðist eft­ir fall á Malaga, fær ekki vegabréfið sitt frá lögreglu í Malaga vegna þess að hún er í farbanni. Eiginmaður hennar var úrskurðaður í gæsluvarðhald hér á landi í síðustu viku í tengslum við fíkniefnasmygl. Meira »

Sunna kemur ekki heim í dag

29.1. Ljóst er orðið að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist eftir fall á Malaga, mun ekki komast heim til Íslands í dag. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, segir Landspítalann reyna að komast í samband við sjúkrahúsið úti og embætti ríkislögreglustjóra sé að ræða við lögregluyfirvöld. Meira »

Bíður enn eftir að komast heim

27.1. Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem lamaðist eftir fall á Malaga á Spáni bíður enn eftir að komast heim til landsins. „Dráttur hefur orðið á málinu því hún er að bíða eftir vegabréfinu sínu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar. Meira »

Kemur til landsins á laugardag

25.1. „Þjóðin framkvæmdi kraftaverk og þessi hjálpsemi lýsir þjóðinni vel,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega á Malaga á Spáni í síðustu viku. Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi á laugardag. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

23.1. Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »